Morgunblaðið - 10.03.1974, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 10.03.1974, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. MARZ 1974. 25 Elns og mér sýnist Ertir Glsia J. Ástbúrsson Að verða galinn af steinsteypu NÚ ER þaS nýjast i húsnæðismál- um að þjóöfélagsfræðingar í Bret landi og Bandarikjunum (og ætli það hljóti þá ekki að vera viðar?) hallast æ meira að þeirri skoðun að háhýsahverfin marglofuðu, þar sem allt er annaðhvort steinn eða járn, séu ekki einungis að minnstakosti eins sálardrepandi og þau sýnast heldur í þokkabót beinlfnis siðspillandi fyrir þær ógæfusömu sálir sem eiga ekki annarra kosta völ en að búa i þeim. Rannsóknir í báðum þessum löndum styðja þessa kenningu, en einkanlega hefur þó kveðið rammt að afleiðangum hinnar nýju stein- aldar vestur i Bandartkjunum, eins og var líka ef til vill við að búast. Mönnum þar í landi hefur löng- um verið skrambi laus byssan, uns nú er svo komið meira að segja i sjálfri Washington að þar þora ærlegir menn naumast útfyrir hús- dyr eftir að skyggja tekur nema þá með vopnum, eins og forfeður þeirra sem áttust við indiánana, eða þá margir saman, eins og pílagrimar á ræningjaslóðum. Rannsóknir vestra þykja benda ótvirætt I þá átt (sem ætti að vísu ekki að koma á óvart) að um- hverfið móti ekki siður manneskj- una i mannhafi stórborganna held- ur én til dæmis sveitin sveita- manninn eða sjórinn sjómanninn. Og háhýsahverfin bandarisku hafa reynst sérdeilis slæmar uppeldis- stofnanir. Sum þeirra hafa bók- staflega lagst i auðn eða þá orðið vígi og skálkaskjól útskúfaðra rek- alda sem hafast þar við eins og inni í myrkviði. Skemmdarfýsnin virðist leita á menn fremur en ella þegar þeir eru orðnir agnir í steinsteyptri ver- old þar sem „stórhuga" arkitektar hafa skipulagt umhverfi þeirra svo rækilega allt niður i minnstu skrúfu að það er orðið að algjöru tómi, óyndislegu dauðhreinsuðu tukthúsi. Þegar verst lætur verða strætin á botni gljúfranna síðan að athafnasvæði þeirra algjöru skip- brotsmanna sem eru orðnir að steingervingum sjálfir og finnst (sem er kannski skiljanlegt) að þeir hafi ekkert þarfara að gera en að ræna og rupla samborgara sina og helst að drepa þá. Heimild min (sem er gott og gegnt erlent blað) greinir frá háhúsaþyrpingu af því tagi sem hér er til umræðu og sem var reist i St. Louis f Bandaríkjunum. Hún átti að ieysa öll möguleg og ómöguleg vandamál þeirra manna sem þar skyldu búa. Sú tilraun mistókst svo hrapallega að bæjar- yfirvöldin tóku það síðast til bragðs að jafna öll herlegheitin við jörðu! Aftur á móti hefur reynsla Bandarikjamanna af þokkalegum „lághúsahverfum" gjarnan verið sú að þar megi hrúga saman fári af fólki án þess það verði tiltakanlega verri borg- arar fyrir það. Það er ekki fyrr en svipuðum fjölda hefur verið stapp- að inn í hina voldugu steinkastala sem samskonar fólk byrjar að verða vandamál og fer i hernað gegn þjóðfélaginu. Það er skoðun þjóðfélagsfræð- inga að maðurinn sé þannig af guði gerður að honum sé það nán- ast eins nauðsynlegt og matur og drykkur að „eiga" einhvern blett — einhverja skikanefnu — sem hann geti kallað ríki sitt. Ég held að þessi vísdómur byggist meðal annars á rannsóknum á hátterni apa sem verða taugaveiklaðir og fara í hundana