Morgunblaðið - 18.07.1974, Síða 4

Morgunblaðið - 18.07.1974, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. JULI 1974 Fa jl «//.! LI.H.I V 'AiAjm 22 0-22- RAUÐARÁRSTÍG 31 LOFTLEIÐIR BILALEIGA CAR RENTAL 21190 21188 LOFTLEIÐIR /ZZ BÍLALEIGAN <*51EYSIR CAR RENTAL 24460 í HVERJUM BÍL PIOIVIEER ÚTVARP OG STEREO KASSETTUTÆKI HVER ER SINNAR ÆFU SMIÐUR 0 SAMVINNUBANKINN HOPFERÐA- BÍLAR Til leigu I lengri og skemmri ferðir 8—50 farþega bílar. KJARTAN INGIMARSSON Sími 86155 og 32716 Afgreiðsla B.S. í. Sími 22300. SKODA EYÐIR MINNA. shodh LEioah AUÐBREKKU 44-46. SiMI 42600. MflBEFflLDflB STAKSTEINAR Nú er ábyrgðar- leysið innflutt Fyrir tveimur dögum ritaði Þórarinn Þórarinsson formað- ur þingflokks Framsóknar for- ystugrein f Tfmann, þar sem hann hélt þvf fram, að óðaverð- bólgan væri innflutt fyrir- brigði, sem stjórnvöld réðu ekki við. Þetta skrifaði Þórar- inn jafnvel þótt f ársskýrslu Sambandsins segi skýrum orð- um, að efnahagsvandinn sé að mestu heimatilbúinn. t forystugrein Tfmans f gær ræðir Þórarinn um það furðu- lega ábyrgðarleysi rfkis- stjórnarinnar að skjóta sér undan ábyrgð á þeirri hækkun vaxta, sem ákveðin var sl. föstu- dag. Og nú er helzt að skilja á þingflokksformanninum, að þetta ábyrgðarleysi rfkis- stjórnarinnar sé Ifka innflutt. Hann kemst svo að orði: „Það hefur að vonum vakið athygli, að Seðlabankinn tók ákvörðun um stórfellda vaxta- hækkun rétt áður en nýkjörið Alþingí kom saman til fundar, en fyrsta og helzta verkefni þess verður að fást við efna- hagsmálin. Eðlilegt hefði verið, að vaxtamálið yrði ekki afgreitt Þjóð- hátíð 1 Kópa- vogiá sunnu- daginn Frá 17. júnf hátfðahöldunum f Kópavogi, sem þóttu takast sér- lega vel. ÞJÓÐHATlÐ f tilefni 11 alda búsetu verður haldin f Kópa- vogi sunnudaginn 21. júlf, um næstu helgi. Hátíðahöldin hefjast kl. 13,30 með skrúðgöngu frá Víghóla- skóla og fer Skólahljómsveit Kópavogs fyrir göngunni, en gengið verður fylktu liði á hátíðasvæðið — Rútstún. Dagskráin á hátíðasvæðinu fyrr en Alþingi hefði fjallað um efnahagsmálin f heild. — Það er hins vegar ekki neitt nýtt fyrirbrigði, að embættis- menn sýni, að þeir þurfi ekki að taka mikið fillit til Alþingis. Þar er ekki heldur um neitt sérstakt fslenzkt fyrirbrigði að ræða.“!! Nú er það ábyrgðarleysi ráð- herranna að heimila Seðla- bankanum hækkun vaxta á sama tfma og þeir sjálfir gefa út hástemmdar yf- irlýsingar um harða and- stöðu við þá ákvörðun, nefnt innflutt fyrirbrigði. Athygiisvert er, að það skuli vera prófessor f stjórnlögum, sem stendur fyrir þessum sjón- leik. Ríkisstjórnin ber ábyrgðina Seðlabankinn hefur sam- kvæmt lögum, er um hann gilda, rétt til þess að ákveða hámark og lágmark vaxta. En f þeim sömu lögum er skýrt kveðið á um, að yfirstjórn bankans sé f höndum ráðherra þess, sem fer með bankamál, bankaráðs og bankastjórnar. Valdsvið Seðlabankans tak- markast sfðan af fyrsta kafla laganna um skipulag