Morgunblaðið - 16.03.1974, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 16.03.1974, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. MARZ 1974 19 Hver ber ábyrgðina? Myndin sýnir, hvemig húsið, sem um er rætt f greininni, er umflotið vatni. Þessi mynd er tekin af tröppum hússins. UndHTÍtuð fór sem leið liggur suður í Gerðar við Garðsskaga sl. sunnudag þann 10. þ.m. Þar gat að líta vægast sagt ömurlegt ástand. Þar sem undir venju- legum kringumstæðum er smásíki eða tjörn, gat að líta töluvert stórt vatnsflæmi eins og meðfylgjandi myndir sýna væntanlega, teknar á ófullkomna vasamyndavél af áhugamanneskju. Vatnið var sjatnandi er ég kom þarna við, en eftir lýsingu konu, er einna verst varð fyrir þessu, hafði það daginn áður verið um 2 m á dýpt í túninu við bæ hennar. Hús þessarar konu, er sést á mynd, er ég tók, stendur utarlega í þorpinu stutt frá húsi því, er byggt var fyrir kvikmyndun Brekkukotsannáls sl. ár. I fyrrnefndu húsi var ekki far- andi niður í kjallara sökum vatns- flaums og máttu mæðgur þær, er þar búa, flýja burt bæði vegna erfiðleika við að komast að heimilinu og svo var miðstöð og þvottavél ásamt fleira á kafi í vatni. Fleira fólk varð fyrir svip- uðu áfalli, en þar eð ég kynnti mér það ekki nánar, veit ég ekki, hversu slæmt tjón varð í heild, enda öllum Ijóst, hve slíkt vatns- magn, er þarna flæðir fram getur gert mikinn óskunda í kjöllurum húsa. Meginástæðan tilþessara skrifa er sú, að mig langar til að beina þeirri spurningu til stjórnvalda viðkomandi byggðarlags, hvort aldrei hafi verið athuguð leið til að fyrirbyggja svona atburð, af til þess hæfum mönnum. Að því er mér skilst kemur mest af þessu vatni ofan úr Miðnesheiði. Því meiri snjór og frost yfir veturinn, þeim mun meiri hætta, er leysa tekur, sbr. i vetur. Við vitum, að vetur á íslandi geta verið ákaflega misjafnir og alltaf má búast við svona atburði, þar sem aðstæður eru slikar. Það hlýtur því að vera hagur fbúanna þarna, að reynt verði að finna lausn á þessum vandræð- um, t.d. með því að ræsa fram fyrir vatninu ofan úr heiðinni, áður en það rennur inn í þorpið og veldur tjóni. Er slikt mögulegt? Hefur það verið athugað? Virðingarfyllst, Þórdís Eðvaldsdóttir. Þórarinn Björnsson: Svar til ÞH Taki til sín, sem eiga. Þá höfum við það, Þ.H., hin nafnlausa per- sóna, sem tók til sin áskorun mína í grein, sem ég skrifaði í Morgun- blaðið 19. febrúar síðastliðinn, þar sem ég ræði meðal annars um skoðana- og málfrelsishatara og menn, sem beiti sínum járnhæl til þess að reyna að fá ofstæki sínu, áróðri og mannhatri framgengt. Síðan segi ég, taki til sín, sem eiga. Jæja, Þ.H., þig skorti rök. Heldur þú ekki, að þér væri fyrir beztu, að ég lýsti því ekki, hve margar tilraunir ég gerði án árangurs til að komast í gegnum þitt varnarlið, sem þarna stóð, og þeim fagra og menningarlega munnsöfnuði, sem á mér dundi við mínar árangurslausu til- raunir, er ég reyndi að komast með lagni í gegnum raðir ungs fólks, sem að mér skilst á þér, var að koma úr fiskaðgerð eða ann- arri sóðavinnu úr skólastofum Reykjavíkurborgar. Þú leggur að jöfnu hreinlætisaðstöðu skóla- nema Reykjavíkur og sjómanna á hafi úti. Ég tók fram f minni grein, að ég hefði verið sextán ár til sjós, og þú leyfir þér að velta því fyrir þér, hvort yfirmenn mín- ir til sjós hafi fylgzt með því, hvort ég væri í hreinum fötum og hvort ég hefði farið í bað, að mér skilst fyrir og eftir aðgerð, oft á litlum og mjög þægindasnauðum smábátum. Þú ert að tala um andagift og skýra hugsun hjá mér. Viltu ekki heldur þakka and- ríkið, sem ræður þinni uppbyggj- andi, sálfræðilegu og viturlegu ofanígjöf, sem þú telur þig eflaust hafa gefið mér. Þá ætla ég að leyfa mér að benda þér á nokkuð i fuilri vinsemd. Blandaðu þér aldrei í einkamál mín né annarra, þar gæti þér orðið alvarlegur fóta- skortur. Þú berð á mig, að ég hafi gefið Framsóknarflokknum al- gjört afsvar með atkvæði mitt.