Morgunblaðið - 24.10.1974, Síða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 1974
— Mál og
málflutningur
Framhald af bls. 19
Öxnafurðu, og kom þar hvorki
til óþjóðrækni eða undir-
lægjuháttur, heldur samspil
hagsýni og hæversku, sem eg
held raunar að einkenni Eng-
lendinga meir en heimskuleg-
ur þjóðrembingur. En þetta
sannar svo sem ekki neitt,
þótt eitt úæmi segi að vísu meira
en runa af dæmalausum fullyrð-
ingum. Það sem eg vildi hér
spyrja höfundinn um er þetta:
Hverskonar þjóðníðingar eru
JCanadamenn að leyfa Kanada-
mönnum að tala íslensku í
Kanada? Eða er kanadíska —
frönsk eða ensk — ef til vill ekki
meðal tnerkra mála? Og vel á
minnst, hvað í ósköpunum eiga
Svisslendingar og Belgir að gera,
svo maður tali nú ekki um Ind-
verja?
Veit höfundur viö hvaða aldur
eða á hvaða þroskastigi börn hafa
náð fótfestu I móðurmálinu?
Hefir hann kynnt sér það Iitla
sem vitað er um það hvernig börn
læra móðurmálið? Hvaðan hefir
hann vitneskju sína um áhrif
tungumálanáms á málþroska
barna, eða er ef til vill hér eins og
víðar í grein hans engri vitneskju
fyrir að fara? Og nú skal ekki
spurt am fleira.
„Allt tal um útskagamál og kot-
ríki er skammarleg bábilja, sem
skólunum væri sæmd að kveða
niður,“ segir höfundur nálægt
lokum greinar sinnar. Eg tek af
heilum hug undir það sem eg
þykist vita að höfundur eigi hér
við, en hvað hann í rauninni hefir
í huga er ekki svo ljóst sem
skyldi. Honum hefir sem sé enn
einu sinni láðst að gera grein
fyrir því um hvað hann er að tala,
gegn hverjum hann er að ráðast,
hverja hann sakar um að niðra
þjóð sinni og tungu meó slíku tali;
hann gefur lesandanum ekki einu
sinni ástæðu til að trúa því að
nokkur maður iðki slíkt tal. Eg
ætla að lokum að leyfa mér að
bæta eftir getu úr þessari yfirsjón
höfundar. Við skólana er hér að
minni reynslu ekki að sakast;
þeirra synd, ef nokkur er, er
fremur á hinn bóginn. Ef ein-
hverjir tala um íslensku og ísland
sem útskagamál og kotrfki, þá eru
það þeir sem skammast sín fyrir
þjóðerni sitt og menningu og
hylja vanmetakennd sína með
sjálfslasti. En slíkir menn virðast
mér einatt taka sér stöðu við hlið
hinna — eða öllu heldur snúa
bökum saman við þá — sem hylja
veikleika sinn I trúnni á land og
tungu með öfgum og barnalegri
viðkvæmni; sem berjast gegn bá-
biljum með bábiljum. Þar sem
þannig er barist er engin mál-
helgi, engin menningarhelgi.
Aðalstöðvar SÞ
lokaðar gestum
Minning
Guðbjörg
Framhald af bls. 26
jafnan fylgja stóru heimili, var
ætíð stund aflögu, okkur til
handa.
1 stórum afkomendahóp voru
amma og afi kjarninn, og margar
eru þær stundir sem verða okkur
ógleymanlegar.
Allt til hins síðasta var heimilið
hennar vettvangur, og henni
mikils virði að fá að eyða ævi-
kvöldinu með afa, á heimilinu
sem þau höfðu haldið nú í nær 60
ár.
Við og börnin okkar kveðjum
ömmu með söknuði.
Guð blessi minningu hennar.
Afa sendum við okkar innileg-
ustu samúðarkveðju og biðjum
honum blessunar Guðs.
Barnabörn.
Sameinuðu þjóðunum,
23. okt. Reuter
UPPLVST var af hálfu Samein-
uðu þjóðanna f dag, að aðalstöðv-
arnar yrðu lokaðar ferðamönnum
og gestum öðrum I næsta mánuði
meðan AHsherjarþingið fjallar
um málefni Palestfnu-Araba.
