Morgunblaðið - 16.03.1974, Síða 20

Morgunblaðið - 16.03.1974, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ.LAUGARDAGUR 16. MARZ 1974 Þrír opinberir há- skólafyrirlestrar HÁSKÖLI Islands og Félag há- skólakennara gangast nú á vor- misseri eins og á síSastliðnu haustmisseri fyrir opinberum háskólafyrirlestrum. Verða haldnir þrír fyrirlestrar um lög- fræði, hagfræði og efnafræði, að því er segir í fréttatilkynningu frá Háskólanum. Verður sá fyrsti fluttur 17. marz. Fyrirlesari er próf. Sigurður Líndal og nefnir hann fyrirlestur sinn Sjálfstæðisbar- átta og söguskoðun, og fjallar hann um réttarstöðu íslands 1262—1662. Annar fyrirlesturinn verður hald- inn 31.3 Fyrirlesari er próf. Guð- mundur K. Magnússon og nefnir hann fyrirlestur sinn Skilyrði hagvaxtar og fjallar nánar tiltekið um framleiðsluþætti, þ.e. fjár- magn, vinnuafl, menntun o.s.frv., samkennd þessara þátta og áhrif þeirra á hagvöxt. Þriðji fyrirlesturinn verður haldinn 5.5. Fyrirlesari er próf. Sigmundur Guðbjartsson og nefnir hann fyrirlestur sinn Framtíð fífefnaiðnaðar og fjallar nánar tiltekið um ummyndun verðlítilla hráefna frá landbúnaði og fiskiðnaði í verðmeiri efni til lyfjagerðar og matvælaiðnaðar. Fyrirlestrarnir verða allir fluttir í Norræna húsinu kl. 15 þá daga, sem að ofan greinir. Fyrilestrarnir verða frekar auglýstir í fjölmiðlum nokkrum dögum áður en þeir verða haldnir. LESIO “—— Jlío MíB.omtai,. DHCIECR Minnismerki um Jón Ei- ríksson konferensráð Lionsklúbbur Horna- fjarðar hefur ákveðið að hafa forgöngu um að reist verði minnismerki um Jón Eiríksson kon- ferensráð, að Skálafelli f Suðursveit. — Fer hér á eftir bréf, þar sem heitið er á landsmenn að veita þvf máli stuðning: „Eins og kunnugt er hafa mörgum sonum íslenzku þjóð- arinnar verið reist minnis- merki. Einn þeirra hefur þó hingað til hvað þetta snertir legið óbættur hjá garði, en hann er Jón Eiriksson kon- ferensráð. Hlýtur það þó að vera samróma dómur allra, sem vilja kynna sér sögu okk- ar, að fáum eigum við meiri þakkir að gjalda. Nú er ætlunin að reisa þess- um landa vorum verðugan bautastein, er á að rísa hjá fæðingarstað hans, Skálafelli i Suðursveit. Er þess vænzt, að hann geti risið í sumar eða haust, ef þær áætlanir, sem gerðar hafa verið, standast. Það eru tilmæli okkar til þeirra, er þetta bréf lesa, að þeir leggi eitthvað af mörkum til þessa fyrirtækis, en for- göngu um það hefur Lions- klúbbur Hornafjarðar. Minnismerkið verður gert af Sigurjóni Ólafssyni mynd- höggvara, og til þess að fram- kvæmdir geti hafizt er mjög áríðandi, að fjárframlög eða loforð um stuðning berist okk- ur sem allra fyrst. Höfn, Hornafirði 12. marz 1974. Guðm. Jónsson, Aðalsteinn Aðalsteinsson, Skarphéðinn Pétursson.“ Sölumaöur óskast Okkur vantar duglegan sölumann til starfa að Reykjalundi. Starfið er m.a. fólgið í umsjón með reikninga- útskrift og birgðabókhaldi auk sölu- mennsku. Reynsla í skrifstofustörf- um nauðsynleg. Framtíðarstarf. Skriflegar umsóknir, með upplýs- ingum um aldur, menntun og fyrri störf, skal póstsenda Vinnuheimil- inu að Reykjalundi í Mosfellssveit. Heimilisstörf Dveljið í Danmörku í vor og lærið heimilisstörf. 