hans og hlutverk. Þar segir m.a.: „1 öllu starfi sfnu skal Seðla- bankinn hafa náið samstarf við rfkisstjórnina og gera henni grein fyrir skoðunum sfnum varðandi stefnu f efnahagsmál- um og framkvæmd hennar. Sé um verulegan ágreining við rfkisstjórnina að ræða, er Seðlabankastjórn rétt að lýsa honum opinberlega og skýra skoðanir sfnar. Hún skal engu að sfður telja það eitt megin- hlutverk sitt að vinna að þvf, að sú stefna, sem rfkisstjórnin markar að lokum, nái tilgangi sfnum." Þannig orkar það ekki tvf- mælis, að það er ráðherra bankamála og rfkisstjórnin, sem fara með úrslitaáhrif f þessum efnum. 1 tilkynningu Seðlabankans segir einnig, að ríkisstjórnin hafi talið eðlilegt að láta hækkun vaxta afskipta- lausa við núverandi aðstæður. Ljóst er þvf, að rfkisstjórnin hefur heimilað vaxtahækkun- ina, enda segir í tilkynningu Seðlabankans, að ákvörðunin hafi verið tekin f samráði við bankaráð, þar sem stjórnar- flokkarnir hafa að sjálfsögðu meirihluta. Sá meirihluti hefði vitaskuld getað komið f veg fyrir vaxtahækkunina, ef stjórnarflokkarnir hefðu f raun réttri verið henni andvfgir. Eftir að rfkisstjórnin og full- trúar hennar hafa þannig heimilað Seðlabankanum að taka þessa ákvörðun, geysast Ólafur Jóhannesson og Lúðvfk Jósepsson fram með opinberar- yfirlýsingar um, að allt sé þetta gert f harðri andstöðu við meirihlut rfkisstjórnar. Og Þórarinn Þórarinsson kórónar svo sjónleikínn með þvf að telja saklausum framsóknar- mönnum trú um, að ábyrgðar- leysi af þessu tagi sé innflutt rétt eins og efnahagsvandinn. Einhverjir kynnu e.t.v. að halda, að ábyrgðarleysi þetta væri afsakanlegt, þar sem hér er um bráðabirgðastjórn að ræða. En þá er á það að Ifta, að hún hefur einmitt fallizt á að sítja áfram til þess að taka ákvarðanir af þessu tagi. Treystu ráðherrarnir sér ekki til þessa, eiga þeir að sjálf- sögðu ekki að taka að sér að sitja til bráðabirgða eins og þeir hafa gert. Vfst er hins veg- ar, að þeir hafa ekki vikið sér undan þeirri ábyrgð að skipa menn f áhrifastöður! |j£H6jUbá' hefst kl. 14.00 með helgistund. Síðan flytur forseti bæjarstórn- ar Sigurður Helgason setning- arræðu og kirkjukór syngur með undireik skólahljómsveit- arinnar. Þá verða fimleika-, júdó- og glímusýningar og sýnd- ir þjóðdansar. Guðmundur Jónsson og Magnús Jónsson syngja f samspili við skóla- hljómsveitina. Kynnir verður Þorsteinn Hannesson. Hesta- mannafélagið Gustur sér um at- hyglisvert atriði sem er: Hest- urinn í 11 aldir. Eftir kvöldmat verður tekið til að nýju, en kvölddagskráin hefst kl. 20.30 með lúðrablæstri og dansi. Hljómsveit Ragnars Bjarna- sonar leikur fyrir dansinum, en Ómar Ragnarsson og Karl Einarsson skemmta. Bæjarstjóri, Björgvin Sæmundsson, mun síðan slíta hátfðinni, en að þvf loknu mun loftið loga af flugeldum. Lista- og menningarsjóður Kópavogs opnar listaverkasýn- ingu í sambandi við hátíðina. Sýningin verður f Víghólaskóla frá næstkomandi laugardegi til 3. ágúst. 