Morgunblaðið - 10.03.1974, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 10.03.1974, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. MARZ 1974. MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. MARZ 1974. 25 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Arvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson, Styrmir Gunnarsson Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, simi 10 100. Aðalstræti 6, sími 22 4 80. Áskriftargjald 420,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 2 5,00 kr. eintakið. Ríkisstjórnin hefur þessa dagana uppi mjög ósmekklegar hótan- ir bæði við þingið og þjóðina. Hún spyr þing- menn með miklum þjósti, hvort þeir ætli \irkilega að fella skattatillögur, sem verkalýðshreyfingin hafi samþykkt og hún hótar þjóðinni hefndaraðgerðum með því að leggja á skatta samkvæmt núgildandi skattalögum, verði ekki fallizt á að hún hirði nær 5 milljarða til viðbótar úr vösum skattborgara. Þessi hótunaraðferð ríkisstjórn- arinnar er til marks um, að hún hefur ekki lengur þinglegan styrk eða vilja- styrk til þess að stjórna. Hún á ekkert eftir nema hótanir. Ráðherrunum þykja það firn mikil, að þingmenn vilja ekki samþykkja orða- laust samkomulag hennar við verkalýðshreyfinguna í skattamálum. Rétt er að skoða þá röksemdafærslu ráðherranna nánar. í fyrsta lagi er auðvitað ljóst, að valdið til álagn- ingar skatta liggur hjá Alþingi — en hvorki hjá ríkisstjórninni né verka- lýðshreyfingunni. Ríkis- stjórnin getur lagt sínar tillögur fyrir Alþingi og verkalýðshreyfingin getur sett fram sínar óskir eins og önnur félagasamtök í landinu. En valdið er í höndum 60 þjóðkjörinna þingmanna. Það sýnir því ótrúlegt virðingarleysi gagnvart Alþingi, þegar ráðherrarnir krefjast þess, að þingmenn samþykki orðalaust skattatillögur eingöngu vegna þess, að verkalýðshreyfingin er sögð hafa samþykkt þær. Þegar framkvæmdavaldið í landinu sýnir slíkan hroka gagnvart löggjafarvaldinu er nauðsynlegt að spyrna við fótum. í öðru lagi liggur fyrir, að engin samstaðá var innan verkalýðshreyf- ingarinnar um þær skatta- tillögur, sem ríkisstjórnin lagði fyrir samninganefnd ASl í kjarasamningunum. í 30 manna nefnd ASl voru aðeins 19 fulltrúar, sem greiddu þessum tillögum atkvæði. Aðrir greiddu at- kvæði á móti eða sátu hjá. Þessi úrslit sýna, að veru- legur ágreiningur var og er innan verkalýðshreyf- ingarinnar um þýðingu þessara skattabreytinga fyrir launþega. Þótt meiri- hluti ASÍ-nefndarinnar undir forystu eins af þing- mönnum stjórnarinnar hafi samþykkt þessar skattatillögur er ekki hægt að líta svo á, að þær hafi hlotið blessun verkalýðs- hreyfingarinnar sem slikrar. Væntanlega kemur það einnig í ljós, að forystu- menn verkalýðssamtak- anna verða ekki andvígir þeim breytingum, sem stjórnarandstaðan vill gera á skattafrumvarpinu. Hverjum dettur i hug, að verkalýðshreyfingin verði andvíg hagstæðari tekju- skattslækkun? Hverjum dettur í hug, að verkalýðs- hreyfingin verði andstæð minni söluskattshækkun? Og er ástæða til að ætla, að verkalýðshreyfingin yrði andvíg verðbólguletjandi aðgerð á borð við niður- skurð á ríkisútgjöldum? Hótanir ríkisstjórnar- innar við Alþingi eru þess eðlis, að þingmenn verða að sýna í þetta sinn, að þeir sætta sig ekki við, að þingið verði gert að eins hvers konar gæðastimpli á það, sem ráðherrar kunna að lofa umboðslausir