Morgunblaðið - 14.06.1974, Side 12

Morgunblaðið - 14.06.1974, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. JUNI 1974 Lundúna- sinfónian Laugardalshöll 11. júnf Stjórnandi: André Prévin □ Einleikari: Vladimir Ashkenazy □ Efnisskrá: Rachmaninoff: Píanókonsert nr. 3 op. 30. □ Brahms: Sinfónfa nr. 4 op. 98. Hápunktur yfirstandandi lista- hátiðar er án efa heimsókn Sin- fóníuhljómsveitar Lundúna, ásamt Þrymskviðu. Að fá hingað eina af beztu sinfóníuhljómsveit- um álfunnar fullskipaða er nánast ótrúlegt, og er gleðilegur vottur þess, að ekki er alltaf verið að horfa I kostnaðinn, þegar um listfr er að ræða. Þess vegna er svo erfitt að skilja, hvers vegna aldeilis útilokað reynist að bæta við, þó ekki væri nema svo sem 6—8 strengjaleikurum í okkar eigin hljómsveit, sem þó er mjög aðkallandi og hamrað er á f hvert sinn, er tækifæri gefst. Fyrirbæri sem þetta nefnist þverstæða, og að þverskallast við staðreyndum lætur áreiðanlega enginn fram- farasinnaður ábyrgur listunnandi sannast á sig. Við skulum því vona, að sama rausnin ríki eftir hátíðina hjá þeim, sem með fjár- málin fara, og hljómsveitin okkar vaxi og dafni i skjóli þeirra áhrifa, sem heimsókn Lundúna- sinfóníunnar hefur haft. Þriðji píanókonsert Rach- maninoffs ber mjög svo síð- rómantískt yfirbragð. Stór og viðamikil tónsmið I þremur þátt- um, þar sem fyrsti og siðasti þátt- ur eru óbeint tengdir saman. Fallegar laglínur, þykkir hljómar og miklar styrkleikatreytingar eru atriði, sem bjóða þeirri hættu heim, að væmnin nái yfirhönd- inni, en hér var öll væmni víðs- fjarri. Túlkun Ashkenazys á konsertinum var frábær, karl- mannleg en um leið innileg. Yfir- burða tækni hans og kraftur, en um leið lftillæti og tillitsemi við Umhverfislist (Firring): Ásmundarsalur. Alþýðulist: Ásmundarsalur og Galerie SUM. Eitt er það framlag innan myndlistar, sem sker sig úr öðr- um á listahátíð fyrir nýstár- leika sakir. Það er samvinnu- verk fimm nemenda Mynd- listar- og handiðaskóla Islands, unnið undir handleiðslu Jóns Gunnars Árnasonar myndlistarmanns. Nemend- ur þessir voru allir skráð- ir f myndlistardeild MHl. á sl. vetri, en skólinn tók þá upp samstarf um kennslu myndmót- unardeildar við Myndlistarskól- ann í Reykjavík og er þetta beinn og óbeinn árangur af því samstarfi. Verður að segja að það hafi þróast á allt aðrar brautir en upphaflega var ráð fyrir gert. I stuttu máli er hér um hina óþekku nemendur skólans að ræða eða „enfant terribiles“ eins og það heitir á ffnna máli. Ungt fólk, sem vill fara sínar eigin leiðir og hlýðir engum aga né hefðbundnum forskriftum í skóla. — Slfkt er gott og blessað þegar það heyrir undir frjálsar tilraunadeildir í skóla, en á ekki heima innan bundinna deilda, sem leggja áherzlu á tæknilega kennslu, þótt ramm- inn sé vfður, og þetta tvennt fer saman, en er hættulegt ef atrið- in einangrast um of hvort í sínu lagi. Hvað er t.d. tækni án hug- mynda eða hugmyndir án tækni — Umhverfislist eða „Environmental“-list er ekkert nýtt fyrirbæri í listheiminum, þótt lftið hafi borið á því hér heima sem heildaratriði, nema f tilraun Jóns Gunnars Árnason- ar fyrir þrem árum. Öbeint þekkja allir þau áhrif, sem menn verða fyrir af andrúmi umhverfisins, bæði úti í náttúr- unni og innan dyra, á verkstæð- hljómsveitina var vissuiega hrífandi. Þó var eins og þeir félagar Ashkenazy og Previn ættu erfitt með að finna hvor annan rétt f byrjun, sem þó lagaðist fljótt og nær hnökralaust unnu þeir saman eins og bezt gat orðið. Hógværð er