Morgunblaðið - 16.03.1974, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.03.1974, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. MARZ 1974 23 nóg hefði hann annað að starfa. En hann var mjög vel íþróttum búinn og hið mesta karlmenni, sem og Páll heitinn Kolka gat eitt sinn um, fyrir allmörgum árum í útvarpserindi. Það var árið 1929 heima á Reykjum þann 19. júní, að þau gengu í hjónaband Páll Kristjáns- son og Sólveig Erlendsdóttir frá Stóru Giljá. Og einnig systir Páls, Kristín og Páll Sigfússon frá Mælifelli, síðar bóndi að Hvíteyr- um í Skagafirði. Faðir Páls Sig- fússonar, séra Sigfús Jónsson, gaf brúðhjónin saman. Það hefur áreiðanlega verið mikill dagur, þessi júnídagur heima á Reykj- um við Reykjabraut. Og kannski stærstur Kristjáni bo'nda, sem þá var orðinn ekkjumaður að sjá börn sín tvö ganga út í lífið. Og vissulega var þetta tákn þess, að yngri kynslóðin tekur við af þeirri eldri til yrkingar jarðar og lífs. Páll og Sólveig hafa nú búið á Reykjum í meira en fjörutíu ár. Og nú við fráfall Páls.geta margir sveitungar hans og aðrir minnst góðra stunda af heimili einyrkj- ans, því Páll var mörgum fremur einyrki sökum þess, að þeim Sól- veigu varð ekki barna auðið. Þau tóku kjörson eftir margra ára búskap, Kristján að nafni. En hann var ekki gefinn fyrir það, sem að búskap laut, og hefur ekki hin síðari ár komið þar nema sem gestur. Og í ljósi þessa eru því störf Páls enn stærri i sniðum. Hann var sannur fulltrúi islenzkr- ar bændastéttar. Hann ræktaði jörð sina og land mjög vel. Hann var fljótur að tileinka sér nýjung- ar i búskaparháttum. Hanp var og mikill fjárræktarmaður að sögn sveitunga hans. Páll var unnandi alls þess, sem laut að fræðslu og líkamsrækt eins og áður er drepið á. Húnavallaskólinn hefði aldrei risið við túnfótinn á bæ hans, ef hann hefði verið þvi andsnúinn. Skólinn er því útaf fyrir sig tákn framfarahugar bóndans á Reykj- um. Þegar þetta er skrifað, er Sól- veig kona Páls, ein i Reykjabæn- um. Þö er henni huggun, að hún á góða nágranna, skólastjórahjónin i Húnavallaskóla. Við fráfall Páls, vil ég votta Sólveigu hluttekningu mína og einnig systur háns Kristinu, og öllum öðrum aðstandendum. En Páll á Reykjum lézt á Héraðshælinu á Blönduósi 14. janúar s.l. eftir sjúkleika, sem hann bar með slíkri karlmennsku, að glaðværð heiðrikjunnar i svip hans ætlaði naumast að hverfa. Og 19. sama mánaðar fór útför hans fram að Þingeyrum. Að lokum vil ég segja um Pál á Reykjum, að hann lifir áfram af verkum sínum. Hann bar ís- lenzkri bændastétt gott vitni. Hann braut ávallt nýtt óræktað land. Hann ræktaði einnig upp- vaxandi kynslóð i sundmennt, sem kölluð hefur verið iþrótt íþróttanna. Ég vil segja að verkin standi, þótt maðurinn falli. Og einu sinni var sagt um menn, sem eyddu öllu lífi sínu í að yrkja jörðina, að þeir væru ljós heims- ins og salt jarðar. Ef svo er, þá var Páll á Reykj- um vissulega einn slíkur. Gísli T. Guðmundsson. Eglisstaðlr - Fljótsdalshérað Aðalfundur sjálfstæðisfélags Fljótsdalshéraðs, verður haldinn I barnaskólanum, sunnudaginn 24. marz '74 kl. 2 e.h. Dagskrá: I. Venjuleg aðalfundarstörf. II. Stofnun Egilsstaðadeildar. III. Únnur mál. Stjórnin. Slálfstæðlsféiag Mlðneshrepps heldur fundi í Leikvallarhúsinu I dag laugardaginn kl. 2. e.h. Fundarefni: Athugun úrslit nýafstaðins prófkjörs og væntanlegur framboðslisti. Stjórnin. Félag sjálfstæðlsmanna I Langholtshverfl Skrifstofa félagsins að Langholtsvegi 124 verður fyrst um sinn opin daglega frá kl. 1 7:00 og 1 9:00 eftir hádegi. Umdæmafulltrúar eru vinsamlegast beönir að hafa samband við skrifstofuna. Sími 34814. Stjómin. Hafnartlorður Sjálfstæðiskvennafélagið Vorboði heldur fund i sjálfstæðishúsinu mánudaginn 1 8. marz kl. 8.30. Fundarefni: Fyrirhugaðar byggingaframkvæmdir aldraðra í Hafnarfirði. Ræðumenn Pétur Sigurðsson alþingism. og Eggert (saksson bæjarfulltr. Frjálsar umræður Kaffi. Stjórnin. Hvöt, félag sjálfstæðlskvenna heldur fund mánudaginn 1 8. marz kl. 20.30 ! Þingholti, Bergstaðastræti 37. Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins, talar um stjórnmálaviðhorfið. Félagskonur fjölmennið Stjórnin. Hafnarfjörður Landsmálafélagið „Fram" heldur almennan fund f Skiphóli n.k. laugardag 16. þ.m. kl. 2 e.h. Fundarefni: Skattamálin. Frummælendur verða formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins Gunnar Thoroddsen, al- þingismaður og Matthlas Á. Mathiesen. al- þingismaður. Er fundurinn opinn öllum, konum jafnt sem körlum, og er þess vænst að fólk fjölmenni á fundinn. Nýir félagar teknir inn á fundinum. Kaffi og aðrar veitingar verða á boðstólum fyrir þá sem þess óska. Stjórnin. ísafförður ísaflörður Almennur fundur um öryggis- og varnarmál (slands verður haldinn laugardaginn 1 6. marz kl. 2 i Sjálfstæðishúsinu ísafirði. Ræðumenn: Arnór Sigurjónsson menntaskólanemi. Björn Bjarnason fréttastjóri, Styrmir Gunnarsson ritstjóri. Allt áhugafólk um öryggis- og varnarmál velkomið S.U.S. og Fylkir félag ungra sjálfstæðismanna á (safirði. Akranes Prófkiör vegna bæjarstjórnakosninganna 26/5, fer fram á vegum Sjálfstæðisfélaganna i Sjálfstæðishúsinu, Heiðabraut 20, laugardag og sunnudag frá kl. 2 —10 báða dagana. Kjósa skal minnst 6 og mest 9 af prófkjörslistanum. Merkja skal við nöfn þau, sem eru á prófkjörs- listanum þannig: að setja tölustafinn 1 fyrir framan nafn þess, sem kjósandi vill hafa númer eitt á listanum og 2 fyrir framan þann, sem kjósandi vill hafa i öðru sæti á prófkjörslistanum o.s.frv. Öllum er heimil þátttaka í prófkjörinu, sem hafa náð kostningaaldri 26/5 '74. Einnig er heimil þátttaka í prófkjörinu, félögum Þórs F.U.S þótt þeir hafi ekki náð kosningaaldri. I prófkjörinu eru eftirtöld nöfn: Ásthildur Einarsdóttir forstöðukona, Suðurgötu 1 7. Ástriður Þórðardóttir frú, Suðurgötu 99 Björn Pétursson skrifstofumaður, Háholti 1. Gisli Sigurðsson húsasmíðameistari, Hjarðarholti 5. Guðjón Guðmundsson skrifstofustjóri, Suðurgötu 34. Halldór Sigurðsson skrifstofumaður, Vesturgötu 1 60. Hróðmar Hjartarson rafvirkjameistari, Esjubraut 1 5. Hörður Pálsson bakarameístari, Bjarkargrund 22. Hörður Sumarliðason rannsóknarmaður (S.R). Inga Jóna Þórðardóttir viðskiptafræðinemi, Skólabraut 29. Jósef H. Þorgeirsson lögfræðingur, Kirkjubraut 2. Sigurður Ólafsson sjúkrahúsráðsmaður, Deildartúni 2. Valdimar Indriðason framkvæmdastjóri, Háteig 14. Viðar Karlsson skipstjóri, Brekkubraut 28. VIÐtAlSTIMI - 'i . r* Alþingismanna og borgarfulltrúa SjálfstæðisfloKKsins i Reykjavik Viðtalstimar alþingismanna og borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins verða á laugardögum frá kl. 14.00 til 16.00 i Galtafelli, Laufásveqi 46 Laugardaginn 16. marz verða til viðtals: Ellert B. Schram, alþingis- maður, Ólafur B. Thors, borgarfulltrúi og Elín Pálmadóttir, vara- borgarfuHtrúi. I ■v Hjartanlega þakka ég öllum mínum börnum, tengdabörn- um, barnabörnum og öðrum mlnum kæru vinum fyrir heimsóknir, gjafir og heillaskeyti á 80 ára afmæli mínu. Guð launi ykkur það allt. Lifið heil Ólöf Gísladóttir, Gröf. TilboÓ óskast í nokkrar fólksbifreiðar, er verða sýndar að Grensásvegi 9, þriðjudaginn 19. marz kl. 12 — 3. Tilboðin verða opnuð í skrifstofu vorri kl. 5. Sala Varnarliðseigna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.