Morgunblaðið - 11.10.1974, Page 34

Morgunblaðið - 11.10.1974, Page 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 1974 I ÍMTTAFBÍTTIIi MnBCIIBIBI AflSIHIS Valsmenn sýndu meistaratakta gegn liði Hellas Gfsli Blöndal skoraði 4 mörk gegn Hellas. Hér er eitt skot á leið í markið. Ljósm. Mbl. R. Ax. Gústaf sigraði í Danmörku VALSMENN sýndu sannkallaða meistaratakta gegn sænska liðinu Hellas T Laugardalshöllinni I fyrrakvöld. Lokatölurnar urðu 27:20 fyrir Val, og var það sfzt of stór sigur. Eins og tölurnar gefa til kynna var sóknarleikurinn lát- inn sítja í fyrirrúmi, og hann var oft frábær hjá báðum liðum. Þetta var langbezti leikurinn T heimsókn Svfanna til þessa. Það athyglisverðasta við þennan sigur Vals er, að ungir nýliðar áttu stóran þátt f honum, stórefnilegir piltar, sem Ifklega eiga eftir að ná langt f fþróttinni. Bendir allt til þess, að Valur verði á toppnum f vetur eins og undanfarna vetur. Fyrri hálfleikur jafn Leikurinn hafði ekki staðið í nema hálfa mínútu þegar boltinn lá í marki Svfanna. Þar var að verki ungur og stórefnilegur ný- liði, Bjarni Guðmundsson. Svíar skoruðu tvö næstu mörk og lengi vel í fyrri hálfleik hélzt leikurinn í jafnvægi. Valsmenn höfðu þó yfirleitt frumkvæðið, en Svíarnir jöfnuðu oftast metin, enda átti Jón Breiðfjörð einn af sínum slöku dögum í markinu. Það var svo undir lok hálfleiksins, að Valsmenn tóku kipp, skoruðu þrjú mörk í röð og i hálfleik höfðu þeir tveggja marka forystu, 12:10. I byrjun seinni hálfleiks tókst Svíunum að minnka muninn og að lokum að jafna 14:14, þegar liðnar voru tæpar 10 mínútur af hálfleiknum. Valsmenn taka sprett En upp frá þessu fóru Vals- menn heldur betur að spretta úr spori. Þeir skora þrjú næstu mörk, og smátt og smátt juku þeir muninn enn meira, og lokatölurn- ar urðu sem fyrr segir 27:20, yfir- burðasigur. Undir lokin varð leik- urinn hrein leikleysa, og virtust bæði Iiðin samtaka í því, og ekki létu dómararnir sitt eftir liggja. Mörk Vals: Ólafur Jónsson 7, Gísli Blöndal 4 (1 v), Gunnsteinn Skúlason 4, Jón Karlsson 4 (1 v), Bjarni Guðmundsson 3, Jóhannes Stefánsson 3, Torfi Ásgeirsson og Steindór Gunnarsson sitt hvort markið. Mörk Hellas: Mats Nilsson 7, Fischerström 4, Dan Eriksson 3, Johansson og Kahl 2 mörk hvor, Leif Nilsson og Stenqvist eitt mark hvor. Liðin Lið Vals lék á köflum skínandi góðan handknattleik, sérstaklega í sókninni í seinni hálfleik, þegar liðið var að leggja grunninn að þessum góða sigri. Hins vegar er ekki að sama skapi hægt að hrósa vörn og markvörzlu hjá Val í þess- um leik. Sóknin á raunar að vera aðalatriðið í svona vináttuleikj- um, og víst er, að áhorfendur hafa farið glaðir heim úr höllinni eftir þennan leik. Ólafur Jónsson var eins og svo oft áður bezti maður Vals, og virðist sem óðast að ná sér á strik. Þá sýndi Gunnsteinn einnig mjög góðan leik, miklu betri en sumir af núverandi landsliðsmönnum hafa nokkru sinni sýnt. Gfsli skoraði nokkur falleg mörk, en meiðslin f hnján- um há honum greinilega mjög. Meðan hann var inná datt hrað- inn mjög niður hjá Val. Ástæða er til að nefna sérstaklega tvo nýliða í Valsliðinu, þá Bjarna Guðmundsson og Jóhannes Stefánsson. Þessir ungu piltar hafa sýnt það í haust, að mikils má af þeim vænta. Kæmi mér t.d. ekki á óvart, að Bjarni bankaði fljótlega á dyr landsliðsins. Af þremur markvörðum Vals stóð Ólafur Benediktsson sig bezt, en hann var inná síðustu 15 mínút- urnar eða svo. Lið Svíanna var eins og fyrri daginn mjög léttleikandi og skemmtilegt, en greinlegt er þó, að dagar Hellas sem stórveldis í handknattleik eru taldir. Bezti maður liðsins var eins og áður Mats Nilsson (nr. 7), geysilega fljótur og skemmtilegur leikmað- ur, sem hlýtur að komast í sænska landsliðið innan tíðar. Annars vekur það mikla athygli, að liðið skuli fá á sig 27 mörk, því vörn þess er margrómuð fyrir gæði. Er synd að segja, að mikið hafi borið á þeim varnargæðum í heimsókn- inni hingað til lands. Dómarar voru Jón Friðsteins- son og Kristján Örn Ingibergsson. Þeir dæmdu lengst af þokkalega, en gerðu inn á milli slíkar endemis firrur, að menn botnuðu hvorki upp né niður. SVO VIRÐIST sem hið glæsi- lega kringlukastsafrek Erlends Valdimarssonar hafi farið fyrir ofan