Morgunblaðið - 10.03.1974, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 10.03.1974, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. MARZ 1974. JÓHANN HJÁLMARSSON 1 NYJU Eimreiðarhefti, 2.-3. tbl. 1973, er í öndvegi viðtal við Sigurð Líndal, prófessor, sem nefnist Er hinn þögli meirihluti á íslandi mesta byltingaraflið? Viðtalið snýst að mestu um þjóðernisstefnu. Um þjóðernis vitund segir Sigurður Lindal m.a.: „Hún felur oftast í sér viðleitni til að styrkja þjóð lega einingu, að tryggja bjóðfrelsi, að varðveita þjóð leg sérkenni og síðast en ekki sízt þjóðlegan metnað, sem einkum er fólginn í viðleitni þjóðar til að halda hlut sínum á sem flestum svið- um gagnvart öðrum þjóðum." Ennfremur segir Sigurður Lín- dal: ,,Ef vel tekst, er sérstakt þjóðerni vitnisburður um dug og hæfni þjóðarinnar til að leggja eitthvað af mörkum. sjálfri sér og öðrum tíl nyt- semdar. Þegar það verður henni hvatning til að gera enn betur, fer ekki hjá því, að þjóð- ernisvitund verði aflgjafi and- legra og efnalegra framfara.Ef hins vegar þau viðhorf ráða að treysta sem mest á aðrar þjóðir, þiggja hvaðeina af þeim og lúta í sem flestu forsjá þeírra, hlýt- ur það að leiða til uppdráttar- sýki og hnignunar." Sem dæmi um heillavænleg áhrif þjóð- ernisstefnu nefnir Sigurður Líndal uppgang ísraelsríkis. ÞJOÐERNI OG MENNING Sigurður Líndal deilir á þá skoðun, að íslensk menning standi svo traustum fótum að ekkert geti grandað henni. Hann telur, að á Íslandi þurfi að vera varnir, en vill draga sem mest úr samskiptum is- lendinga og varnarliðsins, gera það sem áhrifaminnst. Kefla- víkursjónvarpið er honum þyrnir í augum. Það er að hans mati tilraun stórþjóðar til að þröngva menningu sinni upp á smáþjóð. Múgmenningin stefn- ir íslenskri menningu í hættu að dómi Sigurðar Líndals: ,,Hér á landi veldur það sér- stökum vanda, að múgmenning- in er af erlendum toga spunn- in," segir Sigurður. Hann deilir á Sjálfstæðisflokkinn sem „ráfar á eftir hinum skamm- sýna og andvaralausa borgara Sigurður Líndal og þótt vegið sé að undirstöðum íslenzks þjóðfélags, eins og gert er með hermannasjónvarpinu, og virðist ekki fá skilið, að það geti leitt til afdrifaríks klofn- ings og upplausnar í íslensku þjóðfélagi". Sigurður heldur þvi fram að Sjálfstæðisflokkur- inn aðhyllist yfirborðslega og staðnaða þjóðernisstef nu. Vafa- laust eru margir sjálfstæðis- menn í hópi þeirra „ráðsettu þjóðfélagsþegna", sem með andvaraleysi sínu eru að gera mestu byltingu í allri islands- sögunni að dómi Sigurðar Lfn- dal. Og þeir munu fá að súpa seyðið af andvaraleysi sfnu hót- ar Sigurður. Hér verða ekki nefnd fleiri dæmi um skoðanir Sigurðar Líndals. Hann rökstyður yfir- leitt mál sitt þótt nokkrar glannalegar fullyrðingar fljóti með. i heild sinni er viðtalið þörf hugvekja, sem fólk ætti að kynna sér, ekki síst þeir, sem verða fyrir beiskustu skeitun- um. Annað efni, sem athygli vek- ur í Eimreiðinni að þessu sinni, er m.a. Bréf til Pimens kirkju- fóður frá Alexander Solsénits ín. Bréfið sýnir tengsl Solsén- itsins við kristna trú, hrein- skilni hans og hugrekki, sem hann hefur nú verið gerður landrækur fyrir. Eini skáldskapurinn i heftinu eru fjórar stuttar sögur eða þættir eftir Matthías Johannes- sen. Rauða kápan og refurinn er ísmeygileg frásögn með óvæntum söguþræði. Þessi saga er að minum dómi best heppn- uð. Sögur Matthíasar, ekki síst sögurnar frá Þýskalandi sem birtust fyrir skömmu í Lesbók- inni, eru í eðli sínu frásaghir, stundum með ivafi prósaljöðs. Slík sagnagerð er óvenjuleg hérlendis og fer þess vegna auðveldlega fyrir ofán garð og