Morgunblaðið - 23.08.1974, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.08.1974, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 1974 Utgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Bjórn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10 1 00. Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22 4 80. Áskriftargjald 600,00 kr. á mánuði innanlands. Í lausasolu 35,00 kr. eintakið. dragast öllu lengur að hefja endurreisnarstarfið. Tap frystihúsanna fyrri hluta þessa árs nam 500 milljónum króna og áætlað er, að það muni nema 1500 milljónum á ársgrundvelli. Af þessum ástæðum eru mörg frystihús að stöðvast. Öllum er ljóst, hvílík vá stendur fyrir dyrum, þeg- ar efnahagsringulreiðin og óstjórnin hafa leitt til þess, að þessi mikilvægu fram- leiðslufyrirtæki standa GENGISFELLING VINSTRISTJÓRNAR Eftir þriggja ára valda- feril vinstri stjórnar stendur þjóðarbúið á heljarþröm. Sú ríkisstjórn, sem senn tekur við völd- um, þarf að glíma við stór- kostlegasta hallarekstur og mestu ringulreið í efna- hagsmálum, sem um getur. Þegar gjaldeyrisviðskipti voru stöðvuð sl. miðviku- dag hrökk gjaldeyrisvara- sjóðurinn aðeins fyrir tveggja vikna innflutningi, en við eðlilegar aðstæður á hann að geta staðið undir þriggja til fjögurra mánaða innflutningi. Þessi alvarlega staðreynd sýnir glöggt þann hrikalega vanda, sem nú er fram- undan. Öngþveitið er það sama á öllum sviðum. Yfirdráttar- skuldir viðskiptabankanna við Seðlabankann skipta þúsundum milljóna króna. Allir fjárfestingarlánasjóð- ir eru á þrotum. Sama er að segja um fjölmarga aðra opinbera framkvæmda- sjóði eins og t.d. vegasjóð. Sést nú bezt, að fullyrð- ingar Morgunblaðsins fyrir kosningar um þessi efni voru réttar í einu og öllu. Aðstandendur vinstri stjórnarinnar viðurkenna nú þetta alvarlega ástand. Þannig segir í forystugrein Tímans sl. miðvikudag, að ekkert annað sé framund- an en atvinnuleysi og óða- verðbólga, ef ekki verði spyrnt við fótum. í ljós er komið, að varnaðarorð sjálfstæðismanna í þessum efnum áttu við rök að styðjast og nú má ekki andspænis þvi að geta ekki haldið áfram rekstri. Hættuástandið hefur ennfremur leitt til þess, að erfitt er um vik að halda viðskiptum á eðlilegum grundvelli. í mörgum til- vikum getur það haft hinar alvarlegustu afleiðingar fyrir atvinnustarfsemina. Sú hefur t.d. þegar orðið raunin á, að því er varðar byggingariðnaðinn. Loks er þess að geta, að stöðvun á gjaldeyrissölu bankanna þýðir í raun réttri, að ferill vinstri stjórnarinnar endar með gengisfellingu. í viðræðum vinstri flokkanna um myndun nýrrar ríkis- stjórnar var talið, að fella þyrfti gengi krónunnar um 15 til 20%. Um þetta voru allir vinstri flokkarnir sammála. En gengið hefur þegar á þessu ári sigið um a.m.k. 18%. Þetta þýðir, að efnahagsstefna vinstri stjórnarinnar hefur leitt til hart nær 40% gengisfell- ingar frá áramótum. — Enginn þarf því að fara í grafgötur um, að endur- reisnarstarfið verður erfitt. Erfiðleikar sveitarfélaga r Oðaverðbólgan, sem leiddi af efnahags- stefnu vinstri stjórnarinn- ar, hefur ekki aðeins kippt stoðunum undan atvinnu- lífinu í landinu, hún hefur einnig komið mjög hart niður á öllum stærstu sveitarfélögum landsins. Tekjur sveitarfélaganna eru miðaðar við atvinnu- tekjur árið 1973. Launa- kostnaður sveitarfélag- anna hefur hins vegar hækkað um rúmlega 45% milli áranna 1973 og 1974 og á sama tíma hefur bygg- ingarvísitala hækkað yfir 43%. Þetta eru m.a. ástæð- urnar fyrir því, að öll stærstu sveitarfélög lands- ins eiga nú við gífurlega rekstrarörðugleika að etja. Upplýst hefur verið, að sveitarfélögin skorti nú um 1.000 milljónir króna til þess að endar nái saman á þessu ári. Fyrirsjáanlegt er, að rekstur Reykjavíkur- borgar fer 600 til 700 millj. kr. fram úr áætlun vegna óðaverðbólgunnar. Helztu fyrirtæki borgarinnar