Morgunblaðið - 16.03.1974, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 16.03.1974, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. MARZ 1974 29 ROSE- ANNA 56 sjúklegum grillum og geta ekki látið fólk í friði. — Leitið þér tilvændiskvenna? — Þær eru ekki eins viðbjóðs- legar. Ekki eins blygðunarlausar. Og svo taka þær borgun fyrir,... þær eru að minnsta kosti ærleg- ar .. . — Munið þér hvaða spurningu Ég var sniðug í dag — ég skipti á 6 flöskum af brennivíni og 60 lítrum af brennsluolíu. VELVAKANDI ég lagði fyrir yður, þegar þér komuð hingað síðast? Maðurinn horfði ringlaður á hann. — Munið þér að ég spurði, hvort þér leituðuð til vændis- kvenna? — Nei, spurðuð þér um það? Martin neri sér um hökuna. — Ég skal hjálpa yður, sagði hann að lokum. Velvakandi svarar í sima 10-100 kl. 1 0.30 — 1 1.30, frá mánudegi til föstudags. % Afreksverk Akureyringa Asa skrifar: „Miklir menn erum við Hrólfur minn,“ hefði átt að vera fyrirsögn á fréttagrein i Morgunblaðinu s.l. miðvikudag er fréttaritari Morgunblaðsins á Akureyri sagði frá nokkrum ungum Akureyring- um og afreki þeirra. Mér er kunn- ugt um, að frétt þessi vakti hrein- lega viðbjóð fjölda fólks á öllum aldri, en enga samúð og ekkert stolt yfir afreki mannanna. Aðfar- ir þessara manna til að bana tóf- um, sem lýst var nákvæmlega í fréttinni, eru þess eðlis, að það þarf hreina sadista til að standa að svo ómannúðlegu verki. Vissulega er tófan skaðvaldur, en það leiðir ekki af sér neina hgimild til þess að beita svo ógeðslegum drápsaðferðum sem hér var um að ræða. Asa.“ 0 Um prestskosningar Séra Ágúst Sigurðsson á Mæli- felli skrifar: I vetur hefur allmjög verið rætt og nokkuð ritað um prestskosn- ingar. Astæðan er sú, að biskup þjóðkirkjunnar gengur ríkt eftir, að frumvarp það, sem nú liggur hálf sofið í Alþingi, verði vakið og samþykkt á hinni þjóðkjörnu lög- gjafarsamkomu, að kosningar þessar verði afnumdar. Að sönnu styðst herra biskup við samþykkt- ir nokkurra héraðsfunda, Kirkju- þings og Prestafélags íslands og ber því ekki einn ábyrgðina á þessu máli. Samþykktum þessara aðila hef- ur verið haldið á loft eins og þær túlkuðu almannavilja um afnám prestskosninga. Því fer þó víðs fjarri, sem hér verður sýnt, en ekkert félag, engin samkoma al- mennra kjósenda í einu einasta prestakalli, hvað þá víðtækará, hefur lýst fylgi við þá furðanlegu hugmynd, að svipta fólkið lýðréttindum, sem ánn- ust. í frelsisbaráttunni fyrir tæpum hundrað árum. Rödd fólksins hefur því alls ekki komið fram enn þá, en segja má, að eftir henni megi hlusta á Alþingi. Þar eru óháðir, almennir kjósendur í prestskosningum saman komnir, sem ekki truflast i málinu af þeirri freistingu, að fá einir völd- in á hendur, eins og er um safn- aðarfulltrúa á héraðsfundum og sóknarnefndamennina á Kirkju- þingi. # Breytt afstaða í Skagafirði Á einstaka héraðsfundi hafa safnaðarfulltrúar þó synt, að þeir lita á sig sem fulltrúa safnaðanna en ekki sjálfra sín. Ber það vott um kristinn síðgæðisþroska og félagshyggju, enda bein höfnun á auknum völdum og yfirráðum, sem svo margir virðast sækjast eftir, einnig menn i hæstu stöðum þjóðfélagsins. Mikið vill meira. Og kann sér ekki hóf i oflátunum. Þannig var það á héraðsfundi Skagafjarðarprófastsdæmis á sl. hausti, að samþykkt var með mjög greinilegum mun atkvæða safn- aðarfulltrúa og eins prests (und- irritaðs), að prestskosningar