Morgunblaðið - 21.06.1974, Síða 24

Morgunblaðið - 21.06.1974, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. JÚNI 1974 Þórný Björk Jakobsdóttir með verkefnaspjaldið sitt. Hún sagði, að sér þætti gaman f Um- ferðarskólanum og það skemmtilegasta væri brúðu- „Gatan er enginn leikvöllur," söng Birna f brúðuleikhúsinu og krakkarnir f Umferðarskólanum voru „Gatan er enginn íeikvöllur” ÞAÐ voru áhugasamir nem- endur, sem sátu á skólabekkj- unum f Langholtsskóla, þegar blaðamaður Mbl. leit þar inn sl. þriðjudag. Þarna voru börn á aldrinum 5 og 6 ára komin til að læra umferðarreglurnar, en lögreglan og umferðarnefnd Reykjavfkur f samvinnu við Fræðsluskrifstofu Reykja- vfkurborgar hafa á undanförn- um árum efnt til umferðar- fræðslu fyrir börn á þessum aldri. í ár hófst Umferðarskólinn 11. júni sl. og stendur hann fram til mánaðamóta júní—júlí. Kennslan fer fram í flestum barnaskólum borg- arinnar og á hvert barn þess kost að mæta tvisvar, klukku- stund í hvort skipti. Inn f kennsluna er fléttað brúðuleik- húsi, söng og kvikmyndasýn- ingu auk þess sem börnin fá verkefnaspjöld, sem þau vinna úr heima. Að sögn Óskars Óla- sonar yfirlögregluþjóns hefur þátttaka í Umferðarskólanum verið mjög góð og foreldrar áhugasamir um að börnin læri að varast þær hættur, sem leyn- ast I umferðinni. Sagði Óskar, að allt efni og kennslugögn væru innlend og væri í ráði að senda gögnin til Hafnarfjarðar, Grindavíkur, í Kópavog, Garða- hrepp og Mosfellssveit og á Sel- foss, en lögreglan á þessum stöðum hefur áformað að taka upp umferðarfræðslu fyrir yngstu vegfarendurna. Kenn- arar Umferðarskólans eru frá lögreglunni í Reykjavík, þeir Baldvin Ottósson, Steinn Karls- son og Gunnar Sigurðsson og þeim til aðstoðar eru nokkrar fóstrur undir stjórn Guðrúnar Björgvinsdóttur, Gyðu Ragn- arsdóttur og Olgu Guðmunds- dóttur. Litið inn í U mfer ðar skólann „Gult ljós þýðir viðbúinn,* Mbl. Sv.Þ.). sögðu börnin f einum kór, þegar spurt var um umferðarljósin. (Ljósm. leikhúsið. henni alveg sammála. Aukum þingstyrk SjálístæðisflokJföins AUKUM þingstyrk Sjálfstæðis- flokksins svo um munar 30. júní. Sjálfstæðisflokkurinn jók mjög fylgi sitt við síðustu bæjar- og sveitarstjórnarkosningar. Hann fékk rúm 50% og sýnir það glöggt hve hraðvaxandi fylgi flokksins er. Þess vegna er það von okkar Sjálfstæðismanna, að við getum stóraukið fylgi okkar 30. júní og svo sannarlega ætti það ekki að vera nein óskhyggja. Sjálfstæðis- flokkurinn er stærsti og heil- steyptasti flokkurinn á land- inu og þess vegna hið leiðandi afl í íslenskum stjórnmálum. Til hans liggur straumur jafnt ungra sem aldinna. Ég fullyrði að þegar vá er fyrir dyrum þá fylkir fólkíð sér um Sjálfstæðisflokkinn. Já ég sagði, að vá væri fyrir dyrum. Sannarlega er nú svo komið, því að nú ríkir ótti um að farið sé að nálgast hengiflugið eins og 1958. Þá hafði vinstri stjórn setið í 2 ár og þá var allt komið í strand. Ekkert fram- undan nema hengiflug. Og nú höfum við vinstri stjórn. Hún hefur setið í 2 og hálft ár, en er nú óvirk eða ég kalla það svo, þótt hún geti stjórnað með tilskipunum. Slíkri stjórn er ekki hægt að fylgja og þess vegna verður að veita henni verð- uga ráðningu 30. júnf og það gerum við best með því að auka þingstyrk Sjálfstæðisflokksins og tryggjum