Morgunblaðið - 10.03.1974, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.03.1974, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. MARZ 1974. t Systir okkar, KRISTÍN SVEINSDÓTTIR, sem andaðist 3. þ.m., verður jarðsungin frá Þjóðkrikjunni i Hafnarfirði mánudaginn 1 1. marz kl 14. Guðrlður Sveinsdóttir, Jónatan Sveinsson, Bótólfur Sveinsson, Sigurjón Sveinsson. t Móðir mín, ANNA MARGRÉT GUÐMUNDSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 1 1, þ.m. kl. 1 3.30. Þeim sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á Slysavarnafélag íslands. Kalla Nielsen. t Útför eiginkonu minnar, HÓLMFRÍÐAR KRISTJÁNSDÓTTUR, sem andaðist að heimili slnu Hellisgötu 13, Hafnarfirði, fer fram frá Þjóðkirkjunni, Hafnarfirði, þriðjudaginn 1 2. marz kl. 2. e h Fyrir hönd vandamanna, Valdimar Ingimarsson. t Maðurinn minn og faðir okkar, SIGUROUR BREIÐFJÖRÐ ÞORSTEINSSON, bifvélavirki, Bogahlfð 12, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, þriðjudaginn 1 2. marz kl. 15. Guðlaug Kristjánsdóttir og börn. Okkar ástkæra móðir DAGBJÖRT BERGMANN Stóragerði 18 verður jarðsett þriðjudaginn 12. marzkl. 1 30 frá Fossvogskirkju Þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á minningarkort Bústaðar- kirkju. Hanna Bergmann Guðrún Bergmann Ingibjörg Bergmann Jón Bergmann Guðmundfna Bergmann Gíslaug Bergmann. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför ÓLAFÍU G. HAFLIÐADÓTTUR, Stórholti 43. Sigríður Ólafsdóttir, Björn Óskarsson Margrét Sigbjörnsdóttir, Guðmundur Óli Ólafsson og barnabörn. t Alúðarþakkir fyrir vinsemd og hluttekningu við andlát og útför ÞÓRUNNAR GUÐBRANDSDÓTTUR. Fyrir hönd systkina, frændfólks og vina, Ólöf Steingrfmsdóttir. t Þökkum auðsýnda hluttekningu og samúð við andlát og jarðarför JÚLÍÖNU J MAGNÚSDÓTTUR, Bolungavlk. Hans Magnússon, Steinunn Guðbrandsdóttir, Kristln Magnúsdóttir, Sigurjón Sveinbjörnsson, Sigrlður Maggý Magnúsdóttir, Ásgeir Sverrisson, Salóme H. Magnúsdóttir, Jón Helgason, Guðrún Magnúsdóttir, Sigurður Kristjánsson, Jana Magnúsdóttir, Steinar Guðmundsson, Jóhannes Magnússon, Rebekka Jónsdóttir, Helga Guðmundsdóttir, Haukur Sigurðsson Hólmfríður Magnúsdóttir, Rannveig Kristjánsdóttir. og barnabörn. Minning: Einar Ogmundsson vélsljóri Ytri-Njarövík Min iífstíð er á fleygiferð, ég flýti mér til grafar. Þessi orð koma i hug mér, er ég heyrði að vinur minn Einar Ögmundsson væri látinn. Einar var fæddur að Hellu í Beruvík á Snæfellsnesi 26. feb. 1899; dáinn 3. mars 1974. Foreldrar hans voru Sólveig Guðmundsdóttir og Ögmundur Andrésson, er þar bjuggu ásamt 12 börnum sinum, þar til hús þeirra brann ótryggt og engu varð bjargað. Þá getur hver og einn hugsað sér ástæðurnar er fjöl- skyidan stóð á rústunum. Eftir þetta áfall flytur fjöl- skyldan til Hellissands; þar deyr Ögmundur 1922. Féll þá í hlut Einars og elstu bræðranna að hjálpa mömmu sinni með það, sem eftir var, og varð Sólveig ekki fyrir vonbrigðum með drengina sina, því allir reyndust þeir dug- legir til fanga og mestu dreng- skaparmenn. Einar byrjaði ungur sjóróðra, fljótlega varð hans rúm vel skipað. Hann reyndist með bestu ræðurum sinnar tíðar. Einar var oft með mér á sjótrján- um og er það ein af mínum minnisstæðustu reynslustundum, er hann féll í sjóinn og var lengi ekki hugað líf, en sem betur fór fékk hann að lifa og starfa með góðum árangri. 19. okt. 1930 kvæntist Einar eftirlifandi konu sinni Sigríði Sesselju Hafliðadótt- ur frá Bergsholti í Staðarsveit; þau eignuðust 8 börn og fara nöfn þeirra hér á eftir: Hrefna gift Guttormi Jónssyni, Hafsteinn kvæntur Valgerði Jóns- dóttur, Jóhanna gift Oddi Svein- björnssyni, Trausti kvæntur Erlu Jónsdóttur, Sólmundur kvæntur Astrid Einarsson, Erna gift Jóni Sigfússyni, Sæmundur kvæntur Maríu Ögmundsdóttur. Ungan son misstu þau er hét Tryggvi tvíburabróðir Trausta. Arið 1939 flytjast þau frá Hellissandi til ytri Njarðvíkur þar sem þau hafa búið siðan. Einar lauk prófi í vélstjóra- fræðum 5. júní 1939, var síðan vélstjóri á bátum þar tii hann hóf störf í frystihúsi bræðra sinna Þórarins og Karvels meðan það var starfrækt, en frá 1962 til dauðadags vann hann sem pípu- lagningamaður á Keflavíkur- flugvelli. Það má með sanni segja að skipst hafi á skin og skúrir hjá Einari vegna veikinda konu hans; ég hygg að hún sé eini íslending- urinn, sem hefur þurft að fara þrisvar til útlanda til hjartaað- gerða. Það