Morgunblaðið - 16.03.1974, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.03.1974, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ,LAUGARDAGUR 16. MARZ 1974 17 % • » 'vVL forum world features FWF — Sovézkir fjölmiðlar hafa að undanförnu lýst því yfir, að hér eftir hafi Solzhenitsyn enga umtalsverða þýðingu, hann sé útflytjandi og hafi sem slíkum verið „kastað á ruslahaug sögunn- ar“. í þessum orðum er fólgið visst sannleikskorn. í máli Solzhenitsyns hafa sovézk yfir- völd fundið beztu mögulegu lausnina, frá þeirra bæjardyrum séð. Mikilvægi þeirra rithöfunda, sem flutzt hafa frá Sovétríkjun- um til annarra landa hefur alltaf minnkað stórlega við brottflutn- inginn. Sú skoðun er býsna algeng á Vesturlöndum, að ekki sé hægt að treysta útílytjendum frá Sovét- ríkjunum eða öðrum löndum A- Evrópu fyllilega. „Þeir þjáðust mjög mikið handan járntjalds og eru því sárbitrir. Þeir þurfa að réttlæta að þeim var vísað á brott frá heimalandi sínu. Þess vegna ýkja þeir og mála allt svart.“ Svo lengi sem rithöfundur er búsettur í Sovétríkjunum og getur sagt sannleikann, þó með varúð og innan vissra takmarka, ómar rödd hans um alla heims- byggðina, allir hlýða með ánægju á þann hluta sannleikans, sem hann hefur fram að færa. Um leið og hinn sami er kominn til Vesturlanda, og getur sagt allan sannleikann, snýr fjöldi fólks við honum baki og yppir öxlum við orðum hans. Að því er mér sjálfum viðkem- ur, voru „kjaftshöggin" mesta áfallið, sem ég varð fyrir er ég fluttist til Vesturlanda. Er ég yfir- gaf Sovétríkin árið 1969 vissi ég fullvel, að hinum örgustu svívirð- ingum og ásökunum myndi rigna Eftir Anatoly Kuznetsov Hver verða áhrif vestræns þjóðskipu- lags á Alexander Solz- henitsyn. Enginn er hæfari tii þess að lýsa þeim miklu erfiðleik- um sem bíða hins mikla rithöfundar en landi hans, Anatoliy Kutsnetsov, — höfund- ur bókarinnar Babiy Yar —, en hann flýði til Vesturlanda fyrir fjórum árum síðan. Eg get vissulega gefið bækur mínar út á Vesturlöndum, þær birtast að mestu leyti í þýðingum, ætlaðar vestrænum lesendum. Ut- gáfur á rússnesku, ætlaðar út- flytjendum, eru I örsmáum upp- lögum. Örfáum eintökum tekst að smygla til Sovétríkjanna, en þau eru svo fá, að með tvö hundruð og milljóna þjóð verður þeirra tæp- lega vart. Einstakir mennn kom- ast yfir þessi eintök, og lesa þau, en það eru bara þeir, sem vita um smyglið. Hugmyndafræðingar KGB og Kommúnistaflokksins eru stærsti lesendahópur útflytj- endabóka í Sovétríkjunum. Lestur bókanna er hluti daglegs starfs þeirra. Vilji maður ná til almennings er lestur í útvarpi eina leiðin, sem einhver áhrif hefur. Að mínu áliti hefur þessi léstur þó ekki jafn- mikil áhrif og ýmsir virðast halda. Vmsar ríkisreknar útvarpsstöðv- ar á Vesturlöndum útvarpa á rússnesku, en stefna þeirra miðar að bættri sambúð og minnkandi spennu og þess vegna má ekki blanda sér i innanríkismál Sovétríkjanna. Utvarpssendingar þessara stöðva miðast því fyrst og fremst við að senda út upplýsing- ar og fróðleik um þeirra eigin lönd. Forráðamenn „Voice of America“ og BBC lýsa þvf yfir Ég hef margoft komið fram í „Radio Liberty", ég las þar bók mfna Babiy Yar, og ég hef nú á annað ár flutt fastan þátt á hverj- um laugardegi. Það er fjórtan mínútna umræðuþáttur, sem er endurfluttur oft í viku. Engu að síður spyrja sovézkir ferðamenn og Gyðingar, sem hafa flutzt úr landi: „Hvers vegna framdi Kutz- netsov sjálfsmorð í Lundúnum?" Þess háttar fréttir eru þær einu, sem berast af mér til Sovétríkj- anna. í hvert einasta skipti, sem ég sezt niður við hljóðnemann finnst mér sem ég sé að tala við stein. Eitt get ég þó fullyrt: ég tala, og mun halda áfram að tala inn í hinn ærandi dyn truflunar- stöðvanna, hvað annað get ég gert? Þegar ég yfirgaf Sovétríkin flutti ég með mér filmur af hand- ritum bóka minna. Þegar ég kom til Lundúna fékk ég útgefanda mínum þegar f stað í hendur handrit og drög að átta bókum, sem ég vildi gefa út þegar í stað. Mér tókst að fá þá fyrstu gefna