Morgunblaðið - 10.03.1974, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 10.03.1974, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ.SUNNUDAGUR 10. MARZ 1974. 43 ROSE- ANNA FRAMHALDSSAGA EFTIR MAJ SJÖWALL OG PER WAHLÖÖ JÓHANNA KRISTJÓNSDÓTTIR ÞÝDDI 51 — Vertu nú varkár. — Þú getur verið rólegur. Hann gengur eins og i leiðslu og það er engu líkara en hann hvorki sjái né heyri það, sem fram fer í kringum hann. Ég verð að hraða mér, svo að ég missi ekki af hon- um. Ahlberg hafði staðið upp og gekk fram og aftur. — Þetta er nú ekki beinlínis skemmtilegt viðfangsefni, sem við höfum látið hana fá, sagði hann. — Hún stendur sig með prýði, sagði Kolberg. — Og ég er viss um að henni skeikar hvergi. Bara að Stenström verði nú ekki &/ nein skyssa. — Annars er Stenströmágætur, bætti hann við, skömmu siðar. . Martin sagði ekkert. Klukkan var rúmlega þrjú, þeg- ar Stenström lét á ný heyra frá sér. — Nú erum við á Folkungötu. Hann bara þræðir göturnar eina af annarri, án þess að nema stað- ar. Hann lítur hvorki til hægri né vinstri. Mér finnst eitthvað und- arlegt við hann. — Haltu áfram, sagði Martin. Venjulega þurfti heilmikið til áð raska ró Martins, en þegar hann hafði nú í þrjá stundarfjórð- unga litið til skiptis á klukkuna og símann, án þess að nokkur hefði mælt orð af vörum, reis hann skyndilega upp og fór. Ahlberg og Kolberg litu hvor á annan. Kolberg yppti öxlum og fór að stilla skákmönnunum upp. Frammi á snyrtiherberginu baðaði Martin andlit sitt í köldu vatni. Þegar hann kom fram á ganginn af tur, var kallað til hans, að beðið væri um hann í siman- um. Það var konan hans. — Ég hef ekki séð þig í háa herrans tíð, sagði hún. — Og nú getur maður varla náð símasam- bandi við þig. Hvað er eiginlega um að vera. Og hvenær kemurðu heim? — Ég veitþað ekki, sagði hann þreytulega. Þegar hún hélt áfram, varð rödd hennar skræk af æsingi og hann greip fram i fyrir henni i miðri setningu. — Ég hef engan tíma til að tala við þig i augnablikinu, sagði hann gremjulega. — Bless. Vertu ekki að hringja. Þú truflar mig bara. Hann iðraðist orða sinna, áður en hann hafði lagt tólið á, en við því var ekkert að gera, svo að hann hristi höfuðið leiður á svip og gekk inn tilskákmannanna. Þriðja hringing Stenstöms kom þegar klukkuna vantaði tuttugu mínútur í f imm. — Nú situr hann inni á krá og drekkur bjór. Við erum búnir að vera í sifelldu flandri. Hann er enn eins og utan við sig og er mjög einkennilegur. Martin mundi allt i einu eftir þvf að hann hafði ekkert borðað allan daginn, svo að hann sendi eftir mat út á næsta veitingahús og þeir borðuðu saman allir þrir. Að máltíð lokinni fékk Kolbert sér blund i stólnum sínum og var von bráðar farinn að hrjóta. Hann hrökk upp, þegar siminn hringdi. Klukkan var sjö. — Hann hefur setið á sama staðnum og þambað bjór þangað til núna, að við erum að leggja af stað inn í bæinn aftur. Hann gengur hraðar núna. Ég hringi eins fljótt og ég get. Stenström var móður, eins og hann hefði hlaupið og hann skellti á, áður en Martin gæti lagt fyrir hann nokkrar spurningar. — Hann er á leiðinni þangað, sagði Kolberg. Aftur var hringt hálftíma siðar. Stenström sagði, að Bengtsson herti nú enn gönguna. Þeir biðu. Horfðu á klukkuna og simann til skiptis. VELX/AKAIMDI Velvakandi svarar i sima 10-100 kl. 1 0.30 — 1 1.30, frá mánudegi. til föstudags 0 Hver ræður í útvarpinu? Hér er bréf um barnatimamál: „Velvakandi. Vonandi fæ ég inni með þessar línur minar, enda þótt ég taki ekki í mál, að þú setjir fullt nafn og einkennisnúmer undir. Ég er einn úr hinum stóra, þögla minnihluta, sem er nú löngu búinn að fá nóg af ásælni kommtinista í fjölmiðlum. Þegar núverandi rikisstjórn tók við völdum, og nýkjörið Alþingi fór að skipa í nefndir og ráð fór fyrir alvöru að verða vart við þessa ásælni, og svo hefur að