Morgunblaðið - 23.08.1974, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.08.1974, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. AGUST 1974 Alþýðubandalagið vill skatt- kggja ferðamannagj aldey ri 1 umræðu I efri deild Alþingis f gær, um viðnám gegn verðbólgu, mótmælt’ Ragnar Arnalds, for- maður Aiþýðubandalagsins, þvf harðlega, að flokkur hans hefði ekki bent á nýjar leiðir tif skattheimtu og fjáröflunar fyrir rfkissjóð, sem m.a. hefðu getað mætt niðurgreiðslu á áformaðri hækkun landbúnaðarafurða um 9,5%, sem hækkun á verðlags- grundvelli landbúnaðarins leiddi af sér. Þvert á móti sagði þing- maðurinn, að þeir Alþýðubanda- lagsmenn hefðu verið óragir við að benda á leiðir til nýrrar skattheimtu í rfkissjóð. Sem dæmi benti hann á það, að Óli Hjaltesteð læknir látinn LATINN er f Reykjavfk Óli Hjaltesteð, læknir eftir langvar- andi veikindi. Óli Hjaltesteð fæddist í Reykja- vík árið 1909 og voru foreldrar hans Georg Pétur B. Hjaltesteð stjórnarráðsritari og kona hans Sophia Dorothea Finsen. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1928 og lauk kandídatsprófi í læknisfræði árið 1934. Doktorsprófi lauk Óli árið 1941 en á árunum 1934—1938 starfaði hann á ýmsum sjúkrahús- um í Danmörku. Árið 1939 varð Óli sérfræðingur í berklalækn- ingum og læknir við Berklavarna- stöð Reykjavíkur sama ár. Þá varð hann yfirmaður berkla- varnadeildar Heilsuverndarstöðv- ar Reykjavíkur árið 1958 og síðan. Öli Hjaltesteð lét félagsmál lækna mikið til sfn taka, og átti um margra ára skeið sæti í rit- stjórn Læknablaðsins. Ritaði hann um berkla og berklavarnir bæði í innlend tímarit og erlend fræðirit. Fyrri kona Óla var Helga Davíðsdóttir, sem hann missti árið 1950. Síðari kona hans er Katrín Ólafsdóttir og lifir hún mann sinn. Alþýðubandalagið hefði lagt til, að söluskattur yrði lagður á ferða- mannagjaldeyri. Þannig hefði ríkissjóður fengið 500 hundruð milljón viðbótartekjur á yfir- standandi ári, ef söluskattur hefði verið lagður allt árið á gjaldeyri þeirra Islendinga, sem leitað hefðu út fyrir landsteinana. Bensínskattur 17 kr. á hvern lítra Frumvarp til laga um f járöflun til vegagerðar var til 1. umræðu í neðri deild Alþingis f gær. Frum- varp þetta, sem fjármálaráðherra flytur, gerir ráð fyrir þvf, að sér- stakt innflutningsgjald skuli lagt á bensfn, frá 1. sept. nk. og á bjólbarða, frá nk. áramótum. Bensfnskatturinn skal vera kr. 17,- hvurn Iftra og skattur af hjól- börðum kr. 45,- af hvurju kg. Þá gerir frumvarpið ráð fyrir því, að greiddur verði árlegur þungaskattur af bifreiðum, sem nota annað eldsneytí en bensín, frá og með nk. áramótum. Skal skatturinn vera kr. 45.000,00 af bifreiðum allt að 2000 kg. eigin þunga og kr. 1550,- á hver full 100 kg umfram það. Framangreindar tölur skulu vera grunntaxti, sem ráðherra hafi heimild til að hækka í réttu hlutfalli við hækkun vísitölu byggingarkostnaðar. Til greiðslu kostnaðar sam- kvæmt vegalögum skal auk þeirra tekna, sem aflað er samkvæmt ákvæðum þessara laga, vera ár- legt framlag á fjárlögum. Þá skal, eftir því sem ákveðið verður í fjárlögum hverju sinni, gefa út happdrættisskulda- bréf í því skyni að afla fjár til hringvegar um landið. Heim- ilt skal að verðtryggja skuldabréf þessi með þvf að binda endur- greiðslu höfuðstóls vísitölu. Halldór Sigurðsson, fjármála- ráðherra, fylgdi frumvarpinu úr hlaði. Gat hann þess m.a., að hér væri á ferðinni endurflutt frum- varp, lítið eitt breytt, sem hefði dagað uppi á sl. þingi. Magnús Torfi Ólafsson, sam- gönguráðherra, sagði frumvarp Framhald á bls. 18 Afsteypan, sem Þjóðminjasafnið hefur fengið að gjöf frá Fornminja- safni Færeyja. Gjöf Fornminjasafns Færeyja til Þjóðminjasafnsins: Afsteypa af hellu úr Kirkjubæjarkirkju Þjóðminjasafninu hefur borizt góð gjöf frá Fornminjasafni Færeyja í tilefni 1100 ára afmælis Islandsbyggðar. Arni Thorsteinsson, fornminjavörður f Færeyjum, afhenti Þjóðminja- safninu gjöfina. Hér er um að ræða afsteypu af klébergshellu, sem er að finna f Kirkjubæjarkirkju í Færeyjum, en hellan mun vera frá þvf um 