eiga af sömu ástæðum einnig við mikla rekstrarfjárerf- iðleika að glíma. Ríkis- stjórnin neitaði sameigin- legri ósk sveitarfélaganna um að leyfa hækkun á álagningargrundvelli út- svars úr 10 í 11%. Stjórn- völd hafa því gjörsamlega vanrækt að styðja við bak- ið á sveitarfélögum í þess- um miklu erfiðleikum. Reykjavíkurborg hefur mætt þessum aðstæðum með sérstökum sparnaðar- aðgerðum í rekstri og sam- drætti í framkvæmdum, að því er varðar verkefni, sem ekki er þegar byrjað á. Mögulegur samdráttur í framkvæmdum hrekkur þó rétt til þess að jafna metin, þar sem kostnaður við þær framkvæmdir, sem þegar hafa verið unnar eða byrj- að er á, hefur vegna verð- bólgunnar farið langt fram úr áætlun. Rekstrarerfið- leikarnir eru þá enn óleyst- ir þrátt fyrir sparnaðarað- gerðir. Ljóst er, að fjárhagslegt sjálfstæði sveitarfélaganna er í verulegri hættu ef ekk- ert verður að gert. Eitt af brýnustu verkefnum nýrr- ar ríkisstjórnar verður því að gera ráðstafanir til þess að auðvelda sveitarfélög- unum að komast yfir þessa miklu fjárhagserfiðleika, sem óðaverðbólgan hefur komið þeim í. V esturbakki Jórdanárinnar Eflir að komið er til MiðAustur- landa, tekur það aðeins fáar klukku- stundir að festa hugann við megin- atriðin í deilumálum Araba og ísraelsmanna. Ég var minntur á þetta, þegar ég rakst á vin minn í Damaskus, sem spurði mig á hvers- dagslegan hátt, hvað ég héldí um þróun mála á vesturbakka Jórdanár- innar. Ekki svo að skilja, að nokkur, sem hefur áhuga á málinu, gleymi vesturbakkanum, en fyrir nokkru hvarf málið i skuggann vegna stjórn- kænsku dr Henry Kissinger og hávaðans af komu Nixons Banda- ríkjaforseta, sem liktist helst atriði úr kvikmyndinni Ben Húr með skot- helda kádiljáka og öryggisverði á hverju strái Þögnin, sem fylgdi í kjölfarið, knúði Araba til þess að velta alvar- lega fyrir sér eigin hugmyndum um vesturbakkann Sumir Palestínu- Arabar spurðu hreinskilnislega hvort þeir vildu kaupa hann aftur við því verði, sem upp er sett: endanlegum friði við ísraelsmenn. Árangur Kíssingers er aðdáunarverður, en ekki er búið að ganga frá öllum atriðum, og hið mikilvægasta er, hvað gera skuli við Palestínu-Arab ana beggja vegna við Jórdan og I Sýrlandi og Libanon. Spurningunni um vesturbakkann og yfirráð (sraelsmanna þar er alls ekki hægt að svara einfaldlega með hugsanlegum viðræðum israels- manna og Husseins konungs eða þríhliða samkomulagi sem Palestínu-Arabar tækju þátt í Það er t d almennt álitið, að Hussein kon- ungur stjórni jórdönsku ríki, þar sem íbúar eru ekki Palestínu-Arabar, en aftur á móti séu þeir milljón Palestínu-Arabar í landi hans 2/3 hlutar íbúanna, og þannig mætti segja, að hann stjórni palestínsku riki. Fólkið, sem stökkt var á brott af vesturbakkanum, er engan veginn allt flóttamenn, sem draga fram lífið í flóttamannabúðum. Þótt þeir hafi að mestu leyti flutt yfir ána allt það, sem þeir gátu borið sjálfir eða á ösnum, hafa þeir i krafti gáfna sinna og iðjusemi og stundum með peningaaðstoð ættingja annarsstað- ar i Arabiu, komið á fót viðskiptum og fundið sér atvinnu og þannig lagt fram sinn skerf til efnahagslífsins i Jórdaníu. Eftir Tom Little ÁHYGGJUEFNI Hugmyndin um að stofna palestínskt ríki á vesturbakkanum, sem Israelsmenn ráða nú, sem er aðaltillaga Egypta, Sýrlendinga og hægfara arms Frelsishreyfingar Palestínu, er áhyggjuefni því fólki, sem hefur sest að á austurbakkan- um. Ef ísraelsmenn tækju þrátt fyrir allt upp á því að samþykkja stofnun slíks ríkis sem hluta af heildar- samningum milli Araba og fsraels- manna, myndi Hussein konungur fljótlega leyfa þeim að velja milli þess að flytja sig yfir ána eða vera áfram á austurbakkanum og teljast þegnar í Jórdaníu. Slíkt val væri erfitt. Frá til- finningasjónarmiði séð myndu flestir vilja snúa aftur til Palestinu, en frá peningasjónarmiði