skyldu haldast. Aður hafði hér- aðsfundur í Skagafirði samþykkt afnám kosninganna, enda þá fylgt afar fast eftir af prestum á fund- inum. Er sú gerð nú úr gildi fall- in. Að sjálfsögðu er þess vænzt, að kirkjumálaráðherra og aðrir þing- menn kjördæmisins taki tillit til héraðsfundarins 1973 sem beinn- ar viljayfirlýsingar Skagfirðinga að svo miklu leyti sem slíkir fund- ir geta túlkað afstöðu almennings. En að þvi leyti geta héraðsfundir það ekki i þessu máli, að prestarn- ir, sem eru hlutdrægir aðilar, ráða þar mestu, en safnaðarfull- trúunum og sóknarnefndarmönn- um ætlað að öðlast réttinn einir til prestskosninga. Eru þeir þvi hlutdrægir aðilar einnig, svo sem þegar er greint. Leikir fulltrúar á Kirkjuþingi, sem hafa samþykkt afnám kosninganna, hafa brugð- izt hlutvérki sinu sem kjörnir fulltrúar mikils fjölda fólks, nær allrar þjóðarinnar, jafnvel þótt þeir vildu fremur ráða vali sóknarprests sins sjálfir og einir. Allir Kirkjuþingsmenn eru sóknarnefndarmenn eða safn- aðarfulltrúar og eykst kosningar- réttur þeirra sjálfra gifurlega við þá breytingu, sem hér yrði á, _en aðrir allir misstu lýðréttindi sin. Er það því ekki aðeins skammar- — Með hvað? Hjálpa mér? Núna? Hvernig mættiþað vera? — Ég skal hjálpa yður áð muna. — Nú, já... — En þér verðið lika að reyna sjálfur. — Já. — Reynið að muna, hvað gerð- ist eftir að þér komuð um borð í ,JJiönu“ íSöderköping. Þér voruð með hjólið yðar og veiði- stöngina yðar og alltþað og bátn- um hafði seinkað. — Já, ég man það vel. Það var afar gott veður. — Hvað gerðuð þér, eftir að þér komuð um borð? — Ætli ég hafi ekki borðað morgunmat. Ég var áreiðanlega að hugsa um að biða með það þangað til ég kæmi um borð. —• Töluðuð þér við fólkið sem var við borðið? — Nei, ég held ég hafi verið einn. Hinir hafa líklega verið búnir að borða. — Og þegar þér höfðuð borð- að... hvað gerðuð þér þá. .. — Ja, ætli ég hafi ekki farið upp áþiIfar.Jú, ég gerðiþað. Það var ágætt veður. — Töluðuð þér við einhvern? — Nei, ég stóð út af fyrir mig. Seinna borðaði ég hádegisverð. — Sátuð þér þá líka einn við borð? — Nei, það voru fleiri við borð- ið, en ég talaði ekki við þá. — Var Roseanna við borðið? — Það man ég ekki. Ég man alls ekki hverjir voru við borðið. legt fyrir leikmenn á Kirkjuþingi, þegar því er hampað, að þeir æski afnáms kosninga, en áfellisdómur um félagslegan vanþroska þeirra. Orð herra biskups i blaði nýlega, að Kirkjuþing væri gerð óvirðing, er Alþingi léði ekki prestskosn- ingaafnáminu stuðning, eru út í hött, þar sem þing hans hefur óvirt sig sjálft með því að brjóta svo freklega í gegn rétti hins frjálsa þjóðkirkjuþegns. Getur varla verið, að mennirnir hafi vit- að hvað þeir voru að gera. # Skiptir álit Prestafélagsins ekki máli? Um Prestafélagssamþykktir þarf hér ekki að ræða. Prestar eru ekki kjósendur í prestskosning- um, nema þeir, sem hættir eru í starfi og orðnir almennir sóknar- menn, en þá hafa þeir ekki lengur atkvæðisrétt á Prestafélags- fundum. Á aðalfundi Presta- félagsins á Hrafnagili á sl. sumri var látið svo lítið að bera þetta mál undir atkvæði. Aðeins einn prestur á móti (undirritaður), enda þótt hann skildi, eins og þeir, sem ekki skiptu sér af, áð prestar eiga ekki að hafa atkvæði um málið. Þeir eru „þjónar yðar vegna Jesú“, eins og postulinn sagði, ekki skipaðir herrar dutl ungafullrar og fjarlægrar yfir- stjórnar. Enda þótt