út, Babiy Yar, í fullkominni gerð, óritskoðaða. Ég vann að annarri, surrealisiskri skáldsögu, sem bar nafnið Taitch Five. Því miður birti ég kafla úr þessari bók, en hætti síðan. bækur, heldur að reyna að vinna upp þann tíma, sem ég hafði tapað, — læra að nýju og taka hugmyndir mínar til endurskoð- unar. í dag, eftir að hafa búið á Vesturlöndum í fjögur ár, get ég sagt með fullum sanni, að hver einasta huemvnd mfn þarfnaðist gagngerrar endurskoðunar, sum ar gat ég leiðrétt, öðrum varð ég að varpa fyrir róða. Mikið er rætt um þá gjá, sem aðskilji austur og vestur. Fyrir flesta er þetta eitt- hvað, sem nóg er að ræða um, en ég hef reynt, og er enn að reyna, hvílík hyldýpisgjá þetta er. Sovézkt þjóðfélag er í rauninni afbrigðilegt. Sovézk menning byggist á fölskum og afskræmd- um siðferðisforsendum og þeir, sem í landinu búa lifa við sífellda sálarlega spennu. Sovezkt þjóð- félag býr við sífellt umsátur og það opnast ekki eitt augnablik. Það er þessi yfirmannlega spenna, sem er orsök þeirra undarlegu áhrifa, sem við höfum á fólk, þegar við brjótum allar brýr að baki okkur og yfirgefum Sovétríkin. Við erum æstir og uppnæmir, taugarnar eru þandar til hins itrasta, við brennum, — reykurinn stendur af okkur. Þegarmanni er skyndilega kastað Solzhenitsyn 1 útlegð Alexander Solzhenitsyn 1 Kaupmannahöfn á dögunum. yfir mig. Ég var við þessu búinn og hafði brynjað mig gegn því að þvi er yfirvöldum f heimalandi mínu viðkom. Til Vesturlandabúa bar ég hins vegar barnslegt trúnaðártraust, var svo opinskár og varnarlaus, sem framast var mögulegt. En þá dundu höggin skyndilega á mér, þau verkuðu eins og rýtingsstungur, og þau komu þaðan, sem ég átti þeirra sízt von, — að vestan. 1 óeigin- legri merkingu má segja, að ég hafi nötrað af sársauka, eins konar ofurmannlegum sársauka, og enn, eftir fjögur ár, er ég ekki búinn að ná mér að fullu. Ég var ásakaður og tortryggður, ekki eingöngu af vestrænum kommúnistum, við því var ég bú- inn, heldur einnig af fólki, sem hafði heiðarlega en órökstudda samúð með Sovétrikjunum, af sérfræðingum, sem þóttust vera ,Jhlutlægir“, og jafnvel af sovézk- um útflytjendum. Þetta fólk þótt- ist sjá allt hið lægsta í mér, taldi mig svindlara og lygara, einkalff mitt átti að bera vott um úrkynj- un og óhreinindi. Á þennan hátt sameinuðust Sovétrfkin og Vesturlönd um að skapa hug- myndir fólks um mig, ég átti að vera tvöfaldur og harla ómerkileg persóna. Fyrst í stað reyndi ég að berjast gegn þessu, en gafst fljót- lega upp og lét mér nægja að fylgjast með. undrandi og skelfd- ur. Hneykslanlegir samningar Áður en ég fluttist úr landi, var ég í Sovétríkjunum álitinn vera heiðarlegur og hæfileikum búinn rithöfundur, þótt ég væri að vísu í náðinni og hefði með hneyksl- anlegum samningum fengið prentaða bók, sem hefði harla vafasaman sannleika fram að færa. Bók mín Babiy Yar var gef- in út f milljónum eintaka, hún var þýdd á þrjátfu tungumál og varð metsölubók í Bandaríkjunum. Þetta var á meðan ég var enn sovézkur rithöfundur. Nú berast mér frá Sovétríkjun- um umsagnir rithöfunda, minna beztu vina og félaga, um mig: „Kuznetsov? Hæfileikalaus mannleysa, sem hugsaði ekki um annað en auð og frægð.“ Einnig hafa mér borizt til eyrna umsagn ir venjulegra verkamanna, settar fram af fullri hreinskilni: „Kutznetsov — bölvaður hundur inn. Svoleiðis fólk ætti að skjóta.“ Hvers vegna? „Hann sveik föður- land sitt sá Júdas.