Morgunblaðið - 16.03.1974, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 16.03.1974, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. MARZ 1974 7 Flótta- menn THE OBSERVER frá Eftir John de St. Golan- Jorre hæðum LÍKAMI gamla mannsins var eins og kræklótt grein, þar sem hann stóð fyrir framan aðsetur héraðs- stjórans í Quneitra og snökti. Hann er einn þeirra 20 þúsund sýrlenzkra borgara, sem hraktir voru frá heimilum sinum í Golan- hæðunum i októberstyrjöldinni. Nafn hans hefur aldrei verið á neinum lista, það hafa aldrei heyrzt neinar alþjóðakröfur um, að Rauði krossinn heimsæki hann, og hvorki þekkir hann dr. Kiss- inger né dr. Kissinger hann. Saga hans er þessi forna saga um saklausa áhorfendur, sem verða styrjöldum að bráð. Alla sina ævi hafði hann búið i þorpinu Djeba. Hann var orðinn of gamall til að vinna og kona hans og hann lifðu þvi á ölmusu. Annar sonanna lézt fyrir styrjöldina, hinn féll i sprengjuárás. Israelarnir komu, eyðilögðu hús hans, tóku skilriki hans og ráku hann út úr þorpinu. „Þeir sögðu mér, að ég væri Ba'athisti og ég skyldi því heldur fara og fylgja leiðtoga minum, Assad forseta." „Veiztu hvað það er að vera Ba'athisti?" spurði héraðsstjór- inn, sem sjálfur er fulltrúi þessa stjórnmálaflokks, sem fer með öll völd í landinu. Gamli maðurinn hristir höfuðið, en heldur jafnvel, að það geti verið einhvers konar blótsyrði. Konan hans, sem yfirgaf þorpið með honum, er veik, og eini sonarsonurinn er enn týndur. Það er tvennt, sem hann er viss um: „Jafnvel Tyrkirnir voru ekki svona slæmir," og að þetta sé í fyrsta skipti, sem hann hafi tárazt. Að eigin sögn er hann 102 ára. SÍFELLT BITBEIN Áður en zionisminn varð ríkj- andi bjuggu Arabar og Gyðingar hlið við hlið í mestu vinsemd. Zionismi Gyðinganna kveikti þjóð- ernisstefnu meðal Palestlnu-Arab- anna, og bardagar hófust. Frá stofnun ísraelsrfkis árið 1948 og fram að sex daga strfðinu 1967, sátu Sýrlendingar og Palestinu- Arabar i herbúðum á Golanhæðum og vörpuðu sprengjum yfir isra- elsk byggðalög i Efri Galileu. í júni 1967 hrakti fsraelsher Arabana frá hæðunum og með þeim um 150 þúsund smábændur. f októberstyrjöldinni i fyrra bættu israelar enn við sig landsvæði i hæðunum, og margir smábændur urðu þá flóttamenn i annað sinn. FRJÓSAMT LAND Útlendingum er gjarnt að gera sér ranga mynd af Golanhæð- unum og fmynda sér þær sem hrjóstruga og grýtta hásléttu, sem um fátt er gagnleg nema sem vigvöllur. Þvert á móti er þarna frjósamt land, með nægu vatni og góðu beitilandi. Eplin og nautgrip- irnir frá Golan eru fræg [ Mið-Aust urlöndum. Quneitra, stærsta borgin á þessu svæði, er orðin tilfinninga- legt tákn í augum Sýrlendinga, á svipaðan hátt og Strasbourg var i augum Frakka eftir fransk-prússn- esku styrjöldina 1870. Sýrlenzki herinn var að því kominn að ná borginni aftur f styrjöldinni í fyrra- haust, en þurfti svo að láta undan siga. Nú situr héraðsstjórinn, Naif Naufal, ( aðalstöðvum sínum f borginni og deilir út peningum, teppum, yfirhöfnum og von til gamalmennanna, sem bíða þolin- móð utan dyra. AFSKIPTALEYSI Hann er bitur yfir þvi, hve alþjóða fjölmiðlar hafa vanrækt þetta fólk hans á sama tima og athyglinni er svo til daglega beint að fsraelskum striðsföngum. „Við höfum beðið Alþjóða Rauða kross- inn að leita að týndum börnum á fsraelskum yfirráðasvæðum, en ísraelar hafa neitað um samvinnu. Öðru máli gegnir um stríðsfang- ana. Þeir fangar, sem við höfum i haldi, komu til að varpa sprengj- um á okkur. Þeir fá að snúa heim til fjölskyldna sinna — en hvað um börnin okkar?" Eftir síðustu heimsókn dr. Kiss- ingers til Damaskus hafa Sýrlend- ingar afhent lista yfir israelska striðsfanga, sem þar