Morgunblaðið - 16.03.1974, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.03.1974, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. MARZ 1974 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, simi 10 100. Aðalstræti 6. sími 22 4 80. Áskriftargjald 420,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 25,00 kr. eintakið. Undanfarnar vikur hefur ríkt fullkomin ringlureið í íslenzkum efnahags- og atvinnumál- um. í kjölfar kauphækk- ananna hefur fylgt kaup- æði og gífurlegar verð- hækkanir. Fé hefur verið tætt út úr bönkunum, þannig að þeir hafa orðið að loka fyrir útlán. Umræð- ur hafa farið fram um stór- fellda vaxtahækkun og gengislækkun. Frystihúsin boða stöðvun, því að eng- inn rekstrargrundvöllur er lengur í fiskiðnaðinum, og raunar er sömu sögu að segja um flestar aðrar iðn- greinar. Tryllt verðbólga ríður yfir íslenzkt þjóðlff. Fast- eignaverð rýkur upp úr öllu valdi, enda vill enginn eiga peninga, heldur allir festa þá í grjóti. Vinstri stefna, sukk og óreiða, er í algleymingi. Enginn getur mótmælt því, að þetta er rétt mynd af því ástandi, sem hér hef- ur skapazt undir vinstri stjórn. Þessi stjórn tók við blómlegu búi, hún gat út- hlutað gæðunum, sem fyrri stjórn hafði safnað saman. Hún hóf feril sinn með glæstum loforðum, og menn undu sæmilega við sinn hag. Nú er komið tals- vert á þriðja ár þessa stjórnarferils og afleiðing- ar stjórnarstefnunnar eru að koma skýrar og skýrar í ljós með hverjum degin- um, sem líður. Fólkinu í landinu er fullljóst, hvert stefnir, enda bera ráð- stafanir þess því glöggt vitni. En það sem merki- legra er, ráðherrarnir eru líka að byrja að gera sér grein fyrir því, að allt er að fara úr böndunum, og af því er sprottið það jafn- vægisleysi, sem einkennir orð þeirra og gerðir um þessar mundir. Til eru þó þeir menn í stjórnarherbúðunum, sem una glaðir við sitt. Þar er annars vegar um að ræða kommúnista, sem auðvitað harma ekki upplausn og ringlureið heldur þvert á móti. Þeir gera sér grein fyrir því, að áhrif þeirra verða þeim mun meiri, sem samstarfsflokkar þeirra verða ráðvilltari. Hins vegar er svo Eysteinn Jónsson, faðir ríkis- stjórnarinnar, sem stað- ákveðinn er í því að verða forseti sameinaðs þings á þjóðhátíð og rekur þá Ólaf Jóhannesson, Einar Ágústsson og Halldór Sigurðsson áfram, lengra og lengra út í kviksyndið. Þeir kommúnistaforingj- ar, sem skipa áhrifastöður í verkalýðshreyfingunni, hafa líka dyggilega stutt ríkisstjórnina. Þeim var fullkunnugt um það, að kauphækkanimar átti að taka strax aftur með víð- tækum verðhækkunum. Þeim var lfka ljóst, að hug- myndin var að hækka skatta á landslýðinn stór- lega með söluskatts- hækkuninni, sem þeir sam- þykktu, að yrði miklu meiri heldur en nam lækkun beinna skatta. Þeir vissu líka'vel, að þeir voru að semja um lakari kjör fyrir láglaunamenn heldur en þeir, sem betur eru settir, fengu út úr þessari samn- ingagerð. En þeir sögðu við sjálfa sig: Þetta er okkar stjórn, þetta er stjórn hinna vinnandi stétta, og fólkið í landinu verður auð- vitað að styðja hana, hvað sem hún gerir og hvað sem hún lætur ógert. í varnarmálunum hafa forustumenn Framsóknar- flokksins hrakizt undan kommúnistum skref af skrefi, enda er utanríkis- ráðherrann það leikfang, sem kommúnistum finnst skemmtilegast að hand- leika, og nú hnoða þeir hann eins og leir og horfa stoltir á þær kynjamyndir, sem úr leiknum verða. En þrátt fyrir allt hafa menn treyst því, að forsætisráð- herrann, Ólafur Jóhannes- son, mundi standa í ístað- inu, en einnig hann hefur að undanförnu verið að brotna undan ásókn Eysteins Jónssonar annars vegar og kommúnista hins vegar. Kommúnistar syngja við raust „Villum hann, tryllum hann.