Morgunblaðið - 10.03.1974, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 10.03.1974, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. MARZ 1974. wmm Gísli, Eiríkur og Helgi Þeim tókst að komaHelga litla upp á bakkann. „Hann liggur kyrr," sagði Eiríkur. „Hann er víst dauður," sagði Gísli. „Verður hann þá jarðaður eins og krían, sem við fundum við Tjörnina?" spurðí Eiríkur. „Bjáni!" sagði Gísli. „Mamma verður ofsareið, ef við látum hann drepast. Hún flengir okkur og segir, að það sé allt okkur að kenna." „Hvað eigum við að gera?" spurði Eiríkur. „Setjast á magann á honum og dæla upp úr honum vatni," sagði Gísli. Svo hoppaði Gísli upp á magann á Helga. „Pomp! Pomp!" sagði maginn á Helga. Næst kom vatnsstrókur upp úr honum. „Þarna kom vatnið, sem hann saup," sagði Eirfkur. „Hvað gerist næst?" „Svo þrýsti ég lofti niður í hann í staðinn og þá verður allt i lagi með hann," sagði Gísli og hoppaði aftur. „Æ," sagði Helgi litli og opnaði augun. „Þú meiðir mig." „Þetta var þér sjálfum að kenna," sagði Eirfkur. „Við verðum að hoppa á þér." „Ég er blautur," stundi Helgi. „Við erum allir rennandi blautir og það er þér að kenna," sagði Gísli. s efftír IngiDíöpgu Jónsdöttur Leynilögreglan í starfi Leynilögreglumaðurinn þarf að ná tali af náunga nokkrum, sem hefur falið sig í hávöxnum runna. — Hvaða leið liggur að felustað hans? Einmitt í þessu kom pabbi hlaupandi. Hann sá Helga liggjandi á bakkanum og bræðurna að hnoðast meðhann. „Mamma! Komdu niður að læk!" kallaði pabbi. „Helgi datt í hann." Mamma kom í Ijós uppi í brekkunni og hún þaut svo hratt niður, að henni varð fótaskortur og hún valt niður brekkuna. Hún gaf sér ekki tíma til að dusta af sér moldina, þegar hún komst á fætur, né aðgæta, hvort hún hefði meitt sig. Hún hljóp rakleiðis til Helga. „Barnið mitt!" veinaði mamma. „Hvað gerðist? Er hanndáinn?" „Dáinn?" sagði Gísli með stökustu fyrirlitningu. „Heldur þú, að við höfum þorað að láta hann drepast? Þú hefðir orðið öskureið. Nei, hann er sko ekki dáinn." Helgi reis með erfiðismunum á fætur. „Nei, ég er víst lif andi ennþá," stundi hann. „Ertu viss?" spurði Eiríkur. Já, Helgi var sannfærður um, að hann væri lifandi. „Þið eruð rennblautir," sagði mamma, sem var að jafna sig eftir mestu hræðsluna. „Helgi datt i lækinn og við drösluðum honum upp úr," svaraði Gísli. „Þetta var ykkur mátulegt fyrir að hlaupast svona á brott og fela ykkur," sagði pabbi, en svo sagði hann ekki meira umþað. „Þið verðið að hátta ykkur og skríða í svefn- pokana," sagði mamma. Hún fór með drengina inn í tjaldið og færði þá úr votu fötunum og í náttfötin. Fötin voru sett til þerris á lækjarbakkann. Mamma gaf drengjunum hafragraut, egg og brauð og sjóðandi heitt kakó, en í svefnpokunum urðu þeir að dúsa allan daginn. Þetta er síðasta sagan, sem ég kann af þeim Gísla, Eiríki og Helga, sem ég hef svo oft sagt ykkur frá. En það eru nú takmörk fyrir því, hvað þrír litlir strákar geta fundið upp á og Gísli, Eiríkur og Helgi eru fyrir löngu orðnir hálffullorðnir menn eins og þá dreymdi um í byrjun sögunnar. Sögurnar af bræðrunum þrem eru nefnilega allar dagsannar eins og ég ætti að vita manna bezt, því að ég er móðir þeirra. Þeir voru afskaplega reiðir við mig, þegar ég fór að skrifa þessar sögur, því að þeir héldu því fram, að ég væri að tala illa um þá og það meira að segja á prenti, en nú held ég, að þeir hafi fyrirgefið mér og sjái sjálfir stundum ýmislegt spaugilegt í bernskuævintýrun- um, sem enginn myndi víst ef ég hefði ekki párað þau niður. (^Jonni ogcyVLaimi eftir Jón Sveinsson Freysteinn Gunnarsson þýddi „Þá held ég, að betra væri fyrir þig að sitja heima, Manni minn. Annars endar það með því, að þú dettur niður í einhverja holuna eða dvergarnir taka þig, og þá kemst þú aldrei aftur heim til mömmu". En Mann; gafst ekki upp við svo búið. Hann tók aftur um hálsi.ir j mömmu og sagði: „Elsku mamma, þú niátt ekki vera hrædd um okkur. Ég skal fara varlega, svo að ég detti ekki niður í neina gjótuna, og ef við hittum dvergana, þá hleyp ég svo hart frá þeim, að þeir ná ekki i mig. Lofaðu okkur nú að fara, þá ertu væn". Mamma fór aftur að hla-ja. „En af hverju er ykkur unihugað u;;i að fara svona snemma að heiman?" spurði hún. „Við ætlum líka að leita að blómum í fjallinu. Þau eru alltaf svo falleg snemma á morgnana". „Margt dettur ykkur í hug. Ég held, að það væri bezt, að Bogga færi með ykkur. Hún gæti haft auga á ykkur. Annars er ég hrædd um, að þið farið fulllangt" Nú þótti okkur ætla að fara að kárna gamanið. Við litum hvor til annars í standandi vandræðum. Bogga með okkur! Nei, það dugði ekki. Þá var allt ónýtt. Ég flýtti mér því að svara: „Nei, megum við ekki heldur fara einir, mamma? Ef Bogga fer með okkur, þá fær hún einhverjar aðr- ar smástelpur með sér, og þær geta ekkert hlaupið. Þær flækjast bara í kjólunum, og svo komumst við ekkert áfram. Láttu stelpurnar sitja heima. Við Manni viljum langtum heldur fara einsamlir". Mamma brosti ofurlítið. Loksins lét hún undan og sagði: „Jæja, ég skal lofa ykkur að fara einum í fyrra málið. En þið megið ekki koma seint heim". íTkrd moíQunkof f inw — Ekki hanga þarna eins og glópur án þess að gera eitt- hvað. Svona, réttu mér hníf- inn. — Það eina, sem ég hef út á Sigga og Stínu að setja, er það, að þau þekktu okkur áður en þú varðst forstjóri. 'JT^ — Þú skilur það væntanlega að með þessu er ég að kaupa þig tilþess aðþegja. «<vt_" — Ég hef þegar viðurkennt að ég sé heimskur. En hvers vegna gerir þú það ekki líka?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.