utan þings. Hótanir ráðherr- anna gagnvart þjóðinni eru hins vegar slíkar, að þess verður að vænta, að þingmenn stjórnarflokk- anna stöðvi þá fyrirætlan. Núverandi ríkisstjórn breytti skattalögunum veturinn 1972. Afleiðingin varð svo níðþung skatta- byrði, að hvar í flokki sem menn standa heimta þeir nú breytingu. Ríkisstjórn- in hefur látið undan þessum þrýstingi með til- lögum, um tekjuskatts- lækkun, sem þó eru ófull- og þjóðar nægjandi. En um leið ætlar hún að nota sömu aðferð- ina og í Vestmannaeyjagos- inu. Þá ætlaði hún að nota hamfarirnar í Eyjum til þess að bjarga sér út úr heimatilbúnum efnahags- vanda. Þingmenn úr stjórnarliðinu stöðvuðu þá fyrirætlan í samvinnu við stjórnarandstæðinga. Nú bjóða ráðherrarnir fram nokkra tekjuskattslækkun, en böggull fylgir skamm- rifi. I staðinn ætla þeir í raun að leggja 4,7 millj- arða nýja skatta á þjóðina. Og þegar allt bendir til, að þessi fyrirætlan þeirra verði stöðvuð í þinginu, hóta þeir hefndaraðgerð- um gegn skattborgurum. Þeir segja við þingmenn: ef þið samþykkið ekki að við tökum 4,7 milljarða nettó skattahækkun úr vös- um skattborgara látum við þá bara borga þessa nið- þungu tekjuskatta í stað- inn. Hvað segja menn um svona stjórnarhætti, slika afstöðu til hagsmuna almennings? Stjórnarandstaðan getur stöðvað þá fyrirætlan ríkis- stjórnarinnar að hirða hér um bil 5000 milljónir úr vösum almennings í við- bótarskatta. En hún getur ekki stöðvað hefndarað- gerðir ráðherranna gagn- vart almenningi. Þar verða góðviljaðir menn í þing- flokkum stjórnarflokkanna að koma til og stöðva þá misnotkun valds sem þar er í uppsiglingu. Á Alþingi getur tekizt samstaða um tekjuskatts- lækkun. Þingmenn geta einnig náð samstöðu um hæfilega tekjuöflun á móti og niðurskurð á ríkisút- gjöldum til viðbótar. Nú verður þingið eins og í fyrra að taka ráðin af ríkis- stjórninni og lögfesta skattabreytingu sem er í samræmi við hagsmuni almennings í landinu. Hótanir 1 garð þings Eitlr Glsla J. áslbúrsson | Elns 09 mer sýnist Að verða galinn af steinsteypu NÚ ER það nýjast I húsnæðismál- um aS þjóSfélagsfræðingar I Brot- landi og Bandarikjunum (og ætli það hljóti þá ekki að vera viðar?) hallast æ meira að þeirri skoðun að háhýsahverfin marglofuðu, þar sem allt er annaðhvort steinn eða járn, séu ekki einungis að minnstakosti eins sálardrepandi og þau sýnast heldur f þokkabót beinlfnis siðspillandi fyrir þær ógæfusömu sálir sem eiga ekki annarra kosta völ en að búa ! þeim. Rannsóknir ! báðum þessum löndum styðja þessa kenningu, en einkanlega hefur þó kveðið rammt að afleiðangum hinnar nýju stein- aldar vestur f Bandarfkjunum, eins og var Ifka ef til vill við að búast. Mönnum þar f landi hefur löng- um verið skrambi laus byssan, uns nú er svo komið meira að segja f sjálfri Washington að þar þora ærlegir menn naumast útfyrir hús- dyr eftir að skyggja tekur nema þá með vopnum, eins og forfeður þeirra sem áttust við indfánana, eða þá margir saman, eins og pílagrfmar á ræningjaslóðum. Rannsóknir vestra þykja benda ótvfrætt f þá átt (sem ætti að vfsu ekki að koma á óvart) að um- hverfið móti ekki sfður manneskj- una f mannhafi stórborganna held- ur en til dæmis sveitin sveita- manninn eða sjórinn sjómanninn. Og háhýsahverfin bandarfsku hafa reynst sérdeilis slæmar uppeldis- stofnanir. Sum þeirra hafa bók- staflega lagst f auðn eða þá orðið vfgi og