Morgunblaðið - 16.03.1974, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.03.1974, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. MARZ 1974 Uppreisnin í Eþíópíu UPPREISN eþíópíska hersins, sem í eru 55.000 menn, er ekki hein ógnun við Haile Selassie keisara, sem er nú orðinn nær áttatíu og tveggja ára gamall. Afsögn rfkisstjórnarinnar hef- ur hins vegar kollvarpað því stjórnarkerfi, sem þessi elzti þjóðhöfðingi veraldar hefur haldið við lýði síðan hann kom til valda árið 1930. Fulltrúar allra stétta landsins höfðu haft vaxandi áhyggjur af framtíð þjóðar sinnar áður en ungu liðsforingjarnir hófu upp- reisnina — og hún stafaði af því, að þeir voru óánægðir yfir því, hvernig landinu var stjórn- að. Frá þvi á árinu 1971, þegar herskáir stúdentar hófu mót- mælaaðgerðir í höfuðborginni gegn sífelldum verðhækkun- um, hefur óánægja landsmanna yfir vaxandi dýrtíð stöðugt ver- ið að magnast. Hins vegar hefur ákaflega litíð verið gert af hálfu stjórnvalda til þess að halda verðhækkunum í skefj- um eða stuðla að jafnari skipt- ingu þjóðarauðsins. Þvert á móti, verðhækkanirnar hafa haldið áfram og þar hefur olíu- verðið haft mest áhrif, en olía er innflutt eins og aðrar teg- undir eldsneytis, sem hafa mik- ið að segja I daglegu lífi fólks. Óánægja með stjórnina jókst mjög vegna þess, hve miklum vettlingatökum hún tók á þeim vandamálum, er hinir miklu þurrkar hafa valdið í landinu á síðustu árum. Sennílega hafa um 250 þúsundir manna beðið bana af afleiðingum þurrkanna og um það bil tvær milljónir bænda hafa liðið miklar þján- íngar. Auk þessa breikkar stöð- ugt bilið, sem er á milli hinna þriggja meginhópa þjóðfélags- ins. Eþíópísku þjóðfélagi má skipta í þrjá meginhópa: Þá, sem eru ríkir, hina vaxandi borgarastétt og loks hina fjöl- mennu stétt bænda og verka- manna, sem flestir eru sár- fátækir. Herinn er í rauninni smækk- uð mynd af þjóðfélaginu. Hæst settu foringjarnir, sem flestir hafa unnið sig upp af eigin ágæti, hafa mjög göð laun mið- að við eþíópískar aðstæður og eiga við miklu betri kjör að búa en lægra settir foringjar, sem massawa' fÁSMARA* ADEN Tanavatn ^DJIBOUTI SUDAN DESSIEj DIREDAWA • ADDIS ABABA Eþíópía MOGADISHU KENYA aftur hafa mikil fríðíndi í sam- anburði við óbreytta hermenn. Af þessum sökum er mjög athyglisvert, að uppreisnin brauzt út i röðum ungra liðsfor- ingja og hinir óbreyttu fylktu sér að baki þeim. Það er einnig athyglisvert, að uppreisnin hófst líkt og svar við mestu mótmælaaðgerðum í landinu til þessa. Þær stóðu í viku í höfuð- borginni og var beint gegn si- vaxandi dýrtíð. Hermennirnir tóku þannig undir almennar kröfur hins þjáða hluta þjóðar- innar. Annað athyglisvert atriði i þróun mála er, hve miklu víð tækari kröfur uppreisnarmann- anna urðu, er á leið. Uppreisn- in brauzt út í Asmara, næst stærstu borg landsins og höfuð- borg Eritreu, en þar hefur mik- ill her verið staðsettur síðastlið- inn áratug til þess að bæla nið- ur uppreisn aðskilnaðarsinna. í fyrstu kröfðust hermennirnir aðeins kjarabóta sjálfum sér til handa, en siðan breiddist upp- reisnin til aðalstöðva flughers- ins í Debra Zeit, tæpl. 50 km frá höfuðborginni, og þá var kraf- t THE OBSERVER C?T*\ Eftir Colin Legum izt grundvallarbreytinga á stjórn og stjórnarstefnu. Þetta er í fyrsta skipti, sem kröfur um róttæka breytingu á stjórnarháttum eru settar fram í landinu. Síðast var veldi keis- arans ógnað árið 1960, en það mál var allt annars eðlis. Þá stefndu uppreisnarmenn að því að koma keisaranum sjálfum frá völdum, en nú kröfðust upp- reisnarmenn breytinga á stjórnarstefnu og