Morgunblaðið - 16.03.1974, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 16.03.1974, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 16. MARZ 1974 Meistarakeppnin hefst í dag kl. 3 Valur og ÍBK leika fyrsta leikinn FYRSTI leikur Meistarakeppn- innar í knattspyrnu, og þá um leið fyrsti opinberi knattspyrnu- leikur ársins, fer fram í Keflavfk 1 dag og hefst kiukkan 15. Það verða Valur og IBK, sem fyrst leiða saman hesta sína og er ekki að efa, að um skemmtilega viður- eign verður að ræða.Itæði lið hafa æft vel að undanförnu, en þó kann það að há Valsmönnum, að Jóhannes Eðvaldsson má ekki leika þennan leik, vegna leik- banns, sem hann fékk á sfðasta keppnist ímabili, er honum var vikið af leikvelli f sfðari viður- eign IBK og Vals. Þá er einnig óvíst hvort Hermann Gunnarsson geti leikið, en Valur á að leika í 1. deildinni í handknattleik á Akur- eyri í dag. Keflavíkurliðið vann meistara- keppnina sfðast, vann alla sína leiki, fBV hlaut 4 stig, en Fram ekkert. Auk Vals og IBK taka Framarar þátt í í meistarakeppn- inni nú og þeir leika fyrsta leik- inn í Reykjavík á árinu við Val, væntanlega í næstu viku. HINN júgóslavneski þjálfari Standard Liege, Markovic hefur nú sagt upp störfum hjá félaginu. Ásta'ðan er sffelldir árekstrar milli hans og stjórnar félagsins, snmkomulag hans við leikmenn- ina var hins vegar eins og bezt varð á kosið að sögn Asgeirs Sig- urvínssonar. Markovic var þrá- beðinn um að vera út keppnis- tímabilið, en var ekki fds til þess, sagði að bezt væri að hætta strax, ágreiningurinn væri orðinn það mikill. Við starfi hans tekur að- stoðarþjálfarinn og verður með liðið fram á vor. Karl Hermannsson og félagar hans f IBK leika fyrsta leikinn á keppnistímabilinu. r að sigra Armann fyrir frammistöðu sína i leiknum, en sjálfur er hann ekki sérlega hress. Hann fékk mikið högg í leiknum frá danska landsliðs- manninum Kresten Bjerre og sá stjörnur það sem eftir var leiksins og er nú bæði blár og bótginn í andlitinu. Tekst ÍR Þjálfari Standard segir upp störfum — mikilvægir leikir um helgina Við sögðum frá því í blaðinu í gær, að mikil mannaskipti yrðu hjá Standard með vorinu og lík- lega yrðu einhverjir Danir keypt- ir til liðsins. Auk þess eru einn- ig uppi háværar raddirí Liege um að hollenski landsliðsmaðurinn og leikmaður Ajax, Neskens, verði keyptur til liðsins. 1 síðasta leik Asgeirs með Standard — gegn Molenbeck — varð jafnt, 0-0, en agur Asgeirs og félaga hefði þó gefið réttari mynd af leiknum. Ásgeir fær góða dóma Badminton UM HELGINA fara fram fjórir leikir í 1. deild tslandsmótsins f körfubolta, og í 2. deild verða tveir leikir. Allir cru leikirnir í 1. deild afar mikilvægir, enda fer nú senn að líða að þvf að lokabar- áttan hefjist. Sá leikur sem beðið er með hvað mestri eftirvæntingu er leikur Armanns gegn IR, en hann fer fram á Seltjarnarnesinu f dag kl. 16. Og að lionum loknum er annar stórleikur á dagskrá, nefnilega leikur Vals og IS. I fyrri umferðinni sigraði Armann ÍR nokkuð örugglega, og vissulega eru þeir sigurstrang- legir í dag. ÍR-ingar hafa verið mjög heppnir að undanförnu, þeir áttu t.d. varla skilið að sigra HSK um síðustu helgi. Bæði Armann og IR hafa tapað fjórum stigum, — eins og KR, svo leikur- inn i dag er einn af úrslitaleikjum mótsins. — IS hefur örugglega í hyggju að fylgja eftir sigrinum yfir KR frá síðustu helgi og vinna Val f dag, Valsmenn sem eygja enn von um íslandsmeistaratitil- inn verða þó örugglega ekki sigraðir átakalaust frekar en fyrri daginn. Á morgun heldur 1. deildar keppnin áfram á Seltjarnar- nesinu, og leika fyrst botnliðin HSK og UMFS. Þessi lið eru lang- neðst í deildinni, HSK með 2 stig, UMFS ekkert stig. Og hér verður örugglega barist til leiksloka. Síðan leika KR-ingar gegn UMFN, og hver ætlar að spá fyrir með vissu um úrslit þessa leiks? Ég treysti mér a.m.k. ekki tilþess. Þessir leikir hefjast kl. 19.30. í 2. deild verða tveir leikir. I.M.A. leikur gegn Haukum í Hafnarfirði