Morgunblaðið - 24.10.1974, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 24.10.1974, Qupperneq 1
36 SIÐUR 208. tbl. 61. árg. FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 1974 Prentsmiðja Morgunblaðsins. MUnchen, 23. okt. Reuter. TALSMAÐUR List útgáfufyrir- tækisins f Miinchen skýrði svo frá f dag að ungverski rithöfundur- inn Gyorgy Konrad hefði verið handtekinn í Budapest. Hafði talsmaðurinn eftir áreiðanlegum heimildum þar í borg, að lögregla hefði tekið hann höndum á heim- ili hans f gær og gert u.yptæk mörg af handritum hans. Sömu heimildir hermdu að tveir aðrir ungverskir menntamenn, þjóð- félagsfræðingurinn Ivan Szelenyi og ljóðskáldið Tamas Scentjoby, hefðu einnig verið handtéknir fyrir nokkrum dögum. Fyrsta skáldsaga Konrads, „Gesturinn", var harðlega gagn- rýnd af málgagni ungverskra sósfalista, Nepszabadsag, þegar hún kom út árið 1969. Konrad er nú 41 árs að aldri. List útgáfu- fyrirtækið hefur gefið út rit hans f Þýzkalandi. Ruth tekur við Washington, 23. okt. REUTER — AP. WILLIAM Saxbe, dómsmálaráð- herra Bandarfkjanna, skipaði f dag Henry Ruth í embætti sérlegs saksóknara í Watergate-málinu f stað Leons Jaworskys, sem sagði þvf starfi lausu 12. október sl. Ruth hefur verið aðstoðarsak- sóknari í Watergatemálinu frá því á miðju ári 1973, þegar sér- stök skrifstofa var sett á laggirnar til að fjalla um rannsókn þess. Hann er því þar af leiðandi gjör- kunnugur eftir að hafa starfað bæði með Archibald Cox og Jaworsky. Væntanlega verður Ruth síðasti maðurinn sem þessu embætti gegnir, því þegar Water- gatemálinu lýkur verður embætt- ið og skrifstofa þess lögð niður. Er búizt við, að það verði innan árs. Ruth tekur við starfinu þegar á morgun. SVO sem frá hefur verið skýrl f fréttum rfkir hungursneyð I Bangladesh. Eftir sumar enda lausra hörmunga, storma og flóða, hefur vfða orðið algei uppskerubrestur og hundruf þúsunda manna eiga f höggi við hungurvofuna. Mynd þessi var tekin í tjaldbúðum I Dacca, höfuðborg landsins, ai hungraðri móður með barr sitt, er ber merki langvarandi vannæringar. Landlausii bændur hafa flykkzt til höfuð borgarinnar með fjölskyldui sfnar í leit að mat og þar reyn; stjórnvöld að gera þeim ein hverja úrlausn. Kissinger í Moskvu: Brezhnev sagður vilja hitta Ford sem fyrst Moskvu, 23. okt. AP—Reuter. DR. HENRY Kissinger, utanrfkisráðherra Banda- rfkjanna, og Nancy kona hans, komu til Moskvu f kvöld til fimm daga dvalar þar f borg og viðræðna við sovézka ráðamenn. Andrei Gromyko, utanrfkis- ráðherra Sovetrfkjanna tók á móti þeim á Vnukovo flugvelli, þar sem Kissinger sagði við fréttamenn, að hann vænti sér góðs af viðræðunum í Moskvu. Skrif Tass- fréttastofunnar sovézku skömmu fyrir komu Kissingers bentu til þess, að sögn vestrænna fréttamanna, að Sovétmenn muni leggja áherzlu á að sem fyrst verði komið á fundi þeirra Leonids Brezhnevs, aðalritara sovézka kommúnistaflokksins og Geralds Fords, forseta Bandarfkjanna. Kissinger hefur hinsvegar það aðalerindi að fá Rússa til frekari tilslakana f sambandi við SALT-viðræðurnar f Genf, um tak- mörkun kjarnorkuvopna, þar sem lftt eða ekki hefur miðað um langt skeið. Talið er ólíklegt, að Rússar gefi nokkuð út á slíkt fyrr en þeir hafa fullvissað sig um það — helzt með leiðtogafundi — að Gerald Ford hafi sömu afstöðu og fyrir- rennari hans í forsetaembættinu til samskipta Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Samkvæmt samkomulagi Nix- ons og Brezhnevs, á sfðasta fundi þeirra í Moskvu, átti Brezhnev að koma til Bandaríkjanna næsta Nýfundið belti rafmagmh laöinna agna er umlykur segulsvið jarðar Munchen, 23. okt. Reuter. VESTUR-þýzkir vfsindamenn hafa skýrt svo frá, að fundizt hafi belti rafmagnshlaðinna agna, sem fara umhverfis jörð- ina — og megi vænta þess, að það stuðli að auknum skilningi á samverkan sólar og jarðar, sem hefur úrslitaþýðingu fyrir allt Iff á jörðunni. 