Morgunblaðið - 10.03.1974, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.03.1974, Blaðsíða 3
Tíðarfarið. Tíðin var mjög stirð til sjávar- ins siðustu viku, hafáttir, oftast hvasst ýmist á land- eða Utsunnan með miklu brimi. Aflabrögðin. Afli var mjög rýr sem gefur að skilja eftir tíðinni, þvi að bátar gátu sáralítið róið. Fiskur, það lítla sem fékkst, varð gamall í netunum. Loðnan er nú að syngjast upp. Togararnir. Togararnir voru á Halanum, i Þverálnum og í smáfiski fyrir Austurlandi. Afli var heldur litill, þó kom Snorri Sturluson inn með 239 lestir, Freyja með 44 lestir og Úranus með 100 lestir. Sagt er, að honum hafi verið lagt í bili. I Eriglandi seldu tveir togarar í vikunni, Hán 124 lestir fyrir 6,8 milj. króna og Hjörleifur 2445 kitt, eins og alltaf var talað um áður, fyrir £ 34.650 eða við 7 millj. króna. 15 sterlingspund fyrir kítt- ið, hefði nú einhvern tíma þótt gott. Hvernig á að rétta við? Menn eru ýmsu vanir í efna- hagsmálum Islendinga, en að þeir stæðu andspænis 50—60% kaup- og visitöluhækkun á einu ári, áttu þeir ekki von á. 1958 stóð þáver- andi forsætisráðherra Hermann Jónasson frammi fyrir 17 stiga vísitöluhækkun, sem þá þótti svo mikil, að hann kaus heldur að segja af sér en láta rikisstjórn sina taka ábyrgð á slíkri óðaverð- bólgu. Þetta er löngu kunnugt atvik og leiddi til þess, að minnihluta- stjórn Alþýðuflokksins tók við í eitt ár, og síðan Viðreisnarstjórn- in, sem sat i 12 ár. Stjórn Alþýðuflokksins gerði þegar róttækar aðgerðir i efna- hagsmálum, og Viðreisnarstjórn- in réðst gegn innflutnings- og fjárfestingarhöftunum, sem stað- ið höfðu í 30 ár með ósegjanlegri þvingun og efnahagslegri lömum. Þegar höftin voru sett á 1930, var verðgildi islensku krónunnar álíka og Norðurlandakrónanna, sem nú eru 15 sinnum hærri. Þetta einfaldar kannski og skýrir betur en nokkuð annað verðbólg- una. Fyrsta verulega gengisbreyt- ingin varð 1938. Siðan hefur er- lendur gjaldeyrir hækkað um 1500% á síðustu 30 árum, og þó hafa Norðurlandakrónurnar lækkað á þessum tíma. Nú er ekki með þessu verið að fordæma gengislækkun, þegar hún er nauðsynleg, en það verður ekki annað sagt en að mikill skoð- anamunur hafi verið á efnahags- málum Islendinga og Norður- landabúanna. Islendingar hafa notið tveggja hvalreka í efnahagsmálum, hins svokallaða striðsgróða og geysi- legrar hækkunar á verðlagi út- flutningsafurða sí'Sustu tvö- þrjú árin. I bæði skiptin var verulegur hluti þessa fjár notaður til þess að byggja upp fiskiskipastól og fisk- iðnað landsmanna. Þetta voru mikil heillaspor. En svo hafa komið lægðir á milli, og ein slík virðist nú vera að fara yfir. Það verður óhjákvæmi- legt að grípa til einhverra að- gerða, til þess að útflutningsfram- leiðslan stöðvist ekki eða lamist. Margir tala um gamla ,,patentið“, 'gengislækkunarleiðina, sem er ekki lengur neitt feimnismál. Og sennilega er það svo þrátt fyrir verðbólguaukandi áhrif hennar, að ekki finnst önnur leið fljót- virkari og réttlátari, nema fyrir sparifjáreigendur. En litill vafi er á því, að verð- stöðvunarleiðin er hagkvæmust fyrir alla. Verðbólguleiðin er mjög skaðleg fyrir