skálkaskjól útskúfaðra rek- alda sem hafast þar við eins og inni ! myrkviði. Skemmdarfýsnin virðist leita á menn fremur en ella þegar þeir eru orðnir agnir f steinsteyptri ver- öld þar sem „stórhuga" arkitektar hafa skipulagt umhverfi þeirra svo rækilega allt niður í minnstu skrúfu að það er orðið að algjöru tómi, óyndislegu dauðhreinsuðu tukthúsi. Þegar verst lætur verða strætin á botni gljúfranna sfðan að athafnasvæði þeirra algjöru skip- brotsmanna sem eru orðnir að steingervingum sjálfir og finnst (sem er kannski skiljanlegt) að þeir hafi ekkert þarfara að gera en að ræna og rupla samborgara sfna og helst að drepa þá. Heimild mín (sem er gott og gegnt erlent blað) greinir frá háhúsaþyrpingu af þvi tagi sem hér er til umræðu og sem var reist f St. Louis í Bandarikjunum. Hún átti að leysa öll möguleg og ómöguleg vandamál þeirra manna sem þar skyldu búa. Sú tilraun mistókst svo hrapallega að bæjar- yfirvöldin tóku það sfðast til bragðs að jafna öll herlegheitin við jörðu! Aftur á móti hefur reynsla Bandaríkjamanna af þokkalegum „lághúsahverfum" gjarnan verið sú að þar megi hrúga saman fári af fólki án þess það verði tiltakanlega verri borg- arar fyrir það. Það er ekki fyrr en svipuðum fjölda hefur verið stapp- að inn f hina voldugu steinkastala sem samskonar fólk byrjar að verða vandamál og fer f hernað gegn þjóðfélaginu. Það er skoðun þjóðfélagsfræð- inga að maðurinn sé þannig af guði gerður að honum sé það nán- ast eins nauðsynlegt og matur og drykkur að „eiga" einhvern blett — einhverja skikanefnu — sem hann geti kallað rfki sitt. Ég held að þessi vfsdómur byggist meðal annars á rannsóknum á hátterni apa sem verða taugaveiklaðir og fara í hundana ef þessi hlunnindi eru tekin af þeim. Ofurlftið oln- bogarými f þolanlegu umhverfi kvað gera mannskepnunni kleift að umflýja þessi örlög. Aftur á móti gengur grjótheimastefnan ! húsnæðismálum — skýjakjúfafar- aldurinn, lagkökuáráttan — [ ber- högg við þessa eðlishvöt okkar. Svo herma hin nýju vfsindi að minnstakosti. - Maðurinn verður fangi steinsteypunnar. Hann er hlutur f rými sem heitir að vfsu hús en er f rauninni ekkert nema geymslustaður. Hann liggur þar um nætur eins og tindáti f öskju. Það er búið að stela frá honum hinum ævaforna rétti sem hann getur ekki verið án: að slá um sig og mega bfta frá sér á „eigin landi". Það getur svosem vel verið að fyrrgreind sjónarmið fyrrgreindra fræðimanna þarna úti f Bretlandi og Bandarfkjum séu dálftið þröng, og vissulega hlýtur fleira að þurfa að koma til en þrjátfu hæða leigu- hjallur til þess að gera fólk að bófum og eiturlyfjasjúklingum. Mér dettur ekki heldur f hug að líkja saman svonefndum háhýsum okkar og svo ferlíkjunum sem heita þv! nafni vestur f Amerfku. Það væri eins og að leggja Landa- kot að jöfnu við Empire State. Hitt er samt alveg víst að þeir menn eru engir loddarar og engir bjálfar að heldur sem nú hafa skorið upp herör gegn hfbýlapakkhúsunum sem þeir kalla svo f heimajöndum sfnum. Það eru harðsnúnir vísindamenn sem hér eru að verki. Bretinn var með sjónvarpsþátt um þetta efni fyrir skemmstu, og þar kallaði einn prófessorinn hina steinsteyptu himnastiga „mann- drápara" og arkitektana sem bera ábyrgð á þeim „draumóramenn". Í þeim þætti kváðu Ifka hafa fallið orð eins og „vitfirring" þegar þær borgir bandarfskar bar á góma sem lengst hafa gengið i þeirri stefnu