Morgunblaðið - 16.03.1974, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.03.1974, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. MARZ 1974 an Eldfœrin „Hvar getur maður fengið að sjá hana?“ sagði dátinn. „Það er alls enginn kostur á að sjá hana,“ svöruðu allir; ,Jiún býr í stórri koparhöll, sem lukt er um- hverfis með mörgum múrum og turnum. Engum er þar heimill gangur út og inn, nema konunginum, en það er nú sökum þess, að spáð hefur verið, að það liggi fyrir henni að giftast sléttum og réttum dáta, en það vill kóngurinn ekki hafa.“ „Hana þætti mér gaman að sjá,“ hugsaði dátinn með sér, en það voru nú engin tiltök, að hann fengi það. Nú lifði hann fjörugt, fór í leikhúsið, ók í konungs trjágarðinum og gaf fátæklingum mikla peninga, og var það fallega gert af honum. Hann vissi af gamalli reynslu, hvað það er bágt að eiga ekki nokkurn skilding. Hann var nú ríkur, átti fallegan fatnaó, og hændust að honum margir vinir, og allir sögðu, að dæmalaust væri hann nú vænn og einstakasta prúð- menni, og það þótti honum gott að heyra. En af því eftir H. C. Andersen Steingrimur Thorsteinsson þýddi Réttur hnútur Að hnýta réttan hnút, — hvernig er liann hnýttnr. Það er í sjáifu sér einfalt ef þú ferð eftir leiðhein- ingiinum hér á teikningunni. En mistakist þér hleypur kellingahnútur á allt sainan. að honum eyddust peningar á degi hverjum, en bættust engir aftur í staðinn, þá fór svo, að hann á endanum átti ekki eftir nema einn tvfskilding og varð að flytja sig burt úr fallegu herbergjunum, þar sem hann hafði verið, og fá sér húsnæði í ofurlítilli kytru uppi undir þaki og bursta stígvélin sín sjálfur og líka staga þau saman. Og ekki kom þar nokkur inn til hans af vinum hans, því að það voru svo mörg stigaþrepin að ganga upp og ofan. Eitt kvöldið, er hann sat í kolniðamyrkri og hafði ekki einu sinni efni á að kaupa sér kerti, þá rifjaðist allt í einu upp fyrir honum, að það lá ofurlítill kertisstubbur í eldfæra-eskinu, sem hann hafði tekið í hola trénu eftir tilvísun galdrakerlingarinnar og með hennar tilbeina. Hann tók þá upp eldfærin með kertisstubbnum, en í sama bili og hann sló eld og neistarnir hrutu úr tinnunni, þá hrukku upp dyrnar og stóð frammi fyrir honum hundurinn, sá hinn sami,.sem hann fyrr sá niðri í trénu, hundurinn með augun, sem voru eins stór og undirskálar. „Hvað vill herra minn gera láta?“ spurði hundurinn. „Hvað er þetta?“ sagði dátinn, „tarna eru skemmtileg eldfæri, ef ég get fengið svona, hvað sem ég vil. Útvegaðu mér dálítið af peningum," sagði hann við hundinn, og varla var hann farinn fyrr en hann var aftur kominn með stóran poka fullan af skildingum, sem hann bar í trantinum. Nú vissi dátinn hvílík ágætis eldfæri þetta voru; slæi hann einu sinni, þá kom hundurinn, sem sat á eirpeningakistunni, slæi hann tvisvar, þá kom hundurinn, sem hafði silfurpeningana, og slæi hann þrisvar, þá kom sá, sem gullið hafði. Flutti nú dátinn sig aftur í fallegu herbergin og komst aftur í fallegu fötin, og þá jafnharðan þekktu vinirnir hann aftur, og þá þótti þeim svo dæmalaust vænt um hann. Einu sinni hugsar hann með sér: „Undarlegur skolli er þetta, að maður skuli ekki mega fá að sjá kóngsdótturina, hún kvað vera svo ljómandi falleg, það segja þeir allir. En hvaða gagn er að því ef hún verður alltaf að sitja innilokuð í stóru koparhöllinni með turnana? Er þá ómögulegt, að ég geti fengið að sjá hana? Hvar eru nú eldfærin mín? Og han sló eld, og í sama bili kom hundurinn með augun, sem voru eins stór og undirskálar. „Það er reyndar komið fram á miðja nótt,“ sagði dátinn, „en mig langar svo ákaflega til að sjá kóngs- dótturina, þó að það væri ekki nema rétt allra- snöggvast.“ oAJonni ogcyVLanni eftir Jón Sveinsson Freysteinn Gunnarsson þýddi Ég tók nú upp brauðsneiðamar, og átum við tvær þær stærstu. Þá áttum við fjórar eftir. „Þessar verðum við að geyma þangað til seinna“. sagði ég. „Þær höfum við fyrir miðdegismat“. „Já. það verðum við að gera“, sagði Manni. „En ég gæti vel borðað þær strax“. Þegar við vorum búnir að borða og hvíla okkur dálitla stund, óx okkur aftur hugur og dugur. Yið risum á fætur og lituðumst um. Langt, langt fyrir neðan okkur sáum við bæinn á Möðruvöllum. Bæjarhúsin, sem annars voru há og reisuleg, þau voru héðan að sjá orðin agnarlítil og lágkúruleg. Farið var að rjúka á stöku stað. Fólkið var að hita morgunkaffið. „Það vildi ég, að við hefðum nú heitt kaffi eða mjólkursopa“, stundi Manni. ,J\ú dugar ekki að hugsa um það“, sagði ég. „Það er ekki til neins. Sjáðu heldur, hvað loftið er orðið fallegt þarna uppi“. Sólin var að koma upp. í norðaustri var eins og fjöllin stæðu í Ijósum loga. Þau glóðu gullroðin og purpurarauð. „Nei, hvað þetta er fallegt!“ kallaði Manni. „Aldrei hef ég séð neitt svona fallegt áður“. „Já, það er ljómandi fallegt. En þó verður ennþá fallegra, þegar við komum hærra upp“. „Þá skulum við flýta okkur“, svaraði Manni. „Nú er ég ekkert þreyttur“. Við lögðum nú af stað og héldum áfram að sækja á móti brekkunni. En nú fórum við ekki eins hratt og áður. Alltaf varð brattara og brattara. Það var þungt fyrir fótinn. En hugurinn bar okkur hálfa leið. Við leiddumst og léttum hvor fyrir öðrum. mc6lmoi9unkcilfinu — Eg skal taka ofan gleraugun. ef þú tekur pfpuna úr munninum. — Ég er ekkert að segja, að kiikurnar þínarséu vondar.en hvernig stendur á því, að allir fuglarnir forðast garðinn eftir að þú hefur kastað kökumol- unum fyrir þá. — Ég þekki hana lítið, rétt aðeins nógu mikið til þess að geta talað við liana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.