Morgunblaðið - 16.03.1974, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.03.1974, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. MARZ 1974 XI 571 á atvinnu- leysisskrá 571 maður var á atvinnuleysis- skrá á landinu um sfðustu mán- aöamót, en mánuði áður var 941 á atvinnuleysisskrá. Munaði mest um, að í kaupstöðum landsins fækkaði atvinnulausum um 205, eða úr 586 í 281. IVIesta fækkunin var í Reykjavík, 104, og í Hafnar- firði, 90. Atvinnuleysið var mest á þess- um stöðum: Reykjavík 40, Akranes 24, Stykkishólmur 27, Bildudalur 29, Drangsnes 13, Hólmavík 10, Blönduós 10, Sauðárkrókur 17, Siglufjörður 154, Hrísey 13, Dal- vík 35, Akureyri 17, Þörshöfn 21, Vopnafjörður 43, Stokkseyri 26, Eyrarbakki 31 og Hafnarfjörður 21. Annars staðar voru færri en 10 á atvinnuleysisskrá. Ala-Non opn- ar skrifstofu ALA-NON, félag aðstandenda drykkjufólks, hefur ákveðið að opna upplýsingaskrifstofu að Tráðarkotssundi 6, og verður vakt í síma 19282 á mánudögum og fimmtudögum kl. 3—4. Allt áhugafólk um velgengni drykkju- fólks getur leitað upplýsinga um Ala-Non, sem hefur starfað í l‘/4 ár með góðum árangri og heldur fundi annan hvern laugardag í safnaðarheimili Langholtssóknar við Sólheima. Aðstandendur og vinir drykkjufólks ræða vandamál sin og á hvern hátt þeirgeta orðið hver öðrum til aðstoðar, svo og þeim heimilum, sem drykkjusýk- in herjar á, að því er segir f frétta- tilkynningu frá Ala-Non. Stolið frá gömlum manni Undanfarna mánuði hafa verið nokkur brögð að því að farið væri inn í ibúð aldraðs manns, sem í mörg ár hefur buið að Bjarnarstig 3. Maðurinn hefur mikið þurft að fara út af heimili sínu vegna starfa síns og þá enginn verið í húsinu. Maðurinn hefur þrásinnis orðið var við, að farið hefur verið inn á heimili hans án þess að brjótast inn og stolið ýmsum per- sónulegum hlutum, sem jafnvel hafa verið geymdir í læstum hirzl- um. Þrátt fyrir leit lögreglunnar hefur ekki tekizt að hafa upp á mönnunum, sem þetta stunda. Sex sækja um lektorsstöðu HINN 25. febrúar rann út umsóknarfrestur um lektorsemb- ætti í nútímabókmenntum við Háskóla íslands. Umsækjendur eru 6, þeir Heimir Þorleifsson, Haukur Ingibergsson, Jón Mar- geirsson, Jón Guðnason, Björn Teitssön og Gunnar Karlsson. Embættið verður veitt með vorinu og á sá e'r hlýtur embættið að hefja störf við upphaf næsta skólaárs. Þúsund kvöddu Gaul Hull, 14. marz.NTB. UM þúsund manns voru f dag viðstaddir minningarathöfn um skipverjana 36 á brezka togaran- um Gaul frá Hull, sem hvarf 8. febrúar síðastliðinn. Gaul var eitt nýjasta og öruggasta fiskiskip Brttlands, rúmlega þúsund lestir að stærð. Skipið hvarf gersam- lega, ekkert brak hefur úr því fundizt og enginn hefur hugmynd um, hvað fyrir kom. Geysivíðtæk leit var gerð að því á sínum tíma TRÁUSx BÍLASALA VITATORGI I Til sölu: Mercury Cougarárg '67 Peugeot 404 '68, Sérlega fallégur bfll. Cortina 1300'67,'69 og'71, Ford Torino árg. '71, Saab ‘66 og '71, Chevrolet Nova'70, Volkswagen'70. '71 og'72, Toyota Crown '72, Bronco '66 og '67. I Bifreiðaeigendur athugið í dýrari og ódýrari bílum. i mörgum tilfellum möguleiki á skiptum á Opið alla daga (nema sunnudaga.) frá 10.30—1 9.00. I SIMI — 12500 — 12600 1 Nyínnfluttir . BILAR til sölu Chevrolet Malibú árg. 1971 ekinn 24 þús. mílur. Chevrolet Rally Nova árg. 1971, ekinn 24 þús. mílur. Chevrolet Nova árg. 1971, ekinn 37 þús. mílur. Chevrolet Camaro árg. 1 969, ekinn 36 þús. mílur. Bílarnir eru allir sjálfskiptir og með aflhemlum og aflstýri. Upplýsingar í símum 42072 og 40716, laugardag og sunnudag kl. 13.00—18.00 Styrkir til námsdvalar I Frakklandi sumarið 1 974. Franska ríkisstjórnin hefur í hyggju að veita á sumri komanda nokkra styrki handa íslendingum til námsdvalar í Frakklandi í einn mánuð (júli, ágúst eða september). Hver styrkur nemur 600 frönkum á mánuði. Til greina koma við styrkveitingu háskólastúdentar, kennaraháskólanemar. tækniskólanemar, nemendur i tveimur efstu bekkjum menntaskóla, Verzlunarskóla íslandsog Samvinnuskólanum Styrkirnir eru veittir til þátttöku í námskeiðum við ýmsa háskóla í Frakklandi, og verður þar einkum kennd franska. Þeir munu að öðru jöfnu ganga fyrir til styrkveitingar, sem hyggja á háskólanám í Frakklandi eða frönskunám við Háskóla íslands. Franski sendikennarinn við Háskóla fslands, Jacques Raymond (heima- sími 11 653), veitir nánari upplýsingar um styrki þessa. Skriflegar umsóknir sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6. Reykjavlk, fyrir 5. april n.k. Fylgja skal Ijósrit af nýjasta prófskirteini, svo og meðmæli skólastjóra eða kennara. Menntamá laráðuneytið, 1 1. mars 1 974. Aðalfundur Samvinnubanka íslands h.f., verður haldinn að Hótel Sögu, (hliðarsal), laugardaginn 23. marz 1974 og hefst kl. 14.00. Dagskrá skv. 18. gr. samþykktar fyrir bankann. Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar til fundarins verða afhentir i aðalbankanum, Bankastræti 7, dagana 20. — 22. marz, svo og á fundarstað. Bankaráð Samvinnubanka íslands h.f. NYJUNG Hljóðeinangraðir — hreifanlegir veggir frá ACORDIAL & CO í Oldenburg er bylting f byggingariðnaðinum. bér getið auðveldlega, án verkfæra eða aÓstoÓar, breytt einu herbergi I tvö minni, án nokkurra skemmda. — Engar brautir, hvorki f lofti eða gólfi. Þessi mynd sýnir fyrstu einingu rennt Þessi mynd sýnir hvernig einingunni er Hér sést þegar tvær einingar eru þegar að veggnum. fest með þrýsti afli. Gúm-þéttilistar við komnar upp. Hægt er að fá einingar loft og gólf. með gleri t.d. fyrir skrifstofur. flllar einingar er hægl að fá með pðleruðum vlð. og ennlremur undir málnlngu. Hllððeinangrun 35 dB stefnt er að 41 dB. ARKITEKTAR, vinsamlegast hafið samband við okkur og munum við veita yður alla upplýsingar og senda yður myndalista. ^Ttó^^glHigatjnld ^ ^Lindargötu 25-Símar 13743 og 15833

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.