10 vikna námskeið frá 1. apríl og 18 vikna frá 16 apríl. Frá ágúst 12 eða 20 vikna. Bæklingur sendur. Hedsten Husholdningsskole, 8370 Hedsten, Danmark sími 06 980145. Matsveinn 2. vélstjóra og háseta vantar á 150 tonna neta- bát. Uppl. í síma 52170 eða um borð í Steinunni, sem liggur við Granda- garð. Kvöldsími 37115. Skrifstofustarf Opinber stofnun óskar eftir að ráða rnann til skrifstofustarfa nú þegar eða á næstunni. Góð enskukunnátta æskileg. Umsóknir merktar „Framtíðar- starf“ — „1384“ sendist afgreiðslu Morgunblaðsins fyrir mánudags- kvöld 18. marz n.k. Verkamenn vantar til vinnu í Hafnarfirði, Norðurbæ. Upplýsingar á skrifstofunni, Bolholti 4. Sími 31166. Völur h.f. Vanur togaraskipstjóri óskar eftir skipstjóra- eða stýri- mannaplássi. Helzt á skuttogara, má vera úti á landi. Tilboð legginst inn á afgr. Mbl. merkt „1385“ fyrir 29. marz. Beitingamenn vantar á 250 rúmlesta landróðrabát. Uppl. hjá Landssambandi fsl. útvegsmanna eftir helgi og í símum 94-7200 og 94-7128, Bolungarvík. Einar Guðfinnsson h.f. AÖstoÖarmenn Óskum eftir að ráða aðstoðarmenn í járniðnaði. Vélaverkstæði Sig. Sveinbjörnssonar h.f., Arnarvogi, Garðahreppi. Rannsóknarmaöur Starf rannsóknarmanns við jarðvisindastofu Raunvís- indastofnunar Háskólans er laus til umsóknar. Menntun eða áhugi í raungreinum æskileg. Umsækjendur þurfa að vera það vel færir að þeir geti unnið sjálfstætt að verkefnum. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist skrifstofu Raunvísindastofnunar Háskólans fyrir 5. apríl 1974. Skrifstofustúlka óskast sem fyrst. Verzlunarskóla- eða hliðstæð mennt- un æskileg. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist Rafmagnsveitum ríkisins, Laugavegi 116, Reykjavík, fyrir 25. þ.m. Rafmagnsveitur rfkisins, Laugavegi 116, Reykjavík. Rafmagnsveitur ríkisins Egilsstaðakauptúni óska eftir að ráða skrifstofu- stúlku. Upplýsingar hjá rafveitustjóranum Egilsstaðakaup- túni, sími 97—1300 og hjá Rafmagnsveitum ríkisins, Laugavegi 116, Reykjavík. Austurrísk fjölskylda búsett í Graz (húsmóðirin íslenzk) óskar að ráða vandaða stúlku á aldrinum 18—25 ára til að gæta tveggja drengja, 3 og 4 ára. Þýzkukunnátta æskileg. Nánari uppl. 1 síma 24805. Háseta vantar á netabát, sem rær frá. Grindavík. Upplýsingar í síma 52820. 1. vélstjóri óskast á olíuskipið „Kyndil“. Upplýsingar í síma 18071. Afgreiðslustarf Afgreiðslustúlka óskast i sérverzlun við Laugaveg. Tungumálakunnátta æskileg. Tilboð með upplýsingum sendist afgr. Morgunblaðsins merkt: „4586" fyrir hádegi mánudag. Múrarameistarar 19 ára piltur óskar eftir að komast í iðnnám. Upplýsingar í síma 22751 og 42007. Vélaverkfræðingur frá U.S.A. óskar eftir góðri atvinnu. Hefur reynslu sem vélvirki og véltæknifræðingur. Tilboð sendist afgr. Mbl. merkt: „M.I.T. — 1284“.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.