e.t.v. bezta orðið úm hlut hljómsveitarinnar f pfanókonsertinum, aldrei yfir- gnæfandi eða ráðandi hversu veikt eða sterkt sem Ashkenazy lék, en fylgdi fast eftir og gaf verkinu Iff og lit, sem þó var ekki nema skuggi af afburðaleik Ashkenazys. Það var með nokkurri eftir- væntingu, er menn biðu þess að hljómsveitin tækist á við eitt höfuðsnilldarverk tónbók- menntanna, fjórðu sinfónfu Brahms. Sinfóníuhljómsveit Lundúna er góð hljómsveit. Þai er valinn maður f hverju sæti. Iþróttasalurinn í Laugardal er hins vegar ekki góður konsertsal- ur. Hljómburðurinn er þurr og þungur. Það er sennilega skýring- in á þvf, hve hljómur strengjanna var sár á stundum. Túlkun A. Previns á Brahms er umdeilan- leg. Fyrirfram hefði mátt búast við meiri snerpu og leikgleði. Var- færni í hraðavali ásamt fremur flatneskjulegri túlkun megnaði ekki að lyfta verkinu í það list- ræna veldi, sem sinfónían býr yfir. Hver nóta var á sfnum stað, hverri hendingu gaumur gefinn og flutningur allur fágaður, en heldur ekkert fram yfir það. um hvers konar og f verksmiðj- um. Hér er því um að ræða að virkja umhverfið í heild sinni og algjörleika í nýju ljósi og einnig að virkja atriði úr fortíð- inni. Hinn nafntogaði meistari listgreinarinnar Edward Kienholz hefur t.d. brugðið upp ljóslifandi mynd af andrúmi í amerísku hermannavændishúsi Myndllst eftir BRAGA ÁSGEIRSSON Laugardalshöll 12. júnf. Sinfðnfuhljómsveit Lundúna □ Stjórnandi: André Previn □ Einleikari: Pinchas Zuckerman □ Efnisskrá: Brahms: Hátfðarfór leikur op. 80 Mendelssohn: Fiðlukonsert op. 64 Prokofieff: Sinfónfa nr. 5 op. 100. Tónllst eftir EGIL FRIÐLEIFSSON LISTA- HÁTÍÐ 1974 á stríðsárunum sfðari, af mikilli snilld. Annars skilgreinir hið unga fólk listgreinina þannig: „Segja má að umhverfislist sé samsetning margra listgreina, vakin upp af hinni einu sönnu móður listanna, náttúrunni sjálfri. I henni eins og f náttúr- unni er hægt að koma fyrir hvaða listgrein sem er, hvers konar myndlist, ljósmynda- tækni, kvikmynd, tónlist og Til var tekið þar sem frá var horfið á seinni tónleikum Lundúnasinfónlunnar, þ.e. fyrri tónleikarnir enduðu á Brahms og þeir sfðari hófust á Brahms. 1 þetta sinn á Hátfðarforleiknum op. 80 er Brahms samdi sem svar við heiðursdoktorsnafnsbót, er hann var eitt sinn sæmdur. Þó að nafnið sé hátíðlegt, er tónsmfðin það ekki, heldur gáskafull og prakkaraleg. Aður hefur verið minnzt á slæman hljómburð Laugardalshallarinnar og vissu- lega er hann það. En hann er misjafn mjög. Á fyrri tónleikun- um sat undirritaður í vinstra hominu niðri, en á þeim síðari framarlega fyrir miðju uppi, þar sem hljómburðurinn er snöggtum skárri. Munurinn er ótrúlega mikill. Hljómur hljómsveitar- innar var nú samfelldari, fiðlurnar sungu betur og heildar- blær allt annar. Þannig var for- leikur Brahms hið ágætasta eyrnagaman í góðri meðferð hljómsveitarinnar. Einleikari f fiðlukonserti Mendelsshons var Pinchas Zuckerman, sem er mjög þessum margspilaða konsert ferskan blæ með ákafri og ástríðuþrunginni túlkun sinni. Margur góður fiðluleikarinn hef- ur spreytt sig á þessum konsert, og sjálfsagt eru allir ekki á eitt sáttir um einstök atriði í leik orðsins list. Hægt er að setja saman list og tækni, hvers kon- ar hreyfingu og hljóð og jafnvel notagildi rúmast innan verks- ins. Hún getur verið sameigin- legt verk fólks úr mörgum starfsgreinum, lampagerðar- mannsins, húsgagnasmiðsins, útvarpsvirkjans og múrarans, að öllum öðrum óupptöldum. Verk þessara manna er sett saman af listafólkinu og