Morgunblaðið - 16.03.1974, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.03.1974, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. MARZ 1974 18 Fóstbræður úr Fóstbræðrum syngja viðopnun Vökunnar ásunnudag. Þarna er allur kór Fóstbræðra. Fjölbreytt Kópavogsvaka að hefjast Dagana 17.—23. marz. gengst Leikfélag Kópavogs fyrir vöku í félagsheimilinu í samvinnu við rekstrarstjórn þess. Tilgangurinn er að auka starfsemi Félags- heimilisins og gera bæjarlífið fjölbreytilegra. Dagskráin er við það miðuð, að sem flestir, bæði ungir og aldnir, geti fundið þar eitthvað sér til skemmtunar eða fróðleiks. Vakan hefst á sunnudag kl. 3 með fjölskyldudagskrá, en meðal efnis þar eru 14 fóstbræður, Skólahljómsveit Kópavogs, dans- sýning frá Dansskóla Heiðars Ást- valdssonar, gamanþættir og fleira. Um kvöldið sýna Leikfélag Selfoss og Leikfélag Hveragerðis Skugga-Svein Matthíasar Jochumssonar. Mánudagskvöldið er helgað æsku bæjarins og mun hún sjá um og flytja allt efni. A þriðjudag verður kynning á verk- um nokkurra rithöfunda og kvik- myndasýning. Miðvikudagurinn er helgaður tónlistinni og munu Tónlistarskóli Kópavogs, Karla- kórinn fóstbræður og 10 manna söngflokkur sjá um flutninginn. A fimmtudagskvöld mun Leik- félagið flytja kafla úr Hrafnhettu Guðmundar Daníelssonar, en höfundur verður sögumaður. Á föstudagskvöldið verður þjóðlaga- kvöld. Flytjendur verða nokkrir kunnustu listamenn landsins á því sviði, eins og Kristín Ölafsdóttir, Hörður Torfason, Árni Johnsen, Kristín Lilliendahl og fleiri. Vökunni lýkur svo með* almennu hófi á laugardagskvöld, en þar verða ýmis skemmtiatriði og „Kátir félagar" leika fyrir dansi. Á meðan vakan stendur mun Lista- og menningarsjóður Kópa- vogs sýna grafik í neðri sal, en á annarri hæð verður sýnt úrval teikninga barna í skólum bæjarins. Þá mun Leikfélagið ásamt barnaskólum bæjarins sjá um skemmtun fyrir yngstu bæjar- búanna 3 fyrstu daga vökunnar. Formaður Leikfélags Kópavogs er Björn Magnússon, en fram- kvæmdastjóri Vökunnar er Donald Jóhannesson. Þing norrænna tann- læknanema í Reykjavík FÉLAG fslcnzkra tannlækna- nema, sem er aðili að samtökum norrænna tannlæknanema, hefur tekið að sér að halda þing hér 1 Reykjavík dagana 14.—18. marz n.k., en það er haldið hér í sam- bandi við 25 ára starfsemi féiags- ins. Þing sem þetta er haldið tvisvar á ári og skiptast skólarnir þá á um að halda það. Á Norðurlöndum eru nú starfandi 11 tannlækna- skólar, en verið er að byggja tvo nýja, að því er segir f frétt frá félaginu. Helztu málefni til umræðu á þessu þingi verða m.a. „sam- bandið á milli tannlæknanema og aðstoðarfólks tannlækna, með til- lití til sameiginlegs náms“. Þær umræður eru íslenzkum tann- læknanemum að því leyti gagn- legar, að um þessar mundir er unnið að hönnun nýs húsnæðis og kennslurýmis tannlæknadeildar Háskóla Islands, auk þess sem unnið er að breytingum á kennslu í deildinni. Þá verður og fjallað um „stúdentaskipti á milli aðildarfé- laga hinna norrænu samtaka“. Gísli Jónsson — ekki Johnsen í FRÁSOGN Morgunblaðsíns í gær af dráttarvélargjöf Pólverja til Vestmannaeyjakaupstaðar urðu þau mistök, að fyrirtækið, sem gaf yfirbyggingu á dráttar- vélina, var sagt heita Gísli Johnsen og Co. Fyrirtækið heitir Gísli Jónsson og Co., til húsa að Klettagörðum 11. Leiðréttist þetta hér með. Samkomulag um takmörkun á þorskveiði London, 15. marz AP — NTB. t DAG var undirritað sam- komulag milli stjórna Noregs, Bretlands og Sovétríkjanna um takmarkanir þorskveiða þessara þjóða á Norðaustur- Atlantshafi. Viðræður um mál þetta hafa staðið frá þvf árið 1972 og var vonazt til, að sam- komulag næðist ,fyrir síðustu áramót til að það gæti tckið gildi 1. janúar 1974 en það tókst ekki fyrr en nú. Samkvæmt þessu samkomu- lagi sem gildir fyrir yfirstand- andi ár mega Bretar veiða 77.650 lestir af þorski á þessu svæði á árinu, Norðmenn 242.850 lestir og Sovétmenn 179.500 lestir. Þá voru afmörk- uð sérstök svæði, þar sem eftir- lit verður haft með veiðunum. 