Morgunblaðið - 10.03.1974, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 10.03.1974, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. MARZ 1974. 27 MATSEÐILL Umsjón: Unnur Tómasdóttir irrirrriruA D matretfslukennari VIKUIVÍVAIt Morgunverður Kornflögur og súrmjólk, hrökkbrauð, brauð, ostur og marmelaði, kaffi, te og mjólk, 1/2 grapealdin. Mánudagur Fiskur, heill á fati, hrátt salat, hvítkáls- súpameð hornum. Þriðjudagur Kjöthringur (kjötdeig) m. gulrótarjafn- ingi, súrmjólkurábætirm. ávöxtum. Miðvikudagur Ýsurúllur, hrátt salat, blönduð grænmetis súpa. Fimmtudagur Soðinn fiskur m. hollenzkri eggjasósu, hrátt salat, bláberjagrautur m. mjólk. Föstudagur Saxað buff m. lauk og steiktum eggjum, hrátt salat, ferskir ávextir og ostur. Laugardagur Plokkfiskur (afg. frá fimmtudegi), hrátt salat, súrmjólkursúpa. Sunnudagur Kótelettur m. hrísgrjónum og karrýsósu, hrátt salat, sólskinsábætir. Ysurúllur 600—700 g ýsuflök, * salt, * rækjur eða kryddsíld, * egg og brauðmylsna, * 30 g smjör,* 2 dl rjómi. Fiskur þerraður, síðan eru flökin skorin þannig að þau myndi fiskgeira. Fiskur kryddaður. Rækjum eða sfldarbitum rað- að á stykkin. Geirunum rúllað saman og velt upp úr eggi og brauðmylsnu. Rúll- unum er raðað þétt saman i smurt mót, þannig að þær standi á enda. A hverja rúllu er settur smjörbiti. Látið inn í heit- an ofn og steikt, þar til það er brúnt. Þá er rjómanum hellt yfir og bakað við hægan eld í 15 mínútur. Borðað með hrærðum kartöflum. Hollenzk eggjasósa 4 eggjarauður, * salt, * 1/2 sítróna, * 3/4 dl fisksoð, + 250 g smjör, * salt, pipar. Eggjarauðurnar ásamt salti, pipar og sítrónusafa látnar í skál með ávölum botni. Þeytt með þeytara, þar til það er seigt, fisksoði hrært út í smátt og smátt, skálinlátin ofan ápottmeðvel heituvatni í, og nú er hrært stöðugt i sósunni með þeytara, þar til hún er orðin að jöfnu þykku kremi. Skálin er tekin af og smjör- ið, sem er bráðið, hrært út I smátt og smátt. Sitrónusafi og salt sett í eftir smekk. Sósuna verður að borða strax. Hún má ekki sjóða. Þeim sem ekki vilja hafa svonamikið fyrir hollenzku sósunni sinni, er bent á ágætt hollenskt sósuduft i verzl- unum, sem útbiiið er eftir leiðbeiningum á pakka. Súrmjólkurábætir meðávöxtum 250 g nýir, frosnir eða niðursoðnir ávextir, (ekki má vera of mikill safi saman við þá) * 1 dl rjómi, -t, 4 dl súrmjólk, * 2 msk. sykur, * 2 msk. kókosmjöl. Brytjið ávextina (t.d. epli, perur, banana, appelsínur) og leggið þá í skál. Þeytið rjómann og blandið honum saman við súrmjólkina ásamt sykrinum. Hellið því siðan yfir ávextina. Brúnið kókosmjölið á þurri pönnu, og stráið því yf ir. Tilbreytni: Berið ábætinn fram vel kældan ásamt ískexi eða smákökum. Blandið ávöxtunum saman við súrmjólk- ina og látið þá 4 blöð af bræddu matarlími út i. Kótelettur með hrísgrjónum og karrýsósu 8 kótelettur, * salt, pipar, * smjörlíki til steikingar, * 2 laukar. Karrýsósa: 3 dl vatn + súputeningar, * 3 dl rjómi, * 50 g smjörlíki, * 2 tsk. karrý * hveitijafn- ingur. Kóteletturnar þerraðar, barðar og steikt- ar, kryddaðar og bornar fram með steikt- um lauk eins og buff. Hrísgrjón: Hrisgrjón (2 bollar) og vatn er soðið i 10—12 mín. í potti með þéttu loki á. 50 g af smjöri er hrært út i grjónin, síðan eru þau brögðuð til með salti, pipar og pap- riku. Karrýsósa: Smjörlíki og karrý er látið krauma í nokkrar minútur, án þess að brúnast. Rjóma og teningasoði er hellt út i pottinn og látið sjóða, jaf nað og kryddað. Sólskinsábætir 4 dl ananassafi eða appelsinusafi, * rifið hýði af 1/2 sítrónu, * 4 msk. sykur, * 6 blöð matarlím, * 3 msk. volgur ananassaf i eða appelsinusaf i, # VA dl rjómi, * 5 msk. kókósmjöl. Skraut: ananashringir, * ráuð ber eða jarðarber. Ananassafa, sitrónuhýði og sykri erbland- að saman. Matarlím er lagt í bleyti, kreist upp og brætt í volgum ananassafanum, síðan bætt út í kaldan ananassafann og látið standa á köldum stað. Þegar safinn byrjar að stirðna er hann þeyttur upp með hjólþeytara eða rafmagnsþeytara þar til hann er orðinn að þykkri froðu. Þá