Morgunblaðið - 15.10.1974, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 15.10.1974, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 1974 3 680 geymsluhólf eru í öryggishvelf ingu í kjallara útibúsins. eyri, auk þess sem stækkun banka- hússins á ísafirði er fyrir huguð á næstunni. Á fundi með fréttamönnum í tilefni opnunar hins nýja húsnæðis skýrðu bankastjórar frá því, að fyrir áramó* yrðu tekin í notkun ný ávísanaeyðu- blöð Þau eru þannig gerðaðupphæð er letruð á þau í bönkum með sérstöku letri, sem rafreiknivélar „lesa", og fær- ist upphæðin sjálfkrafa inn í eitt alls- herjar reiknikerfi Þannig mun hver útskrift færast strax inn í samræmt kerfi fyrir alla banka Með þessari til- högun vinnst m a það, að spákaup- mennska með millifærslum útilokast, en segja má, að allsherjarkönnun á ávísanaviðskiptum bankanna fari þann- ig fram daglega. Auk þessarar athyglis- verðu hagræðingar sparast um leið mikil vinna við reikningsfærslur. Útibússtjóri í Vegamótaútibúi hefur frá upphafi verið Jósef Sigurðsson í útibúinu starfa nú 1 2 manns, en fyrir- sjáanlegt er að fjölga þurfi starfsfólki á næstunni, bæði með tilliti til bættrar þjónustu og þess, að ætla má, að viðskipti færist að verulegu leyti frá aðalbankanum og Austurbæjarútibúi með tilkomu hins nýja hús.oæðis. Ný húsakynni Vega- mótaútibús Landsbank- ans. Á myndinni eru (tal- ið frá vinstri): Björgvin Vilmundarson banka- stjóri; Helgi Bergs, bankastjóri, Jósef Sigurðsson útibússtjóri, Jónas Haralz banka stjóri og Sigurbjörn Sig- tryggsson aðstoðar- bankastjóri. Vegamótaútibú í nýju húsnæði í dag flyzt starfsemi Vega- mótaútibús Landsbarika ís- lands í nýtt húsnæði að Laugavegi 7. Hefur bankinn reist þar stórhýsi í samvinnu við Skrifstofuvélar h.f., og er hlutur bankans í húsinu jarð- hæðin, sem er 260 fermetrar, og 225 fermetrar í kjallara. Á jarðhæð er rúmgóður af- greiðslusalur, skrifstofa úti- bússtjóra o.fl., en t kjallara eru m.a. geymslur og öryggishvelfing með geymsluhólfum, sem leigð verða viðskiptavinum. Vegamótaútibú var stofnað árið 1 960, og hefur það síðan verið til húsa að Laugavegi 15. Það tók að nokkru leyti við hlutverki Austurbæjar- útibús, sem þá hafði verið við Klappar- stíg tæp 30 ár. Um leið fluttist Austur- bæjarútibúið í nýtt hús að Laugavegi 77. Hin síðari ár hefur starfsemi Vega- mótaútibúsins aukizt svo mjög að ekki mun ofmælt, að þar hafi ríkt hreinn glundroði vegna þrengsla, en af- greiðsluherbergi að Laugavegi 15 var 25 fermetrar að stærð. Sem dæmi um annríki í útibúinu má nefna, að eitt sinn komu þar 1004 viðskiptavinir sama daginn. Hefur starfsaðstaða í Vegamótaúti- búi nú gjörbreytzt með tilkomu hins nýja húsnæðis, og um leið þjónustu- möguleikarnir. Þannig muri útibúið framvegis ann- ast gjaldeyrisviðskipti, — kaup og sölu á erlendum tékkum, ferðatékkum og erlendri mynt, svo og yfirfærslur og innheimtu á erlendum kröfum og opn- un erlendra ábyrgða Útibú Landsbankans hér í Reykjavík eru nú sex talsins, og eru þau öll nema Vesturbæjarútibú í eigin húsnæði Byggingaframkvæmdir og endurbætur á gömlu húsnæði á vegum Landsbank- ans voru verulegar á árunum 1 969— 1 972. Er þeim að mestu lokið í bili, en nú standa yfir endurbætur á húsnæði Múlaútibús, og unnið er að stækkun Landsbankahússins