Morgunblaðið - 15.10.1974, Page 16

Morgunblaðið - 15.10.1974, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 1974 hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn GuSmundsson Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. ASalstræti 6, sími 10 100. Aðalstræti 6. slmi 22 4 80. Áskriftargjald 600,00 kr. í mánuSi innanlands. j lausasölu 35,00 kr. eintakið. Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjóm og afgreiðsla Auglýsingar Tilkynnt hefur verið, að stjórnendur íslenska álfélagsins hafi ákveðið að setja upp hreinsitæki við álverk- smiðjuna í Straumsvík. Hér er um að ræða þurr- hreinsitæki, sem talin eru vera af fullkomnustu gerð. Ástæða er til að fagna endanlegri ákvörðun í þessu efni, enda mikilvægt að fylgt sé til hins ítrasta ströngustu kröfum um mengunarvarnir við slíkan verksmiðjurekstur. Upp- setning hreinsitækja af þessu tagi er mjög kostnað- arsöm, áætlað er, að hún kosti 1.400 millj. króna. Hitt er ljóst, að miklu má til kosta í því skyni að vernda náttúrugæði og tryggja eðlilegar kröfur um hollustuhætti og hrein- læti. Þessi gæði verða ekki metin til fjár. Að vísu er það svo, að rannsóknir hafa sýnt, að mengun frá álver- inu hefur verið undir þeim skaðsemismörkum, sem al- mennt hafa verið talin gild. Eigi að síður er hér um mikilvægt framfaraspor að ræða. Þegar gengið var frá samningum við Svissneska álfélagið árið 1966 undir forystu Jóhanns Hafsteins, þáverandi iðnaðarráð- herra, var tryggilega frá því gengið, að verksmiðjan yrði að hlíta fyrirmælum íslenskra stjórnvalda um hreinsitæki, þegar þar að kæmi. Samkvæmt þessum samningum er álverk- smiðjunni að réttu lagi skylt að fara að íslenzkum lögum að því er varðar öryggisráðstafanir, heil- brigðisráðstafanir og hreinlæti. Mikilvægt er, að þessi atriði skuli hafa verið fastmælum bundin frá upphafi. Undanfarin tvö ár hafa staðið yfir tilraunir með íslensk hreinsitæki við ál- verksmiðjuna. Þær hafa fram til þessa ekki borið nægjanlega góðan árang- ur. Talið er að ná megi betri árangri með hinum nýju tækjum, sem ákveðið hefur verið að setja upp. Kröfur um mengunarvarn- ir verða nú æ strangari og af þeim sökum er ástæða til að fagna þeirri ákvörðun, að sett skuli upp fullkomin tæki í þessu skyni. Tals- menn álverksmiðjunnar hafa greint frá því, að upp- setning tækjanna muni óhjákvæmilega taka tals- verðan tíma af tæknilegum ástæðum. Eigi að síður er brýnt að verki þessu verði hraðað svo sem föng eru á. Magnús Kjartansson á- taldi viðreisnarstjórnina mjög harðlega á sínum tíma fyrir þær sakir, að hún skyldi ekki þegar í upphafi hafa fyrirskipað íslenska álfélaginu að setja upp hreinsitæki á verk- smiðjuna. I því sambandi var því haldið fram, að til þess þyrfti aðeins að draga eitt pennastrik. í alþingis- kosningunum 1971 var þetta eitt helsta ádeiluefni á þáverandi ríkisstjórn. At- hyglisvert er á hinn bóginn að líta á afskipti Magnúsar Kjartanssonar af máli þessu á ráðherraferli hans. Fyrst rúmum einum og hálfum mánuði eftir að honum hafði verið veitt lausn frá embætti og hann sat enn sem bráðabirgða- ráðherra, var gefin úr endanleg fyrirskipun um hreinsitækin. Eftir öll gífuryrðin sat Magnús Kjartansson að- gerðarlaus þar til í ársbyrj- un 1973. Þá óskar hann eft- ir að hreinsitæki verði sett upp í álverksmiðjunni inn- an sex mánaða. Tæpum tveimur mánuðum síðar fellur hann frá þessum fresti og gefur verksmiðj- unni ótakmarkaðan tíma til þess að vinna að fram- kvæmd málsins. Síðan ger- ist ekkert þar til níu dög- um áður en Magnús Kjart- ansson á að víkja úr ráð- herrastólnum. Þá er sent út bréf, þar sem mælt er fyrir um uppsetningu hreinsitækjanna. Þannig liðu full þrjú ár, án