að hifa allt mannfólkið upp ! háloftin og leyfa helst ekkert kvikt niðri á jörðinni sem gengur ekki fyrir bensfni. Við eigum til allrar hamingju langt f þessa sturlun og enda hæpið að við höfum nokkurntfma efni á þv! að haga okkur svona. Kannski kolllágu sambýlishúsin komist Ifka aftur f tísku ytra og að það þyki þá ekki alveg eins snið- ugt og nú að raða fólki f stein- steyptar hillur eins og bollum f eldhússkáp. Ég vona sannarlega að láréttu mennirnir fari með sigur af þessum hinum sem nú heimta allt upp á endann. Enginn sem hefur komið i veröld steinskáp- anna fær varist þeirri hugsun að þar sé verið að gera meira en að staðla umhverfi fólksins. Það er Ifka verið að staðla tilveru þess: að staðla það sjálft. Á hinn bóginn veldur það manni óneitanlega kvíða hvað við Íslend- ingar erum stundum snarir i snún- ingum þegar við þykjumst komast f eitthvað „nýtt", komast i eitt- hvað „stórbrotið". Við erum til dæmis ákaflega upptekin af þv! núna að „byggja fyrir framtiðina". Lfðandi stundin er ekki nógu merkileg. Sem fórnartamb þessa bráðafárs suður i Kópavogi leyfi ég mér samt að bölva þvf í sand og ösku. Þar er nú búið fyrir nokkur hundruð milljóna króna að grafa eina stærstu holu á Islandi. Þar á framtiðin að skondra i gegnum. Siðan er búið að girða þessa pjötlu sem eftir er af miðbænum og beita á hana ýtum og vélskófl- um. Þar á framtíðin að iðka fagurt mannlff f stórhýsum. En höfum við sem höfum þraukað þarna suðurfrá bráðum i hálfan mannsaldur ennþá fengið að Ifta gangstéttarögn? Ónei. Það væri ekkert stórbrotið, skiljið þið. ♦ i Reyki aví kurbréf •Laugardagur 9. marz- Séð vestur yfir Tjörnina og Seltjarnarnesið. Ljósm. Þorgeir Pétursson. Pólitískt valdatafl Eins og sjónvarpsáhorfendur vita, hefur sjónvarpið sýnt fram- haldsleikritið Valdatafl.þar sem fjallað er um átök í hinum stóra fjármálaheimi, sjálfsagt nokkuð öfgakennt, enda er beitt hvers kyns brögðum. Þó eru þessir þættir barnaleikur borið saman við það pólitíska valdatafl, sem nú er teflt í íslenzkum stjórnmálum, en þar er nú bæði beitt gamal- kunnum og splunkunýjum aðferð- um við valdastreituna, og stjórn- arherrarnir svífast svo sannar- lega einskis í tilraunum sínum til þess að leitast við að halda völd- um. Skulu hér tilfærð nokkur dæmi. Ekki er úr vegi að nefna fyrst öryggis- og sjálfstæðismálin. Þau hafa nú talsvert á þriðja ár verið gerð að leiksoppi og pólitísku valdatafli. Enginn getur fært að því nein rök, að íslenzkir varnar- hagsmunir hafi verið hafðir í huga í þeim hráskinnsleik. Yfir- lýsingar hafa verið gefnar út og suður, eitt sagt í dag og annað á morgun, en aldrei hefur ráðherr- unum borið saman. Öllum er Ijóst að afstöðunni hverju sinni hefur ráðið pólitísk valdastreita ýmist átök innan stjórnarflokkanna sjálfra hvers um sig eða milli þeirra. Fyrsta boðorðið og hið síð- asta hefur verið það sama og í Valdataf linu, sem sjónvarpið sýn- ir. Ráðamennirnir hafa sagt: Völdunum verðum við að halda, hvað sem það kostar. Við verðum að svíkja og ljúga, ef því er að skipta, svíkja íslenzka hagsmuni og ljúga bæði að sjálfum okkur og öðrum. Ljóst er, að hin ráðandi öfl hyggjast halda völdum hér á landi, a.m.k. fram eftir þessu ári, þjóðhátiðarárinu, enda leggur Eysteinn Jónsson á það ofurkapp að fá að vera forseti sameinaðs þings á þjóðhátið. En hann er potturlnn og pannan í þeim belli- brögðum, sem