Morgunblaðið - 15.10.1974, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 15.10.1974, Qupperneq 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 1974 Sagnarandinn „Ef þú lofar því, að gefa mér rúsinur, næst þegar þú kemur úr kaupstaðnum, þá skal ég kenna þér ráð, sem dugar“, sagði Nonni. „Hvaða ráð ætli þú kunnir, snáðinn þinn“, anzaði Daði og þótti nóg um gorgeirinn í stráknum. Nonni var hinn borginmannlegasti og setti upp merkissvip: „Lítið gagn er þér að lengdinni, sláninn þinn, að kunnaengin ráð svo einföldu máli“, mælti hann. „Nú skal ég, svo lítill sem ég þó er, segja þér, hvernig þú átt að haga þessu öllu. En fyrst verðurðu að lofa mér rúsínunum“. „Nú, jæja! Mig gildir það einu, þótt ég lofi þér rúsínum hvort eð er“, svaraði Daði, því að hann vildi gjarna heyra, hvað Nonni gæti lagt til málanna. „Seztu nú hérna hjá mér á þúfuna og kastaðu frá þér orfinu, Daði minn!“ sagði Drengurinn, „ — og svo kemur nú bragðið —“. Þegar Daði hafði gert, eins og fyrir hann var lagt og þeir sátu báðir á sömu þúfunni, hélt Nonni áfram: „Ég var búinn að hugsa um þetta í allan dag, en gat engin ráð fundið. Loksins sofnaði ég frá öllu ráða- brugginu, og þá dreymdi mig það allt saman, hvernig við skyldum hafa það: í kvöld skaltu búa þig út, eins og þú ætlir í langferð. Svo förum við af stað, þú og ég, en við förum þá aldrei lengra en að Bakka. — Þegar við erum komnir undir túngarðinn, þá setur þú mig í poka, og síðan ferðu heim á bæinn, með mig í pokanum á bakinu-“. Og svo skýrði Nonni Daða frá allri ráðagerðinni, og eftir OSKAR KJARTANSSON Daði hlustaði á með mestu eftirtekt. Varð hann alveg undrandi yfir bragðvísi drengsins. Loks, þegar Nonni hafði lokið máli sínu, kallaði Daði upp, og var ekki laust við, að það væri hrifni í rómnum: „Þú ert ekki eins grænn og þú lítur út fyrir að vera, Nonni Litli! Ég ætla að nota ráðið þitt, og ef allt gengur vel, skaltu fá tvöfaldan skammt af rúsínum næst, þegar ég kem úr kaupstaðarferð". Nonni varð auðvitað alveg himinlifandi yfir þessu glæsilega loforði og vildi nú óðfús koma fyrirætlun þeirra í framkvæmd. En Daði sagði, að það væri bezt að bíða fram undir miðnætti. Fóru þeir nú heim á bæinn og Nonni fékk kaffi hjá gömlu konunni, móður Daða, en Daði fór að tygja sig, eins og hann ætlaði í langferð. Gamla konan varð alveg hissa á þessu háttalagi sonar síns, því að hann hafði ekki sagt henni neitt um áform sitt. Loks gat hún ekki lengur orða bundist og spurði, hvert ferðinni væri heitið. Daði hló og kyssti gömlu konuna: „Vertu róleg, mamma! Ég ætla ekki langt. Ég verð kominn aftur snemma í fyrramálið“, sagði hann. Gamla konan hristi höfuðið; hún botnaði ekkert í þessu. Daði gekk nú út til þess að leggja á Bleik sinn, en Nonni náði I hestinn hans Gvendar á Bakka. Batt Daði nú poka einn mikinn eða belg úr skinni, sem hann átti, aftan við knakkinn á Bleik. Fóru þeir svo báðir á bak, Nonni og Daði, og riðu af stað. DRÁTTHAGI BLÝANTURINN , , , , eftir ANNA FRA STORUBORG — SAGA FRÁ SEXTÁNDU OLD tf£usta til varnar. Njósnarmenn hennar voru í öllum áttum og gerðu henni aðvart. Hún hafði spunnið einhvern töfravef utan um bróður sinn og varð þess vör, hvað lítið sem hann hreyfði sig vestur á Hlíðarenda, jafnvel