Morgunblaðið - 16.03.1974, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 16.03.1974, Blaðsíða 32
Verkfall offsetprent- ara boðað GRAFISKA sveinafélagið sam- þykkti á fundi sfnum f gær að boða til verkfalls frá miðnætti n.k. föstudagskvölds 22. marz. 64% kjörsökn var hjá félaginu, en félagar eru um 70 talsins. t féiaginu eru offsetprentarar, prentmyndasmiðir og Ijósmynd- arar í prentmyndagerðum. Þá var haldinn fundur í Hinu fslenzka prentarafélagi og þar var tillaga, sem atvinnurekend ur höfðu lagt fram, felld með 96 atkv. gegn 80. Atkvæði prentara á Akureyri eru talin þar með, en í Reykjavík urðu úrslit þau, að 94 sögðu nei, og 65 já, en á Akureyri sögðu 15 já og 2 nei. Félag fslenzka prentsmiðjuiðn- aðarins hélt einnig fund f gær og greiddi atkvæði um fyrrgreinda iv'iögu, sem stjórn og samninga- nefnd höfðu gengið frá, en hún var felld með yfirgnæfandi meiri- hluta þeirra 70 aðila, sem eru f félaginu. 9600 tonn í gær FRÁ miðnætti f fyrrakvöld þar til í gærkvöld var búið að veiða 9600 tonn af loðnu af 36 bátum. IVIest loðnuveiðin var á Breiðafirðin- um, en einnig smávegis á Faxa- flóa. Flestir bátanna fara til Reykjavíkur með aflann. „EG lýsi ábyrgð á hendur rfkis- stjórninni vegna þeirra afleið- inga, sem svo óbilgjörn vinnu- brögð hafa f för með sér. Rfkis- stjórnin hefur stefnt málinu f sjálfheldu. Allt útlit er fyrir, að frumvarpið verði fellt f neðri deild, og ef ekkert verður að gert. verður tekjuskattur lagður á landsmenn samkvæmt skattalög- gjöf vinstri stjórnarinnar, sem hún hefur hrósað sér af að hafa sett og ber alla ábyrgð á, en hefur í för með sér óbærilegar skatt- byrðar á allan almenning í iand- inu.“ Svo fórust Geir Hallgrfms- syni formanni Sjálfstæðisflokks- ins orð á fundi í efri deild f gærkveldi, þegar frumvarp ríkis- stjörnarinnar um skattkerfis- breytingu var til 3. umræðu. Þá hafði stjórnarmeirihlutinn sett aftur inn í frumvarpið ákvæðin um 5%-stiga hækkun söluskatts og Vá% launaskatt, sem renni í rfkissjóð. Þá felldi meiri hlutinn út úr frum- varpinu ákvæðið um 1500 milljón kr. niðurskurð á útgjöld- um fjárlaga, en þetta ákvæði var sett inn í frumvarpið f neðri deild ------------ Framhaid á bls. 18 SÍÐUSTU FRÉTTIR: FUNDI neðri deildar, sem halda átti að loknum fundi f efri deild f gærkvöldi, var frestað þar til á mánudag. Kemur þvf frumvarpið til einnar umræðu f neðri deild þá. 3 ára telpa fyrir bíl 3 ÁRA telpa varð fyrir bifreið á móts við húsið Nökkvavog 19 um kl. 15:30 í gær. Var hún flutt í slysadeild til rannsóknar og síðan lögð inn f Borgarspítalann. Var hún óbrotin, en hlaut áverka á höfði. Eðvarð Sigurðsson S|||| g\í Q ín TTIVdI um samningana: l'UL X d JdJ.XI.Vv7X að meira misrétti „ÞAÐ verður að segjast, að þeir lægstlaunuðu báru ekki mest úr býtum í þessum samnihgum og er það afleit þróun,“ sagði Eðvarð Sigurðsson formaður Verkamannasambands tslands og formaður samninganefndar ASl f viðtali við IWbl. f gær. ,JÉg harma persónulega, að ekki skvldi takast að setja nein þau mörk, hvorki varðandi launa- hækkanir né heldur vfsitöluna, sem spornuðu eitthvað gegn verulega ójafnri þróun í launa- málunum." Eðvarð sagði, að helztu ástæð- ur fyrir því, að ekki tókst til dæmis að setja þak á vísitöluna, hefðu verið tvær og hefðu þær báðar komið fram meðan á samningunum stóð. Hin fyrri voru samningarnir í Straums- vík, þar sem beinlínis var samið um, að þótt þak yrði sett á vísi- töluna skyldi það ekki hafa áhrif á prósentu milli launa- flokka og hún haldast óbreytt. Síðari ástæðuna kvað hann vera kjaradóm í máli háskóla- manna, sem farið hefði inn á sömu braut. .Ælftir að þetta tvennt hafði gerzt, var alveg þýðingarlaust fyrir okkur að vera að semja um slíkt og þess- um málum verður þá ekki ráðið nema með löggjöf." Þá sagði Eðvarð, að innan raða ASÍ hefði einnig ávallt verið viss óvild gegn því að setja þak á vísitöluna. Þak í kauptöxtunum kvað Eð- varð virka, en þegar álög kæmu á taxtana, næði kauphækkunar- þakið ekki til þeirra — álögin kæmu á umsamið kaup. „Verzl- unarmennirnir komust líka fram hjá því, eins og iðnaðar- mennirnir, með hærri flokka sína.