sóknarnefnd- irnar og safnaðarfulltrúar eigi að fá réttinn til að kjósa prestinn, er ástæða til að efast um sjálfs- ákvörðunarrétt þeirra í fram- kvæmd. Augljóst er, hve miklum mun léttara er að hafa áhrif á örfáa menn en heila söfnuði. Þetta hefur verið orðað svo í blaðagrein, að biskupinn eigi að skora á sóknarnefnd (ir) að skora á hann að skipa tiltekinn prest. A.m.k. er sú hugsun nálæg, að biskupinn sé hér að óska eftir auknum völdum, maðurinn „með Kristnisjóð í öðrum vasanum og veitingavaldið í hinurn", eins og hér yrði. Væri það ekki nokkuð langt gengið i einveldisátt? Prest- arnir eiga þó ekki að þjóna hon- um, en söfnuðum sínum. Gegnir þVi urðu, að hann skuli fylgja þessu máli svo fast eftir. Auk þess sem hann ætti, sakir virðuleika starfs sins, að vera fullkomlega hlutlaus um allar stöðuveitingar innan kirkjunnar, — Þvi miður FRAMHALDSSAGA EFTIR MAJ SJÖWALL OG PER WAHLOÖ JÓHANNA KRISTJÓNSDÓTTIR ÞYDDI — Munið þér hvernig fundum ykkar bar saman? — Nei, reyndar ekki. — Síðast þegar við töluðum saman, sögðuð þér að hún hefði spurt yður um eitthvað og þá hefðuð þið tekið tal saman. — Já, alveg rétt. Hún spurði um nafn á einhverju þorpi sem við sigldum framhjá. — Hvaða þorp var það? — Norshol'm, held ég. — Og svo hélduð þið áfram að tala saman? — Já. Eg man ekki hvað hún sagði. — Fannst yður hún ógeðfelld strax frá byrjun? — Já. — Af hverju voruð þér þá að tala við hana. — Hún var uppáþrengjandi. Stóð þarna bara og röflaði. Hún var eins og allt kvenfólk. Blygð- unarlaus. — Hvað gerðuð þið svo? — Svo hvað? — Já, fóruð þið ekki saman í land? — Hún elti mig, þegar við fór- um í skoðunarferð. — Um hvað töluðuð þið? — Það man ég ekki. Ýmislegt. Ekkert sérstakt. Ég man ég var að hugsa um að þarna fengi ég svo sem ágæta æfingu i að tala ensku. — Og þegar þið komuð um borð. Hvað gerðuð þið þá? — Það man ég ekki. Kannski við höfum borðað kvöldverð. — Sátuð þið saman við borð? hefur ekki orðið sú reynd á, þar sem biskup ræður valinu, s.s. um stöðu sendiprestsins í Kaup- mannahöfn. Prýðilega hæfir menn hafa gegnt starfinu, en aðr- ir staðið nær vegna reynslu og þjónustualdurs, sem hér ætti að hafa úrslitaáhrif, nema viðkom- andi væru dæmdir óhæfir. Hversu margir gætu ekki sætt þeim dómi við umsókn sína um hin s.n. eftirsóknarverðu brauð, þótt þjónustan i afskekktum Trékyllisvíkum og Flateyjum væri orðin býsna löng? % Eiga prestar að kjósa biskup? I umræðum þessum hefur verið spurt, hvort prestarnir ættu að hætta að kjósa biskup. Já. Þeir ættu aðeins að hafa jafnan kosn- ingarrétt og hver almennur þjóð- kirkjuþegn, enda biskupskosning- ar opnar og lýðræðislegar. Biskup er æðsti prestur þjóðkirkjunnar í heild, ekki aðeins yfirumsjónar- maður presta og prófasta. Væri vel til fundið. að lögunum um biskupskjör yrði breytt í lýðræðis- átt — í stað þess að afnema rétt- indi safnaðanna. Að sjálfsögðu ætti kjör biskups að miðast við 4 ár i senn, eins og gjarna mætti vera um prestana einnig. Þráseta margra presta í sama brauði t áratugi er sjaldnar en hitt til fyr- irmyndar. Stundum stafar hún af því, að þeir ná ekki kjöri annars staðar. Slík neyð væri fyrirbyggð með ákvæði um kjörtimabil. Ann- ars er aðal ástæðan til þess, að prestur nær ekki kjöri, að hann vill hvergi þjóna, nema i Reykjavík eða innan s.s. 50 km fjarlægðar þaðan. Slikur prestur er ekki þjónn yðar vegna Jesú, en af einhverjum öðrum ástæðum, sem söfnuðirnir í þéttbýlissókn- unum virðast skynja. Að lokum: Með nágrönnum vor- um Dönum útnefna sóknarnefnd- ir presta. 