um leið farsæla lausn varnarmálanna. Alþýðubandalagið telur sig vfst heilsteyptan flokk en heilindin í þeim flokk sáust best í maí. Þar er sama sundurlyndið ef að er gáð. Islenskir kjósendur inn til dala og út við sjó: Fylkið ykkur um D-listann 30. júnf. Þar finnið þið fótfestu í íslenskum stjórnmálum. Fólkið leitar til Sjálfstæðisflokks- ins þegar vandræði steðja að. Sýnið baráttuvilja 30. júni og kjósið D-listann. D-listinn er listi Sjálfstæðisflokksins um allt land. Listi frjálsræðis og lýðræðis. Listi ungra og aldinna. Fram til sigurs 30. júní. Heilir til starfa. Ólafur Vigfússon, Hávallagötu 17, Reykjavík. Páll V. Daníels- son skrifar frá Hafnarfirði Að draga lokur frá dyrum Illt verk og löðurmannlegt þótti það fyrr á tímum að njóta gest- risni höfðingja f þeim tilgangi að draga lokur frá dyrum, þegar fólk var gengið til náða, svo að óvin- irnir gætu komið að því óvörum og varnarlitlu. fslendingar unna landi sínu og þjóð. Þeir vilja vernda sjálfstæði hennar og frelsi. Og þeir eru sein- ir til að trúa því, að nokkur sam- landi sé svo lítilsigldur, að ekki sé hægt að treysta honum til að setja fullveldi lands síns öllu ofar. En svo er ekki, því miður. Ofsa- trú á einræðisstefnu kommún- ismans fær fólk til að bregðast þjóð sinni. Það hafa dæmin sann- að. Þá helgar tilgangurinn með- alið. I þjónkun sinni við heims- kommúnismanns hikar slíkt fólk ekki við að brjóta fjöregg sjálf- stæðis sinnar eigin þjóðar. I þessum tilgangi er ýmsum að- ferðum beitt. Þar ber hæst að talað er fjálglega um hlutleysi í þeim tilgangi að fá land sitt til að vera eitt á báti f varnarmálum. Er óspart slegið á strengi þjóðar- stolts í því sambandi. Þá er reynt að telja fólki trú um, að þess eigið land lúti ekki sömu lögmálum og öll önnur og engum detti í hug að ráðast á það og seilast til áhrifa. Fleira mætti nefna. Megin hluti íslenzku þjóðarinn- ar vill hafa varið land. Þar ræður það raunsæi að ekkert gerist af sjálfu sér. Þjóðin veit, að frelsi og sjálfstæði þarf sínar varnir eigi það ekki að glatast. Þess vegna vill hún hvorki rjúfa varnar- tengslin við vinveittar nágranna- þjóðir sínar né hafa landið varnarlaust. Ein áróðursaðferð kommúnista er sú, að núverandi varnarlið sé þess ekki megnugt að verja landið ef á það verði ráðizt. En eftir að varnarliðið hefur verið sent burtu þarf enga árás að gera. Lokur hafa þá verið dregnar frá dyrum. Þá er nóg, að ein þota fái lend- ingarleyfi undir því yfirskini að hún sé að skipta um áhöfn á togurum. Út úr henni gæti komið harðsvírað og vel vopnað herlið f stað togarasjómanna. Og þá liði ekki á löngu þar til lýðveldið ís- land yrði eitt af ósjálfstæðum leppríkjum kommúnismans. Og mennirnir, sem fengu ýmsa nyt- sama sakleysingja til aðstoðar við að draga lokur frá dyrum, mundu þá ná þvf markmiði sínu að setjast í helztu valdastöður þjóðfélagsins án þess að þurfa nokkurt fyigi í kosningum. Mörgum hefur reynzt, að skammt væri milli frelsis og ánauðar. Eitt víxlspor eða and- varaleysi á verðinum hefur oft kostað margra alda áþján og jafn- vel að þjóðir hafi liðið undir lok. Aukið fylgi Sjálfstæðisflokksins er eina tryggingin gegn því, að slíkt gerist á Islandi. Páll V. Danfelsson. lág i:i i i; i: uad i.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.