útflutnings- framleiðsluna, en á meðan verka- lýðsforystan krefst stöðugt kaup- hækkana, getur ekkert látið und- an nema krónan, ef allt á ekki að fara í strand. En hvenær gengur þetta af lýðræðinu dauðu? Bein afleiðing af verðbólgu- stefnunni — þegar krónan rýrnar um 'á árlega — er fjárfestingar- kapphlaup. En það eru ekki allir, sem hafa aðstöðu til þess að fjár- festa eða skilning á því. Og at- hyglisvert er, að verulegur hluti af sparifjármynduninni eru opin- berir sjóðir, og er það geigvænleg tilhugsun, að þetta fé, sem á að vera til þess að tryggja afkomu fólks í ellinni og gegn atvinnu- leysi, skuli brenna þannig upp í verðbólgunni. Eða misréttið milli almennings með óverðtryggða lif- eyrissjóði og opinberra starfs- manna með hið gagnstæða. Það, sem þarf að gera er: (1) Að tryggja sparifé almenn- ings og sjóðanna gegn verðbólg- unni, sem myndi jafnframt vera hemill á fjárfestingaræðið, þvi að auðvitað fyrirfærðist tryggingin yfir á lántakendur. (2) Að tryggja snurðulausan rekstur atvinnuveganna, og skal ekki farið út í það nánar að sinni. (3) Að draga úr þenslunni hjá því opinbera, sem er ekki hvað síst ógnverkjandi í efnahagsmál- unum. Nú virðist vera fyrir hendi að stöðva frekari tekjuöflun ríkis- sjóðs, sem með núverandi verð- bólgu þýðir í raun og veru niður- skurð. Almenningur er hatramm- ur út i nýjar skattaálögur, þó að reynt sé að réttlæta þær með því, að skattarnir gangi í framkvæmd- ir. Og það skulu menn gera sér ljóst, að þrátt fyrir tekjuskatts- lækkunina munu menn greiða hærri skatta, að krónutölu en áður vegna áhrifa verðbólgunnar. Eina lausnin til frambúðar er að afnema hann. Það mætti gjarnan renna upp nýtt tímabil í efnahagssögu þjóð- arinnar, þar sem ríkti meiri festa og öryggi, en þá verða allar stéttir að vilja það og skynsamleg lausn að finnast, svo að launþegar fái réttmætt kaup með öðrum hætti en núverandi fyrirkomulagi. Alvarlegt ástand. Afli Norðmanna er nú meira en helmingi minni en á sama tima i fyrra, 24.000 lestir á móti 54.000 lestum i fyrra. Sama og ekkert hefur verið hert, saltfiskur og freðfiskur eru helmingi minni. Enn verra er ástandið í loðnu- veiðinni, 180 þús. lestir á móti 410 þús. lestum 1973. Þetta er ískyggileg þróun, og munu Norðmenn ekki fúsir til mjöl- eða fiskverðslækkana. Mikil afköst. Allar loðnuverksmiðjur lands- ins hafa 12.500 lesta afköst á sólarhring. Þetta er ekki litið, ef þær gætu allar unnið með fullum afköstum frá byrjun. Loðnuafl- inn, 360.000 lestir, entist þeim í mánuð. Verksmiðjur, sem eru næstar miðunum hverju sinni, eiga ekki að byrja á því að fyila allt hjá sér, það skaðar heildina, gömul loðna tefur bræðslu, og hinar verk- smiðjurnar geta ekki byrjað. Það þarf að ríkja miklu meiri víðsýni á að hafa öflugan flutn- ingasjóð, svo að stóru skipin geti siglt lengra og ekki haft af þvi mikið tjón og smærri skipin greiði fyrir heimalöndun með háu fram- lagi í sjóðinn. Auðvitað greiða all- ir samt jafnt í sjóðinn. Eru hinir gullnu tímar á enda? Fiskverð tók mjög að stiga í lok sjötta áratugarins og hefur haldið því áfram fram að siðustu áramót- um. Sama gilti um flestar sjávar- afurðir. Nú