Morgunblaðið - 02.08.1974, Síða 2

Morgunblaðið - 02.08.1974, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. AGUST 1974 Hin heimsfrægi La Mama leik- flokkur hingað 1 LOK september kemur hingað til lands hinn heims- frægi bandarfski leikflokkur La Mama. Hefur hann 3 sýn- ingar f Þjóðleikhúsinu. Flokkurinn kemur hér við f leikför til Parfsar. Sveinn Einarsson þjóðleik- hússtjóri hefur haft frum- kvæði að þvf að fá flokkinn hingað. Hann sagði í viðtali við Mbl., að flokkur þessi hefði verið stofnaður í New York fyrir u.þ.b. 10 árum. Síðan hefur hann öðlazt heimsfrægð og mörg La Mama útibú verið stofnuð f ýmsum löndum. Flokkurinn telst til framúr- stefnuleikflokka, og hafa mörg verka hans hlotið mikla frægó. Hér sýnir flokkurinn nýjasta verk sitt, sem hann hefur unnið í hópvinnu. Hefur þetta verk hlotið góða dóma f blöð- um. í La Mama leikflokknum, sem hingað kemur, eru 20 manns. Leikstjóri er Ellen Ste- wart, sem er talin í hópi hæf- ustu leikstjóra, sem nú eru uppi. Málverkasýning í Þrastarlundi Valtýr Pétursson listmálari heldur um þessar mundir sýn- ingu í Þrastarlundi. A sýning- unni eru bæði olíumálverk og vatnslitamyndir. öll málverkin eru ný. Sýn- ingin verður opin til 8. ágúst næstkomandi. Merk sýning 1 Fossvogsskóla í gær var opnuð í Fossvogs- skóla sýning á verkum, sem nemendur í skólum borgarinn- ar hafa unnið um efnið „Saga þjóðarinnar f 1100 ár“. Athygli er vakin á því, að sýning þessi er aðeins opin tvo daga og er seinni sýningardagurinn í dag, föstudag. Sýningin er opin kl. 16—22. Báðir yfir á grænu? S.L. ÞRIÐJUDAGSKVÖLD varð mjög harður árekstur á mótum Laugavegar og Kringlumýrarbrautar. Leigu- bifreið keyrði inn f hlið jeppa- bifreiðar með þeim afleiðing- um, að jeppinn valt og er tal- inn gjörónýtur. Umferðarljós eru á þessum gatnamótum, og halda báðir ökumenn fast við þann framburð, að þeir hafi ekið yfir á grænu. Hefur rann- sóknarlögreglan mikinn áhuga að ná tali af sjónarvottum að árekstri þessum og biður þá að hafa samband við sig sem fyrst. ------♦ » ----— Minnispeninga- settin uppseld I GÆR seldust sfðustu settin af minnispeningum Þjóðhátfð- arnefndar 1974. Alls voru gef- in út 2000 sett af silfur og koparpeningum, og kostaði settið 18 þúsund krónur, svo fyrir þessi sett hafa fengizt 36 milljónir. Auk settanna voru gefnir út II þúsund koparpeningar, og seljast þeir mjög vel að sögn Magna R. Magnússonar í Frí- merkjamiðstöðinni. Þykja þeir heppilegir til gjafa, en verð peninganna er 1900 krónur stykkið. „Hann lagði fyrstur viðurkenndan kúrs yfir hið bráða haf” f gær voru fyrstu listaverkin sett upp f Austurstræti, og vöktu þau þegar mikla athygli, eins og sjá má á þessari mynd, sem ÓI. K. Mag. tók f gær. Tvö myndverk afhjúpuð í dag Minnismerki um landnáms- manninn Ingólf Arnarson var f gær afhjúpað austur f Ingólf- höfða, á þeim stað sem taíið er og heimildir segja að’hann’hafí fyrst stigið á fslenzka grund. Sig urður Björnsson frá Kvfskerjum afhjúpaði minnisvarðann, en við- staddir voru Indriði G. Þorsteins- son framkvæmdarstjóri þjóð- hátfðar, Birgir tsleifur Gunnars- son borgarstjóri f Reykjavfk og fleiri, ásamt fréttamönnum. Við þetta tækifæri flutti Indriði G. Þorsteinsson ræðu og sagði m.a.: „Þegar við íslendingar mið- um upphaf byggðar við ákveðið ártal, má það öllum vera ljóst, að það er engin úrslitatala, né að það upplýsi í sjálfu sér, að í landinu hafi ríkt auðn og tóm fyrir tíma landgöngu Ingólfs Arnarsonar á þessum