Morgunblaðið - 10.03.1974, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.03.1974, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. MARZ 1974. Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthias Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10 100. Auglýsingar Aðalstræti 6, simi 22 4 80. Áskriftargjald 420,00 kr. á mánuði innanlands. [ lausasölu 2 5,00 kr eintakið Ríkisstjórnin hefur þessa dagana uppi mjög ósmekklegar hótan- ir bæði við þingið og þjóðina. Hún spyr þing- menn með miklum þjósti, hvort þeir ætli virkilega að fella skattatillögur, sem verkalýðshreyfingin hafi samþykkt og hún hótar þjóðinni hefndaraðgerðum með því að leggja á skatta samkvæmt núgildandi skattalögum, verði ekki fallizt á að hún hirði nær 5 milljarða til viðbótar úr vösum skattborgara. Þessi hótunaraðferð ríkisstjórn- arinnar er til marks um, að hún hefur ekki lengur þinglegan styrk eða vilja- styrk til þess að stjórna. Hún á ekkert eftir nema hótanir. Ráðherrunum þykja það firn mikil, að þingmenn vilja ekki samþykkja orða- laust samkomulag hennar við verkalýðshreyfinguna í skattamálum. Rétt er að skoða þá röksemdafærslu ráðherranna nánar. í fyrsta lagi er auðvitað ljóst, að valdið til álagn- ingar skatta liggur hjá Alþingi — en hvorki hjá ríkisstjórninni né verka- lýðshreyfingunni. Ríkis- stjórnin getur lagt sínar tillögur fyrir Alþingi og verkalýðshreyfingin getur sett fram sínar óskir eins og önnur félagasamtök í landinu. En valdið er i höndum 60 þjóðkjörinna í öðru lagi liggur fyrir, að engin samstaðá var innan verkalýðshreyf- ingarinnar um þær skatta- tillögur, sem ríkisstjórnin lagði fyrir samninganefnd ASÍ í kjarasamningunum. í 30 manna nefnd ASÍ voru aðeins 19 fulltrúar, sem greiddu þessum tillögum atkvæði. Aðrir greiddu at- kvæði á móti eða sátu hjá. Þessi úrslit sýna, að veru- legur ágreiningur var og er innan verkalýðshreyf- ingarinnar um þýðingu þessara skattabreytinga fyrir launþega. Þótt meiri- hluti ASÍ-nefndarinnar undir forystu eins af þing- mönnum stjórnarinnar hafi samþykkt þessar skattatillögur er ekki hægt að líta svo á, að þær hafi hlotið blessun verkalýðs- hreyfingarinnar sem slíkrar. Væntanlega kemur það einnig í ljós, að forystu- andvíg verðbólguletjandi aðgerð á borð við niður- skurð á ríkisútgjöldum? Hótanir ríkisstjórnar- innar við Alþingi eru þess eðlis, að þingmenn verða að sýna í þetta sinn, að þeir sætta sig ekki við, að þingið verði gert að eins hvers konar gæðastimpli á það, sem ráðherrar kunna að lofa umboðslausir utan þings. Hótanir ráðherr- anna gagnvart þjóðinni eru hins vegar slíkar, að þess verður að vænta, að þingmenn stjórnarflokk- anna stöðvi þá fyrirætlan. Núverandi ríkisstjórn breytti skattalögunum veturinn 1972. Afleiðingin varð svo níðþung skatta- byrði, að hvar í flokki sem menn standa heimta þeir nú breytingu. Ríkisstjórn- in hefur látið undan þessum þrýstingi með til- lögum, um tekjuskatts- lækkun, sem þó eru ófull- Hótanir í garð þings og þjóðar þingmanna. Það sýnir því ótrúlegt virðingarleysi gagnvart Alþingi, þegar ráðherrarnir krefjast þess, að þingmenn samþykki orðalaust skattatillögur eingöngu vegna þess, að verkalýðshreyfingin er sögð hafa samþykkt þær. Þegar framkvæmdavaldið í landinu sýnir slíkan hroka gagnvart löggjafarvaldinu er nauðsynlegt að spyrna við fótum. menn verkalýðssamtak- anna verða ekki andvígir þeim breytingum, sem stjórnarandstaðan vill gera á skattafrumvarpinu. Hverjum dettur í hug, að verkalýðshreyfingin verði andvíg hagstæðari tekju- skattslækkun? Hverjum