henni kveðið, að nú er ekki lengur stundlegur friður fyrir pólitísk- um áróðri þessa fólks í skólum eða fjölmiðlum. Nýjasta dæmið um þetta er mál, sem reis út af sögu frá Konsó, sem Katrín Guð- laugsdóttir kristniboði tók að sér að flytja í Stundinni okkar, og ætlaði hún að flytja formálsorð að sögunni. En viti menn, — þá kom fram í dagsljósið einhver stofnun innan Ríkisútvarpsins, sem nefn- ir sig „barnatímaráð", og lagði bann við því, að Katrín flytti for- málann. Nú vill ekki einungis svo til, að ég er trúaður maður og þar að auki i þjóðkirkjunni, heldur hef ég árum saman stutt starf kristniboðanna í Konsó. Þar hef- ur árum saman verið rekin is- Ienzk kristniboðsstöð, þar sem kristniboðarnir okkar hafa stund- að mikilvægt og óeigingjarnt starf að fræðslu- og heilbrigðismálum, auk trúboðsstarfsins. Þetta starf hefur verið rekið að frumkvæði íslenzkra kristniboðsvina, sem hafa lagt fram bæði fé og krafta í þágu þess. Þetta starf hefur ekki verið metið að verðleikum hér á landi, og er það í sjálfu sér undarlegt, að svo merkilegt starf skuli ekki eiga sér fleiri stuðningsmenn en raun hefur orðið á. 0 Hjálp við sveltandi þjóðir Nú stendur yfir æskulýðs- og fórnarvika kirkjunnar, og hefur neyðarástand það, sem ríkjandi er í Eþíópiu (þ.á m. í Konsóhérað- inu) orðið til þess, að allt kapp er nú lagt á að aðstoða þá meðbræð- ur okkar, sem eru í nauðum staddir í Konsó. En þá vil ég spyrja: Hvar er nú sá mikli mann- kærleikur, sem sumir alþingis- menn Alþýðubandalagsins hafa viljað tileinka sér i sambandi við aðstoð við vanþróuð ríki? Hvers vegna sér Alþingi ekki sóma sinn í því að styðja betur við bakið á Kristniboðssambandinu íslenzka? Eða er sá mærðarsöngur, sem stundum hefur verið upp hafinn vegna sveltandi lýða, aðeins eitt- hvað sem á að ganga i augun á kjósendum? Formálinn sem átti að þurrak út. En svo ég haldi áfram með það, sem ég gat um i upphafi, þá lang- ar mig til að skoða aðeins nánar það, sem „barnatímaráð" aftók, að flutt yrði í Stundinni okkar. Þessi ummæli eru birt í frétt í blaðinu í dag (föstudag), og hljóða þannig orðrétt: „Fyrir rúmum 20 árum var mikið myrk- ur heiðindóms og fáfræði í Konsó. Ekki einn kristinn maður, engin sjúkrahjálp eða skóli. Allir, sem þarna bjuggu voru heiðingjar, sem aldrei höfðu heyrt um guð eða frelsarann, sem hann sendi, Jesúm Krist. Meðan allt leikur í lyndi geta heiðingjarnir stundum verið glaðir, en strax og eitthvað kemur fyrir, leiðinlegt eða vont, þá eiga þeir ákaflega bágt. Svo þið skiljið þetta betur, ætla ég að segja ykkur sögu f rá Konsó." Jæja, þetta var nú það, sem „barnatímaráðið" taldi svo for- kastanlegt, að það mætti ekki heyrast. Nú verður manni náttúrlega á að spyrja: Hvað er það í þessum orðum, sem valdið getur hneyksl- un eða úlfúð? Ekki getur það ver- ið það, að þarna sé verið að vekja athygli á staðreyndum, sem aug- ljósar eru og fyrir liggja. Varla getur það heldur verið hugleiðing ar Katrinar um líðan heiðingj- anna, en eins og þeir vita, sem eitthvað hafa heyrt um heiðin- dóminn eins og hann tíðkast í Konsó, þá er djöfladýrkun þar útbreidd og myrkur heiðindóms og fávizku það, sem fyrst vekur athygli fólks frá háþróuðum menningarþjóðum. Það skyldi þó aldrei vera, að „barnatimaráðið" hafi ekki þolað að heyra minnzt á frelsarann, Jesúm Krist? Er þá virkilega svo komið fyrir okkar umburðarlyndu og þrosk- uðu menningu, að búið sé að út- hýsa kristinni trú? Látum nú vera þótt það fólk, sem skipar „barna- tímaráð" sé ekki trúað, en það er ekki afsökun fyrir slíkum skorti á umburðarlyndi sem hér er um að ræða. 0 Hver er uppruni „barnatímaráðsins" En nú langar mig til að spyrja: Hvernig er þetta „barnatímaráð" eiginlega til komið? Hvenær var það stofnað? Hvert er verksvið þess? Hvað er það fjölmennt? Hefur Utvarpsráð það sem kjör- ið var eftir síðustu