Morgunblaðið - 10.11.1974, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.11.1974, Blaðsíða 1
48 SIÐUR 222. tbl. 61. árg. SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1974 PrentsmiSja Morgunblaðsins. Ford aíturkallar skípan Gibsons Washington, 9. nóv. AP—REUTER GERALD Ford, forseti Banda- rfkjanna, hefur afturkallað skipan Andrews Gibsons í em- bætti orkumálastjóra Bandaríkj- anna eftir að upp komst, að hann hefði fengið meiri háttar fjár- framlag frá olfuflutningafyrir- tæki, þar sem hann starfaði. Andrew Gibson, sem á sínum tíma var skipstjóri á kaupskipum flotans, var um 16 mánaða skeið framkvæmdastjóri fyrirtækisins Interstate Oil Transport Company í Filadelfíu. Þegar hann lét af störfum þar fyrir sex mán- uðum samdi hann um milljón dollara greiðslu frá fyrirtækinu. Ford skipaði Gibson nýlega I embætti orkumálastjóra i stað Johns Sawhills, en öldungadeild bandaríska þingsins átti eftir að staðfesta skipunina. Þegar upp- víst varð um fjárgreiðsluna þótti einsýnt, að það yrði ekki gert. Kissinger til Washington: Skildi eftir leyni- legar friðartillögur Túnis, 9. nóv. AP—REUTER DR. HENRY Kissinger, utanríkis- ráðherra Bandarfkjanna, hélt heimleiðis til Washington f dag frá Túnis, sem var sfðasti áfanga- staðurinn f ferðalagi hans. Haft er eftir góðum heimildum, að hann hafi skilið eftir leynilegar tiilögur um hvernig koma mætti á friði milli Ísrael og Arabarfkj- anna og kunni að fara aftur þangað fyrir ársiok til frekari umræðna um þær. ferð sinni, m.a. hafi hann verið þeirrar skoðunar, aó tekizt hafi að koma í veg fyrir að ný átök hæf- ust i bráð milli ísraela og Araba vegna úrslita leiðtogafundar Arabaríkjanna á dögunum, þar sem samþykkt var, að Frelsissam- tök Palestínu-Araba, PLO, yrðu málsvari allra Palestínu-Araba — og þeirra viðbragða Israela að harðneita að semja við þá. Er Kissingér sagður trúa því, aó samningamöguleikar séu enn fyrir hendi. Talið er, að þrjár af tuttugu og sex milljónum Eþíópiu- búa liði matar- og vatnsskort. Ástandið mun óvíða verra en í Dagabur, 5000 manna bæ í eyðimerkurlandi í Austur-Eþíópíu, þar sem þessi mynd var tekin fyrir skömmu af móður og sveltandi syni hennar úti fyrir kornvöruverzlun. Haft er eftir bandariskum embættismönnum, að Kissinger hafi talið nokkurn árangur af Tillaga Filippseyja á matvælaráðstefnu S.Þ,: 30 sjómenn brunnu til bana Tókíó 9. nóv. Reuter. TALIÐ er, að 30 manna áhöfn af líberísku flutningaskipi hafi brunnið til bana, eftir árekstur við japanskt skip, sem var með innanborðs farm af fljótandi gasi. Skipin rákust á f Tókíóflóa snemma í morgun og herma frétt- ir, að tveir Japanar hafi látið lff- ið, þriggja væri saknað og sex hefðu slasazt. Þegar áreksturinn varð kom upp gífuriegur eldur f líberfska skipinu og skömmu síðar einnig f japanska skipinu. Björgunarað- gerðir voru þegar hafnar og flest- um af sfðarnefnda skipinu tókst að komast í björgunarbáta, en nokkru síðar varð mikil spreng- ing í skipinu. Heimilið var í rúst eftir dvöl Burtonshjóna Californíu 9. nóv. AP. HÖFÐAÐ hefur verið skaðabóta- mál á hendur leikurunum Elizabeth Taylor og Richard Burton að upphæð 2.944 dollarar, vegna skemmda, sem þau ollu á húsi, sem þau bjuggu i meðan þau voru við kvikmyndaleik i norður- hluta Kaliforníu í febrúar og marz s.l. Húseigendurnir Robert og Antonia Henning sögðu fyrir rétti, að gólfteppi og dýnur hefðu verið gersamlega eyðilögð og rúmin brotin niður, þegar þau ætluðu að flytjast aftur inn i hús- ið. Calley sleppt WILLIAM Calley, liðþjálfi, sem er eini Bandarfkjamaður- inn, sem hefur verið dæmdur fyrir þátttöku f fjöldamorðum Bandarfkjamanna á Vfetnöm- um f My Lai, verður látinn laus úr fangelsi f dag. Hann hefur afplánað einn þriðja af tfu ára fangelsisdómi sfnum. Upphaflega var Calley dæmdur f Iffstfðarfangelsi en sfðar var dómnum breytt f 20 ár og f aprfl sl. styttur í tfu ár. Fulltrúar verði lokaðir inni með matarskamt Kenyabóndans 1 i •! 