1300. Er hún ferhyrnd, 50—60 sm á hvern veg, og sýnir hún kross- festingu Krists. Hellan í Kirkjubæjarkirkju er fyrir hólfi I austurvegg kirkjunn- ar, en í hólfinu eru varðveittir ýmsir helgidómar kirkjunnar. Þar er m.a. að finna sjö litla böggla með beinum helgra manna. Þar á meðal eru bein úr Þorláki helga Skálholtsbiskupi og Magnúsi órkneyjarjarli, auk beina, sem sögð eru vera hluti jarðneskra leifa heilagrar guðs- móður, enda þótt ekki leggi marg- ir trúnað á sannleiksgildi þeirra heimilda. Hins vegar virðist flest benda til þess, að heimildir um bein Þorláks helga og Orkneyjar- jarlsins séu marktækar, að þvf er Arni Thorsteinsson sagði, er Mbl. ræddi við hann, en hann var staddur hér á landi í gær og í Mikil mengun í Varmá GERLARANNSÓKNIR voru á ár- inu 1973 liður i efnarannsóknum á vatnsvæði Hvítár og ölfusár, sem fram hafa farið á vegum Vatnamælinga og Rannsóknar- stofu iðnaðarins, en dr. Sigurður Pétursson annaðist gerlarann- sóknirnar. I skýrslu hans kemur m.a. fram, að Varmá við Hvera- gerði er ákaflega menguð af gerl- um. Þar segir: Eins og töflurnar bera með sér, þá hefur Varmá algera sérstöðu, bæði vegn.\ mikils gerlafjölda og mikils magns af cóligerlum af sauruppruna, enda hitastig ár- innar alltaf miklu hærra en í hinum ánum. Verður að líta á Varmá sem frárennsli af skolpi frá Hveragerðí og er hún því ekki tekin inn í meðaltöl gerlafjölda á hinum stöðvunum í töflunum. Þær niðurstöður, sem ráðnar verða af töflunum um vatnasvæð- ið Hvítá—ölfusá, eru þessar helztar: Minnst gerlamengun er í stöð- inni við Efstadal í Brúará, enda er hitastig vatnsins þar lægst. Gerlamengun Brúarár er orðin meiri við Dynjanda og nálgast þá Stóru Laxá við Brú, en í Soginu er mengunin minni. Miklu meiri mengun en í hinum bergvatns- ánum er i Fossá við Jaðar. Þar er alltaf mikil mengun, bæði af gerl- um almennt og cóligerlum af sauruppruna. Þessi á er annars fyrradag á heimleið frá Græn- landi, þar sem hann tók þátt í fundi fornleifafræðinga frá öll- um Norðurlöndunum. Þór Magnússon þjóðminjavörður tók einnig þátt í þeim fundi, og verð- ur nánar ereint frá honum síðar. lítil og ómerkileg miðað við allt vatnasvæðið, en hún virðist þó hafa spillt vatninu í Hvítá við Brúarhlöð þann 29. júní, en þá var óvenjulega mikið af cóli- gerlum af sauruppruna í Fossá og Hvítá við Brúarhlöð. Sé þessum degi sleppt, verður meðalcóli- gerlafjöldi í Hvftá við Brúarhlöð aðeins 10,3 pr. 100 rúmsm í stað 124, eða svipaður og í Tungufljóti og f Þjórsá. Stöðvarnar í Hvítá fyrir ofan Gullfoss voru aðeins teknar með einu sinni og var þar hverfandi lítil eða engin mengun af cóligerlum. Ölfusá við Selfoss er alltaf mikil mengun, og er þetta mengaðasta jökulvatnið á vatnasvæðinu. Innbrot á Djúpavogi Eskifirði 22. ágúst. INNBROT var framið um sl. helgi f verzlun Kaupfélags Berufjarðar á Djúpavogi og tekið úr búðinni um 100 þúsund krónur f peningum auk töluverðs af varningi. Sýslumaður S-Múlasýslu, Valtýr Guðmundsson, og yfir- lögregluþjónninn, Jón Ölafs- son, byrjuðu rannsókn málsins um kl. 17 á mánudag. Málið var ekki erfitt f rannsókn og um kl. 20 sama dag var upplýst að mestu leyti hverjir hefðu framið verknaðinn. Voru þarna að verki aðkomumenn og skipverjar af Hafnarnesinu SI-77, sem gert er út frá Djúpa- vogi. Eftir þvf sem bezt er vitað hefur þýfinu verið skilað til kaupfélagsins. — Ævar. Ljósmyndarar á námskeiði UNDANFARIÐ hafa dvalizt hér á landi um 100 norrænir félagar f Norræna ijósmyndarasamband- inu. Efnt var til námskeiðs og Ijósmyndasýningar f Norræna húsinu f samvinnu við Ljósmynd- arafélag tslands. 1 gær voru fyrir- lesarar á námskeiðinu feðgarnir Al og Michael Gilbert frá Kanada og fjölluðu um andlitsmyndatök- ur. M.a. sýndu þeir ýmsar upp- stillingar við brúðhjónamynda- tökur og tók Ijósmyndari Morgun- blaðsins, Ólafur K. Magnússon, þessar myndir við það tækifæri: A annarri sést hvar Kanada- maðurinn er að stilla upp brúð- hjónum fyrir myndatöku en á hinni hvar norrænu ljósmynd- ararnir fylgjast með af áhuga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.