Morgunblaðið - 16.03.1974, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.03.1974, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. MARZ 1974 Sverrir Hermannsson: Geysileg vatnsorka óbeizluð á Austurlandi SVERRIR Hermannsson (S) mælti fyrir nokkru fyrir þingsályktunartil- lögu sinni um beizlun orku og orkusölu á Austurlandi. Hefur í Morgunblaðinu verið gerð ítarleg grein fyrir þessari tillögu þing- mannsins, en tillögugrein- in hljóðar svo: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að hlutast til um: 1. Að lokið verði hið fyrsta rannsókn á byggingu Fljótsdalsvirkjunar (1. AIMnGI áfanga Austurlandsvirkj- unar). 2. Að leitað verði eftir kaupanda að raforku með stóriðju staðsetta á Reyð- arfirði fyrir augum. 3. Að hraðað verði rann- sóknum á hagkvæmni virkjana í Fjarðará og Geithellnaá." Hér fer á eftir stuttur kafli úr framsöguræðu Sverris Hermanns- sonar: „Okkur hefur lengi verið ljóst, að við eigum mikinn auð fólginn í fallvötnum okkar. Aðeins örlítið brot af virkjanlegu vatnsafli hef- ur enn verið virkjað. Veldur þar að sjálfsögðu mestu um fjár- magnsskortur, en einnig deyfð og lítil sinna við að leita að kaupend- um að orku okkar. Þess má geta, að um árabil hafði Noregur sér- stakan sendiherraj förum milli þjóða heims að leita eftir aðilum, sem vildu fjárfesta í Noregi og þá sérstaklega þeim, sem álitlegastir voru kaupendurnir að orku til stóriðju. Ekki minni maður en Trygve Lee gegndi slíku sendi- herrastarfi um hrið fyrir Norð- menn. Engum orðum verður hér farið um þá af turhaldsmenn, sem legið hafa á þvi lagi að reyna að teija íslendingum tró um, að þeir, sem lögðu áherzlu á að leita slíkra kaupenda með stóriðju staðsetta í landinu fyrir augum, væru með því að tefla sjálfstæði þjóðarinnar f hættu, enda er svo að sjá, sem þeir séu nú annarrar skoðunar, þegar þeir haida sjálfir um stjórn- völinn. Fyrrverandi rikisstjórn gerði stórátak i þessum efnum með virkjun Þjórsár og byggingu álversins í Straumsvík. Var þó á brattann að sækja vegna harðrar andstöðu úrtölumanna, raunar hinna sömu, sem nú bera sig að [ i —m■■■'• -nrmntimrmttr-rrnmartmir-nri rrti i~rawr~íi~~rr '~i« m._ Ný þingmál f Olöggilt sláturhús Stjórnarfrumvarp til laga um breytingu á lögum um meðferð, skoðun og mat á sláturafurðum. Er í frumvarpinu gert ráð fyrir, að heimild ráðherra til að leyfa slátrun f ólög- giltum sláturhúsum verði framlengd til ársloka 1976, en heimildin rann út um sl. áramót. Dýralæknar stöðvi mjólkursölu Stjórnarfrumvarp um breytingu á lögum um dýralækna. Er í frumvarp- inu lagt til, að dýralæknar fái heimild til að stöðva Kilu á mjólk frá þeim stöð- sem ekki fullnægja Kiöfum laga og reglugerða um hreinlæti og heilbrigði. Er gert ráð fyrir, að ráð- herra setji reglugerð um þetta efni. Kaup og sala ríkisjarða Fyrirspurn frá Brdga Sigurjónssyni (A) til land- búnaðarráðherra. Óskar þingmaðurinn skriflegra svara ráðherrans við eftir- farandi spurningum: 1. Hvað hefur núverandi ríkisstjórn selt margar ríkisjarðir: a) bændum, b) öðrum, og á hvaða verði hverja jörð? 2. Hvað hefur núverandi ríkisstjórn keypt margar jarðir: a) af bændum, b) af öðrum, og þá fyrir hvaða verð hverja jörð? 3. Hefur núverandi ríkis- stjórn hafnað kaupum á nokkurri jörð og þá hvers vegna? Læknishérað á Skagaströnd Fjórir þingmenn Norðurlandskjördæmis vestra flytja frumvarp til laga um breytingu á lögum um heilbrigðisþjónustu, þannig að stofnað verði sérstakt læknishérað fyrir Vindhælishrepp, Höfða- hrepp og Skagahrepp í stað þess að þessar byggðir til- heyri Blönduóshéraði. Flutningsmenn eru Björn Pálsson (F), Pálmi Jóns- son (S), Pétur Pétursson (A) og Gunnar Gíslason (S). við að leita sömu ráða. Ljóst er þó, að núverandi rikísstjórn hefur illa ávaxtað þann arf, sem hún tók við af fyrrverandi ríkisstjórn í orkumálum. Af reynslu þessa vetrar ráðum við, að í velfiestum landshlutum hefur haldið við hreint öngþveiti í orkumáium og er nú mál til komið að taka rösk- iega til höndum. Stefnan í orkumálum þyrfti að vera tvíþætt. 