Morgunblaðið - 10.03.1974, Blaðsíða 37
— MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. MARZ 1974. 37
Li
I.
iMl
félk í
fréttum
OPIÐ BRÉF
SOLSHENITSYNS
Eins og komið hefur fram í
fréttum var birt í fyrsta skipti
opinberlega i París á laugar-
daginn „opið bréf“ frá rithöf-
undinum Alexander Solzhenit-
syn til leiðtoga Sovétríkjanna,
þar .sem Solzhenitsyn setur
fram hugmyndir sínar um
aðferðir til að komast hjá þeirri
„þjóðarógæfu", sem ógni Sovét-
ríkjunum. Bréfið er langt og
var sett á markað i Paris í
bókarformi, 52 bls. langt. — Og
hér sést einn lesandinn.
SJÓNVARPSÞÁTTA*
METHAFINN
HÆTTIR
Lucille Ball — eða bara Lucy
Ball, eins og við þekkjum hana
— hefur nú tilkynnt CBSsjón-
varpsfyrirtækinu bandaríska,
að hún muni ekki gefa kost á
sér til framhaldsþáttagerðar
næsta haust og lýkur þvi 23 ára
samfelldri sögu gamanþátta
hennar. Hún hóf að leika i viku-
legum sjónvarpsþáttum árið
1951, þá með eiginmanni sin-
um, Desi Arnaz, og hétu þætt-
irnir „Ég elska Lucy". Eftir
skilnað þeirra árið 1960 hélt
Lucy áram með þættina, en
undir nýju nafni. _Hún er nú
gift grinistanum Gary Morgan,
sem hefur verið framleiðandi
þátta hennar. — En Lucy er
ekki alveg horfinn af skjánum
þrátt fyrir þessa ákvörðun sína.
Hún mun af og til koma fram í
sérstökum skemmtiþáttum og
kveðst hafa ýmsar hugmyndir
í því sambandi, sem hana langi
til að spreyta sig á. — Og svona
i lokin skal þess getið, þótt
vafalaust trúi þvi ekki nokkur
maður, að Lucy Ball er nú 62
ára.
FJÁRHIRÐIR ARSINS
26 ára gömul kona, Dorothy Bell, hlaut á dögunum þann
heiður að vera valin fjárhirðir ársins í Englandi. Hún hlaut að
verðlaunum 50 sterlingspund (tæplega 10 þús ísl. kr.) og
bronsstyttu af fjárhirði (karlmanni) með hundinn sinn.
Dorothy sér um 1800 ær i Cumberland.
FYRIR ÖLLU AÐ VANDA SIG!
Bobby Waters, kennari í Penmore Park í Englandi, ætlaði að
láta sprauta bil sinn að nýju og vinur hans benti honum á
málningarverkstæði í nágrenninu. „Þeir eru seinvirkir, en
vandvirkir," sagði vinurinn. Þetta var fyrir fimm árum. Bobby
hefur enn ekki fengið bílinn aftur af verkstæðinu. „Ég hef oft
farið heim til eiganda verkstæðisins," segir Bobby, „og hann
kallar mig nú orðið Bobby og býður mér te. En í hvert sinn segir
hann mér bara, að bíllinn sé næstum því tilbúinn."Harold
Thomas, eigandi verkstæðisins, segir um málið: „Ég er mjög
vandvirkur. Þegar ég er búinn, verður þessi bill glæsilegasti
Wolsey 16/60 af sinni árgerð hér um slóðir."
Útvarp Reykjavík
/ Vi
fclk f
fjélmiélum
Þátturinn frá Konsó,
sem ekki mátti ná
eyrum barnanna
I dag kl. 18 er Stundin okkar
á dagskrá sjónvarpsins, og þá
flytur Katrín Guðlaugsdóttir
kristniboði frásögu frá
Konsó, þar sem hún starfaði
ásamt manni sinum, Gisla Arn-
kelssyni, um margra ára skeið.
Katrín flytur formála að sög-
unni, og það gekk ekki átaka-
laust, að þetta efni fengist flutt
í sjónvarpinu. Greint var frá
þessu í frétt í blaðinu s.l. föstu-
dag, en ástæða er til að fjalla
nokkru nánar um þetta hér.
Við Ríkisútvarpið er starf-
andi „starfshópur til ráðu-
neytis um val barnaefnis", og
mun starfshópi þessum í upp-
hafi hafa verið ætlað að vera til
skrafs og ráðagerða i sambandi
við val á sjónvarpsefni fyrir
börnin, en þróun mála hefur
síðan orðið sú, að starfshópur
þessi hefur tekið að hafa frum-
kvæði í þessu efni, og nú siðast
hefur hann tekið að sér að
gegna nokkurskonar rit-
skoðunarhlutverki við Ríkis-
útvarpið.
