Morgunblaðið - 16.03.1974, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.03.1974, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. MARZ 1974 Steinunn S. Briem — Minningarorð Og þannig fer hin fleyga sál á fannahvítum hesti — með leifrandi hugsjón í lffstíðar nesti. íkolamyrkri hún kveikir bál. Til kvöldverðar býður gesti. S.G. Steinunn Briem fæddist 13. desember 1932, og var elzta barn foreldra sinna, frú Sigriðar og Eggerts P. Briem. Hún lézt í Kaupmannahöfn 26. febrúar 1974. Steinunn var fágæt kona, sem bjó yfir hlýjum persónutöfrum. Skapgerðin heit og ör. Hugsunin skörp og skýr. Hjartað viðkvæmt. Gáfurnar svo glampandi, að af þeim lýsti í rökræðum um sam- eiginleg hugðarefni — listir, bók- menntir, dulin öfl tilverunnar, til- gang lífsins. Hún hafði eldlegan áhuga á öllu, sem lífsanda dregur, fylgdist með öllu — í jörð og á — af ólmum lífsþrótti, sem ekkert fékk stöðvað. En hún átti einnig til kyrrð hinna djúpu sæva. Þang- að sótti hún íhygli og yfirvegaða andlega lífsstefnu. Það var músíkk — sérstæður yndisþokki — í hreyfingum hennar og hverju því verki, er hún snerti. Hún hafði mjög gott vald yfir íslenzku máli og ber því gleggst vitni, bæk- ur, sem hún þýddi — og er það aðdáunarvert, sökum þess, að hún dvaldi árum saman erlendis, að mestu án samveru við Islendinga. Tungur margra þjóða talaði hún og ritaði svo vel, að af bar. Frá- sagnargáfa hennar var heillandí. Éfe minnist þess, er við, á ljósum sumardegi, sátum einar tvær úti í náttúrunni — í undur fagurri kvos, umluktar íslenzku fjöll- unum heiðum og bláum. Rétt við fætur okkar raulaði blátær lind sitt fábrotna lag — og jók það á kyrrðina. Þarna i kvosinni góðu sagði hún mér frá tónlistarnáms- árum sínum i Bretlandi og á Ítalíu, en þau voru sjö talsins. Lifandi frásögnin merlaði eins og dögg í mánaljósi. Undiraldan í sál hennar var síkvik — og hið ósagða naut sín til fulls: Þrosk- andi reynsla þess, sem einn í framandi landi fetar einstigið, sækir á brattann um grýtta slóð. Steinunn náði tindi, þar sem út- sýnið var vitt og fagurt. Lífið bauð upp á ótal tækifæri. Hún valdi sína leið. Enginn má sköp- um renna. Og nú er hún horfin sjónum, langt um aldur fram. Örlögin virðast óháð tímatali jarðar. Ég sá hana seinast fyrir tveim árum. Sumarnóttin var björt og tær, hún sat hjá okkur systrunum lengi nætur. Hún var á förum — var að yfirgefa landið fyrir fullt og allt, elskaða foreldra, systkin, vini, ættmenni, var að flytjast bti- ferlum til annars lands. Það var hvorki átaka-né sársaukalaust, en Steinunn þekkti hvort tveggja, átök og sársauka, af lífsreynslu áranna og gekk ótrauð út í óviss- una. Bót í máli fannst mér vera, að hinn elskaði, tryggi förunautur hennar, hundurinn Krummi, fylgdi henni — og þau tvö saman áttu sér ævintýralegan töfraheim. Steinunn lét vel af dvöl sinni í Danmörku þar sem hún vann sem skrifstofustjóri þriggja alþjóð- t Innilegar þakkir færum við öllum, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við fráfall og minningarathöfn um son okkar, föður, bróður og frænda, MATTHÍAS SÆVAR STEINGRÍMSSON, Hvassaleiti 49. Guð blessi ykkur öll. Steingrímur Guomundsson, Fjóla Sigurðardóttir, Sigurður Gunnar Matthíasson, Hrönn Steingrímsdóttir, Þórir Steingrímsson, Steinunn Fjóla Þórisdóttir. t Maðurinn minn, faðir okkar og tengdafaðir, MATTHÍAS LÝÐSSON, Grenimel 26, verður jarðsunginn frá Neskirkju mánudaginn 18 marz kl 1.30. Kristín H. Stefánsdóttir, Elín Matthíasdóttir, Hulda Matthiasdóttir, Runólfur Halldórsson, Gunnar Matthíasson, Theodóra Ólafsdóttir. t Hjartans þakkir til allra, er auðsýndu okkur samúð og vináttu við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður og ömmu MARGRÉTAR JÓNASDÓTTUR frá Syðri-Brekkum. Pálína Guðvékrðardóttir Ingunn Guðvarðardóttir, Kristinn Hlíðar, Kristín Guðvarðardóttir, Arnbjörn Ásgrímsson og dætrasynir. t Innilegar þakkir fyrir samúð, vinsemd og hlýhug við andlát og útför, RAGNHILDAR ERLENDSDÓTTUR frá Syðra-Vallholti. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á hjúkrunardeild Hrafnistu fyrir frábæra umönnun og hlýju s.l. 7 ár Gunnar Gunnarsson, Stefanía Sæmundsdóttir, Ingibjörg Gunnarsdóttir, Móses Aðalsteinsson, Ástriður H. Gunnarsdóttir, Erla G. Gunnarsdóttir, SigurðurH. Gunnarsson, Hrefna Einarsdóttir, Ólöf I. Björnsdóttir, Magnús A. Magnússon, Ásgeir Gunnarsson og barnabörnin. legra fyrirtækja. Hún bjó ein litlu húsi og naut blóma og trjá- gróðurs, sem umlukti það. A síð- ara ári hennar ytra var Gunnlaug- ur bróðir hennar hjá henni — en honum unni hún mjög, þau voru sérstaklega samrýnd. Lífslogi Steinunnar Briem slokknaði fyrr en varði, en birtan, hlý og skær, mun lýsa um ókomin ár. Ég bið henni guðs blessunar á duldum vegum ódáinsheima. Steingerður Guðmundsdóttir. Lára Guðmundsdótt- ir — Minningarorð MEÐ fáeinum orðum vil ég minn- ast frænku minnar Láru Guð- mundsdóttur, sem lézt þann 8. þ.m. hér í Reykjavík. Frá því að ég, sem lítill svein- stauli, fór að muna eftir mér og allt fram til þessa dags, hefur hugur minn fyllzt þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast þessari traustu og elskulegu frænku. Öll mín æsku og uppvaxtarár bjó Lára í sama húsi og foreldrar mín- ir. Það var því ekki langt að fara, til þess að geta orðið aðnjótandi barngæzku hennar oggóðs félags- skapar. Það voru margar ferðirn- ar, sem farnar voru ,,upp á loft til Láru", eins og við krakkarnir kölluðum það. Þá er mér sérstak- lega minnistætt, hvernig Lára gaf okkur börnunum sælgæti. Aldrei var þar neitt í óhófi, en samt allt jafn ótrúlega spennandi, hvort sem um var að ræða lítinn kandís- eða súkkulaðimola, sem töfraðir voru fram á listilegan hátt frá einhverjum leyndardómsfullum stað. Slíkt kunna börn að meta. Lára hafði gaman af spilum og margar stundir sat ég sem ungl- ingur og spilaði við hana rommí. Þetta var hennar uppáhaldsspil og höfðum við af þessu mikla skemmtun. Satt bezt að segja hef ég ekki síðar kynnzt skemmtilegri spilafélaga. Lára var kona snyrtileg og virðuleg í fasi. Hún klæddist flestum stundum íslenzkum þjóð- búningi og yfir henni hvíldi sér- stakur yndisþokki og hlýlegt við- mót. Marga átti hún vini og alls- staðar var hún aufúsugestur. Hún var sérstaklega barngóð og marg- ar eru þær stúlkurnar og margir eru þeir uppáhaldsdrengirnir hennar, sem hugsa núna hlýlega til hennar, enda var það svo oft sem hún tók þeirra málstað. Lára bjó síðustu æviár sín á Laugavegi 137. Þangað var gott að koma, því gestrisni og hjarta- gæzka réðu þar ríkjum. Ég vil að lokum þakka Láru fyrir allar sam- verustundirnar. Það eru einstakl- ingar eins og hún, sem gefa manni trú á sigur hins góða í lífinu. Guð blessi minninguna um hana. Garðar Halldórsson. Páll Kristjánsson Reykjum - Minning Það eru nær þrjátíu ár síðan ég kom fyrst að Reykjum. Það var í sumarleyfi okkar hjóna. Konan var að heimsækja ættaróðal sitt og móðurbróður. Og þó við hefð- um sólskin yfir ásana, varð þó á sinn hátt bjartara, þegar við