skoðað af neytanda, sem sjálfur er hluti heildarverksins. Verkið, sem gengið er inn f, er leiksvið fyrir ósamið leikrit, þar sem leikritið verður til jafnóðum og samtímis þvf, að fólk gengur í gegnum það. Verkið er örlítil nýsköpun eða samþjöppuð, af- mörkuð mynd hins mikla um- hverfis, sem við sjálf erum hluti af, hvar sem við stönd- um“. Kjarninn í umhverfislist er því sá, að umhverfið virk- ar ekki eins á alla og er gjarnan skírskotað til þess. Umhverfislist hefur þannig ótvfræðar rökfræði- legar forsendur, sem sóttar eru úr umhverfinu sjálfu, svo sem að framan greinir, og Zuckermans, en heildarmeðferð hans og sannfærandi leikur voru áhrifarík. Hlutur hljómsveitar- innar í þessum konsert er ekki stór, þar sem einleikshljóðfærið er allsráðandi, enda lék hún af hógværð sem íyrr. Tónleikunum lauk svo með 5. sinfónfu Prokofíeffs „sem er lof- söngur til mannsandans, er kúgun eða strfð geta aldrei bugað að fullu“, eins og stendur f skýringum. Hér tókst Lundúna- sinfónfunni bezt upp f þessari heimsókn sinni. Stórbrotinn hægur upphafskaflinn myndaði skarpa andstæðu við áhrifaríkan annan þátt. Alvara Largo-kaflans og fjör lokaþáttarins komust vel til skila, í glæsilegum leik hljóm- sveitarinnar. Deyfð og drungi var loks vfðs fjarri, enda fögnuðu áheyrendur vel og lengi að leik lokum. Þökk sé Sinfóníuhljóm- sveit Lundúna fyrir eftirminni- lega heimsókn. Aðeins eitt að lok- um varðandi verkefnavalið 4. sin- fónfa Brahms og fiðlukonsert Mendelsshons eru engin nýfunda á tónleikum hér. Hvenær fáum við að heyra stórar úrvals gesta- hljómsveitir flytja okkur verk, sem okkar eigin hljómsveit er ekki fær um að leika sökum mannfæðar? Hvað um þá Bruckner og Mahler t.d.? hér er þannig um hnitmiðaða, huglæga vinnu að ræða, ásamt með mikilli virkjun huglægra atriða. Augnablikstilviljanir og slungin frjáls listbrögð inn- blástursins eins og við eigum að venjast þeim, eru sem sagt nær útilokuð f þessari gerð listar. Lfkja má þessu við hnitmiðaða uppbyggingu leikhúsverks, þar sem áhorfandinn er mikilvægur hluti af leiknum. Allir þeir sem leitast við að ná sérstöku andrúmi eða hugblæ í lista- verk, umhverfis listsýningar, í híbýli sfn, umhverfi eða vinnu- stað, ættu að skilja hvað hér er um að ræða. Skapandi og heill- andi viðfangsefni fyrir ungt fólk á öllum aldri. I upphafi ákváðu fimmmenn- ingarnir að taka hugtakið „firr- ing“ sem viðfangsefni og var ákveðinn ferill byggður fyrir það. Um þennan feril reikar gesturinn og tekur við þeim áhrifum sem á vegi hans verða. Mæli ég persónjlega með því, að menn fari sér að engu óðs- lega, heldur taki lífinu og áhrif- unum með yfirvegaðari ró og athugi hleypidómalaust þau áhrif sem eftir sitja. Höfund- arnir ákváðu ekki fyrr en verk- ið var komið vel áleiðis að gefa almenningi kost á að njóta þess með sér í stuttan tíma, og e.t.v. er það þessvegna, sem segja má að heildarútkoman sé ekki nógu tæknilega gallalaus en slfk verk þurfa einmitt mikla, hnitmiðaða og þróaða tækni, sem óréttlátt væri að krefjast af jafnungu og óreyndu fólki. Persónulega þótti mér ekki koma nægilega mikið til skila af firringu nútímans. Takmörk- uð húsakynni hafa sitt að segja, þau þrengja að viðfangsefninu, en svo einnig, að þetta er frum- verk hópsins, og einstaklingar hans þekkja naumast firring- una eins og hún er algjörust f stórborgum heimsins. En viðleitnina tel ég mjög Framhald á bls. 20. Myndlist á listahátíð Teppi ofin f tilefni 1100 ára afmælisins

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.