alþingiskosn- ingar afsalað sér völdum sínum og umráðarétti yfir barnatimum í sjónvarpi og útvarpi i hendur þessara aðila? Er það stefna Ut- varpsráðs að ekki megi bera kristindóm á borð fyrir börnin? Þetta eru einungis nokkrar af þeim spurningum, sem vakna þegar annað eins og þetta ger- ist. Líka langaði mig til að fræð- ast meira um stúlkuna, sem sér um val á barna- sögum í Morgunstund barnanna, og aldrei varð mér ljóst hvort það var hún eða einhver annar, sem bar ábyrgðina á þeirri handvömm sem varð, þegar Olgu-sagan f ræga var flutt í Morgunstund barn- anna. Mér þætti einkar fróðlegt að fá einhver svör við þessum spurn- ingum, og þá helzt frá þeim, sem ábyrgðina bera. Lýðræðissinni." # Hættið reykingum. Stefán Rafn skrifar: „Aðeins örfá orð til þeirra, sem reykja sigarettur. I Guðs bænum hættið reykingum. Gerið eitthvað þarfara við peningana, sem fara til þeirra hluta. Það er stórfé, sem íslenzka þjóðin eyðir i tóbak. Ég spyr: Hver græðir? Svar: Tóbaks- framleiðendurnir úti í hinum stóra heimi, umboðsmenn þeirra, ríkissjóður íslands og kaupmenn, sem verzla með slikan varning i smásölu. Hver tapar? Svar: Neytendurn- ir. Þeir tapa bæði fé og oft því miður heilsu sinni. Hættið því strax í dag. í það minnsta reynið. Tyggið heldur rúsfnur, það er í áttina. Mikið má góður vilii. Að endingu skora ég á þá reyk- ingamenn og konur, sem lesa þessar linur að gefa andvirði eins eða fleiri sígarettupakka til svelt- andi mannkyns meðal frum- stæðra þjóða, en fjársöfnun stendur nú yfir til þeirra líknar- mála sem kunnugt er. Burt með sígarettur. Burt með áfengadrykki. Með bróðurhug Stefán Rafn, Miðstæti 3A." B^3 SlGGA V/6GA % 1JLVCR4N ÉGVIUNNÓStfNMEWUJNUM VlV/IÝKT PARFAWNG WSSIfc Ó'RYG(j/$rttAlí1Afc ERö" John DavidEaton DAVID EATON LÁTINN Nýlega lézt á heimili sinu í Tor- onto John David Eaton, sljórnar- formaður hinna miklu Eatons- vöruhúsa í Kanada i 27 ár. Kona hans var Signý Eaton, fslenzk kona frá Winnipeg, og áttu þau fjóra syni. Þekktu þvi margir ís- lendingar David Eaton og hann var islenzkum hagsmunum mjög innan handar á kanadiskum markaði. David Eaton var 63 ára að aldri er hann lézt. Hann var fjórði stjórnarformaður hinnar miklu verzlunarsamsteypu, sem af i hans stofnaði í Toronto fyrir 100 árum. Hann tók við 1942 og starfaði allt- af við fyrirtækið, þar til veikindi hindruðu hann í að vinna fullan vinnudag árið 1969. Afinn, Timo- thy Eaton, var af irskum ættum og setti á stofn litla nýlenduverzl- un árið 1869, en nú eru Eatons vöruhúsin i öllum borgum Kanada og þar starfa 50—60 þús- und manns. David Eaton stundaði nám f viðskiptafræðum í 12 ár áður en hann kom að fyrirtæki ættarinnar, þar sem hann var fyrst afgreiðslumaður, bifreiða- stjóri og vélamaður, áður en hann tók sæti i stjórn fyrirtækisins og varð stjórnarformaður, þrítugur að aldri. Eatons-vöruhúsin blómstruðu mjög i hans höndum og dreifðust verzlanirnar um öll héruð Kanada. David Eaton var einn af auð- ugustu mönnum Kanada. Hann gaf mjög mikið fé til félagsmála. T.d. gaf hann 50 milljón dollara til lífeyrissjóðs starfsmanna sinna sem stofnaður var 1948 og millj- ónir dollara til sjúkrahúsa, skóla og menningarstofnana og í erfða- skrá sinni ánafnar hann Eaton- Foundation miklum auði. Peron tekur við stjórn í Cordoba Buenos Aires,8. marz, NTB. ARGENTÍNSKA þingið sam- þykkti í dag að veita Juan Peron forseta óskorað vald til að taka við stjórn mála i Cordoba, eftir að fylkisstjórinn þar sagði af sér á fimmtudagskvöld. 1 Cordoba hefur verið mjög róstusamt og ekki batnaði ástandið, er fylkis- stjórinn hafði sagt af sér. I gær og dag hafa að minnsta kosti 20 sprengjur sprungið i héraðinu, að minnsta kosti sjö manns hafa lát- ið lífið og milli 20 og 30 slasazt. SAFNAST ÞEGAR SAMAN IX SAMVINNUBANKINN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.