þegar allar vörur rjúka upp úr öllu valdi, lækkar frosinn fisk- ur og fiskimjöl. Velta menn nú fyrir sér, hvort tfmabil verðlækk- ana sé að koma eins og 1967 og 1968 — þegar hækka varð erlend- an gjaldeyri um 104% á minna en einu ári til þess að rétta við sjávarútveginn. Og svo fara aflabrögðin versn- andi með hverju árinu. Verðbólgan hefur náð verð- hækkunum og farið fram úr þeim. Afkoman á loðnunni. Það hefur margur báturinn orð- ið mötustuttur á loðnunni. Að meðaltali er aflinn hjá 135 bátum tæpar 3000 lestir á skip. Það er ekki mikið hjá sumum, þótt ein- staka bátur hafi fengið um 10000 lestir. Margur er ekki með nema 1000 — 1500 lestir af loðnu. Það er afli fyrir 4 — 6 millj. króna, eða eins og 200 — 300 lestir af fiski upp til hópa. 1 þetta hafa farið rúmir 2 mánuðir. Og verksmiðjurnar hafa yfir- leitt ekki haft bræðslu nema í mánuð og margar ekki nærri það. Sumar þeirra standa svo allan hinn hluta ársins. Hvenær stöðvast frystihúsin? Verðfallið á freðfiski í Banda- ríkjunum samfara stórauknum rekstarútgjöldum leiðir til stöðv unar frystihúsanna á næstunni, annað hvort fyrir samstöðu eða af sjálfu sér, þegar þau geta ekki meira. Aukinn tilkostnaður er ekki minni en 15% af brúttó-veltu og fiskblokk hríðfellur í Banda- ríkjunum, og veit enginn, hvar Framhald á bls.45 FERÐAALMANAK ÚTSÝMAB 1974 ALLIR FARSEÐLAR Á lægsta verði EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI: TJÆREBORG REJSER Hvers vegna skyldu allir farseðlar í Útsýnarferðir seljast upp löngu fyrirfram? Marz: 2 . 9.. 16.. 23., 30. ENGLAND: LONDON — 7 dagar 2 NORÐURLÖND KAUPMANNAHÖFN — vikudvol 2. AUSTUHRÍKI Skiðaferð lil ZELL AM SEE — 16 dagar 8 og 22 SKOTLAND GLASGOW — 3 dagar 14 KANARiEYJAR — 22 dagar Apríl: 4 og 18 KANARÍEYJAR — 15 dagar 5 og 19 SKOTLAND: GLASGOW — 3 dagar 6 AUSTURRÍKI Skiðalerð til ZELL OM SEE — 16 dagar 6 og 9 NORÐURLÖND KAUPMANNAHÖFN — vikudvol 7., 21 . 28 ENGLAND LONDON — 7 dagar SPÁNN COSTA DEL SOL — 15 dagar — PÁSKAFERÐ SPÁNN COSTA DEL SOL — 22 dagar — VORFERÐ Maí: 2. KANARÍEYJAR — 22 dagar 5.. 12.19, 26 ENGLAND. LONDON — 7 dagar 10 og 24 SKOTLAND GLASGOW — 3 dagar 12 SPÁNN COSTA DEL SOL — 22 dagar — BLÓMAFERÐ 30. NORÐURLÖND: KAUPMANNAHÖFN — vikudvöl — 31. iTALÍA LIGNANO — GULLNA STRÖNOIN —21 dagur tlúni: 1 SPANN COSTA DEL SOL — 19 dagar 6 . 9 og 16 NORÐURLÖND: KAUPMANNAHÖFN — vikudvöl — (má framlengia) 9 og 23 ENGLAND LONDON — vikudvöl (má framlengja) 19 SPÁNN COSTA DEL SOL — 15 dagar 20 ITALÍA LIGNANO — GULLNA STRÖNDIN — 15—29 dagar 23 NORÐURLÖND KAUPMANNAHÖFN — vikudvöl — (má framlengja) 23 ÞÝZKALAND MOSEL/RiN — vikuferð með bíl l vikudvöl f Kaupmanna höfn (má framlengja) (TJÆREBORG) 30. SPÁNN COSTA BRAVA — LONOON — 18 dagar 30 NORÐURLÖND: KAUPMANNAHÖFN — vikudvöl — (má framlengja) JÚIÍ. •3 SPÁNN COSTA DEL SOL — 15—29 dagar 4 ITALÍA LIGNANO — GULLNA STRÖNDIN — 15—29 dagar 7 NORÐURLÖND KAUPMANNAHÖFN — vikudvöl — (má framlengja) 7 ENGLAND LONDON — vikudvöl (má framlengja) 11 SPÁNN COSTA DEL SOL — 14 dagar 11 NORÐURLÖND. KAUPMANNAHÖFN — vikudvöl — (má framlengja) 14 ÞÝZKALAND MOSEL/RÍN — vikuferð með bil *- vikudvöl i Kaupmanna hofn (má