garð og neðan hjá þeim, sem sjá um skráningu fþróttaafreka og afrekatöflur. Þannig er afrek Erlends ekki tekið með f afreka- skrá þá, er birtist jafnan f hinu þekkta og útbreidda frjálsfþrótta- blaði, „Leicht Athletik", sem gefið er út f Vestur-Þýzkalandi, né f skrá „Sportsworld", sem gefið er út f Englandi. Þegar Erlendur setti met sitt munu fréttamenn eríendra frétta- stofnana hérlendis hafa sent út fréttir af því, a.m.k. var sagt frá því í Norðurlandadagblöðunum. Hins vegar ætti það að vera sjálf- sagt, að stjórn Frjálsíþróttasam- bands Islands sæi til þess, að kom- ið yrði á framfæri fréttum af helztu afrekum fslendinga og jafnvel að hún skrifaði sjálf til viðkomandi blaða. Ætti það að auðvelda ýmis samskipti, ef það sæist svart á hvítu í viðkomandi blöðum, að fslendingar eiga gjald- genga frjálsíþróttamenn. Þess má og geta, að i fyrra var Erlendur ekki á skrá þýzka blaðs- ins yfir beztu kringlukastsafrekin GUSTAF Agnarsson sigraði f þungavigtarflokki f Álaborgar- bikarkeppninni f lyftingum, sem fram fór um sfðustu helgi. í móti þessu kepptu margir af beztu lyftingamönnum Norðurlanda og eitt Norðurlandamet leit þarna dagsins Ijós, er Enno Magi frá Svfþjóð lyfti 123 kg f snörun létt- vigtar. Þá setti Preben Kreds tvö dönsk met f milliþungavigt, lyfti samtals 315 kg og bætti metið f snörun um 2,5 kg, er hann lyfti 140 kg. í heiminum það ár, en þar var hann samt ofarlega á blaði. Afrek Erlends 64,32 metrar er níunda bezta kringlukastsafrekið í Evrópu í ár og eftir því sem við bezt vitum hafa aðeins tveir Bandaríkjamenn og einn Suður- Afríkubúi gert betur, þannig að Erlendur er númer 12 á heims- afrekaskránni. Er það glæsilegt að komast svo framarlega á skrá þessa, og hefur það ekki gerzt í langan tíma að íslendingur verði svo ofarlega: Bezti kringlukastsafrekin í Evrópu á þessu ári eru eftirtalin: 68,16 Rickard Bruch, Svíþjóð 67,18 Ludvik Danek, Tékkóslv. • 66,52 Pentti Kahma, Finnl. 65,64 Siegfried Pachale, A- Þýzkal. 65,22 Viktor Pensikow, Sovétr. 64,94 Gunnar MUller, A-Þýzkal. 64,94 William Tancred, Bretl. 64,40 Markku Tuokko, Finnl. 64,32 Erlendur Valdimarsson, Isl. 64,26 Hein-Direck Neu, V-Þýzkal. Bezta afrekið, sem Bandaríkja- maður hefur náð í sumar er 68,08 metrar, John Powell og J. van Reenen frá S-Afríku hafa kastað 68,04 metra. Gústaf náði ágætum árangri í þungavigtarflokknum, lyfti sam- tals 305 kg, en ekki hafa borizt um það fréttir hvernig sú þyngd skiptist milli snörunar og jafn- hendingar. Sigurvegarar í ein- stökum þyngdarflokkum á mót- inu urðu sem hér segir: Fluguvigt: Steen Andersen, Danmörku 107,5 kg- Bantamvigt: Yeikko Kontinen, Finnl. 195,0 kg. Fjaðurvigt: Peter Mogensen, Danmörku 180,0 Danska meistaraliðið Arhus KFUM, liðið sem Bjarni Jónsson lék með, vann stórsigur yfir færeyska liðinu Kyndli í fyrri leik liðanna f Evrópubikarkeppninni í handknattleik, en leikið var í Árósum á sunnudaginn. Urslitin Klukkukeppni Golfklúbburinn Keilir í Hafnar- firði efnir til opins golfmóts um næstu helgi. Er þarna um að ræða svokallaða „Klukkukeppni" Keilis. Hefst keppnin á Hval- eyrarvellinum kl. 13.00 á laugar- daginn. Leiknar verða 18 holur, með forgjöf (mesta forgjöf 18). Vilhelm Norðfjörð hefur gefið þrenn glæsileg verðlaun til þess að keppa um. Léttþungavigt: Enno Magi, Svfþjóð 262,5 kg. Millivigt: Frede Petersen, Danm. 242,5 kg. Léttþungavigt: Björn Hedin, Svíþj. 275,0 kg. Milliþungavigt: Preben Krebs, Danm. 315,0 kg. Þungavigt: Gústaf Agnarsson, Isl. 305,0 kg. Yfirþungavigt: Roland Svensson, Svíþjóð 327,5 kg. urðu 34—13 fyrir Árósaliðið, eftir 14—6 í hálfleik. Flest mörk fyrir Arhus skoraði Hans Jörgen Tholstrup 9, Torben Hansen skoraði 5, Stefen Holst 4, Bjarne Larsen 4, Ole Christensen 4, Karsten Sörensen 3, Jörgen Vodsgárd 2 og Jan Have 1. Fyrir Kyndil skoruðu: Hanus Joensen 5, Hilmar Joensen 3, Niels Matte- stad 2, Sverre Jacobsen 2 og Hendrik Rubeksen 1. Leiðrétting Sú villa kom fram i frásögn af unglingalandsleik í gær, að Magnús Bergs úr Val var nefndur Magnús Bergsson. Leiðréttist þetta hér með. Erlendur með þeim beztu en er hvergi að finna á skrá Gústaf Agnarsson sigraði f Danmörku. O Arhus burstaði Kyndil

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.