“ Og viti menn, forsætisráðherr- ann tapar sér svo gjörsam- lega á þingi, að hann veit jekki sitt rjúkandi ráð og greiðir atkvæði gegn sinni eigin ríkisstjórn. Og rök- stuðningurinn fyrir at- kvæðinu er á þann veg, að hann sé að votta stjórninni traust með jáyrði sínu, en allir stuðningsmenn stjórnarinnar aðrir, að ein- um undanskildum, segja nei! Samkvæmt röksemda- færslu forsætisráðherrans eru þeir þar með að lýsa yfir vantrausti á ríkis- stjórnina. Mergurinn málsins er sá, að algjör upplausn ríkir í íslenzkum þjóðmálum. Landið er stjórnlaust, óða- verðbólga ríður yfir og enginn ber lengur traust til stjórnvaldanna. Ráð- herrarnir sjálfir gera sér grein fyrir því, að þeir hafa misst stjórn á öllum hlut- um, en þeir eru samt rekn- ir áfram og sjálfsagt verð- ur svo enn um hríð. Þjóðin horfir hins vegar agndofa á upplausnina. En menn segja hver við annan: Koma tímar og koma ráð. VILLUM HANN, TRYLLUM HANN Uppreisnin 1 Varsjá Uppreisnin í Varsjá árið 1944 er eitt þeirra atriða sögunnar, sem maður getur ómögulega velt fyrir sér í rólegheitum. Til þess er of skammt síðan hún átti sér stað; hin hræðilegu sár, sem pólska þjóðin hlaut af völd- um hennar, eru ekki gróin enn. Um það bil ein milljón manna tók þátt í upreisninni, flestir beinan, tvöhundruð þúsundir biðu bana og Varsjá var bókstaflega lögð í auðn. Margir þeirra, sem lifðu upp- reisnina af, eru enn á lifi, en hafa aldrei náð sér eftir hina ægilegu reynslu. Þetta gerir tilraun dr. Jan Ciechanowskis til þess að rita hlutlæga frásögn af upp- reisninni i senn mikilvægari og erfiðari. Sannleikurinn er sá, að bók hans, Uppreisnin í Varsjá 1944, er langbezta sögulega verkið um þessa atburði, sem enn hefur birzt. Og það er þeim mun merki- legra fyrir þá sök, að hann tók sjálfur engan þátt í bar- dögunum, enda aðeins á tví- tugsaldri, er þeir áttu sér stað. Dr. Ciechankowski er nú búsettur í Lundúnum, en hann hefur dregið að sér mikinn fjölda heimilda, er hann vann að undirbúnings- rannsóknunum. Atburðarásin er mjög rök- rétt. Sumarið 1 944 var þýzki herinn á undanhaldi, tök hans á herteknu löndunum í Evrópu urðu stöðugt veikari og fall þriðja ríkisins virtist skammt undan. Rauði herinn sótti stöðugt I vesturátt og augljóst var, að það var að- eins spurning um tíma, hve- nær hann næði til Berlínar. í vestri sóttu herir Breta og Bandaríkjamanna fram og höfðu þá þegarfrelsað París. Pólverjar virtust eiga um tvo kosti að velja, frelsun af hálfu bandamanna eða áframhaldandi yfirráð nas- ista. En málið varekki svona einfalt, þeir urðu einnig að velja um, hvaða bandamenn áttu að frelsa þá. Enginn Pól- verji, að undanteknum hinum fylgislitlu kommún- istum, óskaði eftir því, að Rauði herinn frelsaði landið. Rússar og Pólverjar