er þeyttum rjómanum ásamt kókosmjölinu blandað saman við. Blandið öllu varlega saman og hellið síðan búðingnum í skál eða form, sem skolað hefur verið með köldu vatni og sykri stráð. Látið standa í kæliskáp í nokkrar klukkustundir. Þá er búðingnum hvolft upp á fat, skreyttur með ananashringjum og rauðum berjum, og kókosmjöli stráð yf ir. Leiðbeiningar um matarlímsnotkun Vegna þess hve mörgum konum, sérstak- lega ungum og óreyndum húsmæðrum, vex i augum að matbúa rétti, sem matar- lím er í, hef ég ákveðið í þessum þætti og þeim næsta að fara um það nokkrum orðum, ef þau mættu koma að gagni. Matarlím: Leggið ætið matarlímsblöð í kalt vatn, svo að f ljóti vel yfir blöðin. Látið þau liggja í vatninu í u.þ.b. 5—10 mín., eða þar til þau eru lin. Gerður er greinarmunur á, hvort matarlím á að fara í kaldan eða heitan vökva. Matarlím í kaldan vökva, búðinga, þeytt- anrjóma eðaþ.u.I. Takið matarlimið upp úr kalda vatninu, án þess að kreista það. Bræðið það í skál, sem látin er ofan í pott með heitu vatni, eða bræðið það yfir gufu. Gott er að vakta matarlímið, og vera tilbiíin að taka það upp úr um leið og síðasti kökkurinn er bráðinn, þá er hitastigið á matarliminu hæfilegt til að fara beint út í kaldan vökvann, eftir það hleypur vökvinn mjög fljótt. Ef matarlímið er hins vegar lengi í hitanum ef tir að það er bráðið hitnar það um of, þá þarf að kæla það og það tekur lengn tima. Kælið matarlímið ef með þarf, þar til það er ylvolgt (látið dropa á handarbakið). Hellið því síðan í mjórri bunu út I það, sem verið er að búa til. Hrærið eða þeytið í a meðan. Sé malarlffn- ið i þykkara lagi, má láta örlitið vatn saman við það eða dálitið af bragðefninu. Blandið varlega þeyttum eggjahvitum, þeyttum rjóma eða þ.u.I. saman við, þegar ábætirinn er að verðaþykkur. Hellið síðan ábætinum í skál eða mót. Ath. Það er merki um, að matarlím sé of kalt, ef það er aðeins farið að hlaupa út við barma bollans. Ef kaltmatarlim fer út í vökvann fer allt i kekki, því er hægt að bjarga, ef að rjómi eða þeyttar hvftur eru ekki kömin saman við. Skálin er þá látin yfir gufu og kekkirnir þeyttir úr. Ef matarlim fer of heitt út í vökvann, er vökvinn lengi að hlaupa. FROSTFLUTNINGAR Get tekið að mér flutning á allskonar matvælum með frystibil. Get flutt kjöt hangandi óg haft + 30° eða + 30°. Ragnar Kristjánsson, sími41957. Stúdentar MA1967! Bekkjarkvöld að Þinghóli við Álfhólsveg, Kópavogi, föstu- daginn 1 5. marz kl. 20.30 stundvíslega. Fjölmennið. Stjórnin. PLASTPOKAVELAR OSKAST Einnig plastprentvél, límbandavélar og límbandaprent- vélar. Tilboð sendist afgr. Mbl. merkt: „Trúnaðarmál — 4894". Húselgendur Skrifstofuhúsnæðl Óskum eftir skrifstofuhúsnæði sem næst Glæsibæ við Álfheima. Veitingahúsið GLÆSIBÆ Símar 85660 og 86220. Tilboó óskast [ neðangreindar bifreiðar skemmdar eftir tjón: Volvo Amazon árg. '66 Volkswagen 1 300 árg. 66 Ford Cortina árg. '64 Taunus 12Márg. '63 BifreiSarnar verða til sýnis aS Dugguvogi 9—11, Kænuvogsmegin á mánudag. Tilboðum sé skilað i skrifstofu vora eigi siðar en þriðjudag 12. marz. SJÓVATRYGGINGARFÉLAG ÍSLANDSP € Bifreiðadeild, Suðurlandsbraut 4, sími 82500 GJEJEJEJEJEJEJEJEJEJEJEJEJEJEJEJEJEJEJEJEJ oooooooooooooooooooooo HádegisverÖarfundur verður haldinn I Veitingahúsinu GLÆSIBÆ n.k. þriðjudag 12. marz n.k. kl. 12.00. Gestur fundarins verður Magnús Kjartansson. ráðherra og mun hann ræða um „STÓRIÐJU ÁFORM Á ÍSLANDI " Félagar mætið vel og stundvislega og takið með ykkur gesti. Junior Chamber í Reykjavík CCOOCXXOOOCXXXXOOOOOOO Auglýslng um gjaldeyrisskuldbindingar vegna leigu á erlendum skipum eða flugvélum. Að gefnu tilefni er hér með vakin athygli á eftirfarandi reglum: 1) Aðilum hér á landi er með öllu óheimilt að taka erlend skip eða flugvélar á leigu, nema fyrir liggi heimild Gjaldeyrisdeildar bankanna. 2) Óheimilt er að stofna til erlendra skuldbindinga vegna leigutöku á skipum eða flugvélum án heimildar Gjaldeyrisdeildar bankanna. LANDSBANKI ÍSLANDS ÚTVEGSBANKI ÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.