Morgunblaðið - 16.03.1974, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 16.03.1974, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. MARZ 1974 15 Þeir félagar Leonid Brezhnev, leiðtogi sovézka kommúnista- flokksins, og Georges Pompidou, Frakklands- forseti, voru á toppfundi við Svartahaf nú í vik- unni, og var ekki annað að sjá en þeir væru býsna hressir hvor yfir öðrum þegar sá síðar- nefndi mætti til leiks. Hins vegar herma fróðir menn, að ekki hafi þeir kvaðst með neinum sér- stökum virktum að fundi loknum. Háskólar í pól- itíska sóttkví Buenos Aires 15. marz—AP í GÆR samþykkti Juan Peron, forseti Argentínu, ný lög, sem gera það að verkum, að hinir vinstrisinnuðu háskóiar landsins eru settir í eins konar pólitíska sóttkvf. Þessi Iög hafa það f för Framhald á bls. 18 „Sé ekki eftir neinu” Sagði japanski hermaðurinn, sem var 1 stríði 30 árum of lengi „ÉG er hamingjusamur yfir þvf að liafa varið mikilvægasta skeiði ævi minnar f það, sem ég trúi á. Foreldrar mfnir höfðu sagt mér, að maður skyldi alltaf gera sitt bezla. Það hvarflaði aldrei að mér að gefast upp án þess að fá skipun um það." Þetia sagði japanski liðsforing- inn Hiroo Onoda, sem dvalizt hafði I felum f frumskógum Filipseyja 29 árum of lengi, — eða frá lokum sfðari heims- styrjaldarinnar —, er hann kom heim til Japans sl. þriðju- dag með sérstakri þotu frá Japan Airlines. A flugvellinum i Tókýó tóku á móti Onoda fulltrúar japanskra stjórnvalda, foreldrar hans, sem bæði eru á níræðis aldri, og um 7000 manns að auki, sem fögnuðu þessum týnda sauði forkunnar vel. Onoda er sjálfur að verða 52 ára. Onoda hélt stuttan blaða- mannafund á flugvellinum, en fór síðan f læknisskoðun. A blaðamannafundinum lá við að Onoda bugaðist.þegar hann tal- aði um dauða félaga síns í út- legðinni, Kozuka að nafni, en hann var skotinn niður af filipseysku lögregluliði árið 1972. Sagði hann, að það hefði verið sín versta reynsla á öllum þessum tíma. Annar japanskur félagi Onoda var drepinn árið 1954. Onoda sagði, að hann hefði aldrei hugsað um, að Japan gæfist upp. „Ef ég hefði hugsað um það, þótt ekki hefði verið nema smávegis, þá hefði ég ekki getað verið áfram á eynni og gegnt skyldum mínum." ÞegarOnoda var spurður um, hvernig honum virtist Japan við fyrstu sýn eftir um 30 ár svaraði hann, að það væri orðið „svo stórkostlegt land". Og hann bætti því við, að honum þætti það ekki skipta máli, hvort Japan hefði unnið eða tapað stríðinu, fyrst það dafn- aði svona vel. Varðandi sínar eigin áætlanir um framtiðina sagði Onoda, að þær væru engar enn þá. að ný veiðiskip í flota Færeyinga fái ekki að veiða innan 50 mílna markanna. Þetta nær t.d. til þriggja nýrra ferskfisktogara, Vestfinns og Norðfinns frá Vestmannahöfn, og Hallarkletts frá Þórshöfn. A það er bent i færeyskum blöðum, að aðeins þrír af þeim níu færeysku togurum, sem mega veiða innan 50 mflnanna við Island, gera það. Þá hafi einn þessara togara verið tekin úr umferð, og ekki hefur fengizt veiðileyfi