stað. En öllu mannlífi fylgir nokkur regla og við höfum farið að dæmi annarra þjóða og sett okkur dagsetningu yfir upp- haf byggðarinnar við koniu þessa manns, sem elztu rit fslenzk nefna til sem fyrsta landnámsmanninn. Það, sem er þó mikilverðast við þetta upphaf Islands, er sú stað- reynd, að norrænir bændur gerð- ust slíkir siglingamenn, að þeir fóru ekki einasta til tslands hér fjærst úti í sænum, heldur létu hvergi staðar numið, fyrr en fundið var Grænland og Vínland hið góða. Og þótt heimsfrægir landafundir ættu sér stað síðar, þá verður það aldrei af okkur norrænum mönnum tekið, að við urðum fönikiumenn Víkinga- aldarinnar. fsland var talió fullnumið á skömmum tíma. Því má fullyrða, að eins konar norrænn þjóðvegur hafi legið yfir þetta haf hingað til þessarar strandar uppihaldslítið á fyrstu tímum þjóðveldisins. Nú er aftur komin á norræn þjóð- braut um loft og lög. I dag stönd- um við í þessari þjóðbraut miðri hér á þessum stað til að minnast forgöngumannsins, er fyrstur lagði viðurkenndan kúrs yfir hið bráða haf.“ Sfðan vék Indriði að því, að Þjóðhátíðarnefnd 1974 hefði talið það skyldu sfna að reysa á höfðan- um stuðlabergssúlu til minningar um fyrsta borgara landsins. Að lokum bað Indriði svo Sigurð Björnsson frá Kvískerjum f öræf- um að afhjúpa minnisvarðann, en Sigurður mun fyrstur manna hafa átt hugmyndina að því að reisa minnisvarðann. Afhjúpaði Sigurður síðan minnisvarðann, en á hann er letr- að „Ingólfur tók þar land er nú heitir Ingólfshöfði". Minnis- varðinn er þriggja og hálfs meters há stuðlabergssúla, tekinn í Hrepphólum í Hrunamanna- hreppi. Fyrirtækið S. Helgason sá um að letra á minnisvarðann og koma honum upp. Var það ekki auðvelt verk, þar sem hann vegur rúmlega þrjú tonn og uppganga ekki auðveld í Ingólfshöfða. 1 DAG, föstudaginn 2. ágúst, kl. 14.30 verður afhjúpað myndverk- ið „Undir friðar- og landnámssól" eftir Asmund Sveinsson. Það er reist í tilefni af þjóðhátfðinni af Islenzka álfélaginu h.f. og hefur þvf verið valinn staður á mótum BæjarhálsogHöfðabakka. Ragnar Halldórsson mun afhenda verkið, en Birgir Isl. Gunnarsson borgár- stjóri mun taka við þvf til varð- Framhald á bls. 18 r Alyktun miðstjórnar Alþýðusambandsins: Grundvallarkrafa er full atvinna MIÐSTJÓRN Alþýðusambands íslands kom saman til fundar sl. miðvikudag. Fundurinn sam- þykkti ályktun vegna framkom- inna skýrslna opinberra stofnana um ástand og horfur í efnahags- málum um þessar mundir. I álykt- uninni er m.a. lögð áherzla á, að efnahagsvandinn verði ekki leyst- Þróun 874—1974 Samgöngur I DEILD iðnaðarins á þróunar- sýningunni í Laugardalshöll hef- ur fremur verið leitazt við að bregða upp mynd af iðnaðinum eins og hann er nú, í stað þess að rekja sögu hans frá upphafi, þar sem annar iðnaður en heimilisiðn- aður á sér skamma sögu hérlend- is. Ýmsar gagnlegar upplýsingar er að finna í deildinni, m.a. er vakin athygli á því, að hlutdeild þessarar atvinnugreinar í heildar- vinnuaflinu er nú 37%. For- syiðumaður þessarar deildar er Björn Guðmundsson iðnrekandi. I samgöngudeild sýningarinnar er sýnd þróun samgangna hér á landi frá upphafi, og gefur m.a. að lfta mikið lj^smyndasafn af ýmsum merkisatburðum. Þarna má til dæmis sjá mynd af Thom- sens-bílnum svonefnda. 