1 fyrsta lagi beizlun orku til almenningsþarfa, aukið öryggi með smærri virkjunum og sem mestri samtengingu orku- veita. í öðru lagi stófvirkjanir að- allega með orkusölu til stóriðju fyrir augum, en þó til almenn- ingsnota eftir því sem þörf kref- ur. Mikill markaður er enn innan- lands fyrir raforku og fer vax- andi. Stefna þarf að því, að á þeim svæðum, sem jarðvarma nýtur ekki við, verði íbúðarhúsnæði hit- að með raforku. Það er skoðun mfn, að næg örugg og ódýr raf- orka sé einn mikilvægasti þáttur- inn í að ná æskilegu byggðajafn- vægi í landinu. Nauðsynlegt er þó að láta ekki hreppasjónarmið ráða ferðinni um staðarval orku- vera heldur hagkvæmnissjónar- mið. Með dreifikerfinu siglum við fyrir þau sker, að skipti höfuð- máli, hvar orkuverum er valinn staður. Önnur sjónarmið ráða ferðinni hvað staðarval snertir. Eg vil þó benda á, að mikið fljótræði væri að binda meginhluta virkjanlegr- ar orku Suðurlands í stóriðju, þar sem ljóst má vera, að hennar verð- ur þörf í miklum mæli til al- mennra þarfa á langmesta þétt- býlissvæði landsins. Fyrir nokkr- um árum gerðu sérfróðir menn sér ljóst, að geysileg vatnsorka var í boði til virkjunar á Austur- landi. Árið 1970 var hafizt handa um rannsóknir og þær stundaðar af krafti á árunum 1970 og 1971. Arið 1972 dró mjög úr þeim og má heita, að þær hafi lagzt af með öllu á árinu 1973. Hér er skýrt dæmi um sinnu- leysið og framtaksleysið á sviði orkumála. Aiiar forrannsóknir benda til, að þarna sé þeirra kosta völ um virkjun vatnsafls, sem giæsilegastir verða að teljast í landinu." Lög um skattalega meðferð verðbréfa SL. þriðjudag var afgreití sem lög frá Alþingi frum- varp rfkisstjórnarinnar um skattalega meðferð verðbréfa o.fl., sem ríkis- sjóður selur innanlands. Segir i 1. gr. laganna, að ríkis- skuldabréf, spariskírteini og happdrættisskuldabréf, sem gefin verða út skv. heimild 1 fjárlögum, svo og vextir af þeim, verðbætur og vinningar skuli undanþegin framtalsskyldu og skattlagningu á sama hátt og sparifé. Skuli skuldabréfin og spariskfrteinin skráð á nafn eigenda. Þá segir ennfremur í lögunum, að happdrættisskuldabréf þau, sem gefin verða út.lúta ákvæðum laga 99/1971, svo sem um verð- tryggingu og aðra skilmála, eftir því sem við geti átt. Skuli framan- greindar reglur gilda, eftir því sem við getur átt um nýjar útgáf- ur rikisskuldabréfa, spari- skírteina og happdrættisskulda- bréfa ríkissjóðs, sem út kunni að verða gefin á grundvelli heimilda í fjárlögum eðaöðrum lögum. 10 alþingismenn: Tryggð verði byggð á Hólsfjöllum og Efra-Fjalli FRAM er kotnin á Aiþingi tiliaga til þingsályktunar um stuðning við búsetu á Hólsfjöilum og Efra- Fjaili. Standa að tillögu þessari 10 þingmenn úr Framsóknar- fiokki, Sjálfstæðisflokki og Alþýðubandalagi úr Norðurlands- kjördæmi eystra og Austurlands- kjördæmi. Tiilögugreinin hljóðar svo: „Alþingi ályktar að fela rfkis- stjórninni að hlutast til um, að treyst verði til frambiíðar búseta á Hölsfjöllum I Norður-Þingeyjar sýslu og Efra-Fjalli í Norður- Múlasýslu. Er rfkisstjórninni heimilt að gera nú þegar nauð- synlegar ráðstafanir I þessu sam- bandi. Skal hún m.a. beita sér fyrir þvf, að við gerð landshluta- áætlana þeirra, sem unnið er að fyrir Norður-Þingeyjarsýsiu og Austurland, verði sérstaklega fjallað um úrræði til lausnar byggðavanda Hólsfjalla og Efra- Fjalls." Þessir eru flutningsmennirnir: Ingvar Gíslason (F), Eysteinn Jónsson (F), Lárus Jónsson (S), Helgi F. Seljan (Ab), Jónas Jóns- son (F), Sverrir Hermannsson (S), Stefán Valgeirsson (F),Hall- dór Blöndal (S), Páll Þorsteins- son (F) og Vilhjálmur Hjálmars- son (F). í greinargerð segir: ,,Sú hætta vofir yfir, að