ef þessi hlunnindi eru tekin af þeim. Ofurlftið oln- bogarými i þolanlegu umhverfi kvað gera mannskepnunni kleíft að umflýja þessi örlög. Aftur á móti gengur grjótheimastefnan i húsnæðismálum — skýjakjúfafar- aldurinn, lagkökuáráttan — [ ber- högg við þessa eðlishvöt okkar. Svo herma hin nýju visindi að minnstakosti. • Maðurinn verður fangi steinsteypunnar. Hann er hlutur i rými sem heitir að visu hús en er i rauninni ekkert nema geymslustaður. Hann liggur þar um nætur eins og tindáti f öskju. Það er búið að stela frá honum hinum ævafoma rétti sem hann getur ekki verið án: aS siá um sig og mega bíta frá sér á „eigin landi". Það getur svosem vel verið að fyrrgreind sjónarmið fyrrgreindra fræðimanna þarna úti i Bretlandi og Bandaríkjum séu dálitið þröng, og vissulega hlýtur fleira að þurfa að koma til en þrjátiu hæða leigu- hjallur til þess að gera fólk að bófum og eiturfyfjasjúklingum. Mér dettur ekki heldur f hug að likja saman svónefndum háhýsum okkar og svo feriikjunum sem heita þvi nafni vestur i Ameriku. Það væri eins og að leggja Landa- kot að jöfnu við Empire State. Hitt er samt alveg vist að þeir menn eru engir loddarar og engir bjálfar að heldur sem nú hafa skorið upp herör gegn hibýlapakkhúsunum sem þeir kalla svo i heimajöndum sínum. Það eru harðsnúnir visindamenn sem hér eru að verki. Bretinn var með sjónvarpsþátt um þetta efni fyrir skemmstu, og þar kallaði einn prófessorinn hina steinsteyptu himnastiga „mann- drápara" og arkitektana sem bera ábyrgS á þeim „draumóramenn". i þeim þætti kváSu Ifka hafa falliS orð eins og „vitfirring" þegar þær borgir bandarískar bar á góma sem lengst hafa gengið i þeirri stefnu að hifa allt mannfólkiS upp í háloftin og leyfa helst ekkert kvikt niSri á jörðinni sem gengur ekki fyrir bensíni. Við eigum til allrar hamingju langt i þessa sturlun og enda hæpið að við höfum nokkurntima efni á þvl að haga okkur svona. Kannski kolllágu sambýlishúsin komist Ifka aftur í tisku ytra og að það þyki þá ekki alveg eins snið- ugt og nú að raða fólki í stein- steyptar hillur eins og bollum i eldhússkáp. Ég vona sannarlega að láréttu mennirnir fari með sigur af þessum hinum sem nú heimta allt upp á endann. Enginn sem hefur komið i veröld steinskáp- anna fær varist þeirri hugsun að þar sé verið að gera meira en að staðla umhverfi fólksins. Það er Ifka verið að staðla tilveru þess: að staðla það sjálft. Á hinn bóginn veldur það manni óneitanlega kviða hvað við islend- ingar erum stundum snarir i snún- ingum þegar við þykjumst komast i eitthvað „nýtt", komast i eitt- hvað „stórbrotið". ViS erum til dæmis ákaflega upptekin af því núna aS „byggja fyrir framtíSina". LíSandi stundin er ekki nógu merkileg. Sem fórnariamb þessa bráðafárs suður í Kópavogi leyfi ég mér samt að bölva þvi í sand og ösku. Þar er nú búið fyrir nokkur hundruð milljóna króna að grafa eina stærstu holu á Islandi. Þar á framtiðin að skondra i gegnum. Siðan er búið að girða þessa pjötlu sem eftir er af miðbænum og beita á hana ýtum og vélskófl- um. Þar á framtiðin að iðka fagurt mannlif I stórhýsum, En höfum við sem höfum þraukað þarna suðurfrá bráðum i hálfan mannsaldur ennþá fengið að Ifta gangstéttarögn? Ónei. Það væri ekkert stórbrotið, skiljið þiS. ætti að hafa við að