framlengja) (TJÆREBORG) 14 NORÐURLÖND KAUPMANNAHÖFN — vikudvöl — (má framlengja) 17 SPÁNN COSTA DEL SOL — 15—22—29 dagar 18 ÍTALÍA LIGNANO — GULLNA STRÖNDIN — 15—29 dagar 18 NORÐURLÖND KAUPMANNAHÖFN — vikudvöl — (má framlengja) 21 ENGLAND LONDON — vikudvöl (má framlengja) 24 SPÁNN COSTA DEL SOL — 15—22—29 dagar 25 NORÐURLÖND KAUPMANNAHÖFN — vikudvöl — (má framlengja) 25 SPÁNN COSTA DEL SOL — 14 dagar 26 OSLO — vikudvol (má framlengja) 31 SPÁNN COSTA DEL SOL — 15—22—29 dagar Agúst: 1 ÍTALÍA LIGNANO — GULLNA STRÖNOIN — 15—29 dagar 1. NORÐURLÖNO: KAUPMANNAHÖFN — vikudvöl — (má framlengja) 6 MALLORCA — LONDON — 17 dagar — (má framlengja) 7 SPÁNN COSTA DEL SOL — 15—22—29 dagar 8 SPÁNN COSTA DEL SOL — 15 dagar 8 NCRÐURLÖND KAUPMANNAHÖFN — vikudvöl — (má framlengja) FERÐASKRIFSTOFAN# # AUSTURSTRÆTI 1 7 (SILLA OG VALDA) SÍMAR 26611 20100. 8 ÍTALÍA GARDAVATN — 14 daga bilferð r 3 dagar i Kaupmannahöfn (má framlengja) (TJÆREBORG) 11 ÞÝZKALAND MOSEL/RÍN — vikuferð með bil) vikudvol i Kaupmanna- hófn (má framlengja) (TJÆREBORG) 11 NORÐURLÖND KAUPMANNAHÖFN — vikudvöl — (má framlengja) 11. ENGLAND: LONDON — vikudvöl (má framlengja) 11 ÍTALÍA: GARDAVATN — 1—2 vikur — flugferð f vikudvöl i Kaup- mannahöfn (má framlengja) (TJÆREBORG) 11 SPÁNN COSTA BRAVA — LONDON — 18 dagar 14 SPÁNN: COSTA DEL SOL — 15—22—29 dagar 15 AUSTURRÍKI ZILLERTAL — 14 daga bilferð Kaupmannahofn (TJÆREBORGI 15. NORÐURLÖND: KAUPMANNAHÖFN — vikudvól — (má framlengja) 15 ÍTALÍA LIGNANO — GULLNA STRÖNDIN — 15—29 dagar GRIKKLAND AÞENA' LOUTRAKI — 15 dagar Kaupmannahofn (TJÆREBORG) 19 NORÐURLÖND KAUPMANNAHÖFN — vikudvol — (má framlengja) 20 SPÁNN COSTA DEL SOL — 15 dagar 21. SPÁNN COSTA DEL SOL — 15—22—29 dagar 22. MALLORCA — LONDON — 17 dagar — (má framlengja) 22. ÍTALÍA GARDAVATN — 14 daga bilferð 3 dagar i Kaupmannahofn (má framlengja) (TJÆREBORG) 22 NORÐURLÖND: KAUPMANNAHÖFN — vikudvol - (má framlengja) 22 SPÁNN: COSTA DEL SOL — 15—22—29 dagar 25 SPÁNN COSTA BRAVA — LONDON — 18 dagar 25 ENGLAND LONDON — vikudvol (má framlengia) 27 MALLORCA — LONDON — 17 dagar (má framlengia) 28 SPÁNN COSTA DEL SOL — 15- 22—29 dagar 29 ÍTALÍA LIGNANO — GULLNA STRÖNDIN 15 dagar September: GRIKKLAND RHODOS — 14 dagar • Kaupmannahofn (TJÆREBORG) GRIKKLAND AÞENA LOUTRAKI — 14 dagar Kaupmannahofn (TJÆREBORG) NORÐURLÖND KAUPMANNAHÖFN — vikudvol - (má framlengja) MALLORCA — LONDON — 17 dagar (má framlengja) SPÁNN: COSTA DEL SOL — 15—22- 29 dagar SPÁNN COSTA DEL SOL — 15 dagar ENGLAND LONDON — vikudvol (ma Iramlengja) NORÐURLÖND KAUPMANNAHÖFN — vikudvol — (má framlengia) SPÁNN COSTA DEL SOL — 15—22 dagar ENGLAND LONDON — vikudvöl (má framlengja) NORÐURLÖND KAUPMANNAHÖFN — vikudvöl (má framlengja) GRIKKLAND AÞENA/LOUTRAKI Kaupmannahöfn — 18 dagar (má framlengja) (TJÆREBORG) SPÁNN COSTA DEL SOL — 15 dagar ENGLAND: LONDON — vikudvöl (má framlengja) SPÁNN COSTA DEL SOL — LONDON — 18 dagar Október: 2. SPANN: COSTA DEL SOL - - 14—30 dagar 6 . 13.. 20.. 27 ENGLAND: LONDON — 7 dagar 16 SPÁNN COSTA DEL SOL — LONDON — 18 dagar 1. 1. 1. 3 4 5 8 8 11 15 15 15 18. og 19 22 25

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.