1 • i i sc • x j •• ar w — þar til þeir komast að niðurstöðu þessi skammtur, skulum við bara eta okkar eigin orð. Ég er sann- færður um, að þá gengur starfið hér mun hraðar," sagði ráðherr- ann. Áður hafði hann gagnrýnt harð- Róm, 9. nóv. AP — Reuter ' UTANRÍKISRÁÐHERRA Fil- ippseyja, Carlos Romulo, lagði til f ræðu sinni á matvælaráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna f gærkveldi, að fulltrúarnir 2000, sem þar eru saman komnir, yrðu lokaðir inni meðan þeir væru að komast að niðurstöðu um nauð- synlegar ráðstafanir gegn mat- vælaskortinum f heiminum og jafnframt skyldu þeir á degi hverjum fá matarskammt, er svaraði til daglegs skammts bænda f Afrfku og Asfu. Gaf Romulo upp matseðilinn, og tók mið af dagskammti Kenyubónd- ans: Köld hveitikaka og heitur hafragrautur og kannski mjólkur- glas með. „Ef okkur Ifkar ekki Norðurlandaráðsfundur: Hvatt til samviimu á sviði orkumála Álaborg, 8. nóv. Frá Birni Jóhannssyni. SVERRIR Hermannsson, al- þingismaóur, sagöi Morgunblað- inu í dag, að orkumálin væru það höfuðverkefni, sem norræn sam- vinna ætti að beinast að. Sverrir sagði, að það skipti miklu máli, að Norðurlöndin kæmu fram sem ein heild á alþjóðavettvangi á sviði orkumála og það skipti miklu máli, að þau hefðu sem bezta samvinnu í þeim efnum. Sverrir benti á, að innan skamms framleiddu Norðmenn yfir 50 milljónir tonna af oliu árlega og um 40 milljónir tonna af gasi, en Noregur notaði aðeins 13 milljónir tonna af oliu á ári til eigin notkunar. Þess vegna væri ljóst, að Noregur væri vel aflögu- fær til hinna Norðurlandanna. Reiknað væri með, aó Noregur gæti framleitt 96 milljónir tonna af olíu árið 1980 eða meira en helming þess olíumagns, sem reiknað er með, að Norðurlöndin noti þá, eða 160 milljónir tonna. Sverrir Hermannsson benti á, hversu mikilvægt væri fyrir ís- land að geta keypt olíuna frá Noregi í staðinn fyrir að kaupa hana frá Rússlandi. Sverrir sagði i þvf sambandi, að Rússar reyndu að nota aðstöðu sína sem selj- endur í pólitískum tilgangi og víldu þannig hafa áhrif á utan- ríkisstefnu íslands. Þessa þving- un losnuðu Islendingar við, ef þeir gætu fengið sína olíu frá Norðmönnum. lega, að starf ráðstefnunnar skyldi tafið um heilan dag með pólitfsku þrefi um varaforseta- embætti þar. Aður höfðu komið fram tillögur um að fulltrúar föstuðu einn dag til að reyna hvernig væri að vera ekki saddur og sömuleiðis, að menn skyldu greiða sekt fyrir hvert kg, sem þeir væru umfram eðlilega þyngd. Um 800 fulltrúar á ráðstefn- unni ganga í dag á fund Páls páfa VI og sagði Romulo í ræðu sinni kjörið að taka sér til fyrirmyndar þær aðferðir, sem páfastóll notaði við páfakjör, þar sem kardinálar væru lokaðir inni í þröngum söl- um og matarskömmtum þeirra haldið f lágmarki meðan þeir væru að ákveða sig. Til þessa virðist störfum ráð- stefnunnar lítið hafa miðað. Full- trúi Sovétríkjanna Nikolai Rodiouov hélt ræðu í gær, sem hafði verið beðið með eftirvænt- ingu; bæði lék mönnum forvitni á að heyra viðbrögð Rússa við megintillögunni, sem fyrir ráð- stefnunni liggur, þ.e. tillögum dr. Henrys Kissingers, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, svo og hvaða tillögur þeir hefðu sjálfir fram að færa. Rodionov hafði hinsvegar engar sérstakar tillög- ur og minntist ekki á tillögu Kissingers, kvað Sovétmenn hins- vegar reiðubúna til aðstoðar við að stuðla að aukinni matvæla- framleiðslu i vanþróuðu ríkjun- um. Hugmyndir Kissingers gengu út á, að komið yrði upp einskonar matvælabanka með það fyrir aug- um að vinna gegn verðsveiflum og hafa birgðir til taks í neyðartil- fellum. Sovétmenn hafa í einka- viðræðum sýnt þessu lítinn áhuga, talið alla annmarka á því að réttar upplýsingar fengjust um kornbirgðir einstakra landa og hafa óttazt að alþjóðasamtök mis- notuðu aðstoð sína i eiginhags- munaskyni. Sovétmenn eru sjálf- ir tregir til að gefa upplýsingar um matvælabirgðir sínar og eru einkum'þess vegna ekki aðilar að FAO.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.