af la teknanna. Þeir voru að sjálfsögðu fúsir til að leggja sitt af mörkum til þess að elsku hjartans ríkisstjórnin gæti setið áfram. En hvernig var hægt að fá þá verkalýðshreyfingu, sem krafðist skattalækkunar, til að fallast á skattahækkun? Hvernig skyldi það nú vera hægt? Bruggað var og kokkað á kvöld- fundum og næturfundum. Reikn- að og mælt. Nýtekjuþörf reyndist vera 4—5 milljarðar, en engin leið að fá verkalýðinn til að sætta sig við öliu minni tekjuskatts- lækkun en þá, sem kosta mundi ríkissjóð hart nær 3 milljarða. Þetta dæmi gekk ekki upp, og þó. Rúm þrjú söluskattsstig mundu nægja til að bæta ríkissjóð tekju- tap vegna lækkunár beinu skatt- anna, og því þá ekki að slumpa á Ljósm. Þorgéir Pétursson. fimm og ná sér þar í drjúgan skilding. Það hlyti að vera hægt að hagræða tölunum svo að þetta gæti sloppið, einkum ef verka- lýðsfonngjarnir segðu, að þetta væri gert fyrir þá og hrjáðar launastéttir. Þeir tóku að sér að sjá um þá hlið og hafa gert það með bros á vör — eoa væri kannski réttara að segja giott- andi. En hvergi nærn varþetta nóg. 4,7 milljarðar Nú er komið á daginn, að fyrir- ætlanir ríkisstjórnarinnar um aukna tekjuöflun nema samtals nálægt 4,7 milljörðum króna, þeg- ar frá hafa verið dregnir þeir 2,8 milljarðar, sem tekjuskattslækk- uninni nemur. Þannig er hug- myndin að brúa bilið á milli fjár- laganna eins og þau eru afgreidd og væntanlegra útgjalda. Þessar upphæðir sundurliðast þannig, að hækkun söluskatts um 5 stig nem- ur 4 milljörðum, 1% af viðlaga- sjöðsgjaldi rennur í svonefndan olíusjóð og eru það 800 milljónir. Þá er nú viðurkennt af rfkis- stjórninni sjálfri, að 11% sölu- skatturinn, sem i gildi er, muni gefa 1430 milljón krónum meiri tekjur en gert var ráð fyrir við gerð fjárlaga. Þáætlar rikissjóður að taka tolltekjur af viðlagasjóðs- húsunum, sem nema 477 milljón- um, og launaskattur 1% er talinn gefa 550 milljónir á ársgrund- velli. Til viðbótar þvi koma svo stórauknar tollatekjur, og af bensínhækkuninni einni nema auknar tekjur rikissjóðs 300 milljónum. Samtals nema þessir liðir 7,5 milljörðum króna. Tekjuskerðing ríkissjóðs er aft- ur á móti 2,8 milljarðar vegna lækkunar tekjuskattsins, þannig að hreinar tekjur vegna skatta- breytingar ríkisstjórnarinnar nema 4,7 milljörðum. Auðvitað er ljóst, að hugmynd- in er að nota þessar tekjur m.a. til þarflegra hluta eins og lækkunar olíuverðs um 800 milljónir og til að bæta þeim, sem engan tekju- skatt hafa greitt að nokkru sölu- skattshækkanir og verja í þeim tilgangi hálfum milljarði. En engu að síður er hér um stórfelld- ar hækkanir tekna ríkisins að ræða, sem stjórnarherrarnir og sérfræðingar þeirra munu telja, að nokkurn veginn nægi til að halda öllu á floti frameftir árinu, muni nægja til þess, að ríkis- stjórnin geti áfram setið við völd — og það er einitt það, sem er fyriröllu. En hvað sem annars má segja um Halldór Sigurðsson fjármála- ráðherra, þá getur enginn mót- mælt þvi, að hann er kjarkmaður. Hann hefur komið fram í fjöl- miðlum og fullyrt, að þær breyt- ingar á skattheimtu rikisins, sem fyrirhugaðar eru, séu til hags- bóta fyrir skattgreiðendur, að þeir muni almennt greiða minni skatt til rikisins eftir að heildar- tekjur þess hafa hækkað um 4,7 milljarða, eða