Morgunblaðið - 10.03.1974, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 10.03.1974, Blaðsíða 48
 KIR HUKR umsKiPTin sEm nucivsn í nUGLVSinGHR ^1^22480 SUNNUDAGUR ÍOMARZ 1974 Dagpeningar ríkisstarfs- manna 19 £ VIÐ gerð kjarasamninga milli BSRB og ríkisins fyrir áramótin var samið um hærri og breyttar dagpeningagreiðslur til rfkis- starfsmanna, þegar þeir eru á ferð erlendis á vegum rfkisins. Að sögn dr. Gfsla Blöndal, hag- sýslustjóra, voru dagpeningarnir áður f þremur flokkum, 13, 15 og 17 pund, en eru samkvæmt nýju samningunum 19 pund á dag, jafnir fyrir alla. Einungis ráð- herrar falla ekki undir þetta dag- peningaákvæði. Þá var f samningunum einnig ákveðin upphæð dagpeninga vegna ferðalaga innanlands, en Gísli kvað aðalregluna bó í fram- kvæmd vera þá, að greiddur væri ferða- og uppihaldskostnaður samkvæmt reikningi. Hins vegar var ekki ákveðin með samningunum hækkun á greiðslum til ríkisstarfsmanna vegna notkunar þeirra á eigin bíl- um í þágu ríkisins og er f ast kíló- metragjald enn kr. 9.70. Hins vegar hefur ákvörðunartaka um þetta mál verið tekin úr höndum svonefndrar bíla- og vélanefndar og á ný nefnd, skipuð tveimur fulltrúum fjármálaráðherra, ein- um fulltrúa BSRB og einum full- trúa Bandalags háskólamanna, að fjalla um allar slfkargreiðslur, en nefndin mun ekki hafa tekið til starfa enn þá. Fimm í haldi vegna leyni- vínsölu í Grindavík LÖGREGLAN í Gull- bringusýslu hefur nú 75% af leigubílstjórum Grinda- víkur í gæzluvarðhaldi vegna leynivínsölu. Auk þess sitja tveir viðskipta- menn leigubílstjóranna i haldi vegna rannsóknar málsins. Fjórir leigubilstjórar starfa á bifreiðastöðinni f Grindavík, en lögrtglan hefur um skeið haft þrjá þeirra undir smásjá vegna gruns um að þeir stunduðu leyni- vínsölu í þorpinu. I fyrrakvöld lét svo lögreglan til skarar skríða og voru þrfr bílstjóranna þá teknir við þessa iðju. I framhaldi af því var síðan gerð húsleit heima hjá bílstjórunum og fundust þá alls 2? og \A áfengisflaska. Voru mennirnir síðan fluttir til Kefla- víkur, þar sem þeir sátu enn í gær i gæzluvarðhaldi vegna skýrslu- töku. Einnig voru tveir viðskipta- vinir leigubílstjóranna settir í hald vegna rannsóknar málsins. Brú á Andakílsá stórskemmdist I VATNAVÖXTUM að undan- förnu hefur brúin á Andakflsá fyrir vestan Skorradalsvatn í Borgarfirði brotnað niður og stórskemmzt. Brotnaði fyrst helmingurinn af öðrum brúar- stöplinum, síðan hinn helming- urinn, nokkrum dögum síðar hinn brúarstöpullinn og loks sjálf brúin í miðju. Veldur þetta þó ekki verulegum um- ferðartöfum, en vegfarendur verða að taka á sig nokkurn krík og f ara aðra leið. Starfsmenn Vegagerðarinnar komu frá Borgarnesi þegar fréttist um fyrstu skemmdirnar og negldu planka fyrir annan enda brúarinnar til að stöva umferð um hana, en töldu ekki hægt að vinna að neinum við- gerðum á brúarstöplinum vegna vatnavaxtanna, að sögn Helga Hallgrímssonar, deildar- verkfræðings hjá Vegagerð- inni. Var því ekkert hægt að gera til að hindra frekari skemmdir. Helgi kvað brúna vera orðna gamla og lélega og væri gerð nýrrar brúar yfir ána, nokkru neðar, á vegaáætl- un ársins 1975. Hann kvaðst ekki geta sagt um það að svo stöddu hvort reynt yrði að gera við þessa gömlu brú núna eða flýta gerð hinnar i staðinn. Helgi sæmdur Fálkaorðunni fyrir ballett MORGUNBLAÐINU barst í gær svohljóð- andi fréttatilkynning frá skrifstofu forseta íslands: Forseti Islands hef- ur í dag sæmt Helga Tómasson listdansara riddarakrossi hinnar