dettur í hug, að verkalýðs- hreyfingin verði andstæð minni söluskattshækkun? Og er ástæða til að ætla, að verkalýðshreyfingin yrði nægjandi. En um leið ætlar hún að nota sömu aðferð- ina og í Vestmannaeyjagos- inu. Þá ætlaði hún að nota hamfarirnar í Eyjum til þess að bjarga sér út úr heimatilbúnum efnahags- vanda. Þingmenn úr stjórnarliðinu stöðvuðu þá fyrirætlan í samvinnu við stjórnarandstæðinga. Nú bjóða ráðherrarnir fram nokkra tekjuskattslækkun, en böggull fylgir skamm- rifi. í staðinn ætla þeir í raun að leggja 4,7 millj- arða nýja skatta á þjóðina. Og þegar allt bendir til, að þessi fyrirætlan þeirra verði stöðvuð í þinginu, hóta þeir hefndaraðgerð- um gegn skattborgurum. Þeir segja við þingmenn: ef þið samþykkið ekki að við tökum 4,7 milljarða nettó skattahækkun úr vös- um skattborgara látum við þá bara borga þessa níð- þungu tekjuskatta í stað- inn. Hvað segja menn um svona stjórnarhætti, sllka afstöðu til hagsmuna almennings? Stjórnarandstaðan getur stöðvað þá fyrirætlan ríkis- stjórnarinnar að hirða hér um bil 5000 milljónir úr vösum almennings i við- bótarskatta. En hún getur ekki stöðvað hefndarað- gerðir ráðherranna gagn- vart almenningi. Þar verða góðviljaðir menn í þing- flokkum stjórnarflokkanna að koma til og stöðva þá misnotkun valds sem þar er í uppsiglingu. Á Alþingi getur tekizt samstaða um tekjuskatts- lækkun. Þingmenn geta einnig náð samstöðu um hæfilega tekjuöflun á móti og niðurskurð á ríkisút- gjöldum til viðbótar. Nú verður þingið eins og i fyrra að taka ráðin af ríkis- stjórninni og lögfesta skattabreytingu sem er í samræmi við hagsmuni almennings í landinu. Rey kj aví kurbr éf Pólitískt valdatafl Eins og sjónvarpsáhorfendur vita, hefur sjónvarpið sýnt fram- haldsleikritið Valdatafl.þar sem fjallað er um átök i hinum stóra fjármálaheimi, sjálfsagt nokkuð öfgakennt, enda er beitt hvers kyns brögðum. Þó eru þessir þættir barnaleikur borið saman við það pólitíska valdataf 1, sem nú er teflt í islenzkum stjórnmálum, en þar er nú bæði beitt gamal- kunnum og spiunkunýjum aðferð- um við valdastreituna, og stjórn- arherrarnir svifast svo sannar- lega einskis i tilraunum sfnum til þess að leitast við að halda völd- um. Skulu hér tilfærð nokkur dæmi. Ekki er úr vegi að nefna fyrst öryggis- og sjálfstæðismálin. Þau hafa nú talsvert á þriðja ár verið gerð að leiksoppi og pólitísku valdatafli. Enginn getur fært að því nein rök, að íslenzkir varnar- hagsmunir hafi verið hafðir í huga í þeim hráskinnsleik. Yfir- lýsingar hafa verið gefnar út og suður, eitt sagt í dag og annað á morgun, en aldrei hefur ráðherr- unum borið saman. Öllum er Ijóst að afstöðunni hverju sinni hefur ráðið pólitísk valdastreita ýmist átök innan stjórnarflokkanna sjálfra hyers um sig eða milli þeirra. Fyrsta boðorðið og hið síð- asta hefur verið það sama og í Valdataf linu, sem sjónvarpið sýn- ir. Ráðamennirnir hafa sagt: Völdunum verðum við að halda, hvað sem það kostar. Við verðum að svíkja og ljúga, ef því er að •Laugardagur 9. marz skipta, svíkja fslenzka hagsmuni og ljúga bæði að sjálfum okkur og öðrum. Ljóst er, að hin ráðandi öfl hyggjast halda völdum hér á landi, ajn.k. fram eftir þessu ári, þjóðhátíðarárinu, enda leggur Eysteinn Jónsson á það ofurkapp að fá að vera forseti sameinaðs þings á þjóðhátíð. En hann er potturinn og pannan i þeim belli- brögðum, sem nú er beitt, með dyggilegri aðstoð Þórarins Þórar- inssonar Tímaritstjóra og for- manns utanríkismálanefndar. Mottó þeirra fóstbræðra er: .höld- um völdunum, allt annað er