Morgunblaðið - 16.03.1974, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 16.03.1974, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. MARZ 1974 31 IWnAFRtniB MORCUNBIADSIIIIS Hugleiðingar um frjálsar íþróttir Hlaupadrottninguna úr Garðahreppi, Ragnhildi Páls- dóttur, þekkja eflaust allir þeir sem fylgst hafa með frjálsum fþróttum undanfarin ár. Ragnhildur hefur verið iðin við að bæta met sfn og annarra á lengri vegalengdunum og enn má mikils vænta af henni í framtfðinni, því Ragnhildur er ekki nema 16 ára. Síðast- liðna viku dvaldi Ragnhildur hér á Morgunblaðinu og fylgdist með því hvernig dagblað verður til. Hér fer á eftir grein sem hún skrifaði um frjálsar íþróttir á Islandi. I Skóka- fólk kjá Morgun blaÖinu Þó að veturinn sé ekki liðinn enn og æfingatímabilið sé ekki úti fyrr en í lok maí, er ég ánægð með æfingar og frammistöðu íþrótta- fólksins það sem af er vetrinum, og tel að eftir strangan og harðan vetur komi gott sumar sem verði ávöxtur æfinga og ástundunar íþróttamannana. Veturinn er ekki síður tími undirbúnings fyrir frjálsíþrótta- sambandið. Peningavandamálið óleysanlega er sífellt á döfinni. Það er nefnilega svo hér á þessu ískalda landi að það er ekki nóg Guðrún Ingólfsdóttir á eflaust eftir að bæta árangur sinn f kúlu- varpinu. með að veðurfarið eyðileggi árangur frjálsíþróttamanna, og að aðstaðan sé ekki góð, við eigum heldur enga peninga til að kosta reisur til heitari landa, eða til að gefa íþróttafólki okkar kost á að dvelja i æfingabúðum á veturna. 1 stuttu máli sagt erum við í öllu á eftir nágrannaþjóðunum, bæði hvað veðurfarið snertir, árangur og fjármálin. Þess vegna er ekki nema von að okkar fþróttafólki gangi verr i keppni við erlendar þjóðir og standist ekki samanburð við þær. Mest finnum við fyrir smæð okkar þegar við höldum út fyrir lantísteinana til keppni á erlendri grund. Nær undantekningalaust höfum við orðið að láta i minni pokann fyrir erlendum keppi- nautum okkar, sama f hvaða fþróttagrein, sama í hvaða landi. Ragnhildur Pálsdóttir — hlaupa- konan góðkunna, skrifar hugleið- ingar um frjálsar iþróttir. Það er ekki nema eðlilegt að sú spurning vakni: Hvers vegna? Við áttum þó á sínum tima bestu íþróttamenn Evrópu, en það er ekki mögulegt að lifa á þeirri fornu frægð til eilífðar. Við sem stundum frjálsar íþróttir á Islandi vitum ósköp vel hvað um er að vera, hvers vegna við erum ekki betri, en því miður eru það allt of fáir sem viður- kenna hina einu sönnu ástæðu. Það er vitað mál að aðstaðan er mjög bágborin, miðað við okkar kalda vetur ættum við að eiga stóra íþróttaskemmu sem væri búin hlaupabrautum og íþrótta- völlum. Laugardalshöllin er svo sem nógu stór og mikil, en þar er engin hlaupabraut, enda er hún byggð með handboltakeppnir fyrir augum. Ef aðstaðan er tekin út af dagskrá, þá er veðrið eftir og það á stóran þátt f að skapa okkur aðstæður. Við verðum að æfa og keppa í hvernig veðri sem er, bæði i viðavangshlaupum á vet- urna og í mótum á sumrin. Ef við fáum gott keppnisveður svona þrisvar sinnum á sumri þá þykir það alveg stórkostlegt, oftast er nefnilega, norðankaldi og rign- ing, veður sem ekki þekkist í ná- grannalöndunum á sumrin. Það er þess vegna útilokað að ná sómasamlegum árangri hér við þessi skilyrði. Þegar við svo för- um í keppnisferð til útlanda á sumrin, og keppum við góðar að- stæður, þá er alltaf sama sagan, við erum ekki vön miklum hita og árangurinn oft á tíðum engu betri en i rokinu og rigningunni heima. En aðalástæðan fyrir litlum afrekum eru æfingarnar, þær eru það sem íþróttamaðurinn leggur á sig til að bæta árangur sinn. Ég vil nú alls ekki segja að íþrótta- fólkið æfi ekki vel, eða neitt i þá áttina, ég veit að það æfa allir eins og þeir best geta, að sjálf- sögðu enginn vill heltast úr lest- inni á komandi sumri, en ein- hvern veginn finnst mér að það megi gera