16.298 nemendur í umferðarskólanum SJÖTTA starfsár umferðarskól- ans Ungir vegfarendur er hafið og fyrstu verkefni ársins hafa verið send út. Nemendur eru 16.298 börn á aldrinum 3—7 ára í 37 sveitarfélögum. Bættust sjö sveitarfélög f hópinn á sfðasta Francis Hope látinn MÖNNUM er eðlilega i fersku minni flugslysið óhugnanlega við París í byrjun mánaðarins, þegar tyrknesk risaþota af gerðinni DC- 10 fórst og með henni 344 manns. Meðal farþeganna var Francis Hope, aðalfréttamaður brezka blaðsins The Observer fyrir Vest- ur-Evrópu. Hope var 35 ára, kvæntur og átti tveggja ára dóttur. Hann stundaði nám við Eaton og Oxford og lauk námi með ágætiseinkunn árið 1960. Að því loknu hóf hann blaðamennsku, fyrst hjá tímarit- inu Encounter og síðan hjá tíma- ritinu New Statesman. Á þeim árum kom út ljóðabók hans Instead of a Poet. Einnig starfaði hann fyrir þáttinn Panorama á vegum BBC og skrifaði bók- menntagagnrýni fyrir Observer áður en hann réðst til blaðsins í apríl 1973. Hafa greinar hans í Observer birzt í blöðum úti um allan heim. ári: Neskaupstaður, Búðahrepp- ur, Flateyrarhreppur, Grfmsnes- hreppur, Laxárdalshreppur, Norðfjarðarhreppur og Vatns- leysustrandarhreppur. Áætlaður kostnaður við starf- semi skólans er tvær milljónir króna og greiða sveitarfélögin 1500 þús. kr., en 500 þús. kr. eru greiddar af starfsfé Umferðar- ráðs. Áætiaður fjöldi verkefna- sendinga á þessu ári er um 90 þús. verkefni. — Umferðarskólinn er fyrir börn á aldrinum 3—7 ára. Fá þau send verkefni, mismun- andi mörg eftir aldri, sem þau eiga að leysa með aðstoð foreldr- anna. Á afmælisdaginn fá allir þátttakendur á aldrinum 4—7 ára kveðju frá skólanum. Með fyrstu verkefnasendingu skólans i ár fylgdi foreldrabréf, þar sem starfsemi skólans er út- skýrð oggetið um fjölda sendinga til hvers aldursárgangs. Brezhnev boðar: 35 milljarðar rúblna í ræktun Síberíusvæða Moskvu, 15. marz AP — LEONID Brezhnev, leiðtogi sovézka kommúnistaf lokksins, skýrði í dag frá fyrirætlun stjórn- valda um meiriháttar ræktunar- framkvæmdir f vesturhluta Síberíu á árabilinu 1976—80. í áætlun þessari, sem Brezhnev sagði, að hefði verið samþykkt nýlega af miðstjórn flokksins, er gert ráð fyrir að verja 35 milljörðum rúblna til ræktunar- framkvæmda en það er fjórðung- ur þeirrar fjárupphæðar, sem Sovétmenn verja til landbúnaðar- framkvæmda 1 Sovétríkjunum öllum samkvæmt yfirstandandi fimm ára áætlun 1971—75. Talið er, að þessar nýju framkvæmdir eigi að verða á víð- áttumiklu svæði austan Ural- fjalla, allt til Yakutiu og norður til Mið-Asiu, en Brezhnev skýrði ekki nánar, hvernig framkvæmd- um yrði hagað eða hvaða svæði væri um að ræða. Vestrænir fréttamenn segja, að komist þessi áætlun til fram- kvæmda, muni hún fara langt i að létta af Sovétmönnum áhyggjum þeirra af landbúnaðarfram- leiðslunni. Flotaheim- sóknum aflýst London, 15. marz AP—NTB BREZKA ríkisstjórnin tilkynnti í dag, að aflýst hefði verið brezkri flotaheimsókn til Chile. I gær var aflýst brezkri flotaheimsókn til Grikklands og mun tilgangur stjórnarinnar sá, að sýna andúð sina á herforingjastjórnunum í löndum