hvað hann hugsaði. Hún var forsjónin þeirra beggja. — Hún var forsjónin þeirra beggja! Hann beit á vörina og hálfskammaðist sín fyrir að vera karlmaður, er hann hugsaði um þetta. En þó var þetta svo. Hún var forsjónin þeirra heggja! Hann var enn þá sami drengurinn, sem hún hafði tekið að sér og fengið ofurást á. Það hafði hvorki dregið sundur né saman með þeim með ár- Unum. Hann leit enn upp til hennar og treysti henni. Hún hafði tvöfaldan skapstyrk á við hann. Tvöföld hyggindi og tvöfalda stillingu. Hún var meiri manneskja en hann í öllu, öllu. Og hún drottnaði yfir honum, meira að segja í hell- inum. En hún tók líka ábyrgÖ á honum, ef hann aðeins léti hana ráða. Blóðið sauð og svall i æðum hans við allar þessar hugsanir. Þetta líf var óbærilegt. Hvert sem hann sneri huganum, var harðstjórn og kúgun og hætta og ofsóknir og ógnanir. Var þetta líf þess vert, að jafnmikið væri lagt í sölurnar til að verja það? — Það kom yfir hann hamslaus, óviðráðanleg þrá eftir því að slíta af sér öll bönd, ganga í berhögg við hættuna og verja sig meðan hann fengi uppi staðið; falla þá með hreysti og sýna heiminum, að hann væri enginn aukvisi og ónytjungur, sem þyrfti að láta vaka yfir sér og verja sig með kvenslægð. Hvað var þetta mannfélag annað en hópur hræddra þýja, sem dæmdi ranga dóma og hélt við ranglátum lögum og hafði heimskan og ranglátan hrokasegg fyrir lög- mann sinn og æðsta ráð? Hvers vegna skyldi hann ekki brenna nafn sitt á bakið á þessum vesalmennum áður en hann hyrfi úr heiminum? — Augu hans brunnu af hatri og hefndarþrá. Allt of lengi hafði hann liðið saklaus. Allt of lengi hafði hann látið krafta sína tærast upp og tilfinn- ingar sinar dofna í þessari köldu og dimmu gjótu, þar sem vatnið vætlaði fram úr berginu eins og dauðablóð úr fúnu ólífissári. Hann fann sem eldstraum renna í æðirni sínum. Einnig Anna skyldi einhvem tíma frétta það, að hann hefði hug til að hefna sín, og meira að segja hug til að virða áminningar hennar einskis. Hann vildi vera frjáls maður, fara sinu fram, hvað sem hver segði, og svara sjálf- ur til gerða sinna. Niðri á fitjunum við fljótið var lest að iða fram hjá. Full- orðinn maður og drengur riðu fremst og teymdu langa trossu af klyfjahestum. Lestin óð út í fljótið, þræddi eyramar og grynnstu brotin á milli þeirra og fór undur hægt. Rósemin og öryggin var sýnileg við hvert spor. Þessir menn áttu sér einskis ótta von. Fet fyrir fet færðust þeir áfram og virtust aðeins gleðja sig við þá hugsun, að hvert spor færði þá nær heimilinu, þar sem hvíldin beið þeirra eftir ferðaþreytuna. — En ef hann kæmi nú yfir þá, kæmi eins og ránfugl í einni svipan og tæki allt saman af þeim! Þá kvæði þama við annan tón! Maðurinn legði á flótta í dauðans ofboði. Hann elti hann og næði honum undireins, fletti hann klæðum og leit- ÍTkÓtnorgunkoffínu Hvaða áhrif hefur sjónvarpið haft á fjöl- skyldulffið? o«— >— — •- <•>> «..« .^ta. Ef þú hættir þessum kvöldfundum þínum, getum við keypt okkur hálsmenið sem ég sýndi þér um daginn.. Þér er enn óhætt að bæta nokkrum við áður en hún springur. Það er ekki mitt mál þó kakkalakki hafi verið í súpunni, — það er hús- eigandanum að kenna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.