1 tilkynningu um þetta mál frá Max-Planck geimvfsinda- stofnuninni f Miinchen segir, að belti þetta hafi fundizt við athuganir á upplýsingum frá evrópska geimfarinu Helos 11. en þvf var skotið á loft 31. janúar árið 1972. Þar segir og, að belti þetta sé 10—20 þúsund kflómetrar á þykkt, að það sé f 100—200 þús- und kflómetra fjarlægð frá jörðu og um 50.000 kflómetra frá Van Allen geislabeltinu. Sömuieiðis að það umljúki að mestu segulsvið jarðar. Vfsindamaðurinn, sem beltið uppgötvaði heitir dr. Helmut Rosenbauer. Er haft eftir starfsfélaga hans að þvf verði gefið nafnið „Plasma kápan“. Vfsindamenn við stofnunina gera sér vonir um að upplýsing- ar sem fengizt hafa frá Helos 11. varpi betra Ijósi en verið hefur á uppruna Van Allen geislabeltisins og norðurljósa. sumar, en að Nixon föllnum frá forsetaembættinu eru Rússar sagðir hafa mikinn hug á að flýta fundi sínum og forseta Bandaríkj- anna sem mest. Getgátur eru uppi um að þeir muni hittast í nóvem- berlok, því þá er fyrirhugað að Brezhnev fari til Mongólíu og Ford til Japans og Suður-Kóreu. Sagt er, að Brezhnev hafi stungið upp á, að þeir hittist f Vladivos- tock en frekar er talið koma til greina að þeir hittist einhvers- staðar á hafi úti, því að Ford muni ekki eiga gott með að fara til Vladivostock — það gæti móðgað I Kínverja, þvi að borgin er í þeim ! hluta Sovétríkjanna, sem Kín- verjar gera tilkall til. A leið sinni til Moskvu hafði Kissinger viðdvöl i Kaupmanna- höfn, þar sem hann ræddi stundarkorn við Ove Guldverg utanríkisráðherra Dana, og sendi- herra Bandarikjanna á Norðúr- löndum. Þar varð eftir einn af Papdopoulos sendur í útlegð - en Ioannides slapp Aþenu, 23. okt. AP. GEORGE Papadopoulos og fjórir fyrrverandi félagar hans, sem allir stóðu að herforingjabylting- unni 1967, hafa verið handteknir og sendir f útlegð til eyjar f Eyja- Ungverskur rithöfundur handtekinn hafi, sakaðir um samsæri gegn núverandi stjórn Grikklands. Hafa þeir þar með hlotið sömu meðferð og þúsundir manna hlutu af þeirra hendi á sfnum tfma. Ekki hefur hinsvegar náðst f herforingjann Dimitrios Ioannides, yfirmann herlög-C reglunnar fyrrverandi, sem stóð fyrir þvf að velta Papadopoulosi úr sessi í nóvember sl. og var sagður hafa skipulagt byltinguna gegn Makariosi erkibiskupi, for- seta Kýpur, á sfnum tfma. Fimm lögreglumenn komu heim til Framhald á bls. 20 Sprenging í Brooks klúbbnum í London London, 23. okt. Reuter. LÖGGÆZLA var mjög aukin f helztu klúbbum f London f dag eftir að sprengju var varpað inn umgluggaf Brooksklúbbnum um hádegisbilið með þeim afleiðing- um að þrfr þjónar hlutu meiðsl einn þeirra, sautján ára piltur, svo alvarleg, að hann kann að missa annan fótinn. Hinir sluppu með minni háttar heiðsl. Brooks klúbburinn er f hjarta Lundúna- borgar, f smágötu út af St. James stræti. Handan götunnar, gegnt klúbbnum, sat leiðtogi brezka Ihaldsflokksins, Edward Heath, að snæðingi á veitingahúsi og var hann með fyrstu mönnum á vett- vang. Hann sagði skemmdir hafa orðið miklar í klúbbnum, sem er með hinum elztu f London, stofnaður árið 1764. Þar hafa a.m.k. 12 brezkir forsætisráðherr- ar verið meðlimir, en yfirleitt Framhald á bls. 20 Cunhal senn til Moskvu Lissabon, 23. okt. Reuter. INNAN skamms fer til Sovét- rfkjanna f heimsókn portúgölsk stjórnarnefnd undir forystu Alvaros Cunhals, aðalritara portúgalska kommúnistaflokks- ins og ráðherra án stjórnardeild- ar. Með honum verða auk annarra yfirmaður flotans og upplýsinga- málaráðherra landsins. Tilgangur ferðarinnar er, að þvf er segir f opinberri tilkynningu, að ræða samvinnu á sviði efnahags-, upplýsinga- og menningarmála. Portúgal og Sovétríkin tóku upp stjórnmálasamband fyrr á þessu ári, eftir að herforingjarnir veltu einræðisstjórn Caetanos í apríl sl., og í dag fór til Moskvu fyrsti sendiherra Portúgals í Sovétríkjunum, Dar Mario Neves. Sex ára dreng rænt á Italíu Milano, 23. okt. Reuter. VOPNAÐIR, grfmuklæddir menn rændu f dag sex ára syni auð- manns f Milano, þegar drengur- inn var á leið heim úr skóla. Er þetta fjórða mannrán f Lombardy-héraði f þessum mán- uði. Drengurinn sem rænt var heitir Daniele og er sonur Albertos Ale- fnagna, forstjóra og eiganda veit- ingafyrirtækisins Alemagna, sem er eitt hið stærsta si'nnar tegund- ar á Italíu, rekur keðju matsölu- staða meðfram þjóðvegum lands- ins og selur út ýmiss konar veít- ingar. Alberto Alemagna tók við fyrirtækinu að föður sínum látnum fyrir um það bil mánuði. Drengurinn var í fylgd með bíl- stjóra föður síns og áttu þeir skammt ófarið heim, þegar ræningjarnir réðust á þá og slævðu meðvitund þeirra með et- er, skildu bílstjórann síðan eftir, Framhald á bls. 20 Framhald á bls. 20

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.