Morgunblaðið - 16.03.1974, Síða 1
32 SIÐUR
63. tbl. 61. árg.
LAUGARDAGUR 16. MARZ 1974
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Wilson:
Nýjar kosningar
ef stefna stjórnar-
innar verður felld
London, 15. marz NTB.
HAROLD Wilson, forsætisráð-
herra Bretlands, hefur tjáð for-
ystumönnum stjórnarandstöð-
unnar, að hann muni biðja Elíza-
betu drottningu að leysa upp
þingið og láta efna til nýrra kosn-
inga, verði úrslit atkvæðagreiðsl-
unnar í neðri málstofunni nk.
mánudag um stefnu stjórnarinn-
ar henni i óhag.
Leiotogar íhaldsflokksins og
Frjálslyndaflokksins hafa lýst því
yfir, að þeir ætli að greiða at-
kvæði gegn stefnu stjórnarinnar
og hefur nú Wilson snúið vörn
upp i sókn. Hann sakaði þá í dag
um að reyna að halda áfram kosn-
ingabaráttunni, enda þótt þeir
hafi tapað i þingkosningunum um
sl. mánaðamót. „Þeir reyna að
kljúfa þjóðina til að breiða yfir
ágreining innan eigin herbúða,"
sagði Wiison og bætti því við, að
hann væri þess fullviss, að brezka
þjóðin vildi, að stjórnin fengi
tækifæri til að sýna, hvað hún
gæti.
Flugslys í Iran:
Þær fregnir berast nú frá Moskvu, að sovézkir andófsmenn séu uggandi um, að ballettdansaranum
Valery Panov verði annaðhvort stefnt fyrir rétt eða hann rekinn úr landi, neiti hanneftir sem áður
að fara þaðan án konu sinnar. Panov hefur fengið leyfi til að fara en kona hans, Galina, ekki. Þau
störfuðu bæði við Kirov-ballettinn í Leningrad, þegar Panov sótti um leyfi til að flytjast til israels.
Hann var þegar rekinn úr starfi og Galina, sem var sólódansmær, sett f flokk og niðurlægð svo f
starfi, að hún sá sig tilneydda að hætta. Margir aðilar á Vesturlöndum hafa lagt að Sovétstjórninni
að hleypa þeim hjónum úr landi, en án árangurs. Panov varð 35 ára sl. þriðjudag og efndu
stuðningsmenn hans á Vesturlöndum, m.a. í New York og London til ýmissa aðgerða í þvf
sambandi.
19 fórust er kviknaði 1
danskri Caravelleþotu
Nixon gagnrýnir bandalagsríkin í Evrópu:
Kaupmannahöfn, Teheran,
15. marz AP — NTB.
STAÐFEST er nú, að 19 manns
hafi látið lífið af völdum flug-
slyssins, er varð í Teheran f íran f
Leiðtogafundur Atlantshafs-
ríkjanna er tilgangslaus nú
Chicago, 15. marz AP
0 Kichard Nixon, forseti
Bandarfkjanna, sagði í Chicago í
dag, að hann mundi sennilega
ekki fara til Evrópu I apríl til að
sitja þar fund með leiðtogum
aðildarrfkja Atlantshafsbanda-
lagsins, svo sem getum hefur ver-
ið að leitt að undanförnu. Hafði
sfðustu dagana heldur aukizt
bjartsýni manna um, að f sam-
bandi við 25 ára afmæli Atlants-
hafsbandalagsins yrði unnt að
undirrita nýjan sáttmáia um sam-
36. stjórn Ítalíu
frá stríðslokum
Róm, 15. marz AP
t DAG vann embættiseið 36. rfkis-
stjórn, sem mynduð hefur verið á
Italfu frá lokum heimsstyrjaldar-
innar síðari. Ekki þykir senni-
legt, að henni verði langra lffdaga
auðið, stjórnmálafréttaritarar f
Róm eru á þvf, að hún verði að
fara frá þegar áður en sumarleyfi
hefjast á Italiu. Hinn 12. maf nk.
verður haldin á Italfu þjóðarat-
kvæðagreiðsla um nýja skilnaðar-
löggjöf og er talið lfklegt, að þá
um leið verði haldnar þingkosn-
ingar að nýju.
Forsætisráðherra nýju stjórnar-
innar er Mariano Rumor og er
þetta i fimmta sinn, sem hann
myndar stjórn. Þessi stjórn hans
er samsteypa með aðild kristi-
legra demokrata, sósíaldemókrata
og sósialista og lýðveldisflokkur-
inn hefur heitið henni stuðningi á
þingi. Utanríkisráðherra verður
sem áður Aldo Moro, en Giulio
Andreotti hefur tekið við embætti
landvarnaráðherra. Fjármála-
ráðherra verður Mario Tanassi úr
flokki sósíaldemókrata. AIls eru i
stjórninni 26 ráðherrar en voru
siðast 29. Hennar bíða sömu
vandamál og stjórnarinnar, sem
fór frá 2. marz sl. eftir 8 mánaða
störf þ.e. viðureign við 15% verð-
bólgu á ári, vaxandi atvinnuleysi,
sem orkukreppan ýtir enn undir,
auk margvislegra annarra erfið-
leika, sem Itali hrjá
vinnu rfkjanna f efnahags- og
hernaðarmálum.
