Morgunblaðið - 10.03.1974, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.03.1974, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ.SUNNUDAGUR 10. MARZ 1974. Kortsnoj sigraði Mecking EINS og komið hefur fram í fréttum lauk einvfgi þeirra Victors Kortsnoj og Henrique Mecking, sem fram fór í borg- inni Augusta í Bandarfkjunum, með sigri hins fyrrnefnda. Kortsnoj vann þrjár skákir, Mecking eina og nfu urðu jafn- tefli. Sigur Kortsnoj var aldrei í hættu, en hins vegar verður það að segjast að oft hefur hann teflt betur en nú. Svo virðist sem hann hafi fyrst og fremst teflt uppá afleiki and- stæðingsins, hann beið yfirieitt rólegur eftir afleikjum Meck- ings, þangað til hann var kom- inn f taphættu. Þá fór hann að tefla og Mecking lék af sér. Mecking kom auðsjáanlega mjóg vel undirbúinn til einvíg- isins, hann tefldi af miklum krafti framan af og náði oft mjög góðum stöðum, en þá brást honum bogalistin, Korts- noj rétti úr kútnum og í þrem skákum tókst honum að sigra, eins og fyrr segir. Við skulum nú líta á 13. og sfðustu skákina f einvíginu, hún er að ýmsu leyti dæmigerð gang mála í ein- víginu. Hvftt: V. Kortsnoj. Svart: H. Mecking. Benónfvörn 1. d4 — Rf6, 2. Rf3 — c5, 3. d-5 e6, 4. c4 — exd5, 5. cxd5 d6, 6. Rc3 — g6, 7. e4 — Bg7, 8. Be2 — 0-0, 9. 0-0 — He8, 10. Rd2 — Rdb7. (Mecking fylgir forskrift heimsmeistarans, en hér er einnig leikið 10. —-b6, ásamt Ra6 —c7). 11. Dc2 (Til greinakom einnigll. a4). 11. — Re5, (Önnur leið er 11. — Rh5, sbr. 3. skákina í heimsmeistaraein- víginu 1972). 12. b3 (Með þessari uppbyggingu hyggst hvítur ná góðum tökum á skálínunni al — h8. Annar góður möguleiki var hér 12. h3 ásamt f4). 12. — g5! (Með þessum sterka leik trygg- ir svartur sér frumkvæðið í skákinni. Nú verður riddarinn ekki hrakinnfráe5). 13. Bb2 — g4,14. Hfel (Til álita kom einnig 14. a4). 14. — Rh5, 15. Rdl — Rf4, 16. Bb5!—Hf8, (Ekki 16. — Bb7 vegna 17. Bxd7 — Dxd7, 18. Bxe5! — Bxe5, 19. Hacl ásamt Re3 og Rf5 með betri stöðu á hvitt). 17. Re3 — Dg5,18. Rf5?! (Kortsnoj hefur aldrei verið til vandræða hugdeigur og nú finnst honum sem timi sé kom- inn til að láta til skarar skríða. Þessi leikur leiðir skemmti- legra sviptinga, en öruggara varþól8. Hadl). 18. — Bxf5, 19. exf5 — Red3?!, (Hér kom e.t.v. ekki síður til greina að leika 19. — Rh3+, eða 19. — Rf3 + ). 20. Bxd3 — Bxb2, 21. Hadl — Bd4, (Svartur teflir eðlilega til vinn ings, en hér gat hann tryggt sér jafntefli með 21. — Rh3+. T.d. 22. Kfl — Rxf2, 23. Kxf2 — Bd4+ 24. Kg3 — h5! Eða 22. gxh3 — gxh3+, 23. Kfl — Dg2+ 24. Ke2 — Dg4+ og nú á svartur þráskák, þar sem 25. Rf3 gengur ekki vegna He8+, 26. Kd2 —Db4 + ). 22. Re4! — Dxf5, 23. Rg3 — Dg5, (Ekki 23. —Dxd5 vegna 24. Bxh7+ —Kh8,25. Be4). 24. Bxh7+ — Kh8, 25. Df5 — Dh6?, (Hér teygir svartur sig helztil langt. Eftir 25. — Dxf5, 26. Bxf5 — Rxd5, 27. Bxg4 stæði hvítur að vísu betur, en þó væri enn hald i svórtustu stöð- unni). 26. Dxg4! — Rxg2?, (Betra var26. — Be5). 27. Kxg2 —Dxh7, 28. He7! (Nú hefur hvítur náð afgerandi yfirburðum). 28. — Hg8, 29. Df4 — Be5, 30. Df3 (Enn sterkara en 30. Dxf7). 30. Hg7, 31. Hxb7 — Dc2, 32. Hel — Kg8, 33. He4! (Nú hlýtur svarta kóngsstaðan að hrynja í fáum leikjum, lokin þarfnast ekki skýringa). 