Morgunblaðið - 16.03.1974, Side 2

Morgunblaðið - 16.03.1974, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. MARZ 1974 Vildi ekki Ijósmyndarann nálægt AN-22 vélunum RÚSSNESK risavél af gerðinni An-22 kom til Keflavfkur í gær- morgun frá Moskvu til að sækja varning úr An-22 vél á leið frá Kúbu, sem vcrið hefur f Kefia- vík vegna bilunar. Varningurinn var f gær færð- ur milli vélanna og voru það þrfr stórir, yfirbyggðir og lok- aðir bílar, sem litu út eins og þeir væru ætlaðir til töku á kvikmyndum. Auk þess voru fluttir milli vélanna nokkrir kassar. Þriðja An-22 vélin kom til Keflavíkur í gær frá Kúbu og millilcnti hún f Montreal í Kanada, en það er eini flugvöll- urinn þar sem vélarnar geta fengið eldsneyti auk Keflavfk- ur. Ætlunin var, að vélarnar færu allar þrjár til Moskvu í gær. Íslenzkur Ijósmyndari, sem var að taka myndir m.a. fyrir sjónvarpið, var ávarpaður af einum Rússanum og spurður um, hvað hann væri að gera þarna. Var Rússanum tjáð það, en hann gekk þá til íslenzkra lögregluþjóna, sem voru skammt frá og bað þá að sjá um, að Ijósmyndarinn kæmi ekki nálægt flugvélunum. Breyting á inntökuskilyrð- um 1 háskólann í athugun Danmörk ............. 7040 Ræða prófkjörið í Hafnarfirði FRAMBJÚÐENDUR í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins f Hafnar- firði koma saman til fundar kl. 13 f dag f Sjalfstæðishúsinu við Strandgötu. Á fundi þeirra verð- ur rætt um undirbuning próf- kjörsins, sem fer fram 30. og 31. marz næstkomandi. Japan ...................... 346 Kína ........................ 72 Ástralía ................... 347 Nýja-Sjáland ................ 97 Önnur lönd.................. 551 Ríkisfangslausir............. 35 Alls 74019 Aukning eða fækkun hefur ekki orðið neitt veruleg, hlutfalls- lega, nema hvað Breta snertir.en þeir voru 7.127 árið 1972 og fækkaði því um 1810 árið 1973. Svonefndir áningarfarþegar Loftleiða voru 12.768 árið 1973, en 15.271 árið áður. UNDIRBÚNINGUR að breytingu á inntökuskilyrðum í Háskóla ís- lands stendur nú yfir, og verður breytingin á þann veg, að nem- endur úr fleiri skólum eiga þess kost að stunda háskólanám án þess þó að kröfur um undirbiín- ingsmenntun séu rýrðar. Mál þetta var afgreitt á fundi háskóla- ráðs á fimmtudag í sfðustu viku og þar var tengslanefnd svokölluð beðin um að kanna, hvaða breyt- ingar þyrfti að framkvæma í þessu sambandi. Morgunblaðið ræddi í gær við Guðlaug Þorvaldsson rektor og spurði hann um þetta mál. Hann sagði, að á sinum tíma hefði verið skipuð nefnd, sem kölluð var tengslanefnd og gera átti tillögur um, hverjir ættu að hafa réttindi til inngöngu í skólann. Arið 1972 var lögum háskólans breytt, en þar sagði, að heimilt væri að setja reglugerð skólans ákvæði, sem veitti öðrum en stúdentum að- gang að honum. Er ákvæði lag- anna óljóst og var sett á stofn nefnd til þess að fjalla um málið, en hún margklofnaði og skilaði bráðabirgðaáliti, sem síðan hefur legið kyrrt. Sagði Guðlaugur, að í raun væri hér ekki um rýmkað ákvæði að ræða, heldur nýja túlk- un á heimildarákvæði. Háskólaráð hefur nú samþykkt tillögur rektors um, að háskólinn stefni að því að gera fólki frá öðrum skólum en menntaskólun- um eða skólum, sem brautskrá stúdenta, kleift að komast inn í