Jafnframt verður höfð náin sam-
vinna milli lögregluliðs aðal-
stöðvanna og lögreglunnar f New
York um ýtarlegar varúðarráð-
stafanir. Er búizt við óeirðum f
sambandi við þessar umræður,
m.a. vitað að samtök bandarfskra
Gyðinga hafa á prjónunum áætl-
anir um meiri háttar andófsað-
gerðir úti fyrir aðalstöðvunum til
að mótmæla þvf að fulltrúar frels-
— Sprenging
Framhald af bls. 1
sækja þangað stjórnmálamenn og
erlendir sendimenn. Ekki er talið,
að sprengingunni hafi verið beint
gegn neinum sérstökum manni
heldur óttast menn, að upp sé
risinn hópur hryðjuverkamanna,
er beini spjótum sínum gegn efri
stéttum brezka þjóðfélags í heild.
Til þessa hefur írskum öfgamönn-
um verið kennt um þær
sprengingar, sem oróið hafa í
London og víðar í Bretlandi en
ekki eru allir þar á einu máli.
Þetta er í þriðja sinn á tveimur
vikum, sem sprenging verður
brezkum klúbbi, hinir tveir voru
Victory-klúbburinn og klúbbur
hers og flota.
— Rússar
Framhald af bls. 19
ógnað af kommúnistískum
byltingarmönnum?
Árekstrarnir sem bæði
Brezhnev og Kissinger þykjast
sjá að geti orðið hugsanleg af-
leiðing kreppunnar á Vestur-
löndum geta fengið þá til þess
að knýja á takmörkun vígbún-
aðar, en til eru aðrir í herbúð-
um beggja sem munu telja
þessa fyrirboða kröftugar rök-
semdir fyrir því að magna víg-
búnaðarkapphlaupið.
— Varnarmálin
Framhald af bls. 36
Hins vegar tel ég eðlilegt og
raunar sjálfsagt, að málið verði
rætt á Alþingi, ekki síst í sam-
bandi við skýrslu utanríkisráð-
herra. Lúðvík gengur í bókun
sinni út frá tveimur forsendum,
sem eru rangar. í fyrsta lagi fjall-
ar samkomulagið ekki um endur-
skoðun varnarsamningsins eins
og Lúðvík segir, heldur um breyt-
ingar á framkvæmd hans. Með
stefnu nýrrar ríkisstjórnar og
samkomulagi þessu er meira að
segja afturkölluð ósk fyrri ríkis-
stjórnar um endurskoðun. Sú ósk
var raunar aldrei borin undir
Alþingi. i öðru lagi er rangt hjá
Lúðvík, að hér sé um endanlegt
samkomulag' að ræða, því að
stefnaþessarai ríkisstjórnar er, að
fyrirkomulag varna sé í stöðugri
endurskoðun. Breytt framkvæmd
varna innan ramma varnarsamn-
ingsins getur því ekki talist end-
anlegt samkomulag.
Góðu heilli er nú á ný, eftir
stjórnarskiptin, tekin upp sú
stefna í varnarmálum, sem varn-
arsamningurinn grundvallast á og
Sjálfstæóisflokkurinn hefur jafn-
an aðhyllst. Er það og í samræmi
við úrslit kosninganna í sumar.“
Kynningarkvöld
Sérfræðingur kynnir Yardley-snyrtivörur og sýningar-
stúlkur úr Karon-samtökunum sýna tízkufatnað frá
verzl. Melkorka.
Allir eru velkomnir í Snyrtivörudeildina Grímsbæ við
Bústaðaveg í kvöld kl. 9.
Snyrtivörudeildin Grímsbæ.
ishreyfingar Araba — PLO —
hafa fengið heimild til að taka
þátt f umræðunum.
Óstaðfestar fregnir herma að
Yasser Arafat verði I forystu fyrir
sendinefnd PLO og verða þá gerð-
ar meiriháttar ráðstafanir til að
vernda hann. Líklegt er, að um-
ræðurnar á þinginu hefjist I
kringum 7. nóvember og standi
yfir í tfu daga. Að jafnaði koma tl
aðalstöðva S.þ. í New York um
2000—2500 gestir á dag. Aðal-
stöðvarnar hafa nokkrum sinnum
áður verið lokaðar gestum, m.a.