kom- um heim í hlaðið á Reykjum. Og þær viðtökur, sem við feng- um hjá Páli bónda og konu hans Sólveigu Erlendsdóttur ylja mér enn í hjarta. í svip þeirra var svo mikil brosmildi, einhver heiðríkja, sem virtist þeim eiginleg, þótt sitt með hvoru móti væri eins og allra þeirra sem bera sin ættar- einkenni. Og eitt er víst, að mér fannst ég kenna hinn innri mann Páls á stundinni. Ég sá þegar, að hinn sálræni búskapur hans var með slíkum snyrtibrag að fátitt mun. Það brást mér heldur ekki við aukin kynni. Og einmitt vegna þess, er mér ljúft að minnast hans nú, að lífsdegi hans gengnum. Og einnig til að þakka honum fyrir mig og fjölskyldu mína. Fyrir þær sólskinsstundir, sem við áttum gegnum árin á heimili hans. Páll Kristjánsson fæddist að Reykjum við Reykjabraut í Aust- ur-Húnavatnssýslu hinn 17. apríl árið 1901. Hann var sonur hjón- anna Kristjáns Sigurðssonar bónda þar (d. 1945) og Ingibjarg- ar Pálsdóttur frá Akri (d. 1912) Páll var næst yngstur barna þeirra Kristjáns og Ingibjargar. Hin voru: Þorbjörg, giftist Birni Magnússyni frá Ægissíðu, t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, JÓN I. SVEINSSON, Bjarkargötu 5, Patreksfirði, verður jarðsunginn frá Patreksfjarðarkirkju laugardaginn 1 6. marz, kl 2 e.h. Fjóla Árnadóttir, Sigurveig Jónsdóttir Pétur Sveinsson og börn. t Við flytjum ykkur öllum hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför, JÓHANNS GUÐMUNDSSONAR, kaupmanns, Steinum, Austur-Eyjafjallahreppi Fyrir hönd systra, dætra, tengdasona, barnabarna og barnabarnabarna. Jónina Jónsdóttir. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, ÁGÚST BJARNASON frá Hraunsmúla, Laugavegi 27 B, Reykjavík, lézt 14. marzs.l. i Landakotsspitala. Svava Lúthersdóttir, Hermann S. Ágústsson, Sólveig Gunnlaugsdóttir, Elínbjörg J. Ágústsdóttir, Rúnar Ingi Finnbogason, Bjarni J. Ó. Ágústsson, Ásta Marinósdóttir, Kristín Th. Ágústsdóttir og barnabörn. Guðrún, giftist Högna Högnasyni fyrrum vitaverði i Höskuldsey, Sigurður, kvæntist Kristjönu Árnadóttur frá Reykjavik, Kristín, sem er yngst og er ein systkinanna á lífi, er gift Páli Sigfússyni frá Mælifelli. Á vordögum þessarar aldar fór mikill vakningarhugur um landið. Fólkið fór að hugsa meira i félags- legu tilliti og vildi fá aukið sjálfs- forræði i landi sinu. Ungmenna- félagshreyfingin, sem hóf göngu sína á fyrsta tug aldarinnar á Norðurlandi og víðar, hafði mikil áhrif í félagslega átt, ekki sízt til aukinnar fræðslu og líkamsrækt- ar. Það er ekkert efamál, að Páll á Reykjum var fljótari en margur, að tileinka sér kosti slikrar hreyf- ingar. Það var byggð sundlaug á Reykjum á vegum ungmennasam- takanna, vegna jarðhitans sem þar er. Og með mjög jákvæðum undirtektum Kristjáns Sigurðs- sonar föður Páls. Páll fór i Hólaskóla árið 1920—21 og gat sér-þar mjög gott orð. Og það hefur m.a. gert hans glaðværi opni hugur. Og þaðan fór hann með ágætiseinkunn. Þegar Páll kom heim úr skólan- um tók hann þegar að kenna sund. Og kenndi f fjölda ára, þótt t Við þökkum öllum vinum og vandamönnum fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför sonar okkar, LARS DANIEL 10.11 '72 5.3/74 Einnig þökkum við séra Frank við Krists-konungkirkju fyrir vinarleg orð. Sömuleiðis þökkum við dr. Sævari Halldórs- syni, hjúkrunarkonum á barna- deild St. Jósefsspltala og Guð- laugu Sveinbjörnsdóttur frá Æfingastöð nni fyrir allt sem þau gerðu fyrir nann. Jón og Ursula Sigurgeirsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.