myndi það þýða umskipti i lífi þessa fólks, sem þegar hefur orðið fyrir svo miklum áföllum síðasta aldarfjórðunginn. Fáir vilja kannast við það opinber- lega, að þeir ætli að dveljast áfram í Jórdaniu, þar sem slíkt stappaði nærri föðurlandssvikum. En þó má reikna með því, að margir muni gera það Hin mannlegu vandamál hafa aukist með árunum. í sumum tilfell- um myndi flutningur milli ár- bakkanna sundra fjölskyldum í stað þess að sameina þær. Ég þekki t d fjölskyldu, þar sem þrjár palestinskar systur hafa allar gifst jórdönskum mönnum, þannig að þær myndu verða eftir á austur- bakkanum, ef foreldrar þeirra flyttust yfir til vesturbakkans Auk þess eru margir, sem ekki gætu snúið aftur til fyrri heimila sinna. Þetta á t.d. við um íbúa hafnarborganna Haifa og Jaffa og fleiri borga á strönd Miðjarðar- hafsins, sem myndu tilheyra ísrael, hver sem árangurinn yrði af friðartil- raunum Kissingers. En þetta á einn- ig við um þá mörgu, sem áttu lönd og fasteignir á Jerúsalem-svæðinu, þegar ísraelsmenn hertóku borgina árið 1967. Fjölskylda, sem átti land í útjaðri Jerúsalem, hefur nú sett upp leigu- bifreiðastöð, sem hefur aðsetur í El-Ordon Intercontinental Hotel í Amman. Ég fékk einn bræðranna til þess að aka mér um borgina, og hann sagði mér, að þau fái ekki landið sitt aftur nema með því að rífa niður stóra Israelska Ibúðar- blokk, sem þar hefur verið byggð „Ef við fáum nógar fébætur fyrir landið okkar, býst ég við, að fjöl- skyldan kaupi land annarsstaðar á vesturbakkanum og snúi aftur," sagði hann. „En án peninga er það ekki hægt. Við getum þó a.m.k. dregið fram llfið hér " Siðasta setningin er einkennandi. Að því undanskildu, að ísraelsmenn treystu yfirráð sín á vesturbakkanum með fasteignakaupum, hefursvæðið verið vanrækt fjárhagslega, og jafn- vel fyrir sex-daga-strlðið var það svo viðkvæmt gagnvart (srael, að Arabar og jórdanska stjórnin voru treg til fjárfestinga þar. Vesturbakkinn gæti ekki einu sinni tekið við Palestínu- foram world features Aröbum I flóttamannabúðir núna án þess, að til kæmu geysilega há fram- lög frá alþjóðlegum hjálparstofnun- um Framfarir á austurbakkanum eru miklu örari en nokkurn grunaði fyrir nokkrum árum, og til eru erlendir efnahagssérfræðingar, sem telja, að hinar stórtæku áætlanir Hassan prins ætli að ná hinu ótrúlega tak- marki sinu; að gera svæðið byggi- legt fyrir 1982. Með þetta I huga telja þeir, að báðir bakkar Jórdan eigi að vera eitt ríki, svo að vestur- bakkinn fái nokkurn aðlögunartíma yrði einhvern timann komist að sam- komulagi við ísraelsmenn. Sjálfstætt palestlnskt riki myndi I öllu falli verða háð Jórdaniu eða (srael um fjárhagaafkomu Hvað snertir hernaðarmál, myndi rikið annaðhvort treysta á her Jórdaniu eða beygja sig undir vald ísraels- manna Hernaðarstaða gæti orðið afgerandi atriði i framtiðarstöðu palestínsks rikis á vesturbakkanum vegna hættu á borgaraskærum, jafn- vel borgarastyrjöld, sem yrði fyrir hendi um leið og útflytjendurnir tækju að snúa heim. Palestinu- Arabar eru eðlilega bitur og vonsvik- in þjóð, og innan þjóðarinnar er mikil óeining um framtiðarstefnu. Sumir kjósa að búa undir stjórn Husseins, aðrir hafa það sem tak- mark að steypa Hussein af stóli: sumir segja, að viðurkenna verði tilveru ísraels, svo að friður náist, aðrir vilja endurheimt allrar Palestínu; sumir fela sig Múhameðs- trúnni á vald, en aðrir sjá arabiska Palestinu sem forysturiki sósialistískrar byltingar, sem myndi breiðast um öll Mið-Austurlönd. Ef við þessar óliku skoðanir og framtiðardrauma sumra leiðtoga Palestinu-Araba bætist svo aukin reynsla í skæruhernaði og aukið vopnavald, blasir við hættan á valdabaráttu meðal borgaranna. Hvor yrði fyrri til að skerast i leikinn, her Husseins Jórdaniukonungs eða ísraelski herinn? (K.Á þýddi)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.