ráðuneyti, en lýstu hins vegar yfir tryggð við keisarann. Fyrrverandi rikisstjórn var mjög ósammála um þörfina á endurbótum. Keisarinn hefur sjálfur hrundið ýmsum endur- bótum i framkvæmd fyrir skömmu, en þá veitti hann ráð- herrum meira frjálsræði við stefnumótun og framkvæmd stjórnarstefnunnar en þeir höfðu áður notið. Engu að siður fannst ráðherrunum sem vald keisarans héldi aftur af þeim, er taka skyldi ákvarðanir um mikilvæg málefni. Sumir ráð- herranna höfðu auðsjáanlega mestan áhuga á því að fela vandamálin fyrir keisaranum, þar sem þeir óttuðust að missa hylli hans, en flestir þeirra voru þó ákafir í að hrinda i framkvæmd ýmsu, sem til framfara mátti horfa. Mestu erfiðleikarnir stöfuðu af því, að ráðuneytið var samansett af mönnum með mörg og ákaflega ólík sjónarmið. Ráðherrarnir eru allir útnefndir af keisaran- um og hafa mjög ólíkar stjórn- málaskoðanir, sumir eru rót- tækir, en aðrir römmustu íhaldsmenn. Meirihluti ráð- herranna er þó sennilega frjáls- lyndur og nokkurn veginn fyrir miðju í stjórnmálum. Þess kon- ar ráðuneyti hefur lítið svig- rúm, keisarinn er nær alvaldur og þjóðfélagið minnir mest á það, sem tíðkaðist í Evrópu fyr- ir frönsku stjórnarbyltinguna. Síðustu ár hafa raunverulega verið biðtími fyrir stjórnina sem óbreytta borgara. Allir biðu í skugga hins fjörgamla keisara. Flestir voru þeirrar skoðunar, að breytingar yrðu ekki gerðar á stjórnarfari landsins fyrr en keisarinn félli frá. A meðan ræddu menn helzt um það, hver yrði eftirmaður Haile Selassie. Hinn rökrétti eftirmaður hans, Asfan Wossen krónprins, sem er nær 58 ára að aldri, fékk slæmt hjartaáfall í fyrra og dvelur enn sér til hressingar í Evrópu. Elzti son- ur hans, Yakob prins, er ekki enn orðinn tvítugur og er við nám í Oxford. Flestir eru þeirr- ar skoðunar, að krónprinsinn sé rétti maðurinn til að fara með völdin í landinu á næstu árum, þegar landið brýtur sér leið frá lénsháttum til nútimaskipu- lags. Keisarinn hefur sýnt merki líkamlegrar og andlegrar hrörnunar, en engu að síður hefur hann haldið merkilega fast um stjórnartaumana. Bið- timinn virtist þannig ætla að dragast á langinn, óánægjan fór vaxandi og breytingarnar urðu æ óumflýjanlegri. Uppreisn hersins kom eigin- lega eins og sending af himnum ofan, tiI. þess ætluð að rjúfa vítahringinn, sem engin leið virtist fær út úr. Eins og stend- ur er ómögulegt að segja fyrir um úrslit núverandi deilna, né heldur spá fyrir um framtið Eþíópíu. Steingrímur Matthías Sigfússon: Sálmabók til söngs ÞAÐ litla, sem ég hef séð skrifað í blöð um sálmabókina nýju, er i heldur neikvæðum tón. Má vera, að allt, sem þannig er skrifað, megi til sanns vegar færa skv. smekk, viðhorfi og kringumstæð- um hinna mörgu, sem sálmabók- ina nota til lesturs. Einu vil ég þó mótmæla, sem fram kom i skrif- um þessum, að biskupinn, hr. Sigurbjörn Einarsson, sé illa fær 111 sálmaskáldskapar. Ég álít, nstætt skoðunum greinarhöf., að þýðingar biskupsins séu ágætar og skáldskapargáfur hans í betra lagi, því jafnvel sumar þær ræður hans,sem heyrzt hafa í útvarpi, líkjast fremur ljóði í óbundnu máli heldur en stólræðu, svo fagurt er mál hans og markvís framsetning. Þegar rætt er um sálmabókina, verður að hafa í huga, að bún er fyrst og fremst ætluð til söngs við messur. Ber efnisniðurröðun þess glögg merki og er mun betur af- mörkuð og skipulögð í þessari út- gáfu en hinum eldri. Sálmarnir eru sjáanlega valdirmeð það fyrir augum, að þeir komi heim við skoðanir evangeliskrar lútherskr- ar kirkju og fjalli um efnisinni- hald þess hluta kirkjuársins, sem við á, eða þá athöfn, sem