á Akur- Háhyrningurinn forðast vopnuð skip Rætt við franska sjávardýrafang- arann Rodger de la Grandiere HÁHYRNINGARNIR sem undan- fariS hafa verið að hrella rekneta- menn frá Hornafirði eiga sér tryggan aðdáanda þar sem er Roger de La Grandiere. Hann hef- ur þann starfa að handsama ýmiss lifandi sjávardýr fyrir sjávardýra- söfn og visindastofnanir i Frakk- landi og nú er hann á Höfn i Hornafirði i þeim erindagerðum að ná í lifandi háhyrning fyrir Marine- land sjódýrasafnið i Frakklandi, hefur verið um borð i tveimur reknetabátum i þessu skyni og heitir áhöfnunum háum verðlaun- um. ef takast skyldi að ná einni skeppnunni lifandi. Fréttaritari Morgunblaðsins á Höfn, Elias Jónsson, náði tali af Grandiere þar eystra. Kvaðst Frakkinn upphaflega hafa komið hingað til lands til að athuga hversu mikið væri hér af háhyrn- ingi og kanna möguleika á því að fanga einn eða tvo slika lifandi og flytja til Marineland. Það safn hef- ur fyrir einn af þeim ellefu háhyrn- ingum, sem tekizt hefur að ná lifandi frá þvi' 1 950. Ferðasaga Grandiere er annars á þá leið, að hann fór fyrst til Færeyja og var þar i fjóra daga Engan há- hyrning hafði hann þar upp ur krafs- inu, en á þriðja degi var hann aftur á móti svo heppinn að verða vitni að því, er Færeyingar ráku 1 74 grindur á land i Sandavogi Við komuna til íslands hafði Grandiere fyrst sam- Franski fangarinn Grandiere á Höfn f Hornafirði. band við Baldur Möller i dómsmála- ráðuneytinu og kvaðst hafa fengið þar hinar vinsamlegustu móttökur eftir að hafa gert grein fyrir sér og erindinu Ráðuneytisstjórinn visaði honum til yfirmanns landhelgisgæzl- unnar til frekari fyrirgreiðslu en þar talaði hann fyrir daufum eyrum, unz forstjórinn visaði honum að lokum á Hafrannsóknastofnunina. Þar voru móttökurnar hins vegar eins og bezt verður á kosið og fyrir hennar milli- göngu fór Grandiere til Vestmanna- eyja og um borð i Hafþór, sem var við rannsóknir á svæðinu. „Um borð í Hafþóri gafst mér tækifæri til að athuga eina háhyrn- ingavöðu, þar sem í voru að minnsta kosti 50 dýr," segir Grandiere „Eftir tvo daga sagði svo stýrimaðurinn á Hafþór mér frá því að mikið væri um háhyrning á miðum reknetabáta frá Hornafirði Stýrimaðurinn hringdi einnig til kunningja slns hér og útvegaði mér leyfi til að fara á miðin með m.s. Steinunni." „Ég fór síðan út með Steinunni SF," segir G-andiere ennfremur, „og var þar í góðu yfirlæti þar til bátur- inn þurfti að fara I slipp. Þá fór ég yfir á Sigurvon AK-56. Ég sá ekki háhyrninga fyrr en I gærkvöldi og í morgun (viðtalið fór fram á þriðju- dag fyrir viku), en ég hafði hins vegar fram að þvi heyrt þá tala saman og jafnvel syngja á móttöku fiskileitarans. Þetta eru mjög vitur dýr og eru ótrúlega fljót að þekkja þau skip eða báta sem hafa byssur um borð og forðast þau upp frá þvi, en ekki hin sem vopnlaus eru. Ég hef mikinn áhuga á að handsama háhyrning i samstarfi við sjómenn- ina hérna og hef ég boðið 1,2 milljónir króna fyrir fangaðan hval, en get aftur á móti ekki greitt fyrir veiðitilraunina. Sá hængur er þó þarna á, að án deyfilyfja eyða skepn- Einn af ellefu lifandi háhyrningum i sjódýrasöfnum veraldar er i Marineland og er hann helzta stolt safnsins. Leikur hann þar ýmsar listir eins og sjá má. urnar sér og