nú er beitt, með dyggilegri aðstoð Þórarins Þórar- inssonar Tímaritstjóra og for- manns utanrikismálanefndar. Mottó þeirra fóstbræðra er: hökl- um völdunum, allt annað er auka- atriði. Margír hafa viljað trúa þvi, að Ólafur Jóhannesson forsætisráð- herra mundi standa i ístaðinu gegn kommúnistum í varnarmál- unum, eins og hann að lokum gerði í landhelgisdeilunni. En síð- ustu dagana hefur hann hægt og sígandi verið að láta undan ásókn Eysteins Jónssonar og komm- únista, sem eru óaðskiljanlegir bandamenn í valdabaráttunni miklu. Snilldin í skattamálunum Eitt fyrsta mál ríkisstjórnarinn- ar eftir að hún hafði tekið við völdum sumarið 1971 var að hefja undirbúning að gjörbyltingu ís- lenzkra skattamála, og knúði húr. fram víðtæka skattalagabreyt- ingu, sem til framkvæmda kom þegar á næsta ári. Dag eftir dag, viku eftir viku og mánuð eftir mánuð var hamrað á því af stuðn- ingsmönnum ríkisstjórnarinnar allt frá ráðherrum og niður úr (eða upp úr — því að lágt liggja þeir), að verið væri að létta skatt- byrði alþýðu stórlega. Skattalaga- breytingin var hin stórfellda um- bót, sem stjórnarherrarnir höfðu svo lengi beðið eftir að geta veitt hrjáðri alþýðu landsins. Hlegið var að ábendingum og útskýring- um stjórnarandstöðunnar og sagt, að allt væri þetta af illvilja gert. En hver hefur svo raunin orðið? Jú, allir, hvar í flokki eða stétt sem þeir standa, telja nú óhjá- kvæmilegt, að gagngerðar breyt- ingar fari fram á skattalögunum, því að skattránsstefna rikisstjórn- arinnar hefur leikið landslýð svo grátt, að ógerlegt hefði verið að standa undir hinum óhæfilegu sköttum, ef verðbólguhjólið hefði ekki veriðí fullum gangi og laun því verið mun hærri, er að skatt- greiðslum kom, heldur en á skatt- árinu. En svikamyllan var þó raunar svo fullkomnuð, að menn urðu að leggja á sig stórfellda aukavinnu til að greiða skattana, en þá kom næsta ár með enn hærri skatta, sem menn sáu ekki útyfir. Hægt og sígandi tóku ráða- mennirnir að láta undan þunga almenningsálitsins í þessu efni, og þegar verkalýðsfélögin settu fram kröfur sínar á sl. hausti, varð ljóst, að engin leið yrði til að gera kjarasamninga nema úrbæt- ur yrðu gerðar í skattamálunum. Að vísu gerði Kristján Thorlacius formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja ríkisstjórninni það örlitla viðvik að gleyma kröfun- um um skattalækkanir, þegar opinberir starfsmenn gengu til samninga, enda var honum vel þakkað af valdamönnum, þótt ólíklegt sé, að opinberir starfs- menn, sem skattránið hefur kom- ið einna þyngst við, hafi gleymt þeim „greíða”, sem hann gerði þeim. Góð ráð dýr Þegar þing kom saman á liðnu hausti, var ljóst, að ríkisstjórnin hafði ekki þingstyrk til að koma fram nýjum skattaálögum, en mikla nýja skatta taldi hún sig þurfa til að seðja verðbólgu- ófrekjuna, sem var að komast á örasta vaxtarskeiðið. Við þennan fyrirsjáanlega skort bættist nú það, að þrátt fyrir „mikinn vel- vilja" ýmissa forystumanna í verkalýðshreyfingunni var óger- legt að koma saman launasanan- ingum, án þess að einhverjar Rk slakanir yrðu gerðar á tekju- skatti. Nú voru góð ráð dýr, »g allir lögðust stjórnarherrarnir undir feld. Þeir hugsuðu ráð sitt Iengi — os viti menn, lausnín fannst. Sú lausn i skattamálum, sem nú hefur séð dagsins ljós. Næsta skref var að vinna fýlg* hinni fyrirhuguðu ráðabreytni. Hinir „trúverðugustu" verka- lýðshreyfingunni