0 Nixon kvaðst ekki sjá neina
ástæðu til að halda leiðtogafund
fyrr en Evrópuríkin hefðu sýnt í
verki, að þau væru fús til sam-
vinnu við Bandaríkin á sviði efna-
hags- og stjórnmála. „Dagar ein-
stefnunnar eru taldir", sagði
Nixon, ,jiú verða Bandaríkin og
Evrópa að ákveða, hvort halda
eigi uppi samvinnu á þessusn svið-
um eða fara hver i sína áttina."
Jafnframt sagði forsetinn, að
sennilegt væri, að vaxandi
tilhneigingar gætti á bandaríska
þinginu til að draga úr herafla
Bandarikjanna í Evrópu, ef ekki
kæmist á betri samvinna og nán-
ari skilningur milli Banda-
ríkjanna og ENrópu, ekki sizt á
sviði efnahagsmála.
Forsetinn sagði þetta á fundi
með bandariskum kaupsýslu-
mönnum, sem haldinn var í
Chicago og sjónvarpað var um
Bandaríkin öll. Hann sagði þar
meðal annars frá því, að hann
hefði ritað Willy Brandt.kanslara
V-Þýzkalands, bréf, þar sem
segði, að leiðtogafundur Banda-
ríkjanna og V-Evrópuríkjanna
væri tilgangslaus eins og málin
stæðu nú. Sagði forsetinn á fund-
inum, að slfkur fundur nú yrði
aðeins til að breiða yfir
ágreiningsmálin, lausn þeirra
yrði að liggja fyrir áður en hægt
væri að halda fund.
Framhald á bls. 18
morgun, þegar eldur kom upp í
danskri Caravelle-þotu frá flugfé-
laginu Sterling Airways. Vélin
var að leggja upp frá Mehrabad-
flugvelli I Teheran, þar sem hún
millilenti til að taka eldsneyti, en
hún var á leið frá Nýju-Delhi f
Indlandi til Kaupmannahafnar.
Vitað er, að 37 manns var bjargað
ömeiddum en fjölmargir voru
fluttir í sjúkrahús nieð meiri eða
minni meiðsl. Ekki.ber fregnum
fyllilega saman um hve margir
voru með vélinni. Fregnir frá
Kaupmannahöfn segja, að þeir
hafi verið 95, að áhöfn meðtal-
inni, hins vegar herma fregnir
frá Teheran, hafðar eftir flugvall-
arstarfsmönnum þar, að þeir hafi
verið 98. Flestir voru farþegarnir
frá Norðurlöndum en einnig
nokkrir frá Þýzkalandi og Frakk-
landi. Höfðu þeir verið f hópferð
um Austurlönd á vegum Tjære-
borg ferðaskrifstofunnar, fóru
frá Kaupmannahöfn 2. marz sl. og
voru væntanlegir þangað aftur I
dag.
Þegar vélin var að renna eftir
flugbrautinni, urðu flugumsjón-
armenn varir við eld f hemlakerfi
hennar og létu flugstjórann þegar
vita. Var honum sagt að hætta við
flugtak. Rétt á eftir kvað við
sprenging og áður en langt um
Framhald á bls. 18
Alþjóðadómstólinn í Haag tilkynnir:
Landhelgismálið tekið fyrir
undir lok þessa mánaðar
# Frá þvf var skýrt af hálfu
Alþjóðardómstólsins í Haag f
gær, að þvf er sagði í fréttaskeyti
frá AP að f lok þessa mánaðar
yrðu tekin fyrir mál Breta og
Vestur-Þjóðverja gegn tslending-
um vegna einhliða útfærslu fisk-
veiði lögsögunnar við tsland f 50
sjómflur. Málið, sem Bretar lögðu
fyrir dómstólinn 14. aprfl 1972,
verður tekið fyrir 25. marz en mál
V-Þjóðverja, sem var lagt fyrir 5.
júnf sama ár, kemur til með-
ferðar 28. marz. Sem kunnugt er,
hefur fslenzka rfkisstjórnin ekki
viðurkennt lögsögu Alþjóðadóm-
stólsins í þessu máli og þvf ekki
sinnt málflutningi þar fyrir
tslands hönd.
AlþjóðadómstóIIinn úrskurðaði
í febrúar sl. ár, að hann hefði
lögsögu í málinu en í maí og júní
1972 hafði Islenzka ríkisstjórnin
skýrt afstöðu sína bréflega fyrir
dómstólnum, sem sé, að hún teldi
hann ekki dómbæran og mundi
ekki visa málinu til hans fyrir sitt
leyti. Þess vegna mundi enginn
islenzkur fulltrúi sendur til Haag.
Hinn 17. ágúst 1972 úrskurðaði
dómstóllinn, að beiðni Breta og
V-Þjóðverja, að rfkisstjórnirnar
þrjár, sem hlut ættu að deilunni,
skyldu forðast að gera nokkuð
það, sem gæti gert ástandið alvar-
legra en það þá var eða hert deil-
una. Þar var svo á kveðið, að
íslendingar skyldu ekki gripa til
ráðstafana til að verja 50 mílna
fiskveiðilögsöguna gegn brezkum
og v-þýzkum skipum og að Bretar
og V-Þjóðverjar skyldu gæta þess,
að árlegur afli þeirra af Islands-
miðum færi ekki fram úr 170.000
og 119.000 rúmlestum. Skyldu
þessar reglur gilda unz dómstóll-
inn hefði kveðið upp endanlegan
dóm.
Ríkisstjórnir Bretlands og Vest-
ur-Þjóðverja sendu til dómstóls-
ins skriflegar greinargerðir i
febrúar 1973. íslendingar höfðu
frest til 15. janúar 1974 til að gera
slfkt hið sama en sendu enga
greinargerð.