höfðu verið svarnir óvinir um alda- raðir, en burt séð frá því, var Pólverjum ómögulegt að gleyma þeirri staðreynd, að Rauði herinn hafði tekið þátt í innrásinni í Pólland fimm árum áður, þegar Hitler og Stalín skiptu Póllandi á milli sín. Við þetta bættist, að pólska útlagastjórnin og neðanjarðarhreyfingin höfðu hina mestu skömm á komm- únistum og kommúnísku stjórnarfari. Enn eitt atriði varð til þess að flækja málið: Sovézka stjórnin krafðist þess, að Pólverjar létu aust- urhéruð landsins af hendi í skiptum fyrir þýzku land- svæðin austan ánna Oder og Neisse. Margir pólskir herfor- ingjar minntust einnig pólsk- rússneska stríðsins árið 1919—1920, þegar Pól- forum world features Eftir George Schöpflin verjar unnu sigur á Sovét- herjunum án utanaðkomandi aðstoðar. ÖRÞRIFARÁÐ Pólsku leiðtogarnir ákváðu, eftir að hafa íhugað bæði sögu- og stjórnmála- legar aðstæður, að grípa til þess, sem nú hlýtur að virð- ast örþrifaráð. Þeirákváðu að frelsa Varsjá á eigin spýtur og láta ríkisstjórn, sem kommúnistar ættu engan þátt í, taka á móti Rauða hernum. Bók dr. Ciechan- kowskis leiðir okkur fyrir augu, hvers vegna þetta var örþrifaráð og hvers vegna það brást. Hann sýnir fram á, að leiðtogar pólsku neðan- jarðarhreyfingarinnar mis- reiknuðu dæmið gjörsamlega á tveim stöðum. í fyrsta lagi ofmátu þeir hernaðarstyrk sinn og héldu sig geta sigrað þýzka herinn án aðstoðar ut- an frá. í öðru lagi reiknuðu þeir með því, að ef fyrrnefnd áætlun mistækist kæmi rauði herinn þeim til hjálpar. Bæði þessi atriði byggðust á óraunhæfum upplýsingum. Þótt þýzki herinn hefði beðið mikið afhroð á árunum 1 943 og 1 944, eftir ósigur- inn við Stalíngrad og í bar- dögum við Rauða herinn, þá hafði hann ennþá yfirburði yfir hinar illa búnu sveitir, sem Pólverjar höfðu yfir að ráða. Þjóðverjar höfðu yfir meiri og betri vopnum að ráða, og jafnvel frábær hetju- skapur pólsku hermannanna gat ekki bætt upp þann mun. Afleiðingin varð hryllilegir götubardagar, þar sem Var- sjá var bókstaflega lögð f auðn, hús fyrir hús. Engin evrópsk borg af svipaðri stærð varð jafn illa úti í styrjöldinni. Að því er Rauða hernum viðkom, þá var hann enn, þrátt fyrir hraða framsókn sína, allt of langt í burtu til þess að geta veitt uppreisn- armönnum aðstoð sína. Þar við bættist, að pólsku leið- togarnir höfðu engar ráð- stafanir gert til þess að sam- ræma áætlanir sínar áætl- unum sovézku herstjórn- arinnar. Afleiðingarnar voru ægilegar, eða svo notuð séu orð dr. Ciechankowskis: „Skorturinn á hernaðarlegri samvinnu Sovétmanna og Pólverja varð til þess að gera uppreisnina að hreinum harmleik." Helzta nýjungin í bókinni er sú, að hún sannar, að við verðum að varpa sök- inni á herðar pólsku foringj- anna, en ekki á Stalín, sem hefur oft verið ásakaður fyrir að horfa aðgerðalaus á, er Þjóðverjar og Pólverjar börð- ust upp á líf og dauða. Þetta er bitur sannleikur fyrir marga Pólverja, þarsem efazt er um réttmæti hinnar miklu fórnar, sem þjóðin færði. Það er svo kannski kaldhæðni örlaganna, að uppreisnin varð til þess að flýta fyrir valdatöku komm- únista, en það var einmitt það, serri foringarnir ætluðu framar öðru að koma i veg fyrir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.