Ég vil biðja þig um, ef þú hefir eftir mér orð, að lesa rétt. Eg sagði í minni grein, að ég teldi litlar lik- ur fyrir minu fylgi. í þínum vitra kolli virðist litið vera sama og ekki neitt. Ritstjórar blaðanna ættu heldur að berjast um hylli slíks ofurmennis vits og vizku en mína, eins og þú segir, að þeir hljóti að gera. Ég held þú ættir að biðja þá fyrirgefningar á svo ósvifinni ábendingu frá þér. Eg trúi þvi ekki, að Þjóðviljinn hafi séð eftir prentsvertu í nafn þitt eftir þvi að dæma, hve bruðlað er með svertu í fyrirsögn þinni eða gæti það verið, að þeir skömm- uðust sín fyrir þitt hulda nafn? Eg hlakka til að sjá, hvar þfnum nafnlausa kolli skýtur næst upp til að lýsa vandlætingu á því, sem ég nú segi, og lestu þá rétt. Fannst þér ekki til fyrirmyndar snyrtimennska sumra ungling- anna við Hótel Sögu forðum? Þeirra, sem stunda að krota á sæti og bök, skera þau sundur og rifa i strætisvögnum Reykjavíkur og krota oft á tíðum klám og annan óþverra á biðskýlin að innan og Friðjón Sigurðs- son sextugur Friðjón Sigurðsson skrifstofu- stjóri Alþingis verður sextugur í dag. Hann lauk lagaprófi 1941. Skömmu síðar var hann settur sýslumaður í Strandasýslu og gegndi því embætti í tvö ár. Árið 1945 tók hann við fulltrúastarfi i skrifstofu Alþingis, en skipaður skrifstofustjóri þar 1956, eftir Jón Sigurðsson frá Kaldaðarnesi. Skrifstofustjóri Alþingis þarf að sinna margvíslegum verk- efnum. Hann stjórnar fjölmennu starfsliði, annast undirbúning mála og sér um framkvæmdir á vegum Alþingis samkvæmt fyrir- mælum og í samráði við forseta þingsins. Öll vinna við að undir- búa þátttöku alþingismanna i er- lendum ráðstefnum og samstarfi hvílir að mestu leyti á herðum skrifstofustjóra, og margt fleira mætti nefna, sem er utan daglegs verkahrings Alþingis. Starfið er því vandasamt og krefst bæði víð- tækrar þekkingar og gjörhygli. Friðjón Sigurðsson er gæddur þeim kostum. í daglegri önn og þrasi á hann ekki i neinum erfið- leikum með að rata um völundar- hús lögfræðinnar, enda nýtur hann staðgóðrar menntunar og reynslu á vegferðinni. Samvizku- semi er honum í blóð borin og viljinn til þess að rétta öðrum hjálparhönd. Mér er það minnis- stætt, hversu gott var að leita til Friðjóns fyrst eftir að ég kom á þing — og jafnan síðar. Ég efast ekki um, að aðrir hafi sömu sögu að segja af viðskiptunum við hann. Um nokkur ár hafði ég vegna starfa minna mikið saman við Friðjón Sigurðsson að sælda á Al- þingi og nota nú tækifærið til þess að færa honum þakkir fyrir holl ráð og gott samstarf. Friðjón Sigurðsson er tvimæla- laust í hópi nýtustu embættis- manna landsins og vonandi njót- um við starfskrafta hans enn um mörg ár. Þeir eru orðnir margir, sem ver ið hafa gestir þeirra Friðjóns og frú Aslaugar. Yfir heimili þeirra hvilir heiður og hressandi blær og allt ber vitni um menningu og fágaðan smekk húsráðenda. Hugurinn leitar til þeirra i dag. Gæfan fylgi þeim á komandi ár- um. Jónas G. Rafnar. utan, brjóta plastrúður í hliðum þeirra, eyðileggja upplýsinga- spjöld um ferðir vagnanna á bið- stöðvum. Skjóta með teygjubyssu, stundum loftrifflum, þúsundir ljósapera á ljósastaurum og plast- hjálma ljósanna, brjóta og bramla rúður í húsum, sérstaklega þeim, sem eru í byggingu, til dæmis i tilvonandi hóteli við Rauðar- árstíg. Heyra þau bölva og ragna foreldrum sinum ef