heildarskattgreiðsl- ur á 5 manna fjölslyldu hafa hækkað að meðaltali meira en um 100 þús. kr. Það er engin furða, þótt stjórnarherrarnir séu ánægð- ir með sjálfa sig, þegarþeir geta stjórnað svona snilldarlega, af lað rikissjóði hundrað þúsund króna frá hverri fimm manna fjölskyldu umfram það, sem hún greiðir í opinber gjöld núna, en samt er það hagkvæmara fyrir hana en áður var! Og við það bætist svo, að rikið hefur stór-aukið fé til ráð- stöfunar ,,í þágu fólksins". Allir vita raunar, að flestir ráð- herranna eru góðviljaðir menn, og engin illgirni veldur því, að jafn hörmulega hefur verið stjórnað undanfarið 2lA ár og raun ber vitni. Þeir vilja gera þjóð sinni það gagn, sem þeir mega. Og einmitt þess vegna halda þeir valdataflinu áfram! Þeir eru sannfærðir um það, að engir séu jafn færir um að hafa stjórnina með höndum og einmitt þeir. Enda hlýtur bréfritari að taka undir það, að hann þekkir enga menn aðra í víðri veröld, sem geta aflað ríkissjóði of fjár til að deila út tilþegnanna, samhliða því sem skattlagning lækkar, en fyrir þeirri fullyrðingu hefur landslýður orð ekki ómerkari manns en sjálfs fjármálaráðherr- ans. Skrýtið siðferði En þegar öllu er á botninn hvolft: Er ekki eitthvað skrýtið við þetta siðferði allt saman? Get- ur það í rauninni verið, að ráð- herrana renni aldrei gi"un i það að eitthvað sé nú bogið við framferð- ið? Halda þeir, að þeir fylgi leik- reglum lýðræðis og þingræðis? Ljóst er, að ætlun stjórnar- herranna er sú að koma þinginu heim eins fljótt og unnt er. Siðan ætla þeir að stjórna með bráða- birgðalögum, vegna þess að þeir hafa ekki þingstyrk til að koma frumvörpum í gegnum Alþingi. Bráðabirgðalög vilja þeir sumir hverjir a.m.k. gefa út, þótt bæði þeir og allir aðrir viti, að þau hafa ekki þingmeirihluta. Þannig á að níðast á þingræðinu og brjóta all- ar þingræðisreglur. Á skákborði valdanna í stjórnarráðinu er nú líka teflt um það, hvort forsætisráðherra og utanríkisráðherra bregðist ekki báðir skýlausum yfirlýsingum sínum um að leggja varnarmálin fyrir Alþingi. Forsætisráðherran- um, sem helzt var treystandi i þessum málum, hefur verið skák- að og ýmsir óttast nú, að hann verði mát jafnvel næstu daga, því að völdin vill hann ekki missa, fremur vill hann hrekjast undan í einu málinu af öðru, enda fyrir- skipar Eysteinn Jónsson honum það. En eitt er það, sem bréfritari á erfitt með að trúa, að Olafur Jó- hannesson forsætisráðherra og lagaprófessor láti hafa sig tilþess að brjóta þingræðisreglur með þeim hætti að starfa með útgáfu bráðabirgðalaga, sem hann veit, að ekki munu fást staðfest á þingi. Og flestir vilja raunar í lengstu lög trúa því, að hann bregðist ekki islenzkum hagsmun- um í varnarmálunum. En hver veit? Valdatafl vinstri manna stend- ur sem hæst. Völdin, völdin, völd- in, hrópa þeir hver í kapp við annan. Völdin verðum við að hafa, enda ljóst, að við erum hæf- astir til að ráðamálum þjóðarihn- ar til lykta! Efast einhver um það, t.d. láglaunafólkið, sem nú fékk „raunhæfar kjarabætur" og aldrei er niðzt á með hagræðingu visitölunnar? Nei það á svo góða ríkisstjórn, svo að ekki sé nú talað um verkalýðsforingjana, sem aldrei bregðast — adrei hugsa um pólitíska einkahagsmuni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.