Morgunblaðið - 10.03.1974, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 10.03.1974, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. MARZ 1974. 31 Sigurður E. Stein- dórsson framkvœmda- stjóri — Kveðja Á laugardaginn 9. þ.m. var til moldar borinn frá Dómkirkjunni í Reykjavík, Sigurður E. Stein- dórsson forstjóri. Samferðamennirnir hverfa og týna tölunni eftir því sem á ævina líður og skilja eftir mismunandi sterkar endurminningar. Með örfáum orðum langar mig til að minnast kunningja míns Sigurðar E. Steindórssonar, sem nú er fallinn frá, aðeins 63 ára gamall. Um árabil gekk hann ekki heill til skógar og þó ég vissi nokkuð um veikindi hans, átti ég ekki von á að svo fljótt bæri dauða hans að. Leiðir okkar Sigurðar lágu oft saman og á tímabili áttum við mikil samskipti sem öll voru á þann veg, að þeim mun betur sem ég kynntist honum, þeim mun meira mat ég hann. Ég man fyrst eftir Sigurði þegar hann, glæsilegur ungur maður, var trúlofaður Petu og kom oft á Ránargótuna, en þar var á timabili æskuheimili mitt. Peta átti heima við hliðina á okk- ur og ég man hvað krakkarnir í því húsi, frændsystkini hennar voru öfunduð, þegar Sigurður kom á gljáfægðum bíl og bauð þeim með í bíltúr. Stundum feng- um við að fljóta með, það var ævintýri sem unglingi líður seint úr minni. Eftir að ég hóf störf hjá Véladeild Sambandsins, lágu leið- ir okkar saman á ný, og nú á sviði viðskipta. Sigurður veitti forstöðu umfangsmiklu fyrirtæki, Bif- reiðastöðinni Steindór. Vel man ég þann dag, þegar hann festi kaup á sjö Chevrolet bílum hjá mér. Mér fannst það stór dagur og ég var stoltur að þetta þekkta fyrirtæki „Steindór" festi kaup á svo mörgum Chevroletum i einu. En fyrir Sigurð var þetta ekki vandasamt. Hann kunni sitt fag og vissi hvað hann vildi. Það var áberandi við hann, að þegar hann hafði gert upp hug sinn, þá var hann fastur fyrir. A árunum sem í hönd fóru, störfuðum við töluvert saman og vorum meðal annars i mörg ár í svokallaðri sérleyfisnefnd, sem fulltrúar þeirra, sem ráku áætlunarbíla. Kom það eðlilega oft fyrir að við þurftum að reka erindi okkar manna, eins og geng- ur og gerist í slíkum störfum. Ekki vorum við ætið sammála um þau mál sem við þurfum að taka afstöðu til. En það var ekki erfitt að starfa með Sigurði þó að við værum stundum á öndverðum meiði, hann tók svo drengilega afstöðu til málanna. Síðustu árin varð lengra á milli þess að leiðir okkar lægju saman, þar til fyrir stuttu, að ég fór að hafa áhuga á vandamálum sykursjúkra. Einn af þeim sem þar lögðu góðu mál- efni lið var Sigurður. Hann var einn af stofnendum samtakanna og mjög áhugasamur og fórnfús félagi. Samtökin eiga honum mikið að þakka og um ókomin ár munu margir sykursjúkir njóta verka hans og rausnar. Þannig var hann þessi höfðingi, barst ekki mikið á, en var allur þar sem hann tók afstöðu. Sigurður var fæddur í Reykja- vik 7. maí 1910. Foreldrar hans voru frá Astrún Sigurðardóttir og Steindór Einarsson, landsþekktur atorku- og dugnaðarmaður. Sigurður kvæntist 5. okt. 1935, Petrínu Jónsdóttur frá isafirði. Börn þeirra eru þrjú, 2 synir sem hér biía og dóttir, sem búsett er í Ameríku. Ég sendi Petrínu konu Sigurðar, og fólki þeirra öllu min- ar beztu samúðarkveðjur. Hjalti Pálsson. Enn einu sinni hefur dauðinn höggvið skarð í hóp vina og sam- starfsmanna. Sigurður Stein- dórsson, framkvæmdastjóri Bifreiðastöðvar Steindórs, er