fyrir hina nýju. Þetta telja Færeyingar bæði fáránlegt og óskiljanlegt. Þjóð- veldisflokkurinn telur einnig, að leita beri eftir samningum við ís- lendinga um takmarkað leyfi til loðnuveiða við ísland. Landsstjórn Færeyja hefur skýrt frá því, að hún hafi haft samband við islenzku ríkisstjórn- ina, og að hugsanlega hefjist nýjar samningaviðræður um fisk- veiðiréttindi I apríl. Týndi sonurinn snýr aftur. — Hiroo Onoda hittir foreldra sfna aftur. Faðirinn, Tanejiro Onoda (f miðju), 86 ára að aldri, og móðirin, sem er 88 ára (til hægri). Tilvinstri er mágkona Onodas. Flugræn- ingjar gripnir LÖGREGLAN í Libanon handtók fimm menn fyrir að hafa ætlað að ræna hollenzkri farþegaþotu af Júmbó gerð sem fljúga átti frá Beirut til Lahore i Pakistan með mörg hundruð farþega innan- borðs. Höfðu þeir I hyggju að taka sprengiefni með um borð, og hóta að sprengja vélina i loft upp ef ekki yrði orðið við kröfum þeirra, sem, að sögn góðra heimilda, voru, að Arabalöndin afléttu ekki olíubanninu á Bandaríkin. En upp um þá komst áður en þeim varð kápan úr því klæðinu. Menn þessir voru allir Palestínu-Arab- ar. Þórshöfn 15. marz. Frá fréttaritara Mbl. Jogvan Arge: ÞJOÐVELDISFLOKKURINN f Færeyjum hefur lagtfram tillögu f þinginu, þess efnis, að lands- stjórn Færeyja ásamt þingmönn- um hefji að nýju viðræður við fslenzku rfkisstjórnina um fisk- veiðiréttindi Færeyinga við tsland. Segir flokkurinn, að þörf sé á því að endurskoða samninginn milli tslands og Færeyja, þar eð ísiendingar hafi veitt öðrum löndum viss réttindi og þar eð það hafi verið staðhæft Yfirmenn hersins í Portúgal settir af Lissabon 15. marz — NTB. YFIRMAÐUR landvarna í Port úgal, Francisco da Costa Gomes, hershöfðingi, og varaformaður herráðsins, Antonio de Spinola, hershöfðingi, voru f dag sviptir embættum sfnum, vegna mikilla pólitískra deilna um hvernig skipuleggja beri starfsemi hers- ins f stríði gegn fbúum hinna afrfkönsku nýiendna Portúgals. Ekki var Ijóst hvort hershöfðingj- arnir tveir hefðu einnig verið handteknir, en þeir hafa ekki sézt opinberlega í sólarhring. Allir hermenn í Portúgal hafa fengið fyrirmæli um að halda sig f her- skálum sínum, og herinn þannig settur í viðbraðgsstöðu. Forsaga þessa máls er sú, að fyrir þremur vikum sendi de Spinola, hershöfðingi frá sér bók, eins og fram hefur komið i frétt- um, þar sem hann kemst að þeirri niðurstöðu, að Portúgal geti ekki unnið hernaðarlegan sigur yfir skæruliðasamtökunum í Moz- ambique, Angola og Portúgölsku Guíneu. Bók þessi hefur orðið tilefni mikilla umræðna innan hersins og meðal stjórnmálamanna. Að því er haft er eftir áreiðanlegum heimildum, mun da Costa Gomes, yfirmaður varnarmála, hafa verið sammála þessu sjónarmiði de Spinola, svo og talsverður fjöldi yngri yfirforingja. Hins vegar mun ríkisstjórn Marcelo Caetanos, forsætisráð- herra, hafa einsett sér að halda átökunum við skæruliðasveitírn- ar í nýlendunum áfram, og því var gripið til þess ráðs að hreinsa svolítið til innan forystu