auka- atriði. Margir hafa viljað trúa því, að Ólafur Jóhannesson forsætisráð- herra mundi standa í ístaðinu gegn kommúnistum i varnarmál- unum, eins og hann að lokum gerði í landhelgisdeilunni. En síð- ustu dagana hefur hann hægt og sígandi verið að láta undan ásókn Eysteins Jónssonar og komm- únista, sem eru óaðskiljanlegir bandamenn í valdabaráttunni miklu. Snilidin í skattamálunum Eitt fyrsta mál ríkisstjórnarinn- ar eftir að hún hafði tekið við völdum sumarið 1971 var að hefja undirbúning að gjörbyltingu ís- lenzkra skattamála, og knúði hún fram víðtæka skattalagabreyt- ingu, sem til framkvæmda kom þegar á næsta ári. Dag eftir dag, viku eftir viku og mánuð eftir mánuð var hamrað á því af stuðn- ingsmönnum ríkisstjórnarinnar allt frá ráðherrum og niður úr (eða upp úr — því að lágt liggja þeir), að verið væri að létta skatt- byrði alþýðu stórlega. Skattalaga- breytingin var hin stórfellda uni- bót, sem stjórnarherrarnir höfðu svo lengi beðið eftir að geta veitt hrjáðri alþýðu landsins. Hlegið var að ábendingum og útskýring- um stjórnarandstöðunnar og sagt, að allt væri þetta af illvilja gert. En hver hefur svo raunin orðið? Jú, allir, hvar í flokki eða stétt sem þeir standa, telja nú óhjá- kvæmilegt, að gagngerðar breyt- ingar fari fram á skattalögunum, því að skattránsstefna rikisstjórn- arinnar hefur leikið landslýð svo grátt, að ógerlegt hefði verið að standa undir hinum óhæfilegu sköttum, ef verðbólguhjólið hefði ekki veriðí fullum gangi og laun því verið mun hærri, er að skatt- greiðslum kom, heldur en á skatt- árinu. En svikamyllan var þó raunar svo fullkomnuð, að menn urðu að leggja á sig stórfellda aukavinnu til að greiða skattana, en þá kom næsla ár með enn hærri skatta, sem menn sáu ekki útyfir. Hægt og sígandi tóku ráða- mennirnir að láta undan þunga almenningsálitsins í þessu efni, og þegar verkalýðsfélögin settu fram krófur sínar á sl. hausti, varð ljóst, að engin leið yrði til að gera kjarasamninga nema úrbæt- ur yrðu gerðar í skattamálunum. Að vísu gerði Kristján Thorlacius formaður Bandalags starfsmanna rikis og bæja ríkisstjórninni það örlitla viðvik að gleyma kröfun- Séð vestur yfir Tjörnina og Seltjarnarnesið. um um skattalækkanir, þegar opinberir starfsmenn gengu til samninga, enda var honum vel þakkað af valdamónnum, þótt ólíklegt sé, að opinberir starfs- menn, sem skattránið hefur kom- ið einna þyngst við, hafi gleymt þeim „greiða", sem hann gerði þeim. Góð ráð dýr Þegar þing kom saman á liðnu hausti, var ljóst, að ríkisstjórnin hafði ekki þingstyrk til að koma fram nýjum skattaálögum, en mikla nýja skatta taldi hún sig þurfa til að seðja verðbólgu- ófrekjuna, sem var að komast á örasta vaxtarskeiðið. Við þennan fyrirsjáanlega skort bættist nú það, að þrátt fyrir „mikinn vel- a vilja" ýmissa forystumanna í f verkalýðshreyfingunni Var óger- i, legt að koma saman launasamn- e ingum, án bess að einhverjar t*± s slakanir yrðu gerðar á tekju- a skatti. Nú voru góð ráð dýr, og k allir lögðust stjórnarherrarnir f, undir feld. Þeir hugsuðu ráð sitt s lengi — og viti menn, lausnín fannst. Sú lausn i skatiamálum, f semnúhefurséðdagsinsijós. a Næsta skref var að vinna fylg" v hinni fynrhuguðu ráðabreytni. i< Hinir „trúverðugustu" ,- verka- s lýðshreyfingunni voru kallaðir á I, klíkufundi, þar sem .,,,,,. voru r sammála um, að völdUnum yrgj að f halda Annað skipti jrj e meg- in mah. Eðvarð og c0 var kunn- n gert um hina miklu tekjuþörf t; ríkisstjóðs og aðferðirnar sem a

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.