kl. 14 í dag, og á morgun leika UBK og Í.M.A. á Seltjarnarnesi kl. 18. gk. r Islandsmótið í lyftingum ISLANDSMEISTARAMÓTIÐ í lyftingum fer fram í dag f Laugardaishöllinni. Verður keppninni tvfskipt. Léttari flokkarnir hefja keppni kl. 13.00, þ.e. léttvigt og léttari, en kl. 15.00 hefst keppni 1 þyngri flokkunum, þ.e. frá mi llivigt og upp úr. Keppendur þurfa að mæta klukkustund og stundarfjórðungi fyrir keppni til vigtunar. Allir beztu lyftingamenn lands- ins eru skráðir til keppni á Is- landsmótinu að þessu sinni, og má því búast við harðri keppni og góðum árangri. Munu keppend- urnir ekki einungis gera atlögu að Islandsmetum, heldur og lág- mörkum fyrir Norðurlanda- meistaramótið, en nokkrir kepp- endur eiga góða möguleika á að ná þeim. r Urslit hjá konum og í 2. deild Aðeins einn leikur fer fram i 1. deild karla um helgina, Valur og Þdr leika á Akureyri i dag. Eigi að siður verður mikið um að vera i handknattleiknum að venju og úrslitin í 1. deild kvenna og 2. deild karla ættu að liggja fyrir á morgun. Fram nægir að fá eitt stig í leik sínum við Víking i 1. deild kvenna á morgun til að tryggja sér íslandsmeistaratitil- inn, hefst sá leikur um klukkan 16.30 f Höllinni á morgun. Að þeim leik loknum mætast Þróttur og KR í 2. deild karla og þurfa Þróttarar að vinna þann leik til að standa eins vel að vígi og Grótta í 2. deildinni. Auk þessa leika Val- ur og FH í 1. deild kvenna í Höllinni á morgun og Þor leikur á Akureyri gegn KR í dag. Skíðaganga REYKJAVlKURMÓT í skíða- göngu fer fram á funnu- daginn við Skíðaskálann í Hveradölum. Keppt verður í 10 km göngu 17—19 ára og 15 km göngu 20 ára og eldri. Mótsstjóri verður Jónas Ásgeirsson. Nemarnir í ÍKÍ blakmeistarar? UNGLINGAMEISTARAMÓT Ís- lands í badminton fer fram í Vals- heimilinu um helgina. Hefst mót- ið klukkan 13 í dag og á morgun klukkan 14 hefjast svo úrslitin. Mót þetta er fjölmennasta ungl- ingameistaramótið, sem haldið hefur verið, en rúmlega 100 kepp- endur hafa tilkynnt þátttöku frá 10 félögum víðs vegar að af land- inu. Sýnir þetta vel í hve mikilli sókn badmintoníþróttin er um þessar mundir. Breiðholtshlaup ÍR ÞRIÐJA Breiðholtshlaup IR fer fram á morgun og hefst eins og venjulega kl. 14.00 á sparkvellin- um við Breiðholtsskólann. Bekkjakeppnin heldur áfram af fullum krafti og er staðan nú eftir tvær umferðir sú, að í fyrsta sæti er 3. bekkur A með 12 stig, en 8. bekkur H og 1. bekkur B hafa 5 stig. Efsti bekkur Fellaskólans hefur hlotið 3 stig. Skráning og númeraúthlutun hefst kl. 13.30. LAUGVETNINGAR hafa undan- farin ár sýnt hlakinu mikinn áhuga og liðin að austan hafa skipað sér í fremstu röð íslenzkra blakliða. 1 fyrravetur sigruðu menntaskólanemar frá Laugar- vatni í Islandsmótinu, en þeir léku undir nafni Ungmenna- félagsins Hvatar. Þcir héldu hóp- inn er f bæinn var komið og gerð- ust frumherjar í nýstofnaðri blakdeild Víkings. Margir héldu að þessir piltar yrðu Islands- meistarar aftur f vetur, en sú verður tæpast raunin á úr þvf sem komið er. Allt bendir til þess að tslandsbikarinn fari aftur austur á Laugarvatn og lendi nú hjá nemum Íþróttakennaraskólans, sem keppa undir nafni Ung- mennafélags Biskupstungna. Nemendur IKI hafa unnið þá þrjá leiki sem þeir hafa spílað í úrslitakeppninni til þessa'og eiga eftir að leika gegn liðunum að norðan, IMA og UMSE, en þau eru neðst liðanna í úrslitakeppn- inni. Þá má einnig telja líklegt að hitt Laugarvatnsliðið, UMFL, verði í öðru sæti í þessu móti, en keppnin um þriðja sætið kemur til með að standa á milli Reykja- víkurfélaganna Víkings og IS. Urslitaleikirnir í blakinu fara fram um helgina og þó svo að ýmislegt bendi til þeirra úrslita, sem nefnd eru hér á undan getur allt gerzt. Blakleikir helgarinnar verða sem hér segir. Iþróttahöll, laugardag kl. 13.30. ÍMA— UMFL Vogaskóli, laugardag kl. 15.30. UMSE — UMFB Laugardalshöll, sunnudag kl. 19.00 UMFL — UMSE ÍS — Víkingur UMFB — IMA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.