Þegar upphaflega kom til
tals, að Katrin Guðlaugsdóttir
flytti söguna frá Konsó, var
ætlunin að flutningurinn færi
fram i sambandi við æskulýðs-
og fórnarviku þjóðkirkjunnar.
Katrín skilaði efninu til flutn-
ings, en þá komu upp óvæntir
erfiðleikar. Starfshópurinn eða
„barnatímaráð“, eins og hópur
þessi nefnir sig sjálfur, gat sem
sé ekki fellt sig við formálsorð
Katrínar að sögunni, og lagði
til, að þau yrðu látin falla brott.
Það sætti Katrín sig ekki við,
en vildi að dagskráratriðið yrði
annað hvort flutt i heild sinni
eða ekki. Hófust þá samninga-
umleitanir, og breytti Katrín
formálsorðunum þá lítillega.
„Barnatímaráðið" taldi breyt-
inguna ófullnægjandi, en
samdi sjálft formála með sinu
eigin orðavali, og vildi, að
Katrín flytti þá tölu á undan
sögunni. Því neitaði Katrín, og
lýsti „ráðið“ því þá yfir, að
þetta efni gæti ekki komið í
barnatíma útvarpsins. Gerðist
nú ekkert i málinu þar til það
kom til kasta hins raunverulega
útvarpsráðs s.l. fimmtudag, en
þá kom fram tillaga frá „barna-
tímaráðinu“ um það að liður
þessi skyldi falla niður i
útvarpsdagskránni.
Reyndust þrír útvarpsráðs-
manna vera tillögunni fylgj-
andi, þeir Njörður P. Njarðvik,
Stefán Karlsson og Stefán
Júliusson, en á móti voru
Magnús Þórðarson, Tómas
Karlsson og Valdimar Kristins-
son. Féll tillagan á jöfnum at-
kvæðum, en á þessum fundi var
Ölafur Ragnar Grimsson fjar-
staddur.
SUNNUDAGUá
10. marz
8.00 Morgunandakt
Herra Sigurbjörn Einarsson bLskup
flytur ritninyarorð og bæn.
8.10 Fréttir og veðurfregnir.
8.15 Létt morgunlög
Fílhamióniusveitin i Berlin leikur Ibg
eftir St raussfeðga; Herbert von
Karajan stj. (Hljóðritun frá Berlinar-
út va rpinu).
9.00 Fréttir. Útdráttur úr forustugrein-
um dagblaðanna.
9.15 Morguntónleikar. (10.10 Veður-
f regn i r)
a Requiem i d-moll (K626) eftirWolf-
gang Amadeus Mozarl Sheila Arm-
strong, Janet Baker, Nicolai Gedda
Dietrich Fischer-Dieskau og Johan
Aldis-kórim syngja meðEnsku kamm-
erhljómsveitinnL Stjórnandi: Daniel
Ba renboim.
b. Oktett i Es-dúr op. 20 eftir Felix
Mendelssohn-Bartholdy. Jascha
Heifetz, Israel Baker, Arnold Belnick,
Joseph Stephansky, Wi Uiam Primrose,
Virginia Majewsky, Gregor Pjatigorský
og Gabor Rejto leika.
11.00 Messa safnaðarheimili Grensáv
sóknar
að lokinni æskulýðs- og fórnarviku
þjóðkirkjunnar.
Prestur: Séra Halldór S. GröndaL
Organleikari: Jón G. Þórarinsson.
í messunni flytur æskulýðskór
K.F.U.M. og K. söngbálkim „Eþiópiu"
eftir séra Hauk Ágústsson undirstjórn
Sigurðar Pálssonar við undirleik höf-
undar.
12 15 Dagskráia Tónleikar. Tilkynn-
ingar.
1225 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynninga r.
13.15 Friðun húsa álslandi
Hörður Ágústsson listmálari flytur
annaðhádeg iserindisitt.
14.00 Ellefu
Jökull Jakobsson sér um viðtöl og
kynningar en Páll Heiða r Jónsson um
niðurröðun og samsetningu.
1S50 Miðdegistónleikar: Frá hollenzka
út va rpi nu
Promenade hljómsveit útvarpsins leik
ur. StjcrnandL Ferdinand Terby.
a „Namouna", svita eftir Eduard Lala
b. „Habanera" eftir TheoLanglois.
c. Sinfónískar myndir úr „Porgy og
Bess" eftirGeorge Gershvvin.