þeim finnst þau ekki sjá sér fyrir nógum pen- ingum á böll o.fl. Ég nenni ekki að telja upp fleira að sinni. Þetta er víst nóg fyrir þig til að sál- greina. Og mundu nú að gera mér ekki upp orð næst, þegar ljós þitt skín. Og segðu ekki, að ég segi, að þetta sé heild reykvískra ungl- inga, bara viss hópur samt, of mörg ólánsamra ungmenna, sem vonandi verður hægt að hjálpa á rétta braut fyrir atbeina góðs fólks. En ekki með ofstæki van- heilla manna, sem allt gera til að æsa ungmenni þessi upp i skemmdarfýsn og hatur út í allt og alla. Að endingu, hvað ert þú að blanda Svölu Thorlacius inn i mitt mál? Er þetta eitt af því, sem þú þarft ekki að rökræða, eða eru ósvifni þinni engin takmörk sett? Þú segir mig hefja mál mitt á því að fjalla um fundinn góða, sem samtökin „Seljum landið'* efndu til á dögunum á Hótel Sögu. Ertu að bera á mig landráð? Veiztu, hvað það getur kostað þig? Ég hefi ekki heyrt um nein samtök, sem beri það nafn og því síður hefi ég fjallað um slik samtök í mínum skrifum. Sé svo, að þú vitir um slik samtök, en leggir ekki fram opinbera kæru á hendur þeim, fer ég hiklaust fram á það við viðkomandi stjórnvöld, að þú verðir sviptur islenzkum kosningarétti um óákveðinn tíma og hirtur fyrir upplognar sakir. En eitt ætla ég að segja þér, af þvi að mér finnst sjóndeildarhringur þinn það þröngur, að þú sjáir hvorki né vitir of langt fram fyrir þínar tær, að ég hefi orðið fyrir svörum í sjónvarpinu og var þar all harðorður um það, sem um var rætt. En ekki fékk ég nein leiðindaskrif né skítkast fyr- ir það. Ef þig langar frekar til að sýna þig á sjónvarpsskjá, fyndist mér að veita ætti þér þá ósk, þá sæjum við eitt- hvað meira en Þ.H., mann, sem ræðst nafnlaust fram á ritvöll til þess að senda öðrum tóninn fyrir það að skrifa án leyfis og raka, eins og þú segir um mig, og að hafa vænt menn um lygi, sem Þjóðviljinn hafði tal af, sem eru þin orð, en ekki min. Ég gaf þeim aðeins aðvörun. Ég vissi meira en ég sagði um fullyrðingar þeirra eins og ég hefi nú þegar lýst hér nokkru framar, sem ég hefði ekki sagt frá ef þú hefðir ekki fundið þörf hjá þér til að koma af stað leiðindum með þinum skrifum. Þú minnir mig mikið á Bretann, sem réðst inn i islenzka fiskveiði- lögsögu með ofbeldi og breiddi yfir nafn og númer. Mikill munur held ég það væri fyrir þig og þina líka, sem ég vona að séu ekki mjög margir, ef þið gætuð lagzt í dvala fram yfir þjóðhátiðarár okkar Islendinga og látið ykkur dreyma um bláma klettadrangs- ins í austri. Ég mun vart nenna að svara þér oftar, en er samt undr- andi á, að þú skulir ekki hafa fundið þörf hjá þér til að svara greininni allri, svo og hinum fjór- um, sem Vísir hefur birt eftir mig nú að undanförnu, eða vissir þú ekki um.þær? Ef svo er, er þér að sönnu vorkunn. Eg tel svo, að mér sé meiri upp bygging í að taka mér góð ritverk í hönd, til dæmis heimspeki Wil- helm Léibniz, er fæddur var 21. júní 1646 og talinn af mörgum mesti heimspekingur sinnar sam- tiðar, og lesa um hann en að vera að þrasa við þig lengur. Svo kveð ég þig þrátt fyrir allt freðmýrar frostrósahjal þitt með mikilli sam- úð. Þórarinn Björnsson, Laugarnestanga 9B P.S. Er nafn þitt kannski Þröstur Haraldsson eða bara eitthvað ann- að? Félagslíf Húsmæðrafélag Reykjavikur. Hlutavelta verður haldin sunnu- daginn 17. marz kl, 2 e.h að Baldursgötu 9. Þeir, sem vilja gefa okkur muni, vinsamlegast komið þeim á sama stað á laugardaginn kl. 3—6 Nefndin. Kvenfélag Frikirkjusafnaðarins í Reykjavik Aðalfundur félagsins verður hald- inn mánudaginn 18. marz kl 8.30 s d. i Iðnó uppi. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.