33. — Hf8, 34. Hg4 — Dxa2, 35. Rf5 — Hxg4+, 36. Dxg4+ — Kh7, 37. Dh5+ — Kg8, 38. Rh6+ — Kg7, 39. Rxf7 — Hg8, 40. Rxe5+ — KÍ6+, 41. Rg4 + — Hxg4, 42. Dxg4 og svartur gafst upp. Jón Þ. Þór. Sýning Pierre Vogel UNGUR svissneskur myndlistar- maður, Pierre Vogel aðnafni.sýnir þessa dagana í nýjum sýningar- sal, sem hlotið hefur nafnið Gallery Skipholt 37, en salurinn mun jafnframt vera vinnustofa Kára Eiríkssonar listmálara. Er hér um að ræða litla og lát- lausa sýningu tveggja tuga mál- verka og teikninga. Málverkin hafa yfir sér í senn ljóðrænt sem surrealistískt yfirbragð, eru unn- in í hóflegum yfirlætislausum lit- um með mikilli nákvæmni og Myndllst mjög áhugaverðar og vel gerðar, og bera vott um næma tilfinningu f yrir eðli línunnar en það er alltof sjaldan sem mönnum gefast tæki- færi til að sjá slík vinnubrögð í teikningu hérlendis, málverkið yfirgnæfir hér allt. Ég játa, að ég spái þessu galleríi ekki langra lífdaga að óbreyttu, en strigaklæðning veggja myndi þó bæta úr miklu til betri vegar. Að öllu samanlögðu var við- kynningin við verk Pierre Vogel mér ákaflega geðþekk, og ég hefði viljað sjá fleiri verk hans í um- hverfi, sem hefði betur haldið sér- kennum þeirra fram. Bragi Asgeirsson. Willy Rasmus- sen sjötugur eftir BRAGA ÁSGEIRSSON natni. Þó að þessi sýning segi ekki mikið um listamanninn þá er auð- séð að hér er hæfileikamaður á ferð, sem lifir og hrærist i eigin og persónumótuðum myndheimi, og það er rétt með farið í sýn- ingarskrá, að, ef hann hef ur verið undir miklum áhrifum frá Klee, Max Ernst og Kandinsky f upp- hafi; þá eru þau áhrif burtþurrk- uð, því að þau eru ekki finnanleg á þessari sýningu að mínum dómi. í sambandi við þessa sýningu er einn ljóður á máli, sem er sá, að málverkin komast ekki vel til skila til áhorfandans með þessa fínu harðviðarveggi sem bak- grunn, til þess eru þau of fíngerð en veggirnir hinsvegar fram- þrengjandi, hinn svarti dúkur á einum veggnum bætir ekki mikið um. Teikningarnar komast hins vegar betur til skila og eru sumar MANUDAGINN 11. marz nk. verður Willy Rasmussen, Adolphsvej 42, Gentofte, 70 ára. Willy er kvæntur íslenzkri konu, Ingunni Halldóru Ingimundar- dóttur frá Kletti í Gufudalssveit. Vegna langdvalar á Islandi og tengda ann hann landi og þjóð og á hér fjölda vina. Við störf sín hjá Blauenfeldt & Tvede um áratugabil sem sölu- stjóri og nú hin síðari ár sem forstjóri fyrirtækisins hefur hann ferðazt víða um lönd og m.a. oft komið til Islands á vegum þess. Að auki eru ótaldar þær ferðir hingað til lands, sem þau hjónin hafa tekið sér á hendur til að heimsækja ættingja og vini og ferðast um landið. Með þessum skrifum er ekki ætlunin að rekja æviferil Willys, aðeins að víkja að þeirri hlið i fari hans, sem snýr að okkur kunn- ingjum hans á íslandí. Fyrir mörgum hér er borg eins og Stór- Kaupmannahöfn , einna líkust frumskógi, sem erfitt er að rata í, þegar komið er þangað í fyrsta sinn. Undir slíkum kringumstæð- um er notalegt að geta leitað til manna eins og Willys og konu hans. Þeir eru margir landarnir, sem hafa hlotið fyrirgreiðslu, þegið góð ráð og gist á heimili þeirra hjóna við Adolphsvej. Það er hátt- ur margra að rif ja upp liðna tíð á tímamótum i lífi manna. Við slíka upprifjun kemst sá, sem þetta rit- ar, ekki hjá því að minnast fjölda ánægjulegra samverustunda með þeim hjónunum, ekki sízt á ferða- lögum með þeim hér heima og erlendis. A ferðalögum nýtur Willy sín hvað bezt, þá kemur vel fram, hversu frábær félagi hann er og um leið hrókur alls f agnaðar í vinahópi. Kemur þar til hans góða menntun, tónlistargáfa og skemmtilegt viðhorf til lífsins. Okkur, sem til Willys þekkjum, er það alltaf tilhlókkunarefni, þegar von er á þeim hjónum til Islands. Lætur oft nærri, að rifizt sé um tima þeirra hér heima, því að svo margir eru þeir, sem vilja njóta samvista við þau. Willy, um leið og við þökkum skemmtilegar samverustundir, óskum við þér velfarnaðar um ókomna tíð og erum þess fullviss, að margir munu senda þér kveðj- ur á afmælisdegi þinum þann 11. marz. Lifðu heill. G.Kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.