þess að Magnús Kjartansson gæfi þau fyrirmæli, sem hann hafði áður látið í veðri vaka að koma mætti í fram- kvæmd með einu penna- striki. Þannig hafa stóryrði stjórnarandstöðuþing- mannsins orðið marklaus, eftir að hann tók sjálfur við ráðherradómi. Einmitt á þennan hátt verða ís- lenskir stjórnmálamenn trúðar í augum fólksins í landinu. Hinu ber að sjálf- sögðu að fagna, að nú, þeg- ar Magnús Kjartansson hefur látið af þeim emb- ættum, sem með þessi mál fara, skuli hafa verið tekin endanleg ákvörðun um að setja hreinsitækin upp. Þau hreinsitæki, sem hér um ræða, eru talin vera mun fullkomnari en þau tæki, sem völ var á, þegar verksmiðjan tók til starfa. Sá dráttur, sem orðið hefur á þessum framkvæmdum, ætti því að stuðla að betri mengunarvörnum en unnt hefði verið að koma við ella. Mjög mikilvægt er, að ís- lendingar fylgi fram ströngum kröfum um heil- brigðiseftirlit og meng- unarvarnir varðandi at- vinnustarfsemi í landinu. 1 þessum efnum er aldrei of varlega farið. Þau verð- mæti, sem í húfi eru, verða ekki metin til f jár. Af þeim sökum er rétt og eðlilegt að gera strangar kröfur í þess- um efnum og meta arðsemi atvinnureksturs með tilliti til þess kostnaðar, sem þeim eru samfara. Hitt er ljóst, að gífuryrði og loddaraháttur fá hér engu um breytt. Mestu skiptir að unnið sé að þessum málum af festu með það í huga, að það eru mannlegir og náttúrulegir hagsmunir, sem eru í húfi, en ekki pólitískir. Hreinsitæki sett upp í álverksmiðjunni — Það veltur á ýmsu, eins og til dæmis veðri, svaraði einn maðurínn, sem Alþýðublaðið spurði um daginn hvort honum fyndist gaman að lifa. Og kona sagði: — Allar aðstæður spila þar inn í — en veðrið læt ég ekki hafa áhrif á mig. Mér er sama þótt ekki sé sólskin upp á hvem dag. Það er víst eins gott fyrir þann, sem býr á íslandi, að missa ekki lífsgleðina, þó ekki sé sólskin upp á hvern dag. Sá hinn sami væri greinilega bú- settur á vitlausu landi. Þó vill stundum fara svo, þegar lengi er dvalið í sólskinslöndum, að veðrið heima missir hrjúfu broddana — í endurminn- ingunni lifa bara góðu dag- amir. Stundum er þá búið að segja svo oft við útlendinga í heilögum áróðri fyrir ágæti lands og þjóðar, að veðurfar sé langt frá þvf að vera slæmt á Isiandi, svo maður er sjálfur búinn að steingleyma lemjandi regninu og blæstrinum. Líklega hefur svo farið fyrir Birni Jóns- syni, lækni i Kanada, þegar hann í fyrra heimsótti ættjörð- ina og valdi sér haustið til þess. Hann fékk ekki annað en súld og þoku og fannst orðið soð- grýlumuska eiga bezt við. Eftir að hafa rölt hundblautur um borgir og byrgi, eins og segir í Lögbergi-Heimskringlu, kvað hann öðrum til áminningar um að fara ekki að þvælast austur um ála að haustlagi: Ég kyssi þig Frón eins og klessublaut tuska, kem á þín vit því mér halda engin bönd. Það var allsstaðar sjónlaus soðgrýlumuska suður og norður og vítt um öll lönd. eftir ELÍNU PÁLMADÓTTUR Gremjan er skiljanleg hjá þeim, sem aðeins hefur stutta stund að njóta heimalandsins. En við, sem erum hér allt árið og öll ár, lærum að laga okkur eftir þessu. Ekki bara eitt og eitt, heldur öll í hóp. Stöku maður flýr að vísu reglulega til Spánar. En veðurfarið hefur býsna mikið mótað íslenzkan lífsstíl. Á sumrin, meðan hita- stig leyfir, ökum við upp um fjöll og firnindi og iðkum útilíf. öll félagsstarfsemi og heimboð leggjast nær niður, enda allir út úr bænum. Varla 'þýðir að efna til hljómleika eða leiksýn- inga eða nokkurrar annarrar menningarstarfsemi innan- húss. Þó blönduðust vetrar- og sumarlífshættir nokkuð saman í sumar, því nú var afbrigðilegt hátíðarár og einstök veðurblíða í ofanálag. Menn fóru því bæði í bflalestina á hringveginum