“ Eða á Vestur- löndum. Frönsk stúdina hafði þetta um mig að segja: „Kutznetsov, heldur er það nú leiðinleg manngerð." Hvers vegna? „Ég veit það ekki, en hann er fráhrindandi“. Hafði hún lesið nokkuð eftir Kutznetsov? „Nei, og ég hef enga löngun tilþess." Vestan járntjalds hef ég gefið út aðra gerð Babiy Yar, þar sem allur sannleikurinn er sagður. Sú bók gekk sæmilega vel í tveim eða þrem löndum, en f Bandarikjun- um seldist hún aðeins f átta hundruð eintökum. Reynslan sýnir, að sá rithöfund- ur, sem gerist útflytjandi frá Sovétríkjunum, hefur þar með lokið ævi sinni að þvi er föður- land hans snertir. I dag finnst mér sem ég sé dauður að því er föðurland mitt og þjóð snertir, jafnvel líkamlega. sigri hrósandi, að útsendingar þeirra séu ekki truflaðar lengur f Sovétríkjunum, en það sýnir bezt, að sovézk yfirvöld telja þessar út- sendingar algjörlega meinlausar. „Voice of America“ sendir út langa þætti um fegurð Colorado fylkis, en annars er dagskráin að mestu byggð upp af léttri tónlist. Því sem ég skrifa get ég aðeins útvarpað um eina stöð: „Radio Liberty" í Munchen. Sú stöð á þó við vaxandi erfiðleika að etja, aðr- ar stöðvar eru taldar meinlitlar og þess vegna geta Sovétmenn ein- beitt sér að því að trufla sending- ar hennar. Útsendingar „Radio Liberty“ eru sovézkum borgurum jafn nauðsynlegar og loftið, sem þeir anda að sér, en engu að síður eru þær truflaðar svo, að þær heyrast vart lengur. Þeir, sem eru nægilega þráir til þess að sitja uppi nótt eftir nótt geta kannski, með heppni þó, náð einstaka sendingum, en til þess verða þeir að hafa viðtæki af beztu gerð og þau er einfaldlega ekki hægt að kaupa í Sovétríkjunum. Sovézkir rithöfundar eru illa upplýstir og fávísir. Þegar allt kom til alls varð mér ljóst, að það, sem ég hafði skrifað, myndað og flutt yfir landamærin með leynd var hvorki nýtt né frumlegt. Þó hafði ég Iagt mig f mikla hættu við að smygla filmun- um með mér. Allt hafði þetta verið skrifað áður, og það sem meira var, það hafði verið gert miklu betur en ég gat gert. Eg hafði aldrei heyrt getið um George Orwell, ég átti þess fyrst kost að lesa verk hans þegar ég var kominn til Lundúna. Þá sá ég, að Taitch Five var ekkert annað en endurtekning á því sem hann hafði skrifað, og á undan honum hafði rússneski útflytjandinn Zanyatin skrifað sams konar bók. Mér brá illilega þegar ég gerði mér grein fyrir því, hve illa upp- lýstir og fávfsir sovézkir rithöf- undar eru, hve gjörsamlega einangraðir þeir eru frá menn- ingu umheimsins. Ég komst að því, að ég þurfti ekki að skrifa út í veröld, sem er eðlileg í mann- legum skilningi verður manni við eins og kafara, sem skyndilega kemur upp úr djúpinu, hann finn- ur oft til velgju, sem getur jafnvel leitt tildauða. Hver og einn einasti, sem flyzt frá Sovétrikjunum til Vestur- landa. verður fyrir taugaáfalli, mismunandi miklu auðvitað. Þetta áfall hefur stundum verið kallað „útflytjendasjúkdómur“, spennufall", ,,frelsisveiki“o.s.frv. Raunverulegur sjúkdómur Hið menningarlega, sálfræði- lega og taugalega spennufall, sem menn verða fyrir, er þeir flytjast frá Austur- til Vestur-Evrópu er of mikið. Rithöfundar, sem eru margir hverjir mjög næmir og viðkvæmir, eru einmitt Ifklegastir allra til þess fá mjög slæmt áfall. Fyrirfram hafði ég enga hug- mynd um þetta. Þegar ég kom vestur fyrir tjaldið i fyrsta skipti á ævinni gat ég ómögulega skilið, hvað að mér gekk. En þetta er raunverulegur sjúkdómur, og það sem meira er, hann er nýr og framandi þeim, sem brýzt út úr tröllakatli kommúnismans. Ég þurfti tvö eða þrjú ár til þess að jafna mig, en enn þann dag f dag finn ég fyrir eftirköstunum, a.m.k. öðru hvoru. Þetta kann að hljóma vitleysislega, en trúið mér, ég veit hvað ég er að tala um. Eg gæti nú skrifað vísindalegt rit um þennan sjúkdóm. Ég gæti skýrt hvað gekk að hinum hæfi- leikamikla rithöfundi Marek Hlasko, sem flýði frá Póllandi, en dó ungur, þar sem hann þoldi ekki spennufallið. Hið sama olli sjálfsmorði Viktors Kravchenko, hins fræga höfundar bókarinnar „Eg kaus frelsið". Hið sama er að segja um rússneska rithöfundinn Arkadiy Belinkov, hann var í út- legð i tvö ár, yfirspenntur og dó af völdum blóðtappa í hjarta. Ég hef fram til þessa aðeins gert dökku hliðarnar að umræðu- efni, en gæti auðveldlega ritað tvöfalt meira mál um hinar björtu, Ef ég væri í Sovétríkjun- um í dag, myndi ég flýja hvað sem það kostaði. Og meira en það, hið eina sem ég sé eftir í lifinu er, að ég skyldi ekki komast vestur fyrir Framhald á bls. 21.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.