Morgunblaðið - 21.06.1974, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 21.06.1974, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. JUNl 1974 35 I ÍÞRÓTTAFRÍTTIR MORGUilABSINS Setti Islands- met í Hannover Ragnhildur Pálsdóttir hlaupa- kona úr Garðahreppi dvaldi sfð- astliðinn mánuð við æfingar f borginni Hannover f VÞýzka- landi. Tök hún þátt f einu móti þenn- an tíma og setti þá met í 800 metra hlaupi. Hljóp hún vega- lengdina á 2:17.6, en eldra met hennar var 2:17.8. í 1500 metra hlaupi var hún ekki langt frá meti sínu 4.53.7, en hún fékk tfm- ann 4:55.0. Ragnhildur verður meðal þeirra islenzku frjálsiþrótta- kvenna, sem tekur þátt í Norður- landameistaramótinu, sem fram fer í Osló 25. júní n.k. Að líkindum mun hún keppa þar í 3000 metra hlaupi á NM, en að mótinu loknu dvelur Ragn- hildur áfram í Noregi við æfingar með norska kvennalandsliðinu f ram í miðjan júli. Myndin til hliðar er af Ragnheiði. Helmut Schön: Undir- búum okkur fyrir aðalátökin — FRÁ okkar bæjardyrum séð var þetta góður leikur, sagði Rale Rasic þjálfari ástralska landsliðs- ins eftir leik liðs hans við Vestur- Þýzkaland f fyrrakvöld. Markið, sem Overath skoraði, verkaði reyndar illa á lið mitt og nokkur taugaðstyrkur greip um sig. Þegar leikmennirnir jöfnuðu sig og ró færðist yfir þá náðu þeir að sýna sitt bezta. Helmut Schön þjálfari véstur- þýzka liðsins var ekki eins ánægð- ur. Hann lét þó lofsyrðí falla um Ástralfubúana og sagði, að þeir væru gððir og harðir leikmenn og það væri ekkert auðvelt að leika gegn þeim. — En við áttum að skora fleiri mörk, sagði Schön. — Því má svo ekki gleyma, að f þessum leik voru stigin mikilvæg- ust — við erum aðeins að undir- búa okkur undir erfiðari átök. — Þótt V-Þýzkaland sé nú öruggt f úrslitakeppnina er ég viss um, að leikurinn við A-Þjóð- verja verður mjög harður og tvf- sýnn, sagði Uwe Seeler fyrrum fyrirliði v-þýzka liðsins, er blaða- menn ræddu við hann f fyrradag. — Það verður örugglega ekkert eftir gefið f þeim leik. Hann vildi sem minnst um leik landa sinna við Astrali segja. — Það voru a.m.k. hreinar Ifnur að áhorfend- ur vildu fá að sjá miklu meira af mörkum frá okkar mónnum og þeir voru f nokkrum rétti með það, sagði Seeler. Brasilíumenn vonsviknir „Hvað næst — 0—0 jafntefli gegn Zaire?" Þannig hljóðaði fyrirsögn í brasiliska blaðinu Ultima Hora á miðvikudaginn og vonbrigðin yfir tveimur mark- lausum jafnteflum heimsmeistara Brasilíu gegn Júgóslavíu og Skot- landi leyndi sér hvorki í fyrir- sögninni né greininni, sem á eftir fór. „Enn einn meðalmennsku- leikur liðs, sem eitt sinn var hið sterkasta I heiminum. Jafntefli Brasilfu gegn Skotlandi er tákn þess, að tímarnir eru breyttir." Annað blað i Brasiliu ásakaði heimsmeistarana fyrir að leika staðnaða knattspyrnu, allt Imyndunarafl væri fyrir bi vegna heimskulegra leikaðferða þjálfarans Zagalo. „Varnarleikur Brasilíumanna leiddi það eðlilega af sér, að Skotar réðu lögum og lofum á vellinum og það var aðeins kraftaverk að heims- meistararnir töpuðu ekki.", sagði blaðið Jornal do Commercio eftir leikinn gegn Skotum. Það fer vfst ekki á milli mála, að þeir eru blóðheitir Brasiliu- mennirnir, enda ekki vanir öðru en lið þeirra sé í sérflokki knatt- spyrnuliða I heiminum. Þeim er ekki nóg, að lið þeirra sé nú komið með tvö stig og þurfi aðeins að vinna Zaire 3:0 til að komast I milliriðil. Sumir Brasi- líumenn halda þvf fram, að bezt sé fyrir brasilíska landsliðið að koma strax heim, á þann hátt einan verði komið i veg fyrir enn meiri hneyksli. ----------?-•-?----------- Uppskeruhátíð vasaþjófa MIKIL uppskeruhátfð stendur nú yfir hjá vasaþjófum f Vestur- Þýzkalandi. Daglega berast þýzku lögreglunni óteljandi kærur frá mönnum, sem þessir iðjusömu náungar hafa hnuplað einhverju af. Blanda þjófarnir sér f áhorf- endahópana á knattspyrnuleikj- uniini og þegar eitthvað spenn- andi er að gerast á vellínum grlpa þeir tækifærið. Einn þjófanna var gómaður á leik ttalfu og Ilaiti og reyndist fengur hans hafa ver- ið þessi: 175 þýzka mörk, 181 doll- ari, 210 rúblur, 210 franskir frankar og 80 austurfskir shilling- ar. Bærilegar tekjur þann dag- inn! IBA '64 vann ÍBA 74 l.DEILDAR LIÐlBA lék á 17. júnl gegn liði ÍBA eins og það var skipað 1964. „Gömlu" mennirnir sýndu f þessum leik að þeim er enn ýmislegt til lista lagt, og þó þeir hnfi flestir lagt skónaá hilluna var rykið á þeim ekki orðið það þykkt, að þeir næðu ekki að sigra arf taka sfna. Liðið frá 1964 sigraði með þremur mörkum gegn engu og skoruðu þeir Magnús Jónatans- son, Steingrfmur Björnsson og Skúli Agústsson mörkin. Armann — Breiðablik EINN leíkur fer fram í 2. deild- inni f knattspyrnu i kvöld. Ar- mann leikur við Breiðablik á Ármannsvellinum við Sigtún. í þriðju deild fara fram tveir leikir í kvöld. Fylkir leikur gegn Grindvíkingum á Árbæj- arvelli, og á Háskólavelli mætir IR liði Stjörnunnar. Konurnar verða einnig á ferðinni í kvöld, Stjarnan leik- ur gegn Þrótti og Viðir við Fram. Allir fyrrnefndir hefjast klukkan 20.00. UL í golfi ARlÐANDI æfing og fundur fyrir unglingalandsliðið f golfi verður á Nesvellinum á mánu- daginn klukkan 18. Að lokinni æfingu verður rætt um fyrir- hugaða Finnlandsferð. Vormót UÍA VORMÓT UÍA í frjálsum iþróttum fer fram á Eiðum sunnudaginn 30. júní og hefst keppnin klukkan 14.00. Þátt- tókutilkynningar skulu sendar til Jóns Stefánssonar, Eskifirði, fyrir fimmtudag 27. FRl SKOKKIÐ 1SJUNI 30JULI 1S74

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.