7<^>® ® F Haflidi Jónssov h L®® GRÓÐURLAUS ER GRINDAVÍK. Miklar og góðar vegabætui hafa orðið í seinni tfð og er okkur nú efst í huga opnun hringvegarins um landið. Það hefur jafnan þótt í frásögur færandi, þegar ruddur var veg- ur um torfæra leið og nægir þar að geta afreks þeirra bræðra Halla og Leiknis á dögum Víga- Styrs í Bjarnarhöfn og elju Ögmundar við vegalögn milli Krísuvíkur og Grindavíkur. En það hefur fylgt afrekum í vega- gerð, að þeir hafa sjaldnast not- ið brautarinnar, sem ruddu. Fáir munu hafa lagt meira af mörkum til vegagerðar en hin- ir dugmiklu sjósóknarar á Suðurnesjum, en þó hafa þeir lengur en aðrir orðið að búa við vonda vegi. Á þessu hefur nú orðið veruleg bragarbót með steyptu Reykjanesbrautinni og olíumalarlagi á veginn frá Vogastapa að Grindavfk. Er nú auðfarið á öllum farartækjum um vegi á Reykjanesi og er það góð einsdags ferð frá Reykja- vfk. Miklar framfarir hafa á seinni árum orðið f öllum út- vegsbæjum á Suðurnesjum. Allt hefur þó hjálpazt að í þvf að eyða gróðri á þessum slóð- um. Hins vegar hafa menn vaknað til áhuga um að græða upp auðnirnar, sem hvarvetna blasa við manni. Fáeinir áhuga- menn þar syðra hafa sýnt og sannað, að slíkt er mögulegt, en því miður virðast þó alltof margir vera vantrúaðir. Sú vantrú kemur einna bezt f ljós hjá því fólki, sem byggir Grindavík. Þar segir þó þjóð- sagan, að eftir Tyrkjaránin hafi vaxið upp þyrnagróður, er sam- an rann í mold, kristið blóð og heiðið, en svo gjörsnautt er þar nú um gróður að hvergi sést þistill f blóma. Falleg og dýr hús standa þar í foksandi og hvergi örlar á snyrtilegu um- hverfi. Nú þegar Grindvíkingar hafa fengið malbikið heim í hlaðvarpa og eiga von á hita- lögnum í hvert hús frá borhol- unum á Svartsengi mega þeir svo sannarlega hugleiða, með hvaða móti þeir geti fegrað bæ- inn sinn. Þó að stormarnir gnauði af hafi þá er eitt og annað hægt að gera til að prýða og bæta. Sýnilega getur gras- gróður vaxið jafnvel í Grinda- vfk sem annars staðar, en gras- flöt þarf ræktun og snyrtingu ef hún á að gleðja augað. I fjörum Grindavíkur má finna blómstrandi blálilju og fjöru- kál. Þar í hraununum er mikið um fallegan og harðgeran villt- an fslenzkan blómgróður. Þessi gróður gefur góða vísbendingu um, hvað hugsanlega mætti taka til ræktunar og prýðis. á heimalóðum Grindvíkinga. Og það er margt í Grindavfk, sem varðveitzt hefur af handarverk- um fyrri tfðar manna. Grjót- garðarnir í Grindavfk standa fyrir sínu og vonandi verða þeir varðveittir. Það er sjálfsagt öll- um ræktunarmönnum vel ljóst, að mikið átak þarf að gera í ræktunarmálum á Suðurnesj- um ef árangur á að verða, og nú þegar þjóðin ætlar að hefja sameiginlegt stórátak í að græða upp auðnir landsins þá verða menn á Reykjanesskaga að ganga ríkt eftir því, að þeirra hlutur verði viðunandi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.