byggð á Hólsfjöllum og Efra-Fjaili fari í eyði á næstu árum, ef ekki er sérstaklega að gert. Byggð er nú svo háttað á þessum slóðum, að á Hólsfjöllum (Fjallahreppi f N- Þing.) er búið á 4 bæjum með 26 íbúa, en á Efra-Fjalli er fólk í Möðrudal og Víðidal, alls 5 manns. Hefur íbúum þessa sér- stæðu fjallabyggða fækkað mikið á síðustu árum, svo að viðnáms- þróttur þeirra fer þverrandi. Að því yrði mikill samfélagsleg- ur skaði, ef Fjöllin færu í eyði. Fyrst og fremst mundi það leiða til þess, að auðnir Islands stækkuðu að mun, auk þess sem það hefði hin alvarlegustu áhrif á samgönguöryggið á leiðinni milli Norður- og Austurlands. Mundi þá i eyði hver einasta jörð á rúm- lega 100 km veglínu frá Reykja- hlíð austur á Jökuldal, en það er ríflega þriðjungur leiðar milli Akureyrar og Reyða fjarðar. Má af þessu sjá, hvað i húfi er, ef li tið er til samgangna milli þessara tveggja landsfjórðunga. Mun hvergi hérlendis um svo langa öræfaleið að ræða á aðalþjóðvegi milli iandsfjórðunga. Ef treysta á byggð á Hólsfjöll- um og Efra-Fjalli er óhjákvæmi- legt, að til komi sérstök aðstoð ríkisvaldsins. Að visu hafa bænd- ur á þessum slóðum notið lítils- háttar fjárveitinga úr ríkissjóði af fé því, sem ætlað er þeim, sem veita ferðamönnum fyrirgreiðslu á fáförnum þjóðleiðum. En þessar fjárveitingar eru allsendis ófullnægjandi eins og nú er komið. Munu þær út af fyrir sig engu ráða um áframhaldandi mannabyggð á Hólsfjöilum og nágrenni. Þar þarf meiri aðstoð til að koma. Sérstaklega er mikil- vægt, að leitazt sé við að koma til móts við þann vilja, sem fyrir er hjá fólkinu, sem þarna býr, um áframhaldandi búsetu. Þótt búskaparskilyrði séu að vísu all- sérstæð á þessum slóðum lands- ins, eru þar eigi að síður góðir afkomumöguleikar fyrir duglega bændur. Á Fjöllum er gott undir sauðfjárbú, eins og landssagan er ólygin vottur um. Óvíða verður siáturfé vænna en þar og kjötgæð- in þjóðfræg. Hins vegar verður margt til að há byggð á Fjöllum, ekki sízt erfiðleikar og kostnaður við að afla ýmissa nútíma- þæginda, auk langvinnrar vetrar- einangrunar og fámennis, sem þegar er orðið háskalega mikið. í sambandi við þetta mál ber að geta þess, að á nýloknu Búnaðar- þingi fluttu búnaðarþingsfull- trúarnir Þórarinn Kristjánsson og Sigurjón Friðriksson tillögu (er- índi) um stuðning við byggð á Hólsfjöllum. Allsherjarnefnd búnaðarþings fjallaði um málið, og að tiliögu nefndarinnar sam- þykkti þingið ályktun, sem felur í sér áskorun á Landnám ríkisins um, að það hlutist til um, að treyst verði tíl frambúðar byggð á Hóls- fjöllum ásamt Möðrudal og Víði- dal. Sem fylgiskjal er prentað hér með áðurnefnt erindi Þórarins Kristjánssonar og Sigurjóns Friðrikssonar ásamt áliti alls- herjarnefndar búnaðarþings, sem hefur einnig að geyma ályktunar- orð þingsins. Þá fylgir sem fylgi- skjal III bréf Jónasar Jónssonar alþm. tilOrkuráðs um rafvæðingu bæja á Hólsfjöllum, dagsett 22. nóv. 1973.“ Með tillögunni fylgja siðan er- indi um þetta mál. Hið fyrsta er erindi Þórarins Kristjánssonar og Sigurjóns Friðrikssonar á búnaðarþingi 1974. Þá er erindi frá allsherjarnefnd búnaðarþings til Landnáms rlkisins um málið. Er þar lagt til, að heildaráætlun verði gerð, hvernig búseta þarna verði bezt tryggð. Við áætlunar- gerðina beri að hafa eftirfarátídi i huga: 1. Býlin verði rafvædd og rafork- an seld á líku verði og frá sam- vei tum. 2. Hraðað verði lagningu nýrra vega frá Grímsstöðum til Mývatnssveitar og Öxarfjarðar. 3. Stóraukið verði óafturkræft fjárframlag til byggingar ibúðar- húsa á þessum býlum. 4. Viöurkennd verði í verki nauð- syn byggðar á þessu svæði til auk- ins öryggis og þjónustu við ferða- menn. Loks fylgir tillögunni erindi varðandi rafvæðingu bæja á Hóls- fjöllum í N-Þing., stílað til Orku- ráðs frá Jónasi Jónssyni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.