Morgunblaðið - 23.08.1974, Page 17

Morgunblaðið - 23.08.1974, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. AGUST 1974 17 H vernig forseti verður HREINSKILNI og sjálfstraust Ger- ald Fords forseta fyrstu daga hans I embætti hafa vakið athygli, en þar sem hann er auðvitað óskrifað blað að mestu bollaleggja banda- rfsk blöð og tímarit hvers konar forseti hann verði. Newsweek telur, að Ford muni helzt líkjast Dwight D. Eisenhow- er, enda eigi hann það sammerkt með honum að vera hreinræktað- ur Ihaldsmaður, sem ofbjóði öfgar fráfarandi stjórnar. Vinir nýja forsetans telja að minnsta kosti, að „still" Fords verði líkur þeim, sem einkenndi Eisenhower. Báðir séu hlýlegir og alúðlegir menn, sem fólk telji að það geti treyst. Líklegt er talið, að völd þingsins muni aukast töluvert með Ford í embætti og Time leggur á það áherzlu, að hann aðhyllist I ríkum mæli þingræðislegan þanka- gang. I þvi felist annars umburðar- lyndi gagnvart ólikum skoðunum, sáttfýsi og sú sannfæring, að rétt- urinn til að vera á öðru máli, að gera grein fyrir skoðanamun og ganga til atkvæða um ólíkar skoð- anir sé undirstaða lýðræðislegs stjórnarfars. Time bendir einnig á, að þótt Ford sé skapmikill sé hann ekki langrækinn og vitnar i ummæli hans þess efnis, að hann eigi sér „marga mótherja en enga óvini". Ford hefur haft afskipti af opin- berum málum i aldarfjórðung og hefur frá fyrstu tið tylgt stefnu Repúblikanaflokksins I einu og öllu og ráðlagt öðrum að gera hið sama, segir Newsweek. Time segir, að hann standi dálitið til hægri við miðju stjórn- málanna og skoðanir hans endur- spegli ihaldssamar skoðanir kjósenda hans í Michigan. Nú sé hann fulltrúi allar þjóðarinnar og blaðið spyr hvort hann geti lagað sig að þvi nýja hlutverki. Það vitnar í stuðningsmenn hans sem segja, að skapferli hans sé þannig. að hann geti það auðveldlega og þótt ekki sé víst að forseta- embættið hæfði honum á hvaða timabili þjóðarsögunnar sem væri, þá sé hann áreiðanlega réttur maður á réttum stað og á réttum tima. Þegar er komið í Ijós, að Ford mun ekki vtkja frá stefnu fyrir- rennara síns ( verulegum atriðum, og Newsweek bendir á nokkur atriði i því sambandi. Ford er eins hægrisinnaður og FORD? Nixon i flestum málum. Þótt hann sé ekki hugmyndafræðilega þenkjandi er hann ekki pólitiskur hentistefnumaður eins og Nixon sem kúventi bæði i efnahagsmál- um og utanrikismálum. Þótt hann sé greindari en af er látið (si og æ er vitnað til þess, sem Johnson forseti sagði, að Ford gæti ekki get hvort tveggja í senn, tuggið tyggigúmmí og gengið) er hann ekki hugmyndaf rjór og skortir undirstöðuþekkingu i efnahags- málum og utanríkismálum. Vera má, að Ford liti á sig sem eins konar bráðabirgðaforseta þar til kjörtímabil Nixons rennur út enda er hann ekki kosinn af þjóðinni. Skipun Nelson Rockefellers í Ford með fjölskyldu sinni stöðu varaforseta átti ekki sízt rætur ( þvi, að hann hefur fjölmörg sambönd á sviðum kaupsýslu og bankastarfsemi, i háskólunum og á fleiri sviðum, sambönd, sem Ford hefur skort til þessa. Skipun Rockefellers sýnir, að Ford leitast við að breikka þann pólitiska grundvöll. sem hann stendurá, og leita til hæfustu manna, sem völ er á. Nýja forsetanum mun ekki veita af allri þeirri hjálp, sem hann get- ur fengið. þvi vandamálin eru óteljandi. Watergate-málinu er hvergi nærri lokið og Ford hefur heitið þvi að binda enda á þá sjálfheldu, sem það hefur komið þjóðinni (. Kosningabarátta fer i hönd og horfur eru á, að demó- kratar muni auka þann mikla meirihluta, sem þeir hafa i báðum deildum þingsins. j utanrikismálum hefur Ford heitið að halda áfram að vinna að bættri sambúð við Sovétrikin en þá viðleitni verður hann að sam- ræma þeirri yfirlýstu stefnu sinni að tryggja öflugar landvarnir. Hins vegar telur hann baráttuna gegn verðbólgu heima