árið 1960, er margir heimskunnir
og umdeildir pólitískir leiðtogar
sóttu Allsherjarþingið,
Manila, 23. okt. Reuter.
EVGENI Vashiukov frá Sovét-
rfkjunum varð sigurvegari á
skákmótinu f Manila á Filippseyj-
um. Annar varð Petrosjan, fyrr-
um heimsmeistari, og þriðji Bent
Larsen frá Danmörku.
7 seldu fyrir
SJÖ síldveiðiskip seldu sild í Dan-
mörku f gær, þar af seldi eitt
afgangssíld frá deginum áður.
Alls seldu skipin fyrir 14.8 millj.
kr. og meðalverðið var kr. 34.70.
Skipin sem seldu voru þessi;
Höfrungur 3. AK fyrir 1.8 millj.
kr., Albert GK fyrir 2.5 millj. kr„
Náttfari ÞH fyrir 2.8 millj. kr„
Svanur RE fyrir 2.9 millj. kr„
Gísli Árni RE fyrir 3.1 millj. kr„
Skarðsvik SH fyrir 1.5 millj. kr.
og Helga 2. RE fyrir 62 þús. kr„
en það var síld frá því í fyrradag,
en þá seldi skipið fyrir 3.6 millj.
kr.
— Papodopoulus
Framhald af bls. 1
Ioannidesar f dögun f morgun til
að handtaka hann, en þá var fugl-
inn floginn. Þegar var hafin áköf
leit að honum og yfirheyrslur
meðal félaga í herlögreglunni,
sem taldir eru honum vinveittir.
Þeir, sem handteknir voru
ásamt Papadopoulosi eru fyrrver-
andi varaforsætisráðherrar hans
tveir, Stylinos Patakos og
Nicholas Makorezos, ennfremur
Ioannis Ladas og Michael
Roufogalis, fyrrverandi yfir-
maður grísku leyniþjónustunnar.
Papadopoulos hefur undanfarið
verið f stofufangelsi og hafði
nýlega höfðað mál gegn yfir-
manni lögreglusveitarinnar sem
umkringdi heimili hans. Hélt
Papadopoulos því fram, að það
væri með öllu ólöglegt að halda
honum föngnum á heimili hans og
einangruðum, þar sem her-
foringjastjórnin hefði sjálfviljug
fengið núverandi stjórn völdin í
hendur, — og hún numið úr gildi
herlögin, sem áður voru við lýði.
Mennirnir fimm voru sendir til
eyjarinnar Kea, sem er sögð hinn
ljúfasti staður að sumri til, en
kaldur á vetrum. Þar er eitt gisti-
hús. Utlegð þeirra fimmmenning-
anna var byggð á lögum sem
Papadopoulos sjálfursetti.Eftir að
skýrt hafði verið frá handtöku
mannanna var ýmsum merkjum
stjórnartíðar þeirra safnað saman
og þau brennd, til dæmis áróðurs
bækur í þúsundatali og þar á
meðal fimm binda ritverk
Papadopoulosar „Ég trúi“, en það
hafði mestmegnis að geyma til-
vitnanir í ræður hans og kafla úr
þeim.
Síðdegis gaus upp sá orðrómur
að herdeildir i norður- og mið-
hluta Grikklands hygðust láta til
skarar skríða gegn stjórninni í
Aþenu, en í opinberri tilkynningu
þar að lútandi sagði, að
Evanghelos Averoff Tosistas
landvarnarráðherra hefði haft
samband við herforingja þar um
slóðir og þeir fullvissað hann um,
að þar væri ekkert óvenjulegt á
seyði og ekkert, sem benti til yfir-
vofandi stjórnarbyltingar.
— Fisksalar
Framhald af bls. 36
maí sem fisksalar hefðu tekið upp
á því að fara að selja fiskinn á
hærra verði en hámarksverð
hefði sagt til um,fyrsthefði verðið
verið nokkuð misjafnt, en sam-
komulag hefði náðst um að selja
hvert kg af ýsuflökum á kr. 150.