fallinn í valinn, löngu fyrir aldur fram. Mig langar að leiðar- lokum að minnast hans með ör- fáum orðum. Um langt árabil var Sigurður náinn samstarfsmaður minn og húsbóndi. Lætur að líkum, að eft- ir svo langt samstarf er margs að minnast úr lífi og starfi, bæði blíðs og stríðs, — atvika, þegar allt lék í lyndi og einnig, þegar erfiðleikar steðjuðu að. Við öll þau skilyrði var samvinnan við Sigurð með miklum ágætum, og er ljúft að minnast hennar. Eins og lög gera ráð fyrir, voru skoðan- ir stundum skiptar, og hélt hvor við sitt. Ekki hvað sist þá komu mannkostir Sigurðar hvað best i Ijós. Hann var einarður í skoðun- um og hélt fast við sitt, en var þó alltaf reiðubúinn að hlýða á aðra og virða skoðanir þeirra. Hressi- leg og mannleg framkoma hans átti og þátt í, að gott var að eiga við hann skoðanaskipti, og skoðanamunur skildi aldrei nein leíðindi eftir. Starfsvettvangur hans var -við fyrirtæki það, sem faðir hans stofnaði á sinum tíma. Þar var hann frá upphafi öllum hnútum kunnugur og vann þvi af lifi og sál. Ég hygg, að allur sá fjöldi manna, sem við fyrirtækið hafa starfað, geti tekið undir það, að gott var að eiga við hann sam- skipti, og minnist þeirra með hlýj- um hug. Veldur þar áreiðanlega miklu um hreinskilin og ákveðin framkoma hans, en um leið skilningur hans á þvi mannlega, sem er svo nauðsynleg- ur i öllum skiptum. Sigurður var glæsimenni á velli, íturvaxinn, og sópaði að honum hvar sem hann fór. Hann kunni þá list manna best að gleðj- ast með glöðum og var þá hrókur alls fagnaðar. Þurfti þá engum að leiðast, sem í návist hans var. Börn min minnast hans sem góð- mennisins og skemmtilega mannsins, og sú mynd verður áreiðanleg skýr í vitund þeirra um allan aldur. En einnig á al- vörustundum var gott með honum að vera, og þá komu eðliskostir hans hvað best í ljós. Það er skarð fyrir skildi, þegar Sigurður er nú allur, og starfs- vettvangurinn verður ekki sá sami eftir. Lifið heldur að sönnu áfram göngu sinni, og þótt maður komi manns i stað, uggir mig, að flestum muni þykja að mikill sjónarsviptir, þegar sæti Sigurð- ar er nú autt. Samstarfsmenn votta ástvinum hans samúð, en honum virðingu og þökk. Og með mér og fjölskyldu minni mun lifa minning um góðan dreng og ágæt- an húsbónda. Friður sé með hon- um. Hákon Kristgeirsson. Kristín Sveinsdótt- — Minningarorð ir KRISTÍN Sveinsdóttir lézt á Vífilsstaðaspítala 3. marz síðast- liðinn. Andlátsfrétt Kristínar kom ekki alveg óvænt, þvi að hún hafði verið sjúk siðan hún lagðist rúmföst um síðastliðin áramót og smámsaman varð ljóst að hverju stefndi. Kristín var fædd 31. mai 1889 á Þingvöllum í Helgafellssveit á Snæfellsnesi og hefði hún þvi orðið 85 ára í maí næstkomandi. Foreldrar hennar voru hjónin Sólveig Jónatansdóttir og Sveinn Sveinsson. Stina, en svo kölluðum við hana, var næstelzt af níu syst- kinum. Eftirlifandi systkini eru: Sigurjón, Bótólfur og Jónatan. Stina fór barn að aldri úr for- eldrahúsum til að vinna fyrir sér og átti hún erfiðan barndóm eins og reyndar algengt var um og fyrir siðustu aldamót. Ekki naut Stina heldur langrar skólavistar þott hún mjög svo gjarnan vildi. . 