hefur verið mikil reynsla fyrir fjölskylduna, en Sig- riður hefur yfirstigið þetta allt með sínum mikla trúarstyrk og með einlægri samhjálp manns síns og barna, sem liðu með henni. En þrátt fyrir allt fyr- ir allt þetta veikindastríð má Jóhann Gunnar Krist■ jánsson — Minning Dæm svo mildan dauða, drottinn, þínu barni, — eins og léttu laufi lyfti blær frá hjarni, — eins og lítill lækur ljúki sínu hjali, þar sem lygn i leyni liggur marinn svali. (Matthías J oehumsson). HannJói frændi erdáinn. Þegar mér barst andlátsfregn hans var hugsun mín sú, að alltaf kæmi dauðinn jafn mikið á óvart og alltaf væri hann jafn miskunn- arlaus. Fæddur var Jóhann Gunn- ar, en svo hét hann fullu nafni eftir móðurbróður sínum, Jó- hanni Gunnari skáldi, að Örlygs- stöðum í Helgafellssveit 16. janú- ar 1908, og voru foreldrar hans búandi þar, þau Þóranna Sig- urðardóttir og Kristján Guð- mundsson. Hann var einn 7 systk- ina, og eru nú aðeins þrjú þeirra á lífi, faðir minn Sigurður og tvær systur, Unnur og Anna. Hjá Önnu var hann heimilisfastur lengst af, bæði meðan hún bjó i Arnarholti í Stafholtstungum og eíns eftir að t Eigmmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir GUONI JÓNSSON, fyrrv. prófessor verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni, þriðjudaginn 1 2. marz kl. 1 3.30 Blóm vinsamlegast afþökkuð. Sigríður Einarsdóttir, Gerður Guðnadóttir, Halldór Arinbjarnar, Jón Guðnason, Sigrún Guðmundsdóttir, Bjarni Guðnason, Anna G. Tryggvadóttir; Þóra Guðnadóttir, Baldur Aspar, Einar Guðnason, Súsanna A. Möller, Bergur Guðnason, Hjördís Böðvarsdóttir, Jónína M. Guðnadóttir, Sveinn P. Snæland, Elín Guðnadóttir. t Hinum mörgu, sem minntust ÞORVAROAR JÓNSSONAR, Asparfelli 4, þökkum við samúð, vinarhug og hjálp. Sérstaklega þökkum við læknum og hjúkrunarliði gjörgæzludeildar Borgarsjúkrahússins, stjórn og starfsmönnum Isaga h/f og húsfélögum við Asparfell. Inga Herdls Harðardóttir. sonur, foreldrarog systkini. segja að þau hjón hafi verið miklar lánsmanneskjur, þar sem þau hafa haft einstakt barnalán og átt traust sinna mörgu vina. Sigriður og Einar byrjuðu búskap sem leigjendur hjá okkur hjónum, í Hraunprýði á Hellissandí; voru þau ágætis sam- býlisfólk. Einar var léttur í lund, sfvinn- andi og hugsandi um hag heimilisins. Sigriður fyrirmyndar húsmóðir, þrifin og ráðdeildarsöm, enda hefur þeim lánast vel á lífsleið- inni. Vinskapur tókst með okkur og hefur haldist ávallt síðan og síðustu ánægjustundirnar, sem við áttum saman voru síðastliðið haust, er þau komu í heimsókn, við rifjuðum upp gamlar minn- ingar og tíminn var fljötur að líða, þökk sé þeim fyrir komuna. Það var sama hvað Einar vann, hann lagði sig allan fram til að gera vilja síns húsbönda. Hann vann öll verk sín af samviskusemi og trúmennsku, það á því við hér: ,,Þú trúi og góði þjónn, yfir litlu varstu trúr yfir mikið mun ég setja þig.“ Sigríði konu Einars óskum við hjónin að sú trú, sem hefur gefið henni styrkinn til að sigrast á sínum mörgu tvísýnu legum, verði henni og börnum hennar áfram leiðarljós, allar ólifaðar stundir. Systkinum Einars og öll- um venslamönnum sendum við einnig sömu óskir. Svo kveð ég Einar með þökk og vinir hans frá Sandi þakka hans traustu tryggð og minnast sem góðs drengs og óska honum góðrar ferðar eftir að hafa lokið langferð sinni hér um lífsins haf. Þótt að oss sæki sótt og hel, vér samt því megum trúa, að hér ef lifað höfum vel oss heim er gott að snúa til Drottins og í dýrðarvist frá dauða leystu fyrír Krist við sælu og blessun búa. E.J. Sigurjón Kristjánsson. hún fluttist til Reykjavíkur, utan sjö ár, sem hann bjó á Sandeyri á Snæfjallaströnd með Unni systur sinni og foreldrum sínum. Jói frændi minn lét aldrei mik- ið á sér bera og honum verður bezt lýst með orðum móðurbróður síns. Þú varst aldrei hafinn i heldri manna stétt. En aumt gastu ekki vitað og vildir gera rétt. Þú varst aldrei með þeim, sem mest kveður að, en aldrei var þar autt, sem þú áttir þér stað. (Jóh. G. Sigurðss.). Nú er þessi kæri frændi minn allur, og mér er efst i huga þakk- læti til Önnu frænku minnar og barna hennar fyrir hvað þau reyndust honum góð alla tíð. Ég bið frænda mínum allrar guðs blessunar og góðrar heim- komu áland lifenda. M.S. SKILTI Á GRAFREITI OG KROSSA Flosprent s.f. Nýlendugötu 1 4, sími 1 6480.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.