voru kallaðir á klikufundi, þar sem aiiir voru sammála um, að völdunum yrði að hMda Annað skipti jú en meg- in mali. Eðvarð og c0 var kunn- gert um hma miklu tekjuþörf rikisstjóðs og aðferðirnar sem ætti að hafa við að afla teknanna. Þeir voru að sjálfsögðu fúsir til að leggja sitt af mörkum til þess að elsku hjartans ríkisstjórnin gæti setið áfram. En hvernig var hægt að fá þá verkalýðshreyfingu, sem krafðist skattalækkunar, til að fallast á skattahækkun? Hvernig skyldi það nú vera hægt? Bruggað var og kokkað á kvöld- fundum og næturfundum. Reikn- að og mælt. Nýtekjuþörf reyndist vera 4—5 milljarðar, en engin leið að fá verkalýðinn til að sætta sig við öllu minni tekjuskatts- lækkun en þá, sem kosta mundi rfkissjóð hart nær 3 milljarða. Þetta dæmi gekk ekki upp, og þó. Rúm þrjú söluskattsstig mundu nægja til að bæta ríkissjóð tekju- tap vegna lækkunár beinu skatt- anna, og því þá ekki að slumpa á f.Ím.T °g ná sér Þar í drjúgan skilding. Það hlyti að vera hægt að hagræða tölunum svo að þetta gæti sloppið, einkum ef verka- lýðsforingjarnir segðu, að þetta væri gert fyrii þa og hrjáðar launastéttir. Þeir tóku að sér að sjá um þá hlið og hafa gert það með bros á vör — eða væri kannski réttara að segja giott- andi. En hvergi nærri varþetta nóg. 4,7 milljarðar Nú er komið á daginn, að fyrir- ætlanir rikisstjórnarinnar um aukna tekjuöflun nema samtals nálægt 4,7 milljörðum króna, þeg- ar frá hafa verið dregnir þeir 2,8 milljarðar, sem tekjuskattslækk- uninni nemur. Þannig er hug- myndin að brúa bilið á milli fjár- laganna eins og þau eru afgreidd og væntanlegra útgjalda. Þessar upphæðir sundurliðast þannig, að hækkun söluskatts um 5 stig nem- ur 4 milljörðum, 1% af viðlaga- sjóðsgjaldi rennur í svonefndan olíusjóð og eru það 800 milljónir. Þá er nú viðurkennt af rfkis- stjórninni sjálfri, að 11% sölu- skatturinn, sem í gildi er, muni gefa 1430 milljón krónum meiri tekjur en gert var ráð fyrir við gerð fjárlaga. Þáætlar ríkissjóður að taka tolltekjur af viðlagasjóðs- húsunum, sem nema 477 milljón- um, og launaskattur 1% er talinn gefa 550 milljónir á ársgrund- velli. Til viðbótar því koma svo stórauknar tollatekjur, og af bensínhækkuninni einni nema auknar tekjur rikissjóðs 300 milljónum. Samtals nema þessir liðir 7,5 milljörðum króna. Tekjuskerðing ríkissjóðs er aft- ur á móti 2,8 milljarðar vegna lækkunar tekjuskattsins, þannig að hreinar tekjur vegna skatta- breytingar ríkisstjórnarinnar nema4,7 milljörðum. Auðvitað er ljóst, að hugmynd- in er að nota þessar tekjur m.a. til þarflegra hiuta eins og lækkunar olíuverðs um 800 milljónir og til að bæta þeim, sem engan tekju- skatt hafa greitt að nokkru sölu- skattshækkanir og verja f þeim tilgangi hálfum milljarði. En engu að siður er hér um stórfelld- ar hækkanir tekna ríkisins að ræða, sem stjórnarherrarnir og sérfræðingar þeirra munu telja, að nokkurn veginn nægi til að halda öllu á floti frameftir árinu, muni nægja til þess, að ríkis- stjórnin geti áfram setið við völd — og það er einitt það, sem er fyrir öllu. En hvað sem annars má segja um Halldór Sigurðsson fjármála- ráðherra, þá getur enginn mót- mæltþvf, að hann er kjarkmaður. Hann hefur komið fram í fjöl- miðlum og fullyrt, að þær breyt- ingar á skattheimtu rikisins, sem fyrirhugaðar eru, séu til hags- bóta fyrir skattgrei ðendur, að þeir muni almennt