háskólann að þvf tilskyldu, að nám í þessum skólum sé metið á þann hátt, að það nálgist það að jafngilda stúdentsprófi og verði síðan settar reglur um það, í hvaða námsgreinum til viðbótar nemendur þurfa að ljúka prófi til þess að öðlast skrásetningarheim- ild. Var tengslanefndinni falið að starfa áfram, meta skólana og gera tillögur til háskólaráðs um, hvaða skólar komi hér til greina. Verður háskólaráð einnig að sam- þykkja tillögur frá nefndinni um, f hverju náminu er áfátt. Mun þessi nefnd vinna áfram og skila áliti, en takmarkið er, sagði Guð- laugur Þorvaldsson, að rýra ekki inntökuskilyrði heldur bæta próf annarra skóla, svo að fleiri geti átt þess kost að stunda háskóla- nám. Markmiðið er að ná góðu fólki inn í háskólann, hvernig svo sem það hefur fengið sína fram- haldsmenntun, sem vera átil und- irbúnings háskólanámi. 18000 TONN AF LOÐNU TIL ESKIFJARÐAR Eskifirði, föstudag — LOKIÐ er nú bræðslu þeirrar loðnu sem hér hefur verið Iandað á yfirstandandi loðnuvertíð, en það eru alls um 18000 tonn. — Einn bátur er byrjaður á þorska- netum og annar er að verða tilbú- inn til veiða. Einn bátur er enn á loðnuveiðum og nú er skuttogar- inn Hólmanes farinn tilveiða. Ævar. Barnatónleikar 2. fjiilsky Idutónleikar Sinfónfuhljómsveitar- innar á þessu starfsári verða haldnir f dag, laug- ardag 16. mars og hefjast kl. 3 íHáskólabíói. Stjórnandi er Richard Kapp og einsöngvarar Nancy Deering og Robert Mosley, sem syngja sinfóníunnar atriði úr söngleiknum „Porgy og Bess“ eftir Gershwin. Önnur verkefni tónleikanna er Cub- anskur forleikur eftir Gershwin og „Nótt í hita- beltinu", en I þvf verki leikur Skólahljómsveit Kópavogs með Sinfóníuhljómsveitinni. Bandarískt lista- fólk á Akureyri Akureyri, 15. marz. FJÖRÐU tónleikar Tónlistar- félags Akureyrar á þessu starfs- ári verða i Borgarbiói á sunnu- daginn og hefjast kl. 17.15. Þar koma fram bandaríska ópersöng- konan Nancy Deering og eigin- maður hennar Richard Kapp, sem annast undirleik. Þau hjónin komu hingað til lands á vegum Sinfóníuhljómsveitar íslands, en Richard Kapp stjórnar tvennum tónleikum hennar og frúin kemur þar fram sem einsöngvari. Á efnisskrá eru lög eftir Handel, Mozart, Bizet, Wagner, Bernstein og Gershwin, auk þjóð- laga. — Sv. P. 97 flugvélar á loftfaraskrá 97 flugvélar voru á íslenzkri loft- farskrá í árslok 1973 og voru far- þegasæti í þeim samtals 782. Var fjöldi flugvéla óbreyttur frá ára- mótunum á undan, en farþega- sætum hafði hins vegar fækkað um 281, úr 1063 i 782. Munaði þar mestu, að tvær fjögurra hreyfla flugvélar með samtals 247 sætum voru afskráðar á árinu, en þrjár fjögurra hreyfla vöruflutninga- vélar bættust hins vegar við. Eins hreyfils vélum fækkaði um þrjár f 54, tveggja hreyfla vélum fjölgaði um tvær í 31, þriggja hreyfla vél- ar voru sem fyrr tvær, þ.e. Boe- ing-þotur Flugfélags íslands, en fjögurra hreyfla vélum fjölgaði um eina í 10. — Þess má geta, að 97 er mesti fjöldi flugvéla, sem hafa verið á íslenzkri loftfaraskrá í árslok nokkurs árs, en sætafjöld- inn, 782, er litlu meiri en 1960, en þá var hann 713. Mestur hefur sætafjöldinn verið 2071 sæti árið 1968. Þá er þess að geta, að þotur Loftleiða eru ekki á islenzkri loft- faraskrá, en sætafjöldi þeirra nemur