betur. Miðað við er- lenda fþróttamenn eru okkar æf- ingar bara gutl. Nú fyrir skömmu voru fimmtíu norskir iþrótta- menn í æfingabúðum á Spáni. Á morgnana kl. 8 byrjuðu allir þátt- takendur á 10 km .jnorgun- skokki", eftir hádegið tóku þeir svo hörku æfingu þar sem allir æfðu af kappi hver i sinni grein. Á sama stað var finnski hlaupar- inn kunni Pekka Vasala sem vann gull í 1500 m hlaupi á síðustu ÓL. að æfa sig, hann hljóp allt upp í 400 km á viku ásamt hóp af ungum finnskum hlaupurum, sem voru þar eingöngu til að æfa með honum. Svona geta nágrannaþjóðirnar slegið um sig, en þetta er nú bara fjarlægur draumur fyrir dtkur. Eg hef nú kannski skammast heldur mikið núna, þvi það er langt frá því að það séu bara dökkar hliðar á því að vera frjáls- íþróttamaður eða kona á íslandi, fjarri fer því. Sambandið okkar vinnur mikið og óeigingjarnt starf i okkar þágu, reynir allt hvað það getur til að bæta okkar hag, það kemur fram í öllum þeim utanlandsferðum senj við förum í á sumri hverju og mörgu öðru sem þeir snúast í fyrir okkur. Það eru aðeins peningarnir sem stöðva framkvæmdir, viljinn er alveg örugglega fyrir hendi. Annars hefur nú ýmislegt verið á döfinni hjá frjálsiþróttafólk- inu. Meistaramótið er nýafstaðið, þar voru sett tvö ný íslm., bæði i kúluvarpi. Þar voru þau Hreinn Halldórsson og Guðrún Ingólfs- dóttir að verki og lofar það sannarlega góðu um sumarvertið- ina. Það var gott hljóðið í Erni Eiðs- syni form. Frjálsiþróttasam- bandsins, er ég talaði við hann um daginn. Hann sagði að næsta stór- verkefni framundan væri Viða- vangshlaup íslands, en það fer Ágúst Asgeirsson og Halldór Guðbjörnsson háðu marga skemmtilega hildi á sfðasta sumri. Agúst kemur heim til keppni f vfðavangshlaupi tslands um aðra helgi og mætir þá Halldóri. fram sunnudaginn 24. marz næst- komandi, og sagðist örn vona að þar yrði vel mætt. Síðustu tvö ár hlupu um tvö hundruð manns, en örn var bjartsýnn á að fleiri myndu spreyta sig nú í ár, enda er fjöldinn allur af ungum hlaupur- um að koma fram. Það má líka búast við spennandi og harðri keppni um meistaratitilinn þetta árið, því að bæði Ágúst Ásgeirs- son og Sigfús Jónsson IR (en þeir eru við nám í Englandi), koma heim til að taka þátt í þessu hlaupi og verður án efa hart bar- ist á milli þeirra og Halldórs Guð- björnssonar KR, þvf allt eru þetta þrautþjálfaðir hlauparar með mikla keppnisreynslu að baki. örn sagði að peningavanda- málið væri erfiðast hjá samband- inu, en annars var hann mjög vongóður um sumarið og ánægður með æfingar íþróttafólksins. Hann benti sérstaklega á lands- keppni við Ira sem háð verður hér heima 5. og 6. ágúst.Norðurlanda- mót unglinga i tugþraut og fimmtarþraut stúlkna og svo Evrópumeistaramótið í Róm. Að síðustu sagði Örn, að það byggðist auðvitað allt á íþrótta- fólkinu sjálfu hvernig afrakstur sumarsins yrði, hvernig það stæði sig við æfingar í vetur. Og með þeim orðum slæ ég botninn í þessa grein. Mercedes Benz 250 S Til sölu er Mercedes Benz 250 S bifreið, árgerð 1969. Ekinn 72 þús. þaraf 22 þús. hérá landi. Bíll í sérflokki, upplýsingar í síma 2 7226. FRÁ ALMANNATRYGGINGUM í KEFLAVÍK OG GULLBRINGUSÝSLU Útborgun bóta almannatrygginganna ! febrúarmánuði fer fram sem hér segir: Keflavík, Njarðvík og Hafnir dagana 1 1 . til 15. mars n.k. í skrifstofu bæjarfógeta, Vatnsnesvegi 33, Keflavík. Mánudaginn 1 1. mars verður einungis greiddur ellilífeyr- ir, örorkubætur og ekkjubætur. Frá 12. mars allar aðrar bætur. Vatnsleysuströnd: 18. mars kl. 11 til 12 í hreppsskrif- stofunni. Grindavík: 18. marskl. 2 — 4ÍFesti. Gerðahreppur: 19.marskl. 10—1 2 í Samkomuhúsinu. Miðneshreppur: 19. mars kl. 2—4 í sveitarstjóraskrif- stofunni. Frá 20. — 23. m^rs greiðast ósóttar bætur í skrifstofu bæjarfógeta í Keflavík. Bæjarfógeti Keflavíkur. Sýslumaður Gullbringusýslu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.