vísað er til. Mörgum sálmum er auðsjáan- lega sleppt af hagkvæmnisástæð- um, þar sem svo margir sálmar fjalla um nákvæmlega sama efnið með lítið eitt breyttu orðalagi, en ekki eftir því miklu öðruvfsi skáldskaparbragði. Sálmabókin er fyrst og fremst eins konar handbók fyrir söfnuðinn til notk- unar við messur og annað ekki, að mínu áliti. Hún er t.d. ekki neitt úrval eða sýnishorn ísl. og erl. sálma, nema að takmörkuðu leyti. Slík bók, ætti hún að vera tæm- andi, yrði heldur þung í hönd- unum á söfnuðinum á sunnudög- um, þó að hún væri vissulega dýr- mæt í bókaskápnum. Hins vegar eru allir þessif sálmar, sem menn kvarta undan að hafi verið sleppt, til í eldri útgáfum, blöðum og tímaritum, einnig ljóðabókum. Það eru þá hæg heimatökin, núna á dögum tækninnar, að láta fjöl- rita sálm eða vers, sé óskað eftir því til flutnings við einhverja sér- staka athöfn eða til hátíðabrigða. Ég sakna vissulega nokkurra sálma, sem sleppt hefur verið, sama gerðist 1945 og þannig verður það. En mér er spurn: Hefur nokkurn tíma verið rann- sakað hvaða sálmar það eru, sem heyrast aldrei við messur og hver er ástæðan til að hafa þá í sálma- bókinni áfram? Það kom fram í blaða- eða út- varpsviðtali við einhvern heiðurs- mann nýlega, að hann hefir hald- ið skrá yfir allar útvarpsmessur hérlendis frá upphafi, að mig minnir. Ég held það væri heilla- ráð fyrir sálmabókarnefndina að fá þess skrá lánaða og sjá hvaða sálmar hafa verið mest notaðir og hverjir alls ekki. Margir góðir sálmar eru aldrei notaðir af þvf að þeir falla illa að lagi eða eru við lag, sem kirkjukórinn kann ekki, nýtt eða gamalt. Slikt þarf að athuga vel. Eg tel óhyggilegt að fella burt sálma, sem eru mikið notaðir, jafnvel þó að lagið sé ekki upp á marga fiska frá list- rænu sjónarmiði og öfugt. Hins vegar er ég því fylgjandi að fella burt vers úr Iöngum sálmum ef þörf þykir, jafnvel sjálfum þjóð- söngnum, enda oftast látið duga að syngja fyrsta versið. En eigi að syngja hann með viðhöfn má gjarna syngja öll versin og þá meðversið með einhverri tilbreyt- ingu t.d. einsöng, slíkt fer eftir kringumstæðum og getu viðkom- andi safnaðar. Núverandi messu- form útheimtir, að söfnuðurinn kyrji fimm sálma eða sálmavers í venjulegri messu, en mikið vant- ar á að fólk syngi almennt með, oftast er það hreinlega feimni, sem heldur aftur af fólki, einnig það, að lögin liggja of hátt fyrir venjulegar raulraddir, en úr því getur organistinn bætt, þó að bezt væri að fá sérstaka sálmalagabók, þar sem lögin eru útsett fyrir safnaðarsöng í góðri tónhæð. Nótur fylgja sumum sálmunum í nýju sálmabókinni, en það þarf að auka. Með bættri tónmennt verða fleiri og fleiri læsir á nótur. Við gerum of mikið að því að synja sömu lögin af því þau eru auðveid og vinsæl, en mörg hinna gömlu, sem lifað hafa í aldaraðir eru sniðgengin af þvf þau eru alvörugefin og kirkjuleg, en hreinustu perlur, sem hljóma fagurlega f safnaðarsöng, með hreinum diatónískum raddgangi sínum. Þessi lög þurfa að vera á nótum, sömuleiðis ný lög, sem unnið hafa sér hefð á undanförn- um árum. í gamla daga lærði fólk- ið að lesa á biblíunni eða öðrum guðsorðabókum, kannski eiga ein- hverjir eftir að læra nóturnar á sálmabók framtíðarinnar? Allra nýjustu lögin og sálmana jafnvel lika ætti að gefa út í sér- stöku hefti og gætu þá prestar og organistar tekið þau til athugunar og notkunar eftir þörfum og áhuga hvers og eins. Smátt og smátt kæmi svo í ljós hvað af þessu efni gæti unnið sér hefð í íslenzku safnaðarlífi. Steingrímur Sigfússon, organisti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.