hundruðum. BÍIarnir, sem An-22 flutti frá Kúbu. Sú neðri sýnir Rússana flytja kassa milli vélanna. Ljósm.: H.St. Fleiri innstæðulaus- ar ávísanir fundust EINS og skýrt hefur verið frá í unnt að gefa upp neina heildar- Mbl., stendur til að hefja dóms- upphæð að svo stöddu, heldur eft- rannsókn í máli fjögurra manna, ir helgi. Yrðu þessar nýkomnu sem gáfu út og/eða framseldu á ávfsanir þá sendar umboðsdómar- annan tug innstæðulausra ávís- anum, sem fer með dómsrann- ana að upphæð um 10 milljónir sókn málsins. kr. Ávfsanirnar komu fram við skyndikönnun Seðlabankans á Eins og skýrt var frá í Mbl. i innstæðulausum ávísunum í síð- gær, hafði dómsmálaráðuneytið í ustu viku og reyndist einn mann- fyrradag skipað Harald anna fjögurra vera útgefandi eða Henrýsson, sakadómara i Reykja- framseljandi allra ávfsananna, en vík, umboðsdómara í málinu, en nöfn hinna þriggja voru aðeins á þegar Haraldur fór að kynna sér sumum. Undanfarna daga hafa málsgögnin, komst hann að raun sfðan verið að berast til Seðla- um, að hann væri vanhæfur til að hankans fleiri innstæðulausar dæma i málinu vegna þess, að ávfsanir, sem voru allar gefnar út hann á sæti'í bankaráði Utvegs- eða framseldar aS þeim sama og bankans, en sumar ávísanirnar í átti aðild að öllum hinum ávfsun- málinu eru einmitt gefnar út á unum og hefur heiidarupphæðin reikning í Utvegsbankanum. Var því hækkað talsvert. Fékk Mbl. Sverrir Einarsson, sakadómari í þetta staðfest hjá lögfræðingi Reykjavík, því skipaður umboðs- Seðlabankans, en hann kvað ekki dómari í málinu í stað Haralds. Fjölgun erl. ferða- manna minni en áður 74.019 útlendingar komu til Noregur........... 4317 íslands á síðasta ári, um sex þús- Svíþjóð........... 5441 und fleiri en árið áður, og er það Finnland ......... 1088 minnsta aukning milli ára um Austurríki ........ 786 nokkurt skeið, því að frá 1969 til Belgía............. 771 1972 jókst heildarfjöldinn yfir- Bretland.......... 5317 leitt um átta þúsund manns á ári. Frakkland ........ 3167 Hins vega' komu47.661 Islending- Grikkland........... 72 ur tii landsins á árinu 1973, nær Holland........... 1490 10 þúsund fleiri en árið áður. írland ............ 299 Þessar tölur tákna með öðrum Ítalía..............740 orðum, að miklum mun meiri Júgóslavía ........ 276 aukning hefur orðið á ferðalögum Lúxemborg ......... 162 Íslendinga til útlanda en heim- Pólland............. 90 sóknum útlendinga til íslands á Portúgal............ 45 árinu 1973. Rúmenía............. 13 Tölur um farþegaflutninga til Sovétrikin ........ 265 landsins eru teknar saman af Spánn.............. 208 Ilagstofunni samkvæmt skýrslum Sviss ............ 1684 úilendingaeftirlitsins. Kemur þar Tékkóslóvakía...... 223 fram, að með skipum komu til Tyrkland ........... 19 iandsins 1299 útlendingar (1263 Ungverjaland ....... 30 árið áður), en 1462 íslendingar Þýzkaland ........ 8084 (1488), og með flugvélum komu Bandarfkin....... 29499 72.270 útlendingar (66.763) og Kanada............. 944 46.199 íslendingar (36.319). S-Ameríkulönd ..... 170 Hér fer á eftir flokkun Egyptaland .......... 8 útlendinganna eftir ríkisfangi: S-Afríka .......... 145 1973 Israel ............ 178

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.