Morgunblaðið - 10.03.1974, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.03.1974, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ.SUNNUDAGUR 10. MARZ 1974. Rœtt við Baltasar um myndlist og mannlíf Að mála ekki eins og kalkipappír „Ég ákvað einfaldlega að lifa á víxlum í næstum því eitt ár, og gera lítið sem ekkert nema mála fyrir þessa sýningu. Fyrir sýninguna f Bogasalnum 1972 hafði ég verið að teikna og skreyta blöð og bækur, t.d. fyrir Rfkisútgáf u námsbóka og Morgunblaðið, og þetta truflaði mig. Þannig hef ég getað einbeitt mér betur að formun þessarar sýningar. En það hefur kostað alveg svakalega vinnu, allt að 12 til 14 tfma á sólahring". 9 Baltasar þekkja líkast til all- ir íslendingar, sem á annað borð hafa augu i höfðinu, af myndum hans og teikningum í blöðum og bókum gegnum árin. En með sýningu þeirri sem nú stendur yfir á Kjarvalsstöðum, — og lýkur raunar í kvöld-, kemur þessi islenzki Katalóníu- maður fram í breidd og marg- breytni myndanna sem geysi- lega fjölhæfur listmálari. „Kjarvalsstaðir eru líka virkilegur leikvöllur," sagði Baltasar, þegar Morgunblaðs- maður ræddi við hann nú fyrir helgina. „Salur eins og Boga- salurinn þrengdi svolítið að manni." Að teygja úr sér En auðvitað fylgja því ýmis vandkvæði að vera allt í einu kominn með myndirnar sínar í sal af þessari stærð. „Mér þykir það svolítið skrýtið," sagði Balt- asar," að Félag íslenzkra mynd- listarmanna skyldi ekki athuga að reyna að fá a.m.k. tveimur kvöldum ráðstafað fyrir lista- manninn áður en hann setur sýninguna upp til þess eins að hann geti kannað hve margar og hvernig myndir hans falla inn í salinn. Þetta er tóm ágizk- un eins og þetta er núna. Þannig hef ég aldrei áður séð Kristsmyndirnar þrjár saman og vissi ekki hvernig þær færu, fyrr en ég fór að hengja mál- verkin upp fyrir opnunina. Það er hreinasta slembilukka hvort maður nær einhverjum heildar- svip á sýninguna." Þótt salurinn á Kjarvalsstöð- um veiti mikla möguleika er Baltasar þó ekki alls kostar ánægður með aðstöðuna. „Ég vil ekkert vera að ráðast á arkitektinn. Þetta er aðeins smápróblem með lýsinguna. Baltasar í sýningarsalnum að Kjarvalsstöðum með Kristsþríleikinn í baksýn. Sýningunni lýkur kl. 10 í kvöld. (Ljósm. Mbl.: Ól.K. Mag.) Það bjargar mér raunar að ég er með svo margar stórar mynd- ir, en fyrir litlar myndir skapar lýsingin svolítið vandamál. En ég er ánægður með, að i þessum sal getur sýningin verið vel stór án þess þó að vera gígantísk. Hérna getur maður teygt dálítið úr sér." kalkipappír. Eg vil láta mótífin gerjast, láta minninguna hreinsa úr öll minniháttar atriði þannig að mótifin fá að streyma inn í mig og litir og andrúm geti mótast frjálst. Þannig liða oft margar vikur frá því að ég finn stemmning- una og mótífið, frá því ég segi til dæmis við sjálfan mig að helvíti væri gaman að mála svartan hest á svona litgrunni, þangað til ég fer af stað með myndina sjálfa." Að verða Islendingur „Ég er nú búinn að vera 11 ár á íslandi," sagði Baltasar þegar hann var spurður um hlut is- lands i mótun hans sem lista- manns og manns. „Og þessi tími hefur verið bezta skeið ævi minnar. Allir stærstu við- burðirnir í lifi mínu hafa gerzt hér, — gifting, börn, stofnun heimilis. Þetta, og ferðalög og kynni mín af landinu, hlýtur að hafa gert mig að islendingi, þótt sú skólun sem ég fékk á Spáni, og sá spánski bakgrunn- ur sem ég óx upp úr, hafi enn sitt að segja." Alla vega kvað Baltasar nú svo komið, að hann væri að fara að heiman þegar hann færi frá íslandi, jafnvel þótt væri til bernskuhéraðsins Katalóníu, en þangað fer hann alltaf öðru hvoru. Katalóníumenn og ís- lendinga segir hann raunar eiga svo mikið sameiginlegt, að áhrif beggja þátta blandist „bara anzi vel". Vellystingar og næturrölt „Raunar held ég að við Kata- lóniumenn séum meirihluti þeirra Spánverja sem hér eru búsettir. Eins og íslendíngar eru þeir rólegt fólk, lógískt og friðarsinnað. Bæði Íslendíngar og Katalóníumenn eru dálítið passasamir með peninga, og um leið obbolitið peningagráðug- ir, að því marki að báðir kunna að meta að lifa vel. En þeir eru líka andlega sinnaðir. Og báðir eru stundum þurrlegir i við- móti fyrst istað." Vindur og haf setja líka svip sinn á Iíf og lunderni Katalón- íumanna, sagði Baltasar. „En ekki hvað sizt eru báðir feiki- lega duglegir og þeim þykir Draummyndir „Aður en ég mála mynd fer ég yfirleitt að hugsa um ákveðna „Rismál íHegranesi." Baltasarvið„Stolt". stemmningu, andrúmsloft sem hefur leitað á mig. Síðan fer ég beinlinis að leita að mótifi sem getur miðlað og byggt upp þessa stemmningu, eins og þeg- ar tónskáld byggja upp sín verk með allegró eða moderató og þvi öllu." „Ég mála 80% eftir minni," sagði Baltasar. „Stundum dreymir mig mótíf i fullum lit og innrömmuð. En þegar ég fer t.d. út í náttúruna þá tek ég aðeins með mér blýant og pappír. Mér finnst það ekki passa fyrir mig að mála eins og gaman að lifa á nóttunni. Eins og á-islandi eru allir til í tuskið fram undir morgun". Þá spurði Morgunblaðsmaður hvort Katalóniumenn hefðu dá- læti á brennivini á borð við íslendinga. „Nei, að visu ekki," svaraði Baltasar að bragði og hló hrossahlátri, ,,en það venst fljótt." Að vita hvenær nóg er komið „Þetta er brauðstrit," segir Baltasar þegar hann er spurður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.