neðan hjá íslenskum lesendum, en erlendis, einkum í Þýska- landi, nýtur hún mikillar hylli. i Eimreiðinni hefur ekki verið mikið um skáldskap til þessa. Aðaláhersla er lögð á umræðu um menningu og stjórnmál. Nú eru þrjú hefti komin út af tímaritinu síðan það breytti um svip. Ritstjóri er Magnús Gunnarsson. Siðasta heftið lofar góðu. Það er á margan hátt athyglisvert. Stefna ritsins er nokkuð óljós, en liklegt er, að borgaralegt frjálslyndi verði ofan á. Von- andi er það ekki fráleit hug- mynd, að unnt sé að gefa út að minnsta kosti eitt borgaralegt menningartímarit áíslandi. Indriði Hallgrímsson, bókasafns- fræðingur: 2. grein „Hugmynd min með þessum þáttum er að segja i örstuttu máli frá einstökum afreksmönnum, er verið hafa brautryðjendur í ýmsum greinum, og bregða jafn- framt ljósi yfir ýmis svið sögu okkar á síðari öldum. Vitaskuld er frásögnin ærið brotakennd og stiklað mjóg á stóru, en það er von mín að bókin komi mörgum að gagni, sem kynnast vilja nokkuð mönnum og málefnum sögu okk- ar, án þess að þurfa að leggja í það mikla vinnu. Einnig má þess vænta að nemendur í framhalds-. skólum geti haft af þáttum þess- um talsverðan stuðning í sam- bandi við nám sitt í íslandssögu." 2. Áreiðanleiki. Höfundur er cand. mag. (aðalgr. sagnfræði) frá Oslóarháskóla og hefur ritað sitthvað um sagnfræðileg efni, m.a. kennslubók í mannkynssögu handa framhaldsskólum. Um heimildanotkun farast höf- undi þannig orð í formála: „Bækur þær, sem ég hef eink- um stuðzt við gagnvart þess- kveikti löngun eftir frekari fróð- leik um viðkomandi persónur. Þessi algjóri skortur á nákvæm- um tilvísunum til heimilda rýrir mjög notagildi bókarinnar, eins og ljóst má vera. Still bókarinnar virðist mér sléttur og felldur. Þar sem hver þáttur er yfirleitt ekki lengri en 3—4 bls, eru varla möguleikar á því, að öll atriði og allar hliðar varðandi hvern einstakan komi fram, enda ekki tilþess ætlast.en aðalatriðin komast yfirleitt vel til skila. Skiljanlega ber þó mest á afreksverkum þessara sextíu brautryðjenda og þvi er tæplega hægt að segja, að þessir þættir haf i í alla staði raunsæja mynd af 3. Umfang. Um þetta atriði segir svo í formála: „Bók þessi hefur að geyma ævi- þætti 60 merkra íslendinga. Af mönnum þessum eru 3 fæddir á 16. öld, 6 á 17. öld, 16 á 18. öld og 35 á 19. öld." legt, að meðal þessara sextíu er ekki talin ein einasta kona, eh sem betur fer hófum við átt okkar kvenskörunga, t.d. Þóru Melsteð, Bríeti Bjarnhéðinsdóttur, Bjórgu Caritas Þorláksdóttur og Laufeyju Valdimarsdóttur. Eins og áður segir er ekki að sjá, að bo'kin hafi neinar upplýs- ingar fram að færa sem ekki er einnig að finna i óðrum ritum. Reyndar þarf aðeins að fara i þrenn ritsöfn til að finna þætti um langflesta þessara sextíu manna. Merkir islendingar (eldri og nýr flokkur) hafa að geyma þætti um þrjátíu og sjö af þessum sextíu og Saga íslendinga inni- heldurþætti um flesta hina. Hvað viðkeur umfangi þáttanna innbyrðis er ekki annað að sjá en Hvað viðkemur umfangi þátt- anna innbyrðis er ekki annað að sjá en að það séu sjálfu sér samkvæmt. Islenzkar handbækur 1973 byrjunarlesning þeim, sem áður hafa engan fróðleik fengið um þessa menn. 5. Form og niðurröðun efnis. Brautryðjendum er raðað í tíma- röð eftir fæðingarári hvers og eins og miðað við tilgang bókar- innar getur það vel talist eðlileg niðurskipan. Hins vegar verður að telja það trassaskap á hæsta stigi að hafa ekki stafrófsraðað efnisyfirlit, en það er einnig haft i timaröð. Þá verður einnig að telja það gajla, að ekki eru neinar stafrófsskrár yfir menn eða staði sem minnst er á í bókinni. Þessi skortur á skrám rýrir notagildi bókarinnar og gerir hana ómeð- færilegri í notkun en þyrft hefði að vera. Prentun er góð og prentvillur sá ég ekki margar, en a.m.k. eina nokkuð meinlega þar sem kvæði Jónasar er nefnt „island! forsælda frón,".. . Band bókarinnar lítur ekki út 2. Jón R. Hjálmarsson Brautryðjendur. Sextíu merkir íslend- ingar á síðari öldum. Skógum, Suðurlands- útgáfan, 1973. 