1625 Þjóðlagaþáttur
K ristín Ólafsdóttir k>nnirlögin.
16.55 Veðurfregnir. F'réttir.
17.10 Útvarpssaga bamanna: „óli og
Maggi meðgu llleitarmönnum"
Höfundurinn, Ármann Kr. Einarsson,
les (2).
17.30 Stundarkorn með gitarleikaranum
GonzalesMohino
17.50 Endurtekið efni: Tveir brezkir Ís-
landsvini r
Anna Snorradóttir talar um William
Morris og Mark Watson.
(áðurútv. sumarið 1972)
18.15 Tónleikar. Tilkynningar.
1845 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19 25 B a rið a ð dyru m
Þórunn Sigurðardótti r he imsækir Sig-
rúnu Jónsdóttur og fjölskyldu hennar
á Háteigsvegi26, Reykjavik.
19.55 Sinfcnfuhljómsveit tslands leikur
fslenzka tónlist
Stjórnendur: Hans Antolitsch, Bohdan
Wodiczko ogOlav Kielland.
a „Jón Arason", forleikur eftirKarl O.
Runólfsson.
b. Sex vikivakar eftir Karl O. Runólfs-
son.
c Kansóna og vals eftir Helga Pálsson.
20.20 Fulltrúar andans frá Kina:
Konfúslus
Dagur Þorleifsson tók saman efnið,
sem flutt er undir stjórn Páls Heiðars
Jónssonar. Lesarar með Degi: Vilborg
Dagbjartsdóttir og Hjörtur Pálsson.
21.20 Einleikur á pfanó: Vladimir Horo
witzleikur
a Sónötu í c-moll op. 13 eftir Beet-
hoven.
b. Tvær prelúdiur eftirDebussy.
21.45 Um átrúnað: Úr fyrirbrigðafræði
trúarbragða
Jóhann Hannesson flytur fimmta
erjndi sitL
22.00 Fréttir.
Á skjánum
SUNNUDAGUR
10. mars
16.00 Endurtekið efni
Kraftaverkið
Bandarisk biómynd frá árinu 1962,
byggðá heimildum um æskuár Helenar
Keller.
Aðalhluthver Anne Baneroft og Patty
Duke.
Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir.
Áður á dagskrá 25. desembe r 1973.
18.00 Stundin okkar
Meðal efnis í þættinum er mynd uti
Róbert bangsa og mynd um Finnlands
ferð Rikka ferðalangs. Börn af bama-
heimilinu Brákarborg syngja nokkur
lög, og börn úr Myndlista- og handiðu-
skólanum leika á hljóðfæri, sem þau
hafa sjálf smiðað, og loks verður sýnt,
hvemi g búa átil dósafiðlu.
Umsjónarmenn Sigriður MargrétGuð-
mundsdóttir og Hermann Ragnar
Stefánsson.
18.50 Gítarskólinn
Gítarkennsla fyrir byrjendur.
5.þáttur endurtekinn.
Kennari Eyþór Þorláksson.
19.20 Hlé
20.00 Fréttir
20.20 Veður og auglýsingar
20.25 Þaðerukomnirgestir
Elin Pálmadóttir ræðir við Bergþóru
Sigurðardóttur, Láru Ragnarsdóttur og
Sigrúnu Harðardóttur i sjónvarpssal.
22.15 Veðurfregnir
Danslög
Guðbjörg Pálsdótti r velur lögin.
23.25 Fréttiri stuttu máli.
Dagskrárlok.
MÁNUDAGUR
11. marz
7.00 Morgunútvarp
Veðurfregnir kl 7.00, 8.15 og 10.10.
Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugrl
landsm. bl. )9.00og 10.00.
Morgunleikfimi kL 7.20: Valdimar
Örnólfsson leikfimikennri og Magnús
Pétursson pianóleikari (alla virka daga
vikunnar).
Morgunbæn kl. 7.55: Séra Gisli
Brynjólfsson flytur (av.dv.).
Morgunstund bamanna kl. 8 45: Þor-
leifur Hauksson heldur áfram lestri
sögunnar „Elsku Mió minn" eftir
AstridLindgren i þýðingu Heimis Páls-
sonar (9).
Morgunleikfini kl 9.20. Tilkynningar
kl. 9.30. Léttlög á milli liða.
Búnaðarþáttur kl. 10.25: IngiTryggva-
son blaðafulltnii segir f rá ráðstefnu
noriænna ungbænda á Leirá i Borgar-
firði.