og sóttu hátíðarsýningar í leikhús- um og á listahátíð. Skilin urðu ekki eins skörp og venjulega. En nú, þegar skammdegið leggst yfir heldur menningin að nær loknu hátíðarári, að venju innreið sína með vetrarveðr- unum. Það er árvisst eins og farfuglarnir á vorin. Fólk hjúfrar sig í hlýjum heima- húsum og meðtekur menn- inguna í sjónvarps- og útvarps- dagskrám vetrarins á sama hátt og með álíka æðruleysi og veðrið. Nú hefst reglubundið tónleikahaid og hægt að fara að setja bækur á markaðinn. Menn leggja ótrauðir út meira en hálft þriðja þúsund króna fyrir frumsýningarmiðunum sínum — þeir, sem eru svo heppnir að eiga rétt á þeim — og láta svo yfir sig ganga það, sem koma vill, vont eða gott, eins og veðrið, sem ekkert er við að gera annað en fagna, ef það skyldi verða gott. Sennilega skiptir það ekki svo miklu máli, ef menn bara stilla sig inn á rétt hugarfar — allt er þetta hin sígilda vetrarmenning, sem fólk iðkar og þolir í blíðu og stríðu. Óblíð veðrátta hefur kennt þjóðinni, að ekki þýðir að hætta að lifa þó yfir dynji veður vott og allt verði að klessu. Menningin tilheyrir vetrinum, hvað sem tautar og raular. Kannski er aukaatriði hvers kyns hún er — eða hvort mikið er í hana borið. Ef til vill hafa fleiri hugarfar mannsins, sem sagði: — Þær eru svo ágæt- ar þessar frumsýningar. Bara ef þeir væru ekki alltaf með þessi leikrit á sviðinu. Þannig er okkar lífsstíll í samræmi við árstíðirnar. Veðurfarið hefur kennt okkur að gugna ekki. Þó eru menn að sjálfsögðu misjafnlega kvart- sárir. En þeir eru greinilega betur settir, sem kunna að láta allt yfir sig ganga, án þess að æðrast. Það eru hraustmennin okkar. Ég vildi óska, að það yrði nú regn eða þá bylur á Kaldadal, og ærlegur kaldsvali okkurIgegn ofan úr háreistum jöklasal. Þurf um á stað, þar sem stormur hvín og steypiregn gerir hörund vott. Þeir geta þá skolfið og skammast sín, sem skjálfa vilja. Þeim er það gott, sagði Hannes Hafstein. Það er hið eina rétta hugarfar þess, sem á íslandi vill búa. I annað sinn sagði hann: Ég elska þig, stormur, sem geisar um grund og gleðiþyt vekur í blaðstyrkum lund, en gráfeysknu kvistina bugar og brýtur og bjarkirnar treystir um leið og þú þýtur. Ekki voru þó allir sama sinnis. Ætli Benedikt Gröndal eigi ekki enn skoðanabræður. En hann svaraði Hannesi: Ég elska þig logn, er við ylríka sól hið ilmandi blóm prýðir grænkandi hól, þegar speglandi sjórinn er spenntur og þaninn og spóinn f heiðinni talar við svaninn. Ég hata þig, stormur, sem hristir og ber, ég hef ekki virðingar ögn fyrir þér þó drembinn þú öxlunum ypptir og keisir, og úfinn til skýjanna ' hvirfilinn reisir. Tilfinningin fyrir veðrinu er vlst ekki alltaf svona afgerandi og klár. Sumir eru alltaf sann- færðir um, að sólin skíni á hina, þegar rignir á þá. Það er ágæt útrás fyris sjálfsvorkunn og öfund. Þannig getur þessi fjöl- breytta veðrátta okkar haft ýmsa kosti, fyrir utan það að vera nothæft umræðuefni, þegar maður hefur ekkert að segja. Við erum semsagt að byrja árstíð menningarathafna og elskum hana í blíðu og strfðu, hvað sem yfir dynur — vel öguð gegnum aldirnar af veður- farinu á þessu hrjúfa landi. En æ, má maður ekki vona, að menningarlífið á þessum vetri verði ekki voðalega rysjótt. Það sakar a.m.k. ekki að vona, því vonin skaðar ekki. Sá, sem býst við iílu, kvíðir einu sinni of oft. Dynji hið illa yfir, hefur hann þolað það tvisvar, en gerist það ekki, þá hefur hann kviðið einu sinni að óþörfu. Að góðum íslenzkum sið tökum við nú því sem að hönd- um ber — að vísu ekki með bros á vör, heldur ef að líkum lætur, með svolitlu nöldri — en tökum því samt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.