“ Morgunblaðið spurði Eðvarð, hvort honum fyndist samninga- gerðin hafa mistekizt, þegar hann liti tilbaka nú. „Mistekizt — ekki vil ég nú segja það,“ sagði Eðvarð. „Hér er um veru- legar kjarabætur að ræða og ýmis mál önnur en kjaramálin höfðu framgang, og eru þau að mínu viti mjög þýðingarmikil. En að þessu leyti höfðu samn- ingarnir ekki þau lok, sem ég hafði helzt óskað og taldi, að ég hefði helzt haft ástæðu.til að vona. Því miður stuðlar þetta jafnvel frekar að meira mis- rétti heldur en hinu, sem var nú eitt af höfuðmarkmiðunum, að jafna laun meira og hækka þá, sem lægstir voru. Að því leyti verður maður að segja, að því miður tókst það ekki.“ Þá sagði Eðvarð, að höfuð- ástæðan fyrir því, að þetta aðal- markmið samninganna mis- tókst hefði verið sú, sem fram kom undir lok samninganna, er járniðnaðurinn hafði samið um allhærri launahækkanir en aðrir. Kíttisverk- smiðjumálið: Heilbrigðisráðu- neytið óskar lögbanns HEILBRIGÐISRAÐUNEYTIÐ hefur nú ákveðið að óska lög- banns á framkvæmdir við byggingu Kfttisverksmiðjunnar í Hveragerði, en á sama tíma hafa Sameinuðu efnasmiðjurnar tilkynnt, að þær muni ekki hefja byggingarframkvæmdir á kfttis- verksmiðjunni fyrr en úr því hefur verið skorið hvort um mengun geti verið að ræða af völdum kíttisframleiðslu. Páll Sigurðsson ráðuneytis- stjóri sagði í viðtali við Morgun- blaðið í gær, að sú ákvörðun hefði verið tekin f samráði við Pál Halldórsson sýslumann í Árnes- Alvarleg bilun í Bjarnaflagi AFLVÉLIN við gufuborholuna í Bjarnaflagi er alvarlega biluð að sögn Knúts Ottersted rafveitu- stjóra á Akureyri og er útlitfyrir, að svo verði um sinn. t gærkvöldi var von á erlendum sérfræðing- um til landsins til þess að kanna hilunina og verður þá ákveðið hvað gert verður. Framleiðsla Bjarnaf lagsholunnar var um 3000 kw og er það einn sjöundi hluti af grunnaflinu, sem er 21 mw. „Við höfum þó nóg af raf- rnagni," sagði rafveitustjóri, „og heppnin hefur verið með okkur, því víð höfum ekki þurft að keyra mikið dísilvélarnar, en í dfsilvél- unum höfum við 3 mw. Ef allar dísilvélarnar eru keyrðar á fullu kostar það um 200 þús. kr. á dag svo að þetta getur verið stórt fjár- hagslegt atriði". Vélin, sem bilaði, er komin vel á fjórða áratuginn. sýslu, að ekki komi til lögreglu- stöðvunar I málinu, heldur verði farið fram á lögbann. Verður lög- bannskrafan væntanlega lögð fram í næstu viku. Páll sagði, að þar yrði farið fram á, að fram- kvæmdir yrðu stöðvaðar þar til hreppsnefndin væri búin að upp- fylla þau skilyrði undir efnaverk- smiðju, sem ráðneytið telur að eigi að uppfylla, þ.e. leggja beiðni fyrir heilbrigðisráðherra og gögn um það, sem á að framleiða. Ólafur Þorgrímsson stjórnar- formaður Sameinuðu efna- smiðjanna sagði í viðtali við Morgunblaðið i gær, að fyrirtækið hefði afhent sýslumanninum á Selfossi yfirlýsingu þess efnis, að félagið hæfi ekki byggingu kittis- verksmiðju fyrr en úr þvf fengist skorið hvort um mengun gæti verið að ræða af kíttisframleiðslu. „Hins vegar,“sagði Ólafur, ,,mun- um við ijúka við jarðvinnslu þá, sem þegar er hafin, þannig að hægt sé að sá í landið og fyrir- byggja moldryk, ef það varðar þá ekki við lög að græða Iandið. Þess má einnig geta, að byggingin við Breiðumörk er verzlunar- og skrifstofuhúsnæði, sem fellur ekki undir lögin um eiturefni og varnir gegn mengun." Heybruni í Hörgárdal Akureyri, 15. marz. ELDUR kom upp f heystæði á bænum Skriðu i Hörgárdal skömmu eftir hádegið i dag. Þar sem heyið stóð nálægt bæjarhús- unura, var óðara kallað á Slökkvi- lið Akureyrar, sem hefur verið að slökkvistörfum þar á bænum síð- an og þangað til þetta er skrifað, um kl. 20:30. Heygaltinn brann allur, 60—70 hestar, en húsum tókst að bjarga, þótt eldurinn stæði mjög nærri þeim, bæði ibúð- arhúsi og fjósi. Særður smyr- ill flúði í hús Fyrir nokkrum dögum flaug særður smyrill inn í vinnustof- una hjá Sverri Haraldssyni list- málara í Ilulduhólum. Var hann illa særður á brjósti og mjög máttlftill. Myndin var tekin af honum þar sem hann tyllti sér á skipslfkan, sem Sverrir er að smíða, en svarti flekkurinn ábrjósti fuglsins er sárið. Smyrillinn er nú að braggast eftir að hafa verið tek- inn til læknismeðferðar. Ljósmynd Mbl. — á.j. Geir Hailgrlmsson: Lýsi ábyrgð á hendur ríkisstjórninni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.