Morgunblaðið - 05.11.1974, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.11.1974, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. NÖVEMBER 1974 Frá sýningu Oidtmans f Þýzkalandi. I 1 [] m 3?m I jm Frá listasýningunni. A miðri mynd er mosaikmynd eftir Gerði. Steindur gluggi eftir unga fslenzka listakonu, Svövu Björnsdóttur. Þrjár íslenzkar lista- konur á sýningu í Þýzkalandi 1 ÞVZKALANDI stendur nú yfir stór listsýning með 81 verki, þar af 5 eftir fslenzka listamenn, auk teikninga þeirra af listaverkum á opinberum byggingum f Reykja- vfk. Það þykir allnýstárlegt, að þessir fslenzku listamenn eru þrjár konur. Þarna á verk sín alþjóðlegur hópur listamanna, um 30 manns, en fyrir utan fslenzku listakonurnar eru aðeins f hópnum tvær konur, báðar frá Þýzkalandi. Þessi sýning er á vegum H. Oidt mans i Linnich, sem hafa fram- leitt steinda kirkjuglugga og mosaik eftir þessa listamenn. Er Fritz Oidtman var spurður hvers vegna íslenzkir listamenn ættu svo stóran hluta þarna, sagði hann að þeim bræðrum lfkaði svo vel við Island, þar sem þeir hefðu oft komið, og að þar fyndist gott listafólk. Á sýningunni er stór höggmynd eftir Gerði Helgadóttur við inn- ganginn og er sú mynd úr stein- steypu og gleri. Einnig er þar steindur gluggi eftir Gerði og mosaikmynd, auk frumteikningar af mosaikmyndinni á Tollstöðinni í Reykjavík. Þá er sýndur steind- ur gluggi eftir Nínu Tryggvadótt- ur og frumteikning af glugga hennar í Listasafni Islands. Og þriðji Islendingurinn er Svava Björnsdóttir, ung listakona, sem verið hefur við nám í Frakklandi og sýnir þarna sinn fyrsta steinda glugga, sem Oidtman-bræður völdu og framleiddu. Sýningin stendur frá 28. september til 3. nóvember í skóla- húsi í Linnich, heimabæ Oidtman- bræðra. Er þetta i fyrsta skipti í 156 ára sögu fyrirtækisins að þeir sýna þar, þó sýningar með verk- um þeirra hafi verið víða um Þýzkaland og önnur lönd. En til- efni sýningarinnar var það, að eftir að þeir bræður höfðu verið sæmdir heiðursborgaratign í bænum, þá fóru bæjaryfirvöld þess á leit að þeir settu upp eina stóra og veglega sýningu f sínum eigin bæ. Urðu þeir við þeim til- mælum og settu sýninguna upp í skólahúsi í Linnich. Völdu þeir verk eftir listamenn frá ýmsum löndum, Frakklandi, Banda- ríkjunum, Þýzkalandi og víðar og framleiddu um helminginn af steindu gluggunum og mosaik- myndunum sérstaklega fyrir þessa sýningu. En einnig sýndu þeir 3 eftirlíkingar af gömlum kirkjugluggum frá 15. og 16. öld, sem gerðir voru sérstaklega. Sýningin hefur verið ákaflega vel sótt, og menn koma víðs vegar að frá Köln, Dusseldorf og víðar. Fyrstu vikuna sóttu hana 2800 manns og nýlega höfðu komið 4000 fullorðn- ir. Þá sagði Fritz Oidtman okkur þær fréttir, að skólablaðið Phiff- erling í Linnich, sem hefur hlotið rfkisverðlaun sem bezta barna- blaðið i Þýzkalandi, hafi haft á annarri útsíðu sinni nýlega lit- mynd af kirkjugluggunum í Kópavogi eftir Gerði Helgadóttur, en á hinni útsíðunni mynd eftir þýzku listakonuna Katzgrau, sem gerði kirkjugluggana á Siglufirði og í Hornafirði. En þessar myndir tvær voru einmitt litprentaðar á vönduðu almanaki fyrir árið 1974 í Þýzkalandi. Það útgáfufyrirtæki notar nú þessar tvær myndir sem auglýs- ingu fyrir Christelicher Kunst- kalender fyrir árið 1975. Er þannig frá gcngið, að hægt er að taka litprent'uðu myndina með kirkjugluggunum í Kópavogi eft- ir Gerði Helgadóttur, og nota sem póstkort til sendingar. Svo þessi litmynd af gluggum Kópavogs- kirkju fer orðið býsna vfða, enda þykja þeir mikið listaverk. Almanakið „Christlicher Kunst- kalender 1975“, sem Kiefer forlag í Wupperyal gefur út, er komið út, ákaflega vandað að venju með listaverkum af steindum glugg- um, er nota má svo sem póstkort eftir að réttur mánuður er liðinn. Af 13 litprentunum af verkum kunnra listamanna eru 3 eftir Gerði Helgadóttur, eitt eftir Nínu Tryggvadóttur og þriðja verkið er gluggi eftir Katzgrau, sem er í einkaeign á Islandi. Verk Gerðar eru öll í Þýzkalandi. Eitt þeirra er stór gluggi á Suermond-safninu i Achen, en hinir gluggarnir tveir úr einkaeign í Þýzkalandi og Hollandi. Glugginn eftir Nínu er einnig úr einkaeign. En þetta vandaða almanak er framleitt með leyfi Oidtmansbræðra og af verkum, sem þeir hafa framleitt eftir verkum ýmissa listamanna og er þetta orðið fallegt safn lit- mynda. Þannig eiga íslenzkar lista- konur nokkuð stóran hlut á sýn- ingunni f Linnich og f lista- almanakinu. Lengst til hægri eru kopfur af kirkjugluggum frá 15. og 16. öld, á ljósa veggnum má greina hluta kirkjuglugga eftir Nfnu á fletinum næst okkur og eftir Gerði efst á ljósa fletinum fjær. A veggnum til vinstri efst á Ijósa fletinum fjær. A veggnum til vinstri eru frumteikningar þeirra af Tollstöðvarmosaikinni f Reykjavfk og gluggum f Listasafni lslands. í , ■ * f»r ,|1 ■ í % ■ *■ . »—■■■ ' : srjimssm — rm xiii éWMti'mmmmm IBI HSL M .* -7»! ■ * - 'ms, .* -m | ■ W S B — " * -----------------= = Steindir gluggar á sýningunni f Linnich.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.