1 Prestafélagsblaðinu (danska) eru brauðin auglýst itarlega og eftir settum reglum. Þar eru ráðamestu kjósendurnir, formenn sóknarnefnda, taldir upp og þess gjarna getið hverjar stjórnmálaskoðanir þeir hafa. Fyrir þvi aðalatriði verður um- sækjandinn að gera sér grein. Væri slíkt spor í rétta átt i þjóð- kirkju vorri? Agúst Sigurðsson. Messur á morgun Dómkirkjan Messa kl. 11.00. Séra Öskar J. Þorláksson. Föstumessa kl. 2.00. Litanian sungin, Passiusálmar. Séra Þorir Stephensen. Barnaguðsþjónusta i Vestur- bæjarskólanum v/Öldugötu kl. 10.30. Séra Þórir Stephensen. Dómkirkja Krists konungs í Landakoti Lágmessa kl. 8.30 f.h. Hámessa kl. 10.30 f.h. Lágmessa kl. 2.00 e.h. Grensásprestakall Barnaguðsþjónusta kl. 10.30. Guðsþjónusta kl. 2.00. Séra Hall- dór S. Gröndal. Laugarneskirkja Messa kl. 2.00. Barnaguðsþjón- usta kl. 10.30. Séra Garðar Svavarsson. Neskirkja Barnaguðsþjónusta kl. 10.30. Guðsþjónusta kl.2.00. Dagur eldra fólksins: Kvenfélag sóknarinnar býður eldra safn- aðarfólki til kaffidrykkju í félags- heimili kirkjunnar að lokinni messu. Séra Frank M. Halldórs- son. Félagsheimili Seltjarnarness: Barnasamkoma kl. 10.30. Séra Jó- hann S. Hlíðar. Breiðholtsprestakall Messa i Breiðholtsskóla kl. 2.00. Barnaguðsþjónustur í Breiðholts- og Fellaskóla kl. 10.30. Séra Lárus Halldórsson. Frfkirkjan Reykjavfk Barnasamkoma kl. 10.30. Guðni Gunnarsson. Messa kl. 2.00. Séra Þorsteinn Björnsson. II áteigskirkja Barnaguðsþjónusta kl. 10.30. Séra Jón Þorvarðsson. Messa kl. 2.00. Séra Arngrimur Jónsson. Bústaðakirkja Barnasamkoma kl. 10.30 Guðs- þjónusta kl. 2.00. Séra Ölafur Skúlason. Hallgrímskirkja Barnaguðsþjónusta kl. 10.00. Messa kl. 11.00. Séra Ragnar Fjalar Lárusson. Ásprestakal 1 Messa i Laugarneskirkju kl. 5.00. Barnasamkoma í Laugarásbíói kl. 11.00. Séra Grimur Grímsson. Arbæjarprestakall Barnaguðsþjónusta í Árbæjar- skóla kl. 10.30. Guðsþjónusta i skólanum kl. 2.00. Aðalfundur safnaðarins að Iokinni messu. Séra Guðmundur Þorsteinsson. Langholtsprestakall Barnasamkoma kl. 10.00. Guðs- þjónusta kl. 11.00. (Útvarpsmessa ath. breyttan messutíma). Kirkju- kórinn syngur. Séra Arelfus Níelsson. Óskastundin kl. 4.00. Séra Sigurð- ur Haukur G uðjónsson. Eliiheimi lið Grund Messa kl. 14.00. Séra Sigurjón Guðjónsson fyrrv. prófastur mess- ar. Félag fyrrverandi sóknar- presta. Digranesprestakall Barnasamkoma i Vighólaskóla kl. 11.00. Guðsþjónusta i Köpavogs- kirkju kl. 11,00. Séra Þorbergur Kristjánsson. Kársnesprestakail Barnaguðsþjónusta i Kársnes- skóla kl. 11.00. Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 2.00. Séra Arni Pálsson. Frfkirkjan Hafnarfirði Barnaguðsþjónusta kl. 10.30. Guð- mundur Óskar Ólafsson. Hafnarf jarðarkirkja Messa kl. 2.00. Barnaguðsþjón- usta kl. 11.00. Garðar Þorsteins- son. Keflavfkurkirkja Barnaguðsþjónusta fellur niður vegna árshátiðar barnaskólans. Björn Jónsson. Innri-Njarðvfkurkirkja Föstumessa kl. 5.00. Björn Jóns- son. Grindavfkurkirkja Guðsþjónusta kl. 2.00. Barnaguðs- þjónusta kl. 4.00. Jónas Gíslason. Oddi Föstumessa kl. 9.00 að kvöldi. (Athugið breyttan messutima). Stefán Lárusson. Utskálakirkja Barnaguðsþjónusta kl. 1.30. Séra Guðmundur Guðmundsson. Framhald á bls. 21.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.