fyrir höfuðvið- fangsefni sitt og þar gætu harðar ráðstafanir haft i för með sér auk- ið atvinnuleysi og algeran sam- drátt og gert að engu þá almennu velvild sem hann hefur tryggt sér fyrstu dagana i forsetaembættinu. Ford sýndi, að hann hyggur ekki á breytingar i utanrikismálum, þegar hann bað Henry Kissinger að halda áfram i embætti utanrik- isráðherra. En þótt haft sé eftir þingmanni nokkrum, að Ford þurfi ekkert að vita um utanrikismál, aðeins að hlusta á Kissinger, er stuðningur hans við öflugar varnir kunnur. Og þótt hann vilji halda áfram að bæta sambúðina við Rússa hefur hann áhyggjur af þvi, að þeir halda stöðugt áfram að efla kjarnorkumátt sinn. Talið er, að Ford vilji, að þingið samþykki 2—3 milljarða dollara fjárveitingu til landvarna til við- bótar því, sem þegar hefur verið veitt. Samt vill hann, að heildar- upphæð fjárlaga verði minni en 300 milljarðar dollara eins og þingið hefur áætlað. Jafnframt vill hann takmarka þá peninga. sem eru í umferð, til þess að berjast gegn verðbólgunni. Dregið er i efa. að Ford hafi mikið vit á efnahagsmálum, en á það bent, að hann muni treysta mikið á tvo menn, sem Nixon skipaði: Arthur Burns, bankastjóra seðlabankans, og Alan Green- span, hinn nýja formann svo- kallaðs efnahagsráðgjafaráðs. Ford hvetur auk þess til þess, að æðstu menn vinnuveitenda og verkamanna i iðnaði haldi með sér ráðstefnu til þess að finna ráð gegn verðbólgunni. En jafnvel þótt stefna Fords hafi samdrátt t för með sér kveðst hann ekki munu breyta íhaldssömum grund- vallarskoðunum sinum i efnahags- málum. Valdataka Fords gerir þinginu kleift að snúa sér að lagafrum- vörpum, sem hafa setið á hakan- um vegna Watergate-málsins, sem það þarf ekki lengur að hugsa um, og fyrirsjáanlegt er gott sam- band milli þingsins og Hvíta húss- ins. Þó er talið hugsanlegt, að Ford leggist gegn mörgum frjáls- lyndum frumvörpum um sjúkra- tryggingar, neytenda vernd og skattabreytingar og ekki er vitað hvaða afstöðu hann tekur til tillagna um umbætur með hliðsjón af Watergate-málinu, meðal annars á þá lund að staða sérstaks saksóknara verði gerð að föstu embætti og að ráðstafanir verði gerðar til að koma i veg fyrir, að kostnaður við framboð hafi fjár- málaspillingu i för með sér. En gagnstætt Nixon hefur Ford mikla reynslu af þingstörfum og vinátta hans við marga þingmenn ætti að geta gert honum kleift að komast að samkomulagi i mikil- vægum málum. Jafnframt er varað við þvi, að sú ihaldssama afstaða, er kom fram ( þvi hvernig Ford greiddi atkvæði í þinginu, meðal annars ( mannréttindamálum, sé ekki ein- hlítur mælikvarði. Hún lýsi fyrst og fremst afstöðu kjósenda hans i Grand Bapids i Michigan. Nú er Ford forseti allrar þjóðar- innar, og það embætti breytir öll- um mönnum sem gegna þvi. En þegar öllu er á botninn hvolft er víst, að grundvallarafstaða Fords verður ihaldssön, þótt hann geti reynzt sveigjanlegur. Fullvist er talið, að hann leggist gegn nýjum og kostnaðarsömum áætlunum i félagsmálum. Á hinn bóginn vill hann dreifa völdum alríkis- stjórnarinnar og stuðla að þvi. að fólk vinni meira til að vinna sér inn meiri peninga. Ford hefur alltaf neitað þvf, að hann hafi sótzt eftir því að verða forseti og sagt, að æðsta takmark sitt hafi verið staðan, er hann gegndi sem forseti fulltrúadeildar- innar áður en Nixon skipaði hann varaforseta ( fyrra. Hann hefur jafnvel látið að því liggja, að hann muni ekki gefa kost á sér i forseta- kosningunum 1976 nema til þess að koma t veg fyrir deilur, er gætu sundrað flokknum. Fyrst i stað vilt hann fyrst og fremst einbeita sér að forsetastörfunum og það verð- ur ærið verkefni. Og síðan verður hann dæmdur af verkum sínum. Ford þegar hann var settur inn í embætti Ford á fundi með stjórn Nixons. varaforseta.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.