251 s. UM titil bókarinnar, Brautryðj- endur, má segja, að hann er ekki ýkja frumlegur þar sem áður hef- ur komið út bók með sama titli, útgefin af Vilhjálmi Þ. Gíslasyni, og inniheldur hún sjálfsævisögur þeirra Páls Melsteð, Tryggva G unnarssonar og Jóns Ólafssonar. Mér finnst það vera lágmark, að höfundar láti það vera að nota þannig titla áður útkominna bóka. 1. Tilgangur. Um tilgang bókar- innar segir höfundur í formála: um frásögnum, eru helztar: Is- lenzkar æviskrár, íslandssaga Menningarsjóðs, Merkir islend- ingar, sérstakar ævisögur ein- stakra manna, formálar útgáfu- verka og sitthvað fleira." Galli er, að látið hefur verið undir höfuð leggjast að tilgreina nákvæmlega allar heimildir, sem notaðar hafa verið og er því ekki hægt að f jöl- yrða um áreiðanleik þeirra í heild sinni, en ekki er svo að sjá, að leitað hafi verið til frumheimilda að ráði. Með það í huga hversu þættirn- ir eru stuttir og ágripskenndir, er það mikill galli, að aldrei er visað nákvæmlega til frekari heimilda um þá menn sem um er fjallað aftan við hvern kafla og einkum vegna þess, að efalítið hef ur verið til þess ætlast, að lestur þeirra Af samanburði við þær heimild- ir, sem tilgreindar eru f formála fæ ég ekki séð, að bókin hafi neinar upplýsingar fram að færa, sem ekki er einnig þar að finna. Þar sem bókin nær yfir um fjögurra alda tímabil og tala þeirra sem um er fjallað er tak- mörkuð við sextíu er hægur vandi að benda á fleiri, sem einnig gætu fallið undir hugtakið brautryðj- andi, t.d. Þórð Þorláksson, Skálholtsbiskup, Stefán Þórarins- son, amtmann, sr. Arnljót Óiafs- son, Indriða Einarsson, Einar Benediktsson og Pál Briem svo fáir einir séu nefndir. Enda þótt það haf i ekki verið tilgangur höf- undar að geta um alla islendinga, sem talist gætu brautryðjendur í sögunni verður að teljaþað furðu- 4. Hverjum er bókin ætluð? Eins og sjá má af formála ætlar höf- undur bókina þeim,... „sem kynnast vilja nokkuð mönnum og málef num sögu okkar, án þess að þurfa að leggja í það mikla vinnu." Einnig vonar hann, að nemendur í framhaldsskólum geti haft stuðning af bókinni i sambandi við nám sitt í íslands- sögu. Samkvæmt reynslu minni af bókasafnsþjónustu við framhalds- skólanemendur tel ég, að ekki sé mikið gagn að þáttum þessum, t.d. við samningu ritgerða. Til þess eru þeir of ágripskenndir og betra að vísa strax til heimilda sem veita fyllri upplýsingar um viðkomandi menn. Hins vegar held ég, að bókin geti verið góð fyrir að þola mikla notkun. Engar myndir eru í bókinni og hvað hönnun snertir getur hún ekki talist aðlaðandi fyrir unglinga, þ.e. þann aldurshóp, sem hún var 'íklega fyrst og fremst ætluð. Lokaorð. Samkvæmt framan sögðu tel ég aðalkosti bók- arinnar vera læsilegan stíl og hún hæfir vel sem fyrsta lesningþeim sem eru að hefja fróðleiksleit sína um viðkomandi menn. Hófuðgallar bókarinnar eru, samkvæmt áður sögðu, takmarkað notagildi hennar vegna algjörs skorts á nákvæmum tilvísunum til frekari heimilda um sögu- persónur. Stafrófsraðað efnisyfir- lit og nafnaskrár vantar og betur hefði mér þótt fara á þvi að merkiskonur hefðu einnig fengið aðgang að bókinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.