þessum. — Sóttkví Framhald af bls. 15 með sér, að hin íhaldssama ríkis- stjórn Perons getur stjórnað háskólunum aan.k. í ár. M.a. fela lögin í sér, að stjórnin getur útnefnt bráðabirgða yfir- stjórn háskólanna í eitt ár áður en lögin taka að fullu gildi, en enn er eftir að ganga frá þeim í einstök- um atriðum. Er gert ráð fyrir, að vinstri sinnaðir rektorar, sem eru í miklum meiri hluta í landinu, verði bráðlega settir af, og I stað þeirra komi þægari ihaldsmenn. Umdeildasta ákvæði laganna er það, sem bannar allan pólitískan áróður eða alla pólitíska starfsemi í háskólunum, sem er í andstöðu við hugmyndir yfirvalda um „þjóðaruppbyggingu okkar“. Telja vinstri menn, bæði úr hópi peronista og marxista, að þetta muni leiða til pólitískra ofsókna. — Flugslys Framhald af bls.l leið logaðí vélin öll. Ekki tókst að opna hurðir á farþegarými henn- ar sökum bilunar, er varð i þrýsti- kerfi og varð að beita logsuðu- tækjum til að ná farþegunum út. Hlutu margir þeirra slæm bruna- sár en aðrir beinbrotnuðu, er þeir köstuðu sér út úr vélinni. Forstjóri Sterling Airways, Anders Helgestrand, sagði i Kaupmannahöfn í dag, að sögn NTB, að hann gæti ekki útilokað, að slysþetta hefði orðið af völdum skemmdarverka, en ekki kvaðst hann hafa um það neinar óhyggj- andi upplýsingar. — Nixon Framhald af bls.l Af hálfu Bandaríkjastjórnar hefur að undanförnu gætt vaxandi gagnrýni á stjórnir Evrópuríkja. Henry Kissinger, utanríkisráðherra, sagði fyrir nokkru, að samskiptin við banda- lagsríkin í Evrópu væru erfiðasta vandamál Bandaríkjanna í utan- ríkismálum einsog nú væri komið málum. Sömuleiðis viðhafði hann á fundi með eiginkonum banda- riskra þingmanna vafasöm um- mæli um stöðu ríkisstjórna Evrópu, en reyndi síðan á blaða- mannafundi að draga úr þeim og kvaðst hafa átt við ríkisstjórnir landanna í stríðsbyrjun. Á fundinum í dag kom Water- gatemálið einnig til umræðu og itrekaði Nixon, forseti, fyrri stað- hæfingar sinar þess efnis, að hann hygðist ekki láta af embætti, enda mundi koma í ljós þótt síðar yrði, að allar ásakanir í hans garð væru tilhæfulausar. Hann kvaðst ekki mundu mæta fyrir rétti í eigin persóni, því þar með mundi hann gefa fordæmi, sem síðar yrði harmað. — Lýsi ábyrgð Framhald af bls. 32 m.a. með atkvæði forsætisráð- herra. Geir sagði, nú væri frumvarp sjálfstæðismanna um lækkun tekjuskatts í nefnd í neðri deild. Það væri krafa sjálfstæðismanna og það væri krafa allrar þjóðar- innar, að það frumvarp yrði af- greitt á Alþingi þegar í stað og ný tekjuskattslög sett, sem unnt væri að beita við skattaálagningu nú í ár, svo að forða mætti þjóðinni frá þeirri skattkúgun, sem vinstri stjórnin bæri alla ábyrgð á, „Með- ferð þessa frumvarps rikisstjórn- arinnar um skattkerfisbreytingu, aðdragandi þess, efni og af- greiðsla, er með þeim endumum, að í ljös er leitt, að rikisstjórnin hefur hvorki getu, vilja né vald til þess að koma málum fram og ber henni því að segja af sér þegar í stað. Þegar Morgunblaðið fór í prent- un stóð ennþá yfir 3. umræða i efri deild, og átti þá eftir að ljúka henni og taka málið til einnar umræðu á ný í efri deild. Hafði sá fundur verið boðaður að loknum fundinum i efri deild. Hestamannafélaglð Fákur KAFFISALA Konur í félaginu sjá um kaffihlaðborð sem verður í Félagsheimilinu við Elliðaár, sunnudaginn 17. marz. Húsið opnað kl. 1 4.30. Allir velkomnir. Börnum verður gefinn kostur á að koma á hestbak, ókeypis. Fáksfélagar komið með hesta ykkar og teymið undir börnunum. Kvennanefndin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.