1. júní s.l. voru liðin 70 ár frá því hann kom til landsins, en hann var sem kunnugt er fyrsta bifreið á Is- landi. Þá er rakió, hversu mjög allar samgöngur innanlands hafa auk- izt, t.d. hefur bifreiðaeign lands- manna tvöfaldazt s.I. 10 ár, jafn- framt því sem tala farþega í inn- anlandsflugi hefur einnig tvöfald- azt á sama tímabili. Brynjólfur Ingólfsson, ráðu- neytisstjóri í samgönguinálaráðu- neytinu, veitir samgöngudeild sýningarinnar Þróun 874—1974 forstöðu. ur nema að mjög takmörkuðu leyti með launapólitfskum aðgerðum. Ályktun Alþýðusambandsins fer hér á eftir: „Vegna framkom- inna skýrslna opinberra stofnana um ástand og horfur í efnahags- málum ályktar miðstjórn Alþýðu- sambands Islands eftirfarandi: og iðnaður Sýningin er opin daglega frá kl. 14—22. 1. Að nú sem fyrr er það grund- vallarkrafa verkalýðssamtak- anna, að full atvinná haldist og að ekki verði gripið til neinna þeirra aðgerða, sem stefnt geti atvinnu- öryggi í hættu, þótt nauðsynlegt reynist að draga úr eftirspurnar- þenslu. 2. Að miðstjórn Alþýðu- sambandsins telur, að vandamál efnahagslífsins, sem nú er við að etja, verði ekki nema að mjög takmörkuðu leyti leyst með launa- pólitískum aðgerðum. I því sam- bandi leggur miðstjórnin sérstaka áherzlu á þá kröfu sína, að engar ákvarðanir um þau efni verði teknar, sem með beinum eða óbeinum hætti breyttu gildandi Framhald á bls. 18 Indriði G. Þorsteinsson og Sig- urður Björnsson á Kvfskerjum. Bjargfuglarnir einu íbúarnir í Ingólfshöfða Rætt við Sigurð Björnsson á Kvískerjum SIGURÐUR Björnsson bóndi í Kvískerjum í öræfum er manna fróðastur um Ingólfs- höfða og að ábendingu hans lét Þjóðhátióarnefnd 1974 reisa þar minnisvarða um Ingólf Arnarson, eins og fram kemur annars staðar á síðunni. Blaða- maður Morgunblaðsins ræddi stuttlega við Sígurð í gær og spurði, hvort einhvern tíma hefði verið búið í Ingólfshöfða. Sagði Sigurður litlar sögur fara af því, en þó hefði verið verstöð í Höfðanum og útræði fyrr á öldum. Þeir, sem búa í Höfðanum nú á dögum, eru bjargfuglarnir, lundinn í brúnunum og neðar álkur, langvíur og ritur. Sagði Sigurður, að eggjataka væri talsvert stunduð, en fuglatekja væri hins vegar lftil. Beitarland er allgott frammi í Höfðanum og tilheyrir það bænum Hofi i öræfum. Við spurðum Sigurð um bygg- ingar þær, sem eru í Höfðanum. — Elzta byggingin hér er slysa- varnarskýli, byggt árið 1912, og er það eitt af elztu slysavarnar- skýlunum hér á landi. Hér er viti, byggður árið 1944 að mig minnir, og leysti hann af hólmi eldri vita, sem byggður var árið 1916. I sumar var svo reistur hér flugviti og leitt rafmagn út í Höfðann, þannig að nú er komið rafljós í vitann í stað gasljóssins, sem áður var notazt við. Vmsar tóftir eru hér, flest- ar held ég leifar gamalla kofa, sem fuglatekjumenn notuðu. Að lokum spurðum við Sig- urð, hvort hann kynni að segja frá vörðu þeirri sem minnis- varðinn um Ingólf var reistur við. Eins og fyrri daginn var ekki komið að tómum kofanum hjá Sigurði Björnssyni. — Sá sem reisti vörðu þessa hét Davíð og var frá Asi i Keldu- hverfi. Hann var náfrændi Gríms Thomsens og bjó hér að Hofi frá 1804—1814, fróður vel, en orðhákur ógurlegur og gekk undir nafninu Mála-Davíð. Þeg- ar norski sjóliðsforinginn Frísak kom hingað til lands til strandmælinga á vegum dönsku stjórnarinnar, fól hann Mála-Davíð að reisa vörðu f Ing- ólfshöfða. Davíð reisti vörðuna eins og um var beðið, en ekki á hæsta staðnum á Höfðanum. Annar staður á Höfðanum er hærri og þar lét Frfsak reisa nýja vörðu, en tók um leið ofan af vörðu Mála-Davíðs, sem stendur þó enn, sagði Sigurður að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.