þess vegna hef ég gert ráðstafanir til að fá hingað sérstaka byssu til þess að skjóta lyfinu i hvalina.' Þær eru mjög fáar til, en byssa af réttri stærð er þó væntan- Framhald á bls. 39 „Frjáls álagning hefur leitt til lægra vöruverðs „Nú eru 20 ár liðin síðan álagning var gefin frjáls I Noregi, og á þeim tíma hefur vöruverð tiltölulega lækkað, enda er það svo, að verka- lýðshreyfingin I Noregi og I Dan- mörku og Svlþjóð mælir með frjálsri álagningu, en ekki hámarksálagn ingu," sagði Carl Falck, fram- kvæmdastjóri norsku stórkaup- mannasamtakanna á fundi með blaðamönnum I gær, en hann er nú staddur hér á landi á vegum Félags Isl. stórkaupmanna og er að gera nokkurskonar úttekt á rekstri þess. Árni Gestsson formaður F.Í.S. sagði I upphafi fundarins með Falck I gær, að hann væri nú búinn að vera fram- kvæmdastjóri stórkaupmanna I Noregi i 25 ár og hefði þvi mikla reynslu á verzlunarsviðinu ekki sízt þekkingu á heildverzluninni Félag íslenzkra stór- kaupmanna hefði ætíð haft náið sam- band við norska félagið, og þaðan hefðu oft komið góðar ráðleggingar, sem komið hefðu íslendingum til góða Hér væri Falck staddur til að endur- skoða rekstur félagsins, en stefnt væri að því, að félagið gæti gefið betri upplýsingar og betri þjónustu við kaupmenn Slík þjónusta yrði síðan keðjuverkandi og kæmi neytendum til góða Carl Falck sagði, að á þeim 25 árum, sem hann hefði verið fram- kvæmdastjóri norsku stórkaúpmanna- samtakanna hefði heildverzlunum fækkað I Noregi úr ca 1000 I 600 Stórkaupmannasamtökin hefðu stuðlað að því, að margar smærri verzl- anirnar hefðu sameinazt og hefði það gefið góða raun Þá ynnu samtökin að þvi að skipuleggja dreifingar- og sölu- kerfið með góðum árangri. Komið hefði verið upp stórum vöruskemmum I nánd við Hafnirnar líkt og Sunda- borg. Það væri til að lækka allan kostnað, sem þýddi lægra vöruverð. Hann sagði, að flest fyrirtæki í Noregi seldu nú sínar vörur I gegnum heildsala, enda gæfi það ávallt betri raun Sem dæmi mætti nefna, að ef eitt fyrirtæki framleiddi 1 00 tegundir segir Carl Falck framkvæmda- stjóri norsku stórkaupmanna- samtakanna af vörum og seldi þær til 100 kaup- manna, þá þyrfti að gera 10 þús. samninga, slíkt hlyti að valda óþæg- indum Þá sagði Falck, að frjáls verðlagning hefði verið í 20 ár í Noregi til aukinna hagsbóta fyrir alla. Samt væri ekki hægt að leggja á vörurnar eins og hver vildi, því I gildi væru lög, sem kveða á Carl Falck t.h. ásamt þeim Árna Gestssyni og Júllusi S. Ólafssyni framkvæmdastjóra Félags Islenzkra stórkaupmanna. Ljósm. Mbl.: ÓI.K.M. um, að ekki mætti selja neina vöru á óheyrilegu verði Því væri starfandi álagningareftirlit í Noregi. Það hefði aðgang að öllu bókhaldi fyrirtækjanna og gæti gert sínar ráðstafanir, ef þvl fyndist hagnaðurinn of mikill Á þeim 20 árum sem liðin væru frá því, að frjáls verðlagning komst á„ hefðu margskonar nýjungar verið teknar upp eins og t.d. sérstök afsláttarkjör Nú réði samkeppnin öllu og því hefðu vörur lækkað í verði þegar á allt væri litið I þessu sambandi væri það athyglisvert, að það væri sama hvaða ríkisstjórn sæti að völdum I Noregi, allar vildu þær hafa frjálsa álagningu Árni Gestsson sagði. að islenzku Framhald á bls. 39

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.