hersins, að þvi er góðar heimildir i Lissa- bon hermdu í dag. Færeyingar hafna síld- veiðikvótanum Þórshöfn, 15. marz. Frá fréttaritara Mbl. Jogvan Arge: STJÓRNVÖLD f Færeyjum hafa enn ekki tekið afstöðu til tilboðsins um síldveiðar f Norðursjónum, sem lagt var fram á fundi nefndarinnar um fiskveiðar i Norður Atlants- hafi, en honum lauk f London á miðvikudag. Samkvæmt til- lögunni geta Færeyingar veitt 40.000 tonn af síld i Norðursjó frá 1. júlf f ár til 1. júli næsta ár. A fundinum i London héldu færeysku fulltrúarnir því fram, að þetta væri of lítið f hlutfalii við hámarkskvót- ann. Hlutur Færeyinga ætti a.m.k. að vera 6000 tonnum meiri. Móðir Bukovskys skrifar Podgorny Moskvu 15. marz — AP. MÓÐIR sovézka andófsmannsins Vladimir Bukovskys, sem nú er í fangelsi, hefur sent sfmskeyti til Nikolai Podgorny, forseta Sovét- ríkjanna, þar sem hún biður hann um hjálp til handa synisfnum.og kveðst hún vera „niðurbrotin vegna hinnar ómannúðlegu grimmdar" fangabúðayfirvalda, að þvf er heimildir meðal andófs- manna í Moskvu hermdu í dag. Frú Bukovsky á að hafa sent Podgorny símskeytið 8. marz, og í því sagt, að yfirvöldin væru að reyna að eyðileggja son hennar, Vladimir, sem er kunnastur fyrir gagnrýni sína á notkun geðveikra- hæla fyrir heilbrigða andstæð- inga stjórnvalda. Hann var dæmd- ur f 12 ára fangelsisvist fyrir tveimur árum siðan, og til útlegð- ar í Síberíu fyrir meinta andsov- ézka glæpi. 1 skeytinu segir frú Bukovsky, að sonur sinn þjáist af hjartasjúk- dómi og lifrarkvilla. Hann hafi nýlega verið úrskurðaður f 15 daga einangrun, og siðan fluttur í smáklefa í þrjá mánuði, „til þess að láta hungur og kulda refsa honum." Biður ffú Bukovsky forsetann um að grípa í taumana áður en sonur hennar verði eyðilagður. Ekki er vitað til, að Podgorny hafi orðið við þessari ósk. Hermdarverk eftir valdatöku forsetans Caracas, Venezuela 15. marz — AP. VINSTRISINNUÐ skæruliðasam- tök, sem nefna sig „Rauða fán- ann“, lýstu sig f dag ábyrg á fjölda eldsvoða og sprenginga, sem sfðustu þrjá daga hafa m.a. eyðilagt stóra verzlunarmiðstöð í Caracas, valdið skemmdum á vörumarkaði einum f eigu banda- rfsku Rockefellerfjiilskyldunn- ar, og valdið tjóni á allmörgum oliuleiðslum f höfuðborginni. í gærkvöldi gjöreyðilagðist í eldi verzlunarmiðstöð, sem sam- anstóð af átta byggingum, en mið- stöðin var í verkamannahverfi i úthverfi Caracas. 1 þessum bruna slösuðust 17 slökkviliðsmenn við björgunarstörf. Þá segir lögregl- an, að bæði slökkviliðið og ýmsir sjálfboðaliðar, sem að slökkvi- starfi unnu, hafi orðið fyrir skot- um leyniskyttna. Herlögregla landsins hefur hafið víðtæka leit að leyniskyttum þessum, svo og að öllum liðsmönnum þessara skæruliðasamtaka. Þessi hermdarverkastarfsemi hófst s.l. þriðjudag, en þann dag tók hinn nýi forseti Venezuela, Carlos Andres Perez úr hinum mið-vinstrisinnaða, lýðræðislega baráttuf Jokkj við völdum. Rætt á ný um veið- ar F æreyinga hér?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.