22 ára gömul missti Stina föður sinn. Vann hun í kaupavinnu á ymsum bæjum aðallega á Vest- fjorðum og Vesturlandi allt fram til ársins 1922 að hún, móðir hennar og yngsti bróðir Jónatan taka sig upp og flytja til Hafnar- fjarðar. Atti hún heima i Hafnar- firði síðan. Það átti ekki fyrir Stinu að liggja að giftast. Bjó hún með móður sinni og yngsta bróður eftir að þau fluttu til Hafnar- fjarðar, þar til móðir hennar dó árið 1941. Sem barn var ég heimagangur á heimili Stínu frænku og ömmu minnar, þar sem ég átti heima í næsta húsi við þær. Ekki get ég hugsað mér barnbetri konu en Stína var, hún fór með okkur systkinin sem sín eigin börn. Og svo liðu árin. Stina vann við einn aðal atvinnuveg þjóðarinnar — fiskvinnslu. Allt sem hún tók sér fyrir hendur leysti hún af hendi með dugnaði og skyldu- rækni. Arið 1969 fluttist Stína á heimili aldraðra Sólvang í Hafnarfirði og var hún þar þangað til mánuði fyrir andlát sitt, að hún var flutt á Vífilsstaða- spltala. Stlna var harðdugleg kona. Aldrei féll henni verk úr hendi, alltaf var hún tilbúin til að hjálpa þar sem hún gat komið að liði. Eftir að hún fluttist á Sólvang hélt hún áfram að starfa. Hún saumaði út og dáðist fólk að vand- virkni hennar o# smekkvísi. Einnig gerði Stína marga fallega muni I föndri. Stína var greind kona, las mikið og var mjög opin fyrir öllu sem gerðist í kringum hana. Hún var svo minnug að með fádæmum má kalla. Hún hafði mikla ánægju af að ferðast á meðan heilsan leyfði. Stína gerði kröfur til sjálfrar sin en ekki annarra. Ég vil þakka læknum og starfs- fólki á Vífilsstaðaspítalanum fyrir þá góðu umönnun og hjálp sem þau veittu. Ég finn ekki framar hlýja hand- takið hennar og fölskvalausa við- mötið, en mtnningin um hana niun lifa. Þegar ég heyri góðrar konu getið mun ég minnast hennar. Guð blessi hana. Gunnar. Vil kaupa rafmagnsbútsög (borðsög). Upplýsingar á vinnutíma síma 93—1836, eftirvinnu í síma 93—1312. Lítið iðnfyrirtæki til sðlu Léttur iðnaður hentugt sem fjölskyldufyrirtæki eða fyrir þann sem vill skapa sér sjálfstæða atvinnu. Uppl. í síma 92—1728. Húsnæói til leigu Til leigu er 100 fm húsnæði á götuhæð í steinhúsi, miðsvæðis við Hverfisgötu. Húsnæðið leigist fyrir skrif- stofur, teiknistofur, læknastofur og þess hátta. Uppl. í síma 20326 kl. 10til 12 næstu daga. BAKKFIRDINGAR Árshátíð Bakkfirðingafélagsins verður haldin í Dómus Medica föstudaginn 15. marz 1974. Húsið opnað kl. 20,30. Bakkfirðingar í Reykjavik og nágrenni, mætið vel og takið með ykkur gesti. Stjórnin. Innritun á leikskóla Sumargjafar Innritun á leikskóla Sumargjafar verður framvegis á skrifstofu félagsins, Fornhaga 8. Tekið erá móti beiðnum og upplýsingar gefnar í síma 27350 kl. 9—1 alla virka daga, nema laugardaga. Stjórn barnavinafélagsins Sumargjafar. Vió Nýlendugötu Til sölu einbýlishús. Húsið er járnvarið timburhús, kjallari hæð og ris. Á hæðinni eru tvær stofur, húsbóndaher- bergi, eldhús og skáli. í risi eru 3 svefnh. og baðherbergi. i kjallara er 1 herbergi, eldhús og w.c. þvottahús og geymslur. Húsið er í mjög góðu ástandi. _ HUSEIGNIR VEUUSUNOtl © ClflD SIMI2S444 &. OI%ll^ Félagsfundur verður í Stapa litla sal mánu- daginn 11. marz kl. 19. Gestur fundarins verður Bjarni Guðnason, alþingismaður. Stjórnin. JUNIOR CHAMBI I REVKJAVlK Útgerðarmenn loðnubáta Eigum á lager eftirfarandi: Viðgerðarefni í loðnunætur. Terelyn — teina, Blý. Flot. Tökum nætur í þurrkun, geymslu og viðgerðir. Leitum tilboða i flestar gerðir veiðarfæra. Athugið miklir erfið- leikar að tryggja nægilegt efni í nætur fyrir næstu vertíð. HF. Hringnót. HafnarfirSi. Simar: 51688 52699

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.