eru i haldi, og horfurnar á árangursrikum við- ræðum um aðskilnað herjanna eru nú góðar. Verður þá ef til vitl einnig unnt að leysa þetta mikla mannlega vandamál? Eftir sfðustu heimsókn dr. Kiss- ingers til Damaskus hafa Sýrlend- ingar afhent lista yfir israelska stríðsfanga, sem þar eru i haldi, og horfurnar á árangursríkum við- ræðum um aðskilnað herjanna eru nú góðar. Verður þá ef til vill einnig unnt að leysa þetta mikla mannlega vandamál? Þótt samningar tækjust drægju þeir ekki úr þörfinni á að ráða yfir Golanhæðum. Þær hafa mikla hernaðarlega þýðingu. bæði fyrir Israel og Sýrland, þvi að þaðan má drottna yfir sléttum Efri Galileu i vestri, en i austri teygja hlfðar Golanhæðanna sig til Damaskus. ENN EFTIRSÓKNARVERÐAR Styrkur sóknar Araba i október- styrjöldinni og stöðug þróun I hernaðrartækni hafa grafið undan mörgum gömlum hernaðarlegum kenningum i Mið-Austurlöndum. „Það eru ekki til neinn örugg landamæri á þeim timum, þegar maðurinn getur komizt til tungls- ins," segir héraðsstjórinn i Quneitra. En jafnvel þótt svo sé eru Golanhæðirnar enn eftir- sóknarverðar frá hernaðarlegu sjónarmiði. ísraelska rikisstjórnin, sem þegar hefur komið upp sjö byggðalögum Gyðinga I Golan, hefur lýst þvi yfir, að hún muni aldrei skila hæðunum afturog hafi nú I hyggju að byggja þar nýja meðalstóra borg. Sýrlendingar segja á hinn bóginn. að þeir semji aldrei endanlega um frið fyrr en fsraelar fallist á að yfirgefa Golan- svæðið. Einhver miðlunarlausn með alþjóðlegu eftirliti er hugsan- leg, en ekki sjáanleg enn sem komið er. ★ Annar gamall maður kemur kjagandi inn i skrifstofu héraðs- stjórans. Hann er i þessum venju- legu, viðu og dökku buxum, með griðarmikið yfirskegg. Hann veit ekki. hve gamall hann er, en seg- ist reikna með, að hann sé kominn vel yfir fimmtugt. Hann var úti á engi, þegar skothriðin hófst. Dóttir hans hafði elt hann þangað. fsraelarnir vildu ekki leyfa þeim að snúa aftur til þorpsins, þar sem kona hans og fimm synir voru. Ef til vill eru þau nú fátin. Vildi hér- aðsstjórinn vera svo vænn. TILSÖLU FORD CORTINA árg 1970. Ekinn um 54 þús km Bakki ásamt smur- og hleðslu- mæli Áhugamenn hringi i síma 32696. TILSÖLU Escort '73 vel með farin og litið ekinn Upplýsingar að Lindargötu 30, slmi 21445 og 17959 1 — 2JA HERB. ÍBÚD óskast á leigu. Húshjálp kemur til greine Upplýsingar í síma 20389 milli kl. 5—7. MAVERICK 70 — '71 fallegur 2ja dyra sportbíll, sjálfsk 6 cyltil sölu Samkomulag með greiðslu, Simi 16289 VÖRUBIFREIO TILSÖLU. Til sölu Benz 1519 árg 1973 ekinn km 30.000 Upplýsingar i sima 95-5243 i dag og næstu daga LAGTÆKIR MENN óskast til verksmiðjustarfa í Kópavogi, vesturbæ Góð kjör Upplýsingar i sima 37800 Árshátlð FIL og Byigfunnar verður haldin í Félagsheimili Seltjarnarness laugardaginn 16. marz og hefst kl. 21.00 stundvislega. Fjölmennið og takið með ykkur gesti. Skemmtiatriði. Skemmtinefndin. Amerískir bllar Úrval af nýinnfluttum amerískum bílum á mjög hag- stæðu verði vegna hagstæðrar gengisskráningar í dag. Notið tækifærið, aflið upplýsinga í síma 24984 í dag og næstu daga. ÚTSÝNARKVðLD Á NORDURLANDI Kynning ódýrra utanlandsferða í máli og myndum: Ingólfur Guðbrandsson, forstjóri Útsýnar. Ferðabingó: Vinningar 3 glæsilegar Útsýnarferðir til Kaupmannahafnar, Italíu og Costa del Sol, Spáni. Dans Á HÚSAVÍK — laugardaginn 16. mara kl. 21.00 stundvíslega. Á AKUREYRI — sunnudaginn 17. marz kl. 21.00 stundvíslega. FERÐASKRIFSTOFAISI ÚTSÝN Opið á laugardögum í STAÐ ÞESS AO LOKA Á LAUGARDÖGUM HÖFUM VIÐ ÁKVEÐIÐ AÐ HAFA VERZLUNINA OPNA FRÁ KL. 10—12 VIÐSKIPTAVINUM OKKAR TIL HAGRÆÐIS. TÍZKUVERZLUN LAUGAVEGI 47 SÍM117575

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.