íslenzku Fálkaorðu fyrir ballettdans. Rvík, 9. marz 1974 Orðuritari. ¦ ;^** :;*--*>'**¦--¦ Þrátt fyrir úrkomuna og hlý- indin undanfarið er enn mikill snjór f skfðalöndum Reykvfk- inga — bæði í Skálafelli og Hveradölum. Hins vegar hefur verið ófært f Bláf jöllin, en unn- ið var að þvf fyrir helgi að opna þá leið. Ekki var þó Ijóst hvort orðið yrði fært þangað um þessa helgi. Kjarasamningar sjómanna á bálaflotanum: a Samið við yfirmenn — lokastigi hjá undirmönnum SAMNINGAR tókust f gær- morgun milli samninganefnda Farmanna- og fiskimannasam- bands Islands og Landssambands fsl. útvegsmanna um kaup og kjör yfirmanna á bátaflotanum, þar með töldum smærri skuttogurun- um og loðnu-ogsfldarskipunum. Samningurinn nær til yfírmanna um allt land, nema á Vestfjörð- um, en þar hafa lengi tfðkazt sér- stakir samningar. Meginatriði hinna nýju samninga er 21,6% hækkun kauptryggingar og fastra kaupliða og sfðar tvær 3% kaup- hækkanir samtfmis 3% hækkun- um hjá verkafólki. Þá hafa einnig verið ýmsar breytingar á öðrum atriðum gildandi kjarasamninga þessara aðila, m.a. hækkaðir matarpeningar o.fl. Samningafundur undirmanna á bátaflotanum og útgerðarmanna stóð fram til hádegis í gær frá kl. 14 á föstudag og lauk án þess að samningar tækjust, en að sögn Jóns Sigurðssonar, formanns samninganefndar sjómanna í þeim viðræðum, var búið að ná samkomulagi um öll atriði nema tímalengd samningsins. Formað- ur samninganefndar útgerðar- manna, Kristján Ragnarsson, hélt hins vegar til útlanda í gærmorg- un vegna starfs síns og verður erlendis f 7—8 daga. Var nýr samningaf undur því ekki boðaður við lok hins, en Jón Sigurðsson taldi, að hægt ætti að vera að ljúka samningaviðræðunum þótt Kristján væri erlendis. Sagði Jón, að I öllum liðum hefði náðst mjög svipað samkomulag og í samning- um yfirmanna á bátaflotanum, þótt í ýmsum atriðum væri nokk- ur munur. Jón kvað undirmenn ekki vilja semja lengur en til ársloka 1975, en útgerðarmenn vildu sjálfsagt fá samninga til 15 maí 1976, eins og við yfirmenn. Loftur Júlfusson, formaður Skipstjóra- og stýrimannafélags- ins Öldunnar í Reykjavík, átti sæti í samninganefnd FFSt i við- ræðunum um kaup og kjör yfir- manna og sagði hann í viðtali við Mbl. í gær, að þetta hefðu verið „langdregnar og staglsamar samningaviðræður", enda hefði verið farið yfir öll atriði núgild- andi samkomulags og gerðar á þeim ýmsar lagfæringar. Að vlsu hefðu yfirmenn ekki fengið fram allar sfnar kröfur, svo sem um hækkun lífeyrissjóðsgreiðslna og frftt fæði, en I öðrum atriðum hefðu fengizt úrbætur. Loftur kvað vélstjóra hingað til hafa verið með nokkur þúsund krónum hærri kauptryggingu en skipstjórar og stýrimenn, en nú hefði fengizt fram jöfnun á þessu. Frá 1. des. sl., með vísitölu 149,89 stig, hefði lágmarkskauptrygging skipstjóra og stýrimanna verið Framhald á bls. 47 Geir Hallgrfmsson Umræðufundur um her- stöðvar- og varnarmál Stálbitabrúin á Andakílsá, eins og hún lítur nú út. STÚDENTARAÐ Háskóla Is- lands gengst f dag fyrir almenn- um fundi um herstöðvar- og varn- armál tslands. Verður fundurinn í Súlnasal Hótel Sögu og hefst kl. 13.30. Frummælendur verða þeir Einar Ágústsson utanríkisráð- herra, Geir Hallgrímsson for- maður Sjálfstæðisflokksins, og Magnús Kjartansson iðnaðarráð- herra. Þá verður og boðið sérstak- lega ýmsum félagasamtökum og einstaklingum, en að öðru leyti er fundurinn öllum opinn og öllum heimil þátttaka í umræðunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.