greiða minni skatt til ríkisins eftir að heildar- tekjur þess hafa hækkað um 4,7 milljarða, eða heildarskattgreiðsl- ur á 5 manna fjölslyldu hafa hækkað að meðaltali meira en um 100 þús. kr. Það er engin furða, þótt stjórnarherrarnir séu ánægð- ir með sjálfa sig, þegar þeir geta stjórnað svona snilldarlega, aflað rikissjóði hundrað þúsund króna frá hverri fimm manna fjölskyldu umfram það, sem hún greiðir i opinber gjöld núna, en samt er það hagkvæmara fyrir hana en áður var! Og við það bætist svo, að ríkið hefur stór-aukið fé til ráð- stöfunar ,,i þágu fólksins". Allir vita raunar, að flestir ráð- herranna eru góðviljaðir menn, og engin illgirni veldur þvi, að jafn hörmulega hefur verið stjórnað undanfarið 2'/í ár og raun ber vitni. Þeir vilja gera þjóð sinni það gagn, sem þeir mega. Og einmitt þess vegna halda þeir valdataflinu áfram! Þeir eru sannfærðir um það, að engir séu jafn færir um að hafa stjórnina með höndum og einmitt þeir. Enda hlýtur bréfritari að taka undir það, að hann þekkir enga menn aðra í víðri veröld, sem geta aflað ríkissjóði of fjár til að deila út tilþegnanna, samhliða því sem skattlagning lækkar, en fyrir þeirri fullyrðingu hefur landslýður orð ekki ómerkari manns en sjálfs fjármálaráðherr- ans. Skrýtið siðferði En þegar öllu er á botninn hvolft: Er ekki eitthvað skrýtið við þetta siðferði ailt saman? Get- ur það í rauninni verið, að ráð- herrana renni aidrei grun i það að eitthvað sé nú bogið við framferð- ið? Halda þeir, að þeir fylgi leik- reglum lýðræðis og þingræðis? Ljóst er, að ætlun stjórnar- herranna er sú að koma þinginu heim eins fljótt og unnt er. Síðan ætla þeir að stjórna með bráða- birgðalögum, vegna þess að þeir hafa ekki þingstyrk til að koma frumvörpum í gegnum Alþingi. Bráðabirgðalög vilja þeir sumir hverjir a.m.k. gefa út, þótt bæði þeir og allir aðrir viti, að þau hafa ekki þingmeirihluta. Þannig á að níðast á þingræðinu og brjóta all- ar þingræðisreglur. Á skákborði valdanna í stjórnarráðinu er nú líka teflt um það, hvort forsætisráðherra og utanríkisráðherra bregðist ekki báðir skýlausum yfirlýsingum sínum um að leggja varnarmálin fyrir Alþingi. Forsætisráðherran- um, sem helzt var treystandi í þessum málum, hefur verið skák- að og ýmsir óttast nú, að hann verði mát jafnvel næstu daga, þvi að völdin vill hann ekki missa, fremur vill hann hrekjast undan i einu málinu af öðru, enda fyrir- skipar Eysteinn Jónsson honum það. En eitt er það, sem bréfritari á erfitt með að trúa, að Ólafur Jó- hannesson forsætisráðherra og lagaprófessor láti hafa sig tilþess að brjóta þingræðisreglur með þeim hætti að starfa með útgáfu bráðabirgðalaga, sem hann veit, að ekki munu fást staðfest á þingi. Og flestir vilja raunar í lengstu lög trúa því, að hann bregðist ekki íslenzkum hagsmun- um í varnarmálunum. En hver veit? Valdatafl vinstri manna stend- ur sem hæst. Völdin, völdin, völd- in, hrópa þeir hver í kapp við annan. Völdin verðum við að hafa, enda ljóst, að við erum hæf- astir til að ráðamálum þjóðarihn- ar til lykta! Efast einhver urn það, t.d. láglaunafólkið, sem nú fékk „raunhæfar kjarabætur" og aldrei er niðzt á með hagræðingu vísitölunnar? Nei það á svo góða rikisstjórn, svo að ekki sé nú talað um verkalýðsforingjana, sem aldrei bregðast — adrei hugsa um pólitíska einkahagsmuni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.