Nú hefðu verðlagsyfirvöld loksins
viðurkennt þetta verð, en þess
bæri að gæta að í millitíðinni
hefðu orðið fiskverðshækkanir.
Þá reyndi Mbl. að ná tali af Jóni
Abraham Ólafssyni verðlagsdóm-
ara, en það tókst ekki.
— Sex ára
drengur
Framhald af bls. 1
en fóru burt með drenginn í bif-
reið.
Alemagna hefur beint þeim til-
mælum til ræningjanna, að vinna
drengnum ekki mein. Ekki er
vitað, hvað ræningjarnir ætlazt
fyrir, þegar síðast fréttist hafði
ekki komið fram krafa um
lausnargjald.
Innanríkisráðherra Italfu,
Emilio Taviani, hefur fengið mál
þetta í hendur yfirmanns rann-
sóknarlögregiunnar Li Donni, en
hin tíðu mannrán í landinu að
undanförnu hafa vakið ugg og
reiði. Frjálslyndi flokkurinn birti
fyrir nokkrum dögum skýrslu,
sem bendir til þess, að mannrán
sé framið á Italíu fimmta hvern
dag að meðaltali.
— Þrír menn
Framhald af bls. 2
smygl í stærri stil en fundurinn
nú í Selfossi bendir til.
Þá má geta þess, að í fyrradag
var einn skipverja á Skógarfossi
tekinn í Reykjavík, er hann var að
smygla 56 flöskum af áfengi í
land úr skipi sínu, þar af voru 11
flöskur af 96% spíra.
— Ung stúlka
Framhald af bls. 36
Hér fer á eftir frásögn AP-
fréttastofunnar af þessu máli,
sem Níels kvað hafa vakið tölu-
verða athygli í Bretlandi:
Sendiherra íslands í London
greip inn i réttarhöld í London I
gær og bauð aðlaðandi, ljóshærðri
íslenzku stúlku hæli, en hún var
sögð eiga á hættu að verða myrt
eða rænt af flokki „hættulegra og
grimmra" eiturlyfjasala í undir-
heimum Lundúna.
Stúlkan sem er 25 ára að aldri,
átti yfir höfði sér sex mánaða
fangelsisvist þar sem hún beið
þess að mál hennar yrði tekið
fyrir rétt, en hún er ákærð fyrir
að hafa haft kókain undir hönd-
um og ætla að selja kinverskt
heróin. Hún var handtekin í júlí,
og eru 11 sakborningar í málinu
auk hennar.
Neitaði dómarinn við réttar-
höldin i Old Bailey, Charles
Lawson, að láta stúlkuna lausa
gegn tryggingu þar eð lögreglu-
yfirvöld óttuðust um lif hennar.
Málið var tekið upp að nýju í gær
þegar sendiherra tslands í Lond-
on, Níels P. Sigurðsson, lagði
fram boð um að veita stúlkunni
hæli hjá sendiráðinu.
Eiríkur Benedikz sendiráðs-
ritari, sagði dómaranum: „Ég hef
rætt mál þessarar ungu konu við
sendiherrann. Hann hefur beðið
mig um að tilkynna, að yrði stúlk-
an látin laus gegn tryggingu þá
væru hann og kona hans reiðu-
búin til að taka hana inn á heimili
sitt í aóákveðinn tíma.“ Full-
vissaði Eiríkur Benedikz Lawson
dómara um að öryggisráðstafanir
sendiráðsins væru traustar, og
ákvað dómarinn þá að láta stúlk-
una lausa gegn tvöfaldri
tryggingu að upphæð 1000 pund
með því skilyrði að hún haldi
kyrru fyrir í sendiráðinu.
Brian Riley leynilögreglu-
foringi sagði I vitnisburði sínum
að stúlkan ætti í „höggi við mjög
hættulega menn. Það er ástæða til
að ætla að þeir myndu ekki láta
hana mæta við réttarhöldin
óhindrað".
— Kissinger
Framhald af bls. 1
fréttamönnunum, sem áttu að
fylgja Kissinger á ferð hans
næstu vikurnar, Stræebe Talbott
frá Time, sem fékk ekki vega-
bréfsáritun til Sovétríkjanna.