Passfusálmabg kL 10.45: Þuriður Páls-
dóttir, Magnea Waage, Erlingur
Vigfússon ogKristinn Hallsson s>Tigja
Páll ísólfsson leikur á orgeL Sigurður
Þórðarson radd setti lögin.
Tónlist eftir Gluck kL 11.00: Pilar
Lorengar, Hermann Prey.Erika Köth,
RIAS-kammerkórinn og Sinfcniu-
hljómsveit Berlinar flytja atriði úr óer-
unni „Orfeus og Evrydike". / Hartford-
hljómsveitin leikur danssýni na rlög;
FritzMah lerstj.
12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynning-
ar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilk>nn-
ingar.
13.00 Við vinnuna: Tónleikar.
14.30 Sfðdegissagan: „Föstuhald
rabbíans" eftirHarryKamelman
Kristin Thorlacius þýddL Séra Rögn-
valdurFinnbogason les (4).
15.00 Miðdegistónleikar:
Blásarasveit Lundúna leikur Serenötu
i Es-dúr (K375) eftir Mozart; Jack
Breymer stj.
Fflharmóniusveit Vínarborgar leikur
Si nfóniu nr . 5 í c-mol op. 67 eftir Beet-
hoven ;Hans-Schmidt-Isserstedt stj.
16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.15
Veðurfregnir
1625 Popphornið
17.10 „Vindum, vindum, vefjum band"
Anna Brynjúlfsdóttir sér um þátt fynr
yngstu hlastendurna.
17.30 Framburðarkennslai esperanto
17.40 Tónleikar
18.00 Neytand inn og þjóðfélagð
Tryggja visitölubætur á kaup kaup-
mátt launa?
Ólafur Björnsson prófessor raeðir við
Asmund Stefánsson hagfiæðing starfs-
mann alþýðusambandsins.
18 15 Tónleikar. T1 Ikynningar.
1845 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tilk.vnningar.
1 9 25 Dag leg t mál
HelgiJ. Halldórsson cand. mag. talar.
19.30 Um daginn og veginn
19.55 Blöðinakkar
Umsjón: Páll HeiðarJónsson.
20.05 Mánudagslögin
20.35 Hvert er gildi langrar skóla-
skyldu?
Steinn Stefánsson skólastjóri á Seyðis-
firði flytur erindi.
20.50 Samleikur á selló og píanó frá
júgóslauieska útvarpinu
Milos Mlejnik og Vlasta Dolezal-Rus
leika.
a Rapsódiunr. 1 eftirBélaBartók.
b. Sónötu eflirClaude Debussy.
21.10 íslenzkt mál
Ásgeir Blöndal Magnússon cand. mag.
talar.
21.30 Útvarpssagan: „Glsla sagaSúrsson-
a/*
Silja Aðalsteinsdóttir les (3).
22.00 Fréttir
22.15 Veðurfregnir
Lestur Passíusálma
Valbjörg Kristmundsdótti rles (25).
22.25 Eyjapistill
22.45 Hljcmplötusafnið
i umsjá Gunnars Guðmundssonar.
23.40 Fréttiri stuttu málL Dagskrárlok
21.00 Enginn deyr I annarsstað
Austur-þýzk framhaldsmynd, byggð á
sögu eftir Hans Fallada
2. þáttur.
Þýðandi Öskarlngimarsson.
Efni 1. þáttar:
Myndin hefst i Berlin sumarið 1940.
Trésmiðurinn Otto Quangel fær fréttir
um, að einkasonur hans hafi fallö á
vigstöðvunum. Skömmu siðar verður
hann vitni að þvi, að nágrannakoria
hans afGyðingaættum styttirsér aldur
eftir yf iiheyrslur Gestapomanna. Þáer
Quangel nóg boðið. Hann ákveður að
hefja leynilega andspyrnu gegn Hitler,
og tekur fyrst til við að dreifa póstkort-
um í f jölbýlishúsum með áletruninni
„Móðir! Foringinn hefur myrt son
þim." Einnig kom nokkuð við sögu
iðjuleysingim Kluge, sem ergreílvik
inn við Gestapo. En kona hans.sem er
bréfberi að atvimu. er hins vegar hlö-
holl andjpyrnumönnum.
22.10 Mannréttindi í Sovétrfkj unum
Svipmyndir, umræður og hugleðingar
umalmenn réttindi sovéskraþegna.
Þýðandi og þulur Ingi Karl Jóhannes
son.
(Nordvisicn — Danska sjónvarpið)
22.35 Aðkvöldidags
Sgurður Bjamason, prestur Aðvent-
istasafnaðanns, flytur hugvekju.
22.45 Dagskrárlok