Morgunblaðið - 24.10.1974, Síða 21

Morgunblaðið - 24.10.1974, Síða 21
MÖRÖÚNBLAÐIÐ FÍMMTÚDAGÚR 24. OKTÓBER 1974 21 Tónmenntasjóð- ur kirkjunnar SÍÐASTLIÐIÐ sumar var samin og gefin út af menntamálaráðu- neytinu skipulagsskrá fyrir Tón- menntasjóð kirkjunnar. Sjóður- inn er stofnaður með framlagi frá menntamálaráðuneytinu að fjár- hæð kr. 10.000,00. I þennan sjóð renna 20% þeirra gjalda, sem árlega verða innheimt vegna opinbers flutnings bók- menntaverka og tónverka við guðsþjónustur og aðrar kirkjuleg- ar athafnir. Tilgangur þessa sjóðs er fyrst og fremst sá að efla kirkjulega tónlist og textagerð. í því skyni skal verja úr sjóðnum fé til styrkt ar höfundum fyrir að semja ein- stök verk af eigin frumkvæði eða eftir pöntunum sjóðsins. Úthlut- un úr sjóðnum skal fara fram einu sinni á ári. Úthluta má allri innistæðu sjóðsins eins og hún er á hverjum tíma, þó eigi stofnfé hans, kr. 10.000,00. — Ljós á silfurlampa Framhald af bls. 16 hann fleygði sér á grúfu þarna við túngarðinn í Dalbæ og grét og bað Guð um, að bréfið mætti finnast. Þegar heim kom, var hann mjög miður sín og sagði pabba, hvernig komið var. Seinna um daginn kom maður til föður okkar, frændi hans, er Bjarni hét. Þeir töluðu, um ýmis- legt eins og gengur, þar á meðal veðrið, þetta ofsarok. — Þá segir "Bjarni: ,,Það kom dálitið skrýtið fyrir mig í morgun. Eg var að svipast eftir kindum niður i Hóla- mýri. Stormurinn var svo sterkur, að varla var stætt. Ég sneri mér snögglega upp í vindinn og lenti þá fjúkandi blaðsnepill á brjósti mér. Ösjálfrátt smellti ég hend- inni á þetta blað, er þetta þá ekki óopnað sendibréf til Helga Magnússonar í Miðfelli.“ Eins og hægt er að skilja, vakti þetta mikla gleði allra. Eitt sinn var langt að komið tjaldfólk i Galtafelli við heyskap, og heldur lélegur aðbúnaður í tjaldinu. Bjarni, bróðir Guðnýjar var þá 15 ára. Hann komst að því, að gömul kona, sem var i tjaldinu, var lasin. Hann fór um kvöldið út í tjald með sængina sína og lánaði henni. Hafði gamla konan oft minnst á það síðar. — „Fagurt mannlíf" eða „glansmynd"? Að síðustu: „Foreldrar okkar áminntu okk- ur börnin að vera athugul og varkár gagnvart öllu lífi, i hve litlu gervi, sem það birtist, eða hversu ósjálegt sem það sýndist. — Stranglega var tekið fram, að við mættum engu lífi granda, nema það væri einhverra hluta vegna óumflýjanlegt.“ Vera má, að lán heimilisins hafi allmikið byggzt á þessari virðingu fyrir lífi og tilfinningu. Bæði hafa systkinin, Einar og Guðný, sagt frá því, hvernig Ijós trúarinnar var tendrað í Galta- felli. Og þar logaði það skært á lampa Guðs. Ég óska höfundi Bernskudaga til haningju með það að hafa skil- ið eftir ljós á silfurlampa meðal íslenzkra bókmennta. — Bók, sem lýsir inn í liðinn tíma — og út á veginn, sem vér göngum. Rósa B. Blöndals. MYNDAMÓTA Adnlstræti 6 simi 25810 NY SENDING TRAMPSSKÓR: STÆRÐIR 35 STÆRÐIR 41 REIMUÐ TRAMPSSTÍGVÉL: STÆRÐIR 35 STÆRÐIR 41 ÓREIMUÐ TRAMPSSTÍGVÉL: STÆRÐIR 35 STÆRÐIR 41 40. VERÐ KR. 3.450 - 46. VERÐ KR. 3.550 - - 40. VERÐ KR. 4.395. - 46. VERÐ KR. 4.495. 40. VERÐ KR. 4.675, 46. VERÐ KR. 4.775, Skóverzlun Þórðar Péturssonar, Kirkjustræti 8 v/Austurvöll. Sími 14181.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.