Talbott ritstýrði æviminningum
Nikita Krúsjeffs og mun sú ástæð-
an.
Aðrir fréttamenn, sem ráðherr-
anum fylgja, hafa sent Sovét-
stjórninni mótmælaorðsendingu
vegna þessa máls.
— Bhutto
Framhald af bls. 17
utanrfkisráðherra Banda-
rfkjanna er væntanlegur til
Pakistans f næstu viku —
eftir að Bhutto hefur verið f
Sovétrfkjunum og þeir báðir
raunar — og er talið vfst að
vopnasölubannið komi þá til
umræðu.
Haft er eftir góðum heim-
ildum meðal vestrænna
sendimanna, að Sovét-
stjórnin hafi boðið Pakistan
lán til vopnakaupa, sem
nemur upphæð er svarar til
6 milljarða fslenzkra króna,
en til tiltölulega skamms
tfma og er talið að Bhutto
muni reyna að fá hagstæðari
lánakjör í Moskvuferð sinni.
Að sögn opinberra tals-
manna er þó megintilgangur
ferðar Bhuttos að bæta sam-
skiptin við Sovétrfkin — og
á það er bent að hverskonar
vopnasölusamningar milli
Pakistans og Sovétrfkjanna
verði illa séðir bæði af Kfn-
verjum og Indverjum.
— Kvennaár
Framhald af bls. 3
ins í huga við efnisval hljóðvarps
og sjónvarps og samskonar áskor-
un hefur verið beint til leikhúsa.
Skorað hefur verið á stjórn-
málaflokkana að auka hlut
kvenna I stjórnmálastarfi, ekki
síst í ýmsum pólitískt kjörnum
nefndum á erlendum og innlend-
um vettvangi og kvenfélög stjórn-
málaflokkanna hafa verið hvött
til að undirbúa félaga sína sem
best til slíkra starfa.
Menntamálaráðuneytinu hafa
verið sendar tillögur um fræðslu-
starf i skólum með ýmsum hætti
og að ritgerðasamkeppni verði
háð i framhaldsskólum f sam-
vinnu við Félag Sameinuðu þjóð-
anna. Menntamálaráðuneytið hef-
ur þegar óskað eftir tillögum frá
kvennasamtökum um það hvernig
þau telji æskilegt að kvennaárs-
ins verði minnst á þeim vettvangi,
sem heyrir undir starfssvið þess
ráðuneytis.
Fræðslumyndasafn ríkisins hef-
ur verið hvatt til að hafa á boð-
stólum gott myndaefni um stöðu
kvenna í hinum ýmsu löndum.
Dagblöðin hafa verið hvött til
að birta greinar um stöðu kvenna.
Þá verður flutt í Norðurlanda-
ráði tillaga um farandsýningu um
sögulega þróun stöðu kvenna á
Norðurlöndum. Er það Ragnhild-
ur Helgadóttir alþingismaður,
sem hefur undirbúið flutning
þeirrar tillögu, en hún á nú sæti í
stjórnarnefnd Norðurlandaráðs.
Af verkefnum, sem nefndirnar
hafa lagt til að hin einstöku sam-
tök tækju að sér má nefna:
Kvenfélagasamband Islands
undirbúi námshringaverkefni um
stöðu kvenna í þróunarlöndunum
til að senda út í héraðssamböndin.
Kvenréttindafélag Islands
vinni að því að konur f launþega-
samtökunum taki meiri og virkari
þátt f störfum stéttarfélaga sinna
og vinni að þvf í samvinnu við
kvenfélög stjórnmálaflokkanna,
að samtimis fáist opna f öllum
flokksmálgögnum þar sem fjallað
verði um réttindmál kvenna.
Kvenstúdentafélagið og Félag
háskólakvenna undirbýr átta út-
varpsfyrirlestra, sem haldnir
verða á kvennaárinu.
Starfshópur Rauðsokkahreyf-
ingarinnar vill leggja sérstaka
áherslu á aðgerðir, sem varpi ljósi
á